Morgunblaðið - 14.12.1974, Side 36

Morgunblaðið - 14.12.1974, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974 JÓLAJATA: Öll þekkið þið frásögnina af því er Jesús fæddist í fjárhúsinu í Betlehem, og í dag og á morgun skulum við búa til f járhúsið, Maríu með Jesúbarnið, Jósef, f járhirði, engil og lamb. Efnið, sem þið þurfið, er stífur pappi (kartonpappi) skæri, og litir. 1 dag búið þið til fjárhús- ið og Maríu með Jesúbarn- ið. Leggið blaðið ofan á pappann og hafið kalki- pappír á milli. Strikið síðan fast ofan í allar útlínurnar. Þegar þið eruð búin að draga myndina þannig upp, skuluð þið lita þær og klippa út. Farið með odd- inum á skærunum ofan í punktalínurnar og brjótið siðan pappann eftir þeim, til þess að myndirnar geti staðið. Brjótið hliðarnar á fjárhúsinu fram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.