Morgunblaðið - 14.12.1974, Page 20

Morgunblaðið - 14.12.1974, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10 100. Aðalstræti 6. simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 35.00 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar F, regnir frá Briissel herma, að nefnd sú, sem fjallar um samning þann, sem vió Islendingar höfum gert við Efnahags- bandalagið, hafi fjallað um þau mál að undanförnu og ítrekað þá afstöðu Efna- hagsbandalagsins, að tolla- ívilnanir vegna íslenzks fiskútflutnings i EBE- löndum skuli ekki koma til framkvæmda fyrr en samningar hafi náðst við einstök aðildarríki Efna- hagsbandalagsins um veiði- réttindi innan 50 mílna fiskveiðilögsögunnar. í til- efni af þessari ítrekuðu af- stöðu Efnahagsbandalags- ins er ástæða til að rifja upp eftirfarandi stað- reyndir. í fyrsta lagi höfum vió íslendingar gert samkomu- lag við Breta, sem eru aðil- ar aó Efnahagsbandalag- inu og leyft þeim að veiða innan 50 mílna fiskveiói- lögsögunnar, þar til í nóv- ember á næsta ári. Sam- komulag þetta hafa Bretar talið viðuhandi fyrir sig. í öðru lagi höfum við gert samninga við annað aðild- arríki Efnahagsbandalags- ins, Belgíu, um veiðiheim- ildir innan 50 mílna mark- anna og hefur ekki annað heyrzt, en að Belgar séu ánægðir með þá samninga. I þriöja lagi höfum við far- iö afar mildum höndum um landhelgisbrot vestur- þýzkra togara innan 50 mílnanna um tveggja ára skeið og það er ekki fyrr en fyrst nú á síðustu vikum, sem nokkur harka hefur færzt i leikinn. Við höfum jafnframt ítrekað lýst okk- ur reiðubúna til að gera sanngjarna samninga vió Vestur-Þjóðverja um fisk- veiðiréttindi innan 50 milna markanna um skamma hríð. Þegar á allt þetta er litið, sýnist ekki ástæða til þess fyrir Efna- hagsbandalag Evrópu að kvarta yfir framkomu Is- lendinga í garð aðildar- ríkja þess. Við Islendingar höfum hins vegar ekki verið til viðtals um að láta knýja okkur til samninga í land- helgismálinu, sem ganga gegn hagsmunum okkar og réttlætisvitund. Við vorum ekki reiðubúnir til að láta Breta kúga okkur til samn- inga meó hernaðarofbeldi og við erum ekki reiðubún- ir til að láta jafnaðar- mannastjórnina i Bonn pína okkur til nauðunga- samninga með löndunar- banni. Við erum heldur ekki tilbúnir til að láta að vilja Vestur-Þjóðverja vegna þvingunaraögerða Efnahagsbandalagsins í okkar garð. Frekar látum við allar tollaívilnanir lönd og leið en knésetja okkur með þeim hætti, sem Efna- hagsbandalagið og Vestur- Þjóðverjar bersýnilega stefna að. En það er eftirtektarvert og nokkurt umhugsunar- efni, að við íslendingar erum ekki eina þjóðin, sem verður fyrir fruntaskap af þessu tagi af hálfu Efna- hagsbandalagsins i Bruss- el. Nú síðustu daga hafa Rússar viðurkennt í grund- vallaratriðum fyrirhugað togveiðibann Norðmanna á svæðum utan norsku land- helginnar og rétt Norð- manna til að lögsækja skip, sem staðin eru að ólögleg- um veiðum á þessu svæði. En öðru máli gegnir um Efnahagsbandalag Evrópu. Ráðamenn þess í Brússel hafa ekki samþykkt þetta togveiðibann og þeir hafa fyllilega gefið í skyn, að togveiðibannið kunni að stofna í hættu þeim íviln- unum, sem Norðmenn með sérstökum samningum hafa fengið innan Efna- hagsbandalagsins. Það sýnist því sem Efna- hagsbandalag Evrópu sé að verða einhvers konar til- finningalaust efnahags- veldi, sem ástundar utan- rikispólitik af því tagi sem gömlu stórveldin komust upp með fyrir hálfri öld, en á að heyra fortíðinni til. Það er að sjálfsögðu vanda- mál aðildarríkja Efnahags- bandalagsins en ekki okkar Islendinga. Hitt vekur óneitanlega talsverða furðu, að jafnaðarmanna- stjórnin í Bonn skuli hafa geð í sér til þess að láta þetta óátalið, en það er raunar í samræmi við þá ákvörðun Bonnstjórnar- innar að setja á okkur lönd- unarbann. I öllum samskiptum þess- ara Evrópuþjóða við okkur Islendinga í landhelgismál- um gætir grundvallarmis- skilnings á afstöðu okkar og þjóðareðli. Aftur og aft- ur virðast gömlu stórveldin í Evrópu halda, að Islend- ingar séu þannig gerðir, að hægt sé að knýja þá til nauðungarsamninga með þvingunaraðgerðum. En margendurtekin reynsla ætti að hafa sýnt þessum þjóðum og sannað, að slíkar aðgerðir hafa þveröfug áhrif. Þær gera það eitt að verk- um, að þjóðarsamstaða íslendinga í