Morgunblaðið - 14.12.1974, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974
37
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jóhanna v
Kristjönsdöttir
þýddi /
74
Það er málið. Það var komið með
manninn frá Líbanon nákvæm-
lega eins og við gátum okkur til
um. En hann ætlar ekki að aðhaf-
ast neitt. Hún er á leiðinni til
fundar við hann þessa stundina.
Það munaði engu með hana, ég
skaut mann við herbergisdyrnar
sem hafði Schemismer-byssu til-
búna. Hún segir að King hljóti að
hafa sent hann og hún segir að
hann hafi einnig myrt Dallas Jay,
viðhald Huntleys og haldið það
vera sig. Hann komst að því að
hún vissi allt og hann vildi loka á
henni munninum. Hún lét mig fá
bréf til yðar og ég lofaði að hún
mætti hitta kauðann og ég skyldi
horfa í hina áttina.
— Þú hefur staðið þig með
sóma, Pete! Rödd Learys var ó-
þekkjanleg, nú orðin hlý og vin-
gjarnleg. — Ansans ári hefurðu
stáðið þig vel. Nú hef ég sannar-
lega eitthvað, sem ég get dengt á
King. Og misstu ekki af henni,
hvað sem þú gerir. Ég vil fá strák-
inn. Ég vil láta koma með þau og
láta þau standa augliti til auglitis
við kvikindisorminn hérna.
John Jackson. Leary lagði frá
sér tólið og hellti kaffi í bolla
handa sér. Hann hafði drukkið
svo mikið kaffi þessar sfðustu
klukkustundir, að honum fannst
hann uppþembdur. Persónulega
fannst honum óneitanlega þetta
gott val hjá Cameron. En það var
einkennilegt að Cameron hefði
áform á prjónunum um að myrða
mann sem fylgdi jafn skefja-
lausri öfgastefnu til hægri og
hann sjálfur hafði gert lengst af,
þótt hann hefði söðlað um núna.
Og enn sérkennilegra að maður
eins og King hefði verið með i
þessu. En stjórnmál voru eins og
hjónabönd, gersamlega óútreikn-
anleg, hugsaði hann. Honum var
ekki til setunnar boðið. Hann reis
á fætur. Nú var komin röðin að
honum að ræða við Eddi King.
Bílaröðin mjakaðist ofurhægt
áfram. Peter notaði tækifærið og
kveikti sér í sígarettu. Konur
voru fáráðar, hugsaði hann. Það
þurfti aðeins að strjúka þeim rétt
og þá var hægt að fá þær til að
gera hvaðeina. Eins og sá flóns-
háttur í Elizabethu að trúa því að
hann ætlaði að standa við orð sín
og leyfa henni og morðingjanum
hennar að komast á braut. Hann
var eftirvæntingarfullur að sjá
manninn. Að sjá hvað Elizabeth
hafði fundið í þessum manni, sem
skipti slikum sköpum. Það hlaut
að vera kynferðislegs eðlis, hugs-
aði Mathews. Hann vissi sjálfur,
að honum hafði aldrei tekizt al-
mennilega að vekja hana að þessu
leyti. Hún hafði talað um ást og
honum hafði orðið hálfórótt inn-
anbrjóts. Það var svo augljóst að
hún hafði trúað honum og stóð í
þeirri sælu trú að hann ætlaði að
leyfa þeim báðum að komast
óáreittum í burtu. Hann elskar
mig, hafði hún sagt og hún hafði
trúað því. En hann var staðráðinn
í því að i þetta skipti ætlaði hann
ekki að láta hana sleppa.
Elizabeth leit enn einu sinni á
armbandsúr sitt og kallaði til öku-
mannsins.
— Getió þér ekki fundið ein-
hverja aðra leið út á flugvöll. Það
endar með því ég missi af vélinni.
— Þér veróið þá ekki ein um
það, fröken góð, sagði bílstjórinn
og leit sem snöggvast á hana í
speglinum. Hún virtist í uppnámi,
en hann skeytti ekki nánar um
það.
