Morgunblaðið - 14.12.1974, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974
Sigrún Sigurjóns-
dóttír Minningarorð
1 öndverðum nóvember árið
1896 voru hjónin á bænum
Kringlu í Grímsnesi nýflutt inn í
hús sitt, eftir að hafa endurbyggt
það að afstöðnum jarðskjálftun-
um miklu, sem þá urðu, og sem
voru svo mjög í hugum fólks um
sunnanvert landið.
Það mátti ekki seinna vera, að
þau flyttu inn. Fáum dögum síðar
eða þ. 7. nóvember fæddist þeim
hjónunum Sigurjóni Gíslasyni og
Jódísi Sigmundsdóttur, dóttir.
Þetta var þriðja barn þeirra hjóna
og var stúlkan skírð Sigrún.
Hjónin Jódís og Sigurjón eign-
uðust alls tíu börn. Öll voru þau
fædd á Kringlu og öll ólust þau
þar upp, þau er komust til fullorð-
insára, en tveir drengir þeirra
dóu ungir.
Sigrún ólst upp í stórum
systkinahcpi, og eins og gefur að
skilja kom það í hennar hlut að
létta undir fjölþætt störf á stóru
heimili, þegar fram liðu stundir.
Uppeldisárin hafa án efa mótað
lífsviðhorf hennar og lyndiseink-
t
Eiginkona, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ELÍSABET NIKULÁSDÓTTIR,
Vitastíg 6A, HafnarfirSi,
lést í Landspitalanum
1 2. desember.
Vigfús Þorgilsson
og börn.
unn. Hún gekk hreint til verks í
þess orðs fyllstu merkingu og var
hreinskiptin varðandi menn og
málefni.
Laust eftir 1920 verða tímamót í
ævi Sigrúnar, er hún kynnist eft-
irlifandi manni sínum Jónasi B.
Bjarnasyni frá Vallholti á Mið-
nesi, en hann hafði þá ráðist sem
kaupamaður i Grímsnesið. Þau
felldu hugi saman og giftust árið
1926. Sama ár fæddist þeim fyrsta
barnið, dóttirin Sólveig Jóhanna,
ári síðar fæddist þeim önnur dótt-
ir, Erla, og loks sonur, Sigurgeir,
árið 1928. Lifa þau öll móður sína,
ásamt fjórtán barnabörnum.
Þau hjónin Sigrún og Jónas
hafa litið björtum augum til fram-
tíðarinnar, því þegar árið 1925
ráðast þau í að reisa nýbýlið Hóla-
brekku á Miðnesi, þrátt fyrir þau
kjör, sem þessi ár höfðu upp á að
bjóða Húsið var reist á gömlu býli
samnefndu. Á þessum árum var
unnið hörðum höndum til sjávar
og sveita á íslandi og átti það
ekkert síður við um Miðnesið, þar
sem landgæði eru ekki þau ákjós-
anlegustu. Með dugnaði og þraut-
seigju voru ýmsir örðugleikar yf-
irstignir. Húsbóndinn var hag-
virkur og hafði löngum mörg járn
i eldinum, stundaði smíðar og
fiskveiðar á eigin skipi jöfnum
höndum, auk búskapar, studdur
dyggilega af dugmikilli og hag-
sýnni húsmóður.
I Hólabrekku bjuggu Sigrún og
Jónas til ársins 1945 og þar uxu
börnin úr grasi. Árið 1945 selja
þau bú sitt og flytja í næsta
byggðarlag, þar sem þau keyptu
hús, Rafnkelsstaði í Garði. Var
+ Móðir mín og amma,
ÞÓRUNN ÞORSTEINSDÓTTIR,
andaðist í Elliheimilinu Grund 1 2. þ.m. Gyða Tómasdóttir, Hafdís Þórólfsdóttir.
+
Konan mín og móðir okkar,
RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
frá Stardal,
Hellisgötu 1 6,
andaðist að kvöldi 1 2. desember! Landakotsspítala.
Guðmundur Þ, Magnusson og börn.
t
Móðir okkar
MATTHILDUR KJARTANSDÓTTIR,
Ásvallagötu 52
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 16 desember kl.
10.30 f.h.
Blóm vinsamlega afbeðin
F.h. aðstandenda
Börnin
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför,
KATRÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Þórufelli 14.
Börn, tengdaborn og barnaborn
Friðjón Jónsson
kaupmaður Mrming
þetta áfangi á leið þeirra til
Reykjavíkur, en þangaó fluttu
þau ári síðar og festu kaup á íbúð
í Drápuhlið 5, þar sem þau bjuggu
í tólf ár.
