Morgunblaðið - 14.12.1974, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.12.1974, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974 31 TOLLSVIKAMALIÐ VEGNA frétta f fjölmiðlum, um tollsvikamál það sem upp hefur komið, hafa fyrri eigendur tfzku- verzlunarinnar Casanova, Stefán Ág. Magnússon og Finnbjörn Finnbjörnsson beðið Mbl. að koma eftirfarandi á framfæri: I fréttatilkynningu frá toll- stjóra um málið er sagt, að Á.H. Magnússon og verzlunin Casa- nova hafi fegnið kæru vegna 22 vörusendinga, að upphæð 9—10 milljónir. Þetta er alrangt. Hið rétta er, að A.H. Magnússon á 21 sendingu, en á einni sendingu kemur nafn Casanova fram á flugfylgibréfi vegna misskilnings erlendis, og hefur sendandi vör- unnar þegar skýrt tollstjóra frá þvi. Aðrir pappírar varðandi þessa sendingu eru á nafni Á.H. Magnússonar og höfðu verið greiddir í banka i hans nafni. Allar vörur sem ekki koma frá heildsölum voru leystar út af verzluninni á eðlilegan hátt, og verzlunin hefur aldrei móttekið vörur án greiðslu á viðkomandi stöðum (banka, tolli og flug- frakt.). Hefur svo verið gert bæði fyrir og eftir eigendaskipti. Mbl. hafði samband við Björn Hermannsson tollstjóra vegna þessa máls. Hann sagði, að þetta tollsvikamál væri mjög marg- slungið og erfitt að greina sundur einstaka þætti þess. Mál Á.H. Magnússon og Casanova hefðu verið svo samofin, að þau hefðu verið nefnd í einu, einnig með það i huga, að Asgeir H. Magnús- son er nú einn eigenda Casanová. Hvað varð um myndina Brekkukotsannál? GERÐAR hafa verið ítrek- aðar tilraunir til að fá kvik- myndina Brekkukotsannál sýnda fyrir nemendur Tækniskóla Islands og Menntaskólans við Hamra- hlíð. Skáldsaga Halldórs Laxness, Brekkukots- annáll, er lesin í bók- menntanámi í þessum skól- um og er kvikmyndin því í nánum tengslum við námið. Þrátt fyrir mjög góða viðleitni ýmissa aðila, sem um málið fjalla, hefur myndin ekki fengizt sýnd vegna einkennilegrar þrá- kelkni leikara. Þessi neitun er því furðulegri, þar sem myndin er gerð fyrir al- mannafé. Almenningur á kröfu á því að fá skýringu á, hvers- vegna myndin hefur ekki verið sýnd nema einu sinni og hvers vegna íslenzkum skólum er meinað að nota hana I kennslu sinni. Leik- húsin hafa reynt að laða námsfólk að leiksýningum, en hvers vegna má ekki sýna þvi íslenzka kvik- mynd? Hér með er skorað á framleiðendur og leikara að gefa skýringu á því hvers vegna myndin er bönnuð almenningi. Nemendur Raungreinadeildar Tækniskóla Islands. ÞRR ER EITTHURÐ FVRIR RLLR Sunnudaginn 15. desem- ber opnar Fanney Jóns- dóttir málverkasýningu að Klausturhólum f Lækjar- götu 2. Fanney dvaldi f Kaup- mannahöfn um sex ára skeið og stundaði þar list- nám. Hún hefur ekki hald- ið sýningu áður á verkum sfnum. Á sýningunni eru um 40 olfumálverk, mörg þeirra unnin á þessu ári. Sýning- in verður opin framundir jól og er aðgangur ókeypis. Ný kjörbúð á Hólmavík Hólmavík, 10. des. 1974. 1 DAG opnaði Kaupfélag Stein- grfmsfjarðar f Hðfmavfk (K.S.H.) nýja verzlunardeild — vefnaðar- vörudeild — á efri hæð f kaup- félagshúsinu. Deifdin er kjörbúð og bætir mjög úr brýnni þörf kaupfélagsins fyrir aukið verzlunarrými. Allmiklar breytingar standa nú yfir á verzlunarhúsnæði kaup- félagsins og er opnun þessarar nýju deildar einn liðurinn í þeim breytingum. Ætlunin er að breyta verzluninni allri i form kjörbúða. Þar sem hin nýja vefnaðarvöru- deild er nú voru áður skrifstofur kaupfélagsins, sem nú hafa verið fluttar á nýjan stað í húsinu, en þar var áður ibúð kaupfélags- stjórans. Kaupfélagsstjóri í Hólmavík er Jón E. Alfreðsson, en verzlunar- stjóri er Einar Þórir Sigurðsson. Auk verzlunarinnar rekur kaupfélagið tvö frystihús, tvær rækjuvinnslur, beinamjölsverk- smiðju og saltfiskverkun. Andrés. LIAtíl MER EYRA THi UNEAR SOUND „Linear" þýðist á íslensku sem, flatt eða beint. Það sem sérfræðingar EPI eiga við, þegar þeir hrósa sér af „The Linear sound of EPI" er að línurit tekið af EPI hátölurum er flatt eða beint strik á því tónsviði, sem gefið er upp með við- komandi hátalara. Sér- fræði.ngar EPI gera þær kröfur, að hátalarar þeirra skili nákvæmlega því sem inn á þá er sett, þ.e. geri hvorki í því að ýkja né rýra þá hljóma, sem þeir koma til skila Með EPI ert þú skrefi nær raunveruleikanum. Ersafiiarií KaiaCTtitn Er safnari í fjölskyldunni? Þá býöst þér sérstakt tækifæri í ár. Þú getur gefiö honum mynt af sérunninni sláttu (proof coins) í jólagjöf. Tvo silfurpeninga æ 925/1000 aö skírleika M (sterling silfur). m Mynt þessi er gefm út A í tilefni af 1100 ára afftiæli byggöar t á íslandi, og er hún^m/ * enn fáanleg hjá bönkum, spari- { sjóöum og helstu jg^ myntsölum. Verö peninganna p í gjafaöskju W er kr. 4.000.- K. SEÐLABANKI ÍSLANDS HAFNARSTRÆTI 10 1000 kr. 500 kr. Bakhlið Faco Hliómdeild Laugavegi 89 sími 13008

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.