— Það er engin önnur greiðfær-
ari leið 1 dag. Hafið þér gleymt
hátíðahöldunum?
— Nei! Elizabeth hallaði sér
þyngslalega aftur í sætinu og
sagði í hálfum hljóðum. — Nei,
hvernig gæti ég gleymt þeim...
Kannski hafði Keller tafist eins
og hún. Hann hafði lofað að fara i
tæka tíð af hótelinu og til flug-
vallarins og vera kominn þangað
klukkan ellefu. Hversu lengi
myndi hann bióa eftir henni. Eina
klukkustund eða tvær. Hann færi
ekki án hennar. Hann hlyti að
trúa því að hún kæmi til fundar
við hann, eins og þau höfðu
ákveðið og hann hlyti að átta sig
á, að eitthvað hafði tafið hana,
sem hún hefði ekki getað ráðið
við. Hún kveikti sér í sigarettu og
fann að það var smáhrollur innra
með henni. Ef Mathews hefði
ekki komið, lægi hún nú liðið lík
við splundraðar dyrnar á íbúð
sinni, jafn dauð og arabiska stúlk-
an, sem hafói verið kyrkt. Þeir
höfðu handtekið Eddi King. Og
maðurinn sem hafði verið sendur
til að ráða hana af dögum hafði
sjálfur verið drepinn. Hún skildi
að Huntley frændi hennar hafði
haft á réttu að tanda. Hún hafði
engan veginn verið örugg i íbúð
Ég hafði ofnæmi fyrir allri vinnu nema innbrota-
vinnu.
sinni. Nú var engin hætta lengur
sem að henni steðjaói, að eins að
Keller. Mathews hafði gefið þeim
tækifæri og hún grét nokkrum
fögrum tárum af þakklæti til hans
vegna veglyndis. En nú var málið
að þeim Keller tækist að komast
úr landi á næstu klukkutímum.
Annars myndi Leary láta hand-
taka þau bæði. Hann myndi ekki
sýna neina vægð og miskunn.
Nú fór aðeins að liðkast um
umferðina. Kennedyflugvöllur
var enn I átta milna fjarlægð.
Hún hallaði sér fram og sagði enn
á ný biðjandi við leigubílstjórann.
— Gerið það fyrir mig að reyna
að hraða yður, sagði hún.
— Ég skal borga yður tvöfalt
gjald.
— Allt í lagi, sagði hann. — En
ég hef ekki vængi, þér verðið að
athuga það.
Hann setti fótinn á bensingjöf-
ina og jók hraðann.
Martino Regazzi hélt á ræðu-
blöðunum í vinstri hendi, en hann
las ekki af blöðunum, heldur tal-
aði hann beint inn i hljóðnemann:
— Börn mín í Kristi, sagði hann
hlýlega. — 1 dag er ekki aðeins
hátíðisdagur hins mikla dýrlings
heldur er þetta mikill dagur fyrir
Bandaríkin og alla Bandaríkja-
menn vegna þess að heilagur Pat-
rekur kom til lands okkar svo
sannarlega eins og hann bar að
ströndum Irlands. Hann kom
hingað í hjörtum innflytjend-
anna, sem komu hingar knúnir af
þörf og því óréttlæti sem ríkt
hafði í heimalandi þeirra og rak
þá á braut. Þeir komu hingað og
leituðu frelsis. Leituðu nýs lifs.
Lifs í guðstrú, von og kærleika
og lifs í nýjum virðuleika. 1 hug-
um Ira, þjóðar minnar, Itala og
allra um gervallan heiminn hafa
Bandaríkin verið land réttlætis og
lýðræðis, sem guðstrúin hefur
lýst upp og gert heimaland okkar
allra.
.. .Sjónvarpsvélarnar suðuðu og
áfram hélt ræðu Regazzi. Hann
talaði um óréttlætið og misréttið
sem smám saman hefði skotið rót-
um i hjarta sumra landa sinna í
'Bandaríkjunum og var ekki að
klípa utan af fullyrðingum sinum.
John Jackson sem sat ásamt eigin-
konu sinni skammt frá prédikun-
VELVAKANDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags.