Árió 1958 flytjast þau hjónin
svo i einbýlishús, er þau höfðu
byggt við Þinghólsbraut 9 í Kópa-
vogi, og hafa þau búið þar síðan.
Hús þeirra og heimili allt ber
glöggt vitni snyrtimennsku og
samheldni þeirra hjóna beggja.
Ótal ferðir að Hólabrekku á
uppvaxtarárum mínum verða mér
minnisstæðar og dvöl á heimili
Sigrúnar um stuttan tima eða
langan, og eru minningar um
hana allar góðar. Að leiðarlokum
er margs að minnast og margs að
sakna frá samverustundum fyrri
ára.
Sigrún var að eðlisfari létt í
lund og lífleg í fasi hvar sem hún
fór. Það var fjarri huga hennar að
fara á flótta undan lífinu og
vandamálum þess, því með henni
bjó mikil lifsgleði og lifsorka, allt
fram á síðustu stundu. Hún átti
við vanheilsu að stríða siðustu
mánuði og fyrr á ævinni hafði
hún lagst á sjúkrahús nokkrum
sinnum. Þrótt og kjark hafði hún
ávallt til þess að yfirstíga þá erfið-
leika.
Þess er skemmst að minnast, er
hún kom í heimsókn til systur
sinnar, fósturmóður minnar, er
þá lá á sjúkrahúsi, og færði henni
aó gömlum og góðum sið kaffi og
pönnukökur, að með sér færði
hún einnig ferskan andblæ og
lífsorku, sem ávallt er verðmæt
við slíkar aðstæður. Sigrún átti
eftir að sjá á eftir þessari systur
sinni um mitt sl. sumar, en sjálf
lést Sigrún hinn 9. þ.m. á Borgar-
spitalanum i Reykjavík. A einu
ári hafa þrjár systur, dætur hjón-
anna á Kringlu, þær Sigurbjörg,
Geirþrúður og Sigrún, horfið af
sjónarsviðinu.
Sambúó þeirra hjóna Sigrúnar
og Jónasar hafði varað rúmlega
fimmtíu ár, og er þvi fráfall Sig-
rínar þungbært eiginmanni henn-
ar, svo og ástvinum öllum. En
áfram snýst lífsins hjól og líf er
Framhald á bls. 22
F. 26. ágúst 1904
D. 7. des. 1974
Með Friðjóni er fallinn í valinn
einn af þeim Njarðvíkingum, sem
um langan tíma hafa sett svip
sinn á samfélagið í Njarðvíkur-
hreppi.
Friðjón er fæddur á Hellnum á
Snæfellsnesi og ólst upp með
móður sinni á nokkrum bæjum
þar í sveit, en snemma mun hann
hafa þurft að sjá um sig sjálfur og
taka ungur ákvarðanir, sem ýms-
um eldri mönnum þættu erfiðar í
dag. Að því leyti hefst lífsganga
hans á líkan hátt og fjölda þeirra
Islendinga, sem nú eru óðum að
týna tölunni.
Friðjón flyst til Njarðvíkur árið
1921, og má segja að hending ein
hafi ráðið þeirri ákvörðun, en
hann mun ekki hafa haft um það
áform að dvelja til lengdar þar —
og ekki er ólíklegt að nálægð
jökulsins hafi tíðum verið saknað
— þó var þar nokkur bót, að
Snæfellsjökul mátti greina við
hafsbrún, ef vel viðraði, og eng-
inn jökull er hreinni.
Fyrstu ár sín I Njarðvikum
stundaði Friðjón ýmis störf, en þó
mest sjómennsku, en síðar hóf
hann akstur vörubifreiðar og
stundaði það starf um árabil,
fyrst fyrir aðra, en siðar keypti
hann bifreið og ók fiski og öðrum
þungaflutningi milli Keflavíkur
og Reykjavíkur.
Árið 1939 stofnar Friðjón
verzlun ásamt Sigurði Guðmunds-
syni i Þórukoti, og allt frá þeim
tima hefir hann verió verzlunar-
eigandi i Ytri-Njarðvík, nú síðast 1
átti hann Friðjónskjör, sem hann
varð þó að selja á siðastliðnu
sumri, er hann var þrotinn að
heilsu og kröftum. Hér hefir verið
stiklað á stóru, án þess að getið
væri þeirra þátta, er helzt hafa
mótað hamingju Friðjóns, en þar
á ég að sjálfsögðu við fjölskyldú-
líf hans, en þar var hann mikill
gæfumaður.
