Morgunblaðið - 14.12.1974, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974
JÓLAJATA:
Öll þekkið þið frásögnina
af því er Jesús fæddist í
fjárhúsinu í Betlehem, og í
dag og á morgun skulum
við búa til f járhúsið, Maríu
með Jesúbarnið, Jósef,
f járhirði, engil og lamb.
Efnið, sem þið þurfið, er
stífur pappi (kartonpappi)
skæri, og litir.
1 dag búið þið til fjárhús-
ið og Maríu með Jesúbarn-
ið. Leggið blaðið ofan á
pappann og hafið kalki-
pappír á milli. Strikið síðan
fast ofan í allar útlínurnar.
Þegar þið eruð búin að
draga myndina þannig
upp, skuluð þið lita þær og
klippa út. Farið með odd-
inum á skærunum ofan í
punktalínurnar og brjótið
siðan pappann eftir þeim,
til þess að myndirnar geti
staðið. Brjótið hliðarnar á
fjárhúsinu fram.