landhelgisbar- áttunni stóreflist og við er- um þeim mun síður til við- ræðu um fiskveiðiréttindi þessara þjóða í fiskveiði- landhelgi okkar sem þær sýna okkur meiri óbilgirni og ósanngirni eins og Bret- ar hafa gert, eins og Þjóð- verjar gera nú og eins og Efnahagsbandalag Evrópu gerir nú. Ef ráðamenn þessara Evrópuríkja skildu betur íslenzka þjóðarsál að þessu leyti mundu þeir áreiðanlega ekki grípa til kúgunaraðferða eins og þeirra, sem þeir aftur og aftur beita okkur, en þess í stað ganga til sanngjarnra samninga. Þeir eiga enn kost á því, en tíminn hleyp- ur fráþeim. EINSTRENGINGSLEG AFSTAÐA EBE Operu- tónleikar Píanótónleikar Á laugardagseftirmiðdag efndi Sinfóniuhljómsveit íslands til „óperutónleika", m.ö.o. flutti eingöngu for- leiki og atriði úr klassískum og rómantískum óperum. Stjórnandi var Alberto Ventura, auðheyrilega góð- ur fagmaður i stjórn ópera í heimalandi sínu, Ítalíu. Þegar í byrjun tónleikanna, sendi hann áheyrendur sína burt ur skammdeginu — í huganum auðvitað — suð- ur þangað, sem blóðið rennur örar i æðum en við eigum að venjast. í forleik Mozarts að „Brúðkaupi Fígarós" setti hann örugg- lega íslandsmet i hraða, og það var aðeins rétt i byrjun að útlit var fyrir, að hljóm- sveitarmenn ætluðu ekki að fylgja heils hugar á sprettinum. Sami óvenju- legi hraði einkenndi líka aríuna „Voi che sapete" úr sama verki. Aðrir forleikir fylgdu á eftir (að „ftölsku stúlkunni frá Alsír" eftir Rossini, að 3. þætti „La Traviata" og „Valdi örlag- anna" eftir Verdi) og einnig ballettmúsík (úr „Orfeo" Glucks og „Fást" Gounods). Þarna virtist sjálfur hraðinn ekki vera svo áberandi (kannski var maður sjálfur farinn að hugsa hraðar), athyglin beindist fremur að þeirri nærfærni og innlifun, sem stjórnandinn sýndi við hverja hendingu. Sigríður E. Magnúsdóttir — þessi frábæra söngkona — bar uppi sinn hluta tón- leikanna með látleysi á yfir- borðinu, öryggi og vand- virkni. Hún naut þess líka, hve stjórnandinn var tillits- samur. Aríurnar, sem hún söng (auk áðurnefndrar áríu Mozarts, „Che faró senza Euridice" eftir Gluck, Tónllst eftir ÞORKEL SIGURBJÖRNSSON „Mon coeur s'ouvre a ta voix" eftir Saint-Saéns, „Habanera" eftir Bizet), eru vitanlega hugsaðar fyrir hljómsveitarleik í „gryfju", og það ekki svo mjög stórar hljómsveitir. Stjórnandinn gætti þess mjög vel, að röddinni væri aldrei „drekkt". í Bizet sýndi hún meiri sveigjanleik í túlkun — meiri tilfinningasemi en oft áður. Það væri gaman, ef hún fengi tækifæri til að spreyta sig á Carmen hér — það yrði engin „til- raunastarfsemi". Tékkneska píanóleik- konan Dagmar Simonkova lék á vegum Tónlistarfé- lagsins í Austurbæjarbíói á mánudagskvöld. Á efnis- skránni voru verk eftir landa hennar Tomásek (samtímamann Beethovens og fyrstu rómantísku tón- skáldanna á 19. öld), Schu- mann, Debussy og Chopin. Diþyrambarnir þrír eftir Tomásek áttu víst að vera ástríðufullir lofsöngvar til Dionýsosar, og ástríðurnar birtust í hrífandi áttunda spili, en annars var „tákn- mál" þessarar tónlistar lítt sannfærandi í þeim eyrum, sem vanist hafa þýzkri, rússneskri eða ítalskri ástríðu ( tónum. Samt var Tomásek áhugaverður sem söguleg persóna. Önnur verk efnisskrárinnar voru gamlir kunningjar, „Karneval" Schumanns, fjórar prelúdíur Debussys og etýður og scherzo eftir Chopin. Óneitanlega hafa þessi verk oft snert mann meir áður í meðförum ann- arra píanista — og það er víst þessi samanburður, sem Shakespeare kallaði viðurstyggilegan. Hins vegar hlýtur sú spurning að skjóta upp kollinum, þegar boðið er upp á hin kunn- ustu verk: til hvers er spilað á þessari grammófónöld? Er það til að gera betur en allir aðrir, alveg eins, eða vísvit- andi ver? Hvers vegna að spila utanað, ef minnið er ekki óskeikult? Simonkova hefur vissu- lega frábæra leiktækni, kemst yfir margar nótur auðveldlega. En það var einhver kuldi yfir leik hennar, samt ekki bitandi harka, sem auðvitað getur verið hrffandi á sinn hátt. Maður sperrti eyrun við listilegar trillur, skalarunur og áttundahlaup, en hljóm- ar voru stundum svo ómót- aðir (heilar blaðsíður f Schumann urðu að glamri), að maður þurfti líka að sperra eyrun til að fylgja þeirri raddfærslu, sem höf- undarnir færðu á blað. Hins vegar skutu upp kollinum Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.