0 Jólaljós í
kirkjugöröum
Asgerður Gísladóttir skrifar:
,,Fyrir nokkrum dögum las ég
tilkynningu í Morgunblaðinu frá
frú Guðrúnu Runólfsson þess
efnis, að ekki hefði samizt um
jólalýsingu á leiðum milli hennar
og stjórnar Kirkjugarða Reykja-
vikur, og því yrði engin lýsing á
hennar vegum í Fossvogsgarði.
Þessi jólalýsing er mér og mörg-
um öðrum mikið áhuga- og til-
finningamál. Ég hringdi því suð-
ur i garð til að fá að vita nánar um
þetta. Stúlkan, sem svaraði i
símann, sagði, að engin lýsing
yrði þar i ár. Mig langaði til að
hafa tal af forstjóranum, en hann
var þvi miður ekki við. Aðspurð
sagðist stúlkan halda, að frú Guð-
rún hefði leyfi lil að hafa ljósin í
ár, en hefði viljað fá leyfi til fleiri
ára.
Nú langar mig, kæri Velvak-
andi, til að biðja þig að vekja máls
á þessu, ef umræður um þetta mál
gætu orðið til þess, að borgaryfir-
völd leyfóu raflýsingu i garðinum
framvegis.
Aður en þessi raflýsing hófst
þarna suður frá höfðu margir
reynt að hafa ljós frá bílaraf-
geymum á leiðum ástvina sinna.
Óvandaðir menn hirtu þá, svo
ógerningur er að notast við þann
útbúnað.
Mér finnst það fagur siður hjá
okkur íslendingum I svartasta
skammdeginu að bera birtu að
beði látinna ástvina okkar, á
sjálfri ljóssins hátíð, jólunum.
Vil ég þvi alls ekki að þessi góði
siður leggist niður.
Með þökk fyrir birtinguna og
von um farsæla lausn á þessu
viðkvæma máli.
Ásgerður Gísladóttir.“
0 Þankabrot eftir
lestur greinar Guð-
rúnar Jacobsen
Karlakarl skrifar:
Trúlega væri það skynsamleg
sparnaðarráðstöfun að loka
Háskóla íslands. Of margir af
nemendum skólans stunda niður-
rifsstarfsemi og hvers vegna ætt-
um við að gefa með slikum? Að
ráða sálfræðing til aðstoðar þessu
fólki væri, held ég, vita tilgangs-
laust. Eftir því sem ég þekki til
nútíma sálfræðinga virðist mér
starf þeirra einkum fólgið i því að
finna út vandamál handa fólki og
svo að naga á sér neglurnar.
Við gætum líka sparað okkur
lögreglulið og jafnvel alla þá, sem
fást við sakamál, því skálmöld er
nú skollin á og verður ekki stöðv-
uð fremur en sú tízka að vera í
hnéháum stígvélum inni i upp-
hituðum húsum og pilsum sem ná
rétt niður fyrir sitjandann, í
frosti og norðanstormi.
Ekki fær hinn almenni
borgari leiðréttingu mála sinna
þótt hann verði fyrir tjóni af völd-
um annarra. Ekki eru menn látnir
sæta ábyrgð fyrir skaða eða tjón,
sem þeir valda öðrum. Ég þykist
hafa komið auga á óbrigðult ráð
til að venja fólk af þessum ósóma.
Ráðið er þetta: Foreldrar beri
ábyrgð á gerðum barna sinna
meðan greitt er með þeim af al-
mannafé. Tjónvöldum sé gert að
bæta skaðann að fullu. Þeir geta
unnið af sér skuldina á lokuðu
vinnuhæli, ef ekki vill betur til.
Þeir hafa sjálfir fyrirgert rétti
sinum til að fá að ganga lausir.
Karlakarl.“
Það væri nú heldur einföld
lausn að loka Háskólá Islands
vegna þess að fáeinir bröltarar
haga sér ósæmilega af óvitaskap.