Friðjón stofnaði sitt eigið
heimili með eftirlifandi konu
sinni Jóhönnu Margréti Stefáns-
dóttur frá Fossi í Grimsnesi árið
1938. Bústaður þeirra hefir lengst
af gengið undir upphaflegu nafni,
sem er Vellir en er nú Borgarveg-
ur 8. Allir, sem til þekkja, kann-
ast við þá vinsamlegu hlýju, sem
þar hefir ávallt rikt, og hefir hió
fagra heimili þeirra borið glæsi-
legan vott um samheldni og
rausnarskap húsráðenda, enda
hafa Njarðvíkingar og aðrir gestir
þar skemmtilegar stundir og not-
ið fölskvalausrar gestrisni.
Börn þeirra hjóna, sem öll eru
efnis fólk, eru:
Katrín f. 1937, en hún er gift
Pálma Viðari Öskarssyni, bif-
reiðarstjóra, Sigríður f. 1944, gift
Þórhalli Guðmundssyni, bifreiða-
stjóra, og Smári f. 1950, en hann
er heitbundinn Jenný Lárus-
dóttur.
Auk barna sinna ól Friðjón upp
að nokkru son Jóhönnu af fyrra
hjónabandi en nafn hans var Karl
Oddgeirsson, en hann lést fyrir
allmörgum árum, en hann var
mikill efnismaður. Mun það hafa
verið meira áfall fyrir Friðjón en
ýmsa grunar, þótt hann léti ekki
mikið á því bera. Hitt er svo jafn-
víst, að hann hefir af fremsta
megni styrkt ekkju Karls, Elínu
Þórðardóttur, og börnin hennar
fjögur, en góðvild og hjálpsemi
voru þeir þættir í fari Friðjóns,
sem ég tel að hafi einkennt hann
einna mest.
Friðjón var enginn hávaðamað-
ur, en allir, sem til hans þekktu,
vissu að hann var óskiptur í
skoðunum sinum, og drengskapur
i orði og verki voru hans aðals-
merki — en stundum má draga I
efa, að slikt aðalsmerki sé
hentugt fyrir verzlunarmann. —
Hann hefði þó síðastur manna
sagt frá þvi, þótt hann tapaði á trú
sinni á heiðarleikann, en hann
var svo oróvar að ég heyrði hann
aldrei hallmæla neinum, þó vissi
ég til þess að honum var stundum
heitt í hamsi.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga, er ég minnist þessa vinar
míns, sú hljóóláta vinsemd, sem
einkenndi allt hans viðmót, enda
var hann sérlega vinsæll. Friðjón
tók ekki mikinn þátt I félagsmál-
um, enda var ekki mikill tími
aflögu frá erilsömu starfi, sem oft
mun hafa krafist 14 til 16 stunda
vinnudags, en þó var hann einn af
stofnendum Lionsklúbbs Njarð-
víkur og einn af virkustu félögum
þess klúbbs, og var hann heiðurs-
meðlimur klúbbsins síðustu árin.
Um leið og ég kveó þennan
látna heiðursman og bið honum
Guðs blessunar vil ég senda mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur til
eiginkonu, barna, tengdabarna og
barnabarna.
Ingólfur Aðalsteinsson
Kveðja frá Lionsklúbbi Njarð-
vfkur.
Friðjón Jónsson var einn af
stofnfélögum Lionsklúbbs Njarð-
víkur árið 1958. Hann starfaði
Framhald á bls. 22
+
Við þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför
JÓNS ARINBJÖRNSSONAR,
Hraunbraut 44, Kópavogi.
Steinunn Jónsdóttir, Sigfús Halldórsson,
Sigurgeir Jónsson, Hrafnhildur Kjartansdóttir,
Sigþrúður Arinbjörnsdóttir,
ba rnabörn
og þeirra fjölskyldur
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vonarhug við andlát og jarðarför
GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR,
Laugum
Einnig þeim sem heiðruðu minningu hennar með minningargjöfum.
Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði Sjúkrahúss Selfoss
fyrir góða aðhlynningu í veikindum hennar svo og öllum þeim er
glöddu hana með heimsóknum.
Valgerður Matthiasdóttir
Marel Jónsson, Magnús Einarsson,
Jón Einarsson, Jónína Jónsdóttir,
Eyþór Einarsson, Guðborg Aðalsteinsdóttir,
Ingimundur Einarsson, Lilja Guðmundsdóttir,
Einar Kr. Einarsson, Guðrún Gísladóttir,
Barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hugheilar þakkir færum við öll-
um þeim er sýndu okkur hlýhug
og hluttekningu við fráfall og
jarðarför mannsins míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og
langafa
SVEINBJÖRNS
ÖGMUNDSSONAR,
veggfóðrara og
dúklagningamanns
Þorbjörg Jónsdóttir
Jóhanna og Raymond
Dominger
Halley Sveinbjörnsdóttir og
Kristján Guðmundsson
Börn og barnabörn.