Það gengur heldur ekki að reyna
ekki að sjá allan skóginn fyrir
nokkrum hrlslum og þess vegna
er varasamt að dæma alla
háskólanema eftir bíóliðinu í út-
varpinu 1. des. Svo þyrfti lika að
skoða hvort viturlegra sé að reyna
að gripa á þessu máli af skilningi
og lempni eða þá hafa í huga
þjóðráðið gamla, að með illu skuli
illt út drifa.
# 1 hverju átti
aðstoðin að felast?
S.l. miðvikudag birtist hér i
dálkunum bréf frá Unni
Kristjánsdóttur þar sem hún
greindi frá viðskiptum sínum við
húsgagnaverzlunina Bláskóga hér
í borg, en þar hafði hún fest kaup
á sófaborði með marmaraplötu.
Hafði borðið brotnað er Unnur
færði það til á gólfinu hjá sér og
var þar með ónýtt. Hafði henni
ekki tekizt að fá verzlunareigand-
ann til að bæta sér tjónið.
Eigandi Bláskóga var spurður
álits á kvörtuninni og sagði hann,
að verzlunin hefði verið reiðubú-
in til að veita Unni aðstoð við að
lagfæra borðið, en hún hefði ekki
tekið því boði.
Sama dag og bréfið ásamt um-
sögn verzlunarstjórans birtist
hafði Unnur samband við Velvak-
anda, og sagðist telja rétt að fram
kæmi i hverju tilboð verzlunar-
innar um aðstoð við viðgerðina á
borðinu hefði verið fólgið.
Unnur sagði:
„Verzlunareigandinn sagði, að
fengi ég mann til að gera við
lappirnar á borðinu, gæti hann
bent mér á mann, sem e.t.v. væri
fáanlegur til að líma borðplötuna
saman, en væri það ekki hægt, þá
skyldi verzlunin panta nýja plötu
fyrir mig og gæti ég fengið hana á
heildsöluverði.
Sem sagt, — verzlunin átti ekki
að bera eina krónu af þessu rúm-
lega þrjátíu þúsund króna tjóni,
sem ég hafði orðið fyrir þarna,
heldur ætlaði fyrirtækið aðeins
að sleppa smásöluálagningunni á
hina nýju borðplötu.“
82 bátar á
rækjuveiðum
frá Vestfjörðum
SAMKVÆMT yfirliti skrifstofu
Fiskifélags Islands á tsafirði hef-
ur rækjuveiði f Vestfirðingaf jðrð-
ungi gengið vel f haust og er
heildaraflinn orðinn álíka mikilf
og á sama tfma í fyrra, en þess
ber þö að gæta, að bátarnir eru nú
nokkru fleiri.
1 nóvember s.l. stunduðu 82 bát-
ar rækjuveiðar frá Vestfjörðum,
og varð heildaraflinn 840 lestir.
Er heildaraflinn á vertíðinni þá
orðinn 1.746 lestir, en var á sama
tima í fyrra 1.813 lestir, en þá
stunduðu 72 bátar veiðar.
Frá Bíldudal voru gerðir út 14
bátar og var afli þeirra I nóvem-
ber 68 lestir, en í fyrra var aflinn
hjá 11 bátum 91 lest. Aflahæsti
báturinn er Svanur með 7,7 lestir.
Frá verstöðvum við Isafjarðar-
djúp reru 55 bátar og fengu alls
474 lestir, en í fyrra var aflinn hjá
49 bátum 433 lestir. Aflahæsti
báturinn er Gullfaxi með 16,3
lestir og Sigurður Þorkelsson með
sama aflamagn. Frá Hólmavík og
Drangsnesi reru 13 bátar og
fengu 298 lestir. Aflahæsti bátur-
inn er Snarfari með 26,1 lest.
LESIÐ
eru oxul|iun|a.
DflCLECfl
LJOS &
ORKA
OPIÐ TIL 6
L
I
T
A
Ð
A
R
P
E
R
U
R
J
0
L
A
S
E
R
r
l
u
R
I
PÓSTKRÖFU
LANDSINS MESTA
LAMPAÚRVAL
LJOS &
ORKA
Siióurlan(lsbrautl2
sími S4488