Morgunblaðið - 31.12.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974
3
Þjóðhátíðarnefnd 1974:
IIM
Að leiðarlokum..
BLAÐINU hefur borizt eftirfar-
andi frá Þjóðhátióarnefnd 1974:
Þjóöhátíðarnefnd 1974 vill við
lok þjóðhátíðarárs gera nokkra
grein fyrir störfum nefndarinnar
og hinna Ijölmörgu aðila um allt
land, sem lögðust á eitt að gera
árið 1974 að eftirminnilegu ári i
hugum þeirra kynslóða, sem nú
byggja landið, ellefu hundruð
árum eftir að það var fyrst numið
samkvæmt skráðum heimildum.
Ellefu alda afmælisins var fyrst
minnst i ræðum forseta Islands,
dr. Kristjáns Eldjárns, og Ölafs
Jóhannessonar, forsætisráðherra,
sem fluttar voru i útvarp og sjón-
varp og birtar i blöðum við ára-
mótin 1973/74, en fyrstu hátiða-
höldin fóru fram á Melavellinum
í Reykjavík á þrettándanum, en
þar efndi þjóðhátíðarnefnd
Reykjavikur til álfadans og
brennu og flugeldasýningar i
fallegu vetrarveðri, og var aðsókn
mikil.
Erfiðlega horfði um undirbún-
ing, þegar jarðeldar komu upp i
Heimaey síðast i janúar 1973 og
var um tímæá ýmsum að skilja að
ekki mundi ára til hátiðahalds.
En allt fór þetta á betri veg. Vest-
mannaeyingar og þjóðin öll sýndi
mikla þrautseigju í þessum erfið-
leikum, og var það Vestmannaey-
ingum síst að skapi að leggja
niður hátiðahöld í einhverjum
mæli á meðan stætt væri, enda fór
svo að undirbúningi var haldið
áfram. Munaði þar mest um
óhvikula forustu Ölafs Jóhannes-
sonar, forsætisráðherra, sem lét
aldrei neinn bilbug á sér finna
hvað undirbúning hátiðahalds
snerti. Vann hann þar í anda fyrr-
verandi forsætisráðherra, þeirra
dr. Bjarna Benediktssortar og Jó-
hanns Hafstein, sem höfðu áður
haft forystu um undirbúning há-
tíðahaldsins samkvæmt viljayfir-
lýsingum Alþingis allt frá því að
Þjóðhátíðarnefnd var kjörin á Al-
þingi árið 1966.
Undirbúningur nefndarinnar
miðaðist einkum að þrennu. I
fyrsta lagi að standa á útgáfum og
sýnishornum, i öðru lagi að undir-
búa landnámshátíð á Þingvöllum
og í þriðja lagi að aðstoða við
undirbúning hátiða um allt land.
Fyrstu hátiðarnar voru haldnar
17. júni i sumar á einum átta
stöðum, auk þess sem fólk hélt
upp á þennan afmælisdag lýð-
veldisins að venju. Alls urðu land-
námshátíðar tuttugu og fimm, en
efnt var til þeirra siðustu í Vest-
mannaeyjum viku ai ágúst, og var
ekki á þeirri hátið að sjá, að þar
hefði fólk orðið að flýja byggðina.
Fyrir utan landnámshátíðir má
telja til meiriháttar atburðar, að
hringvegurinn um landið var opn-
aður 14. júlí. Þá var efnt til mann-
fagnaðar við Skeiðarárbrú. Annar
og ekki minni atburður, hvað
varðar sambúð lands og þjóðar,
var samþykkt Alþingis á Lögbergi
um stórfellda landgræðslu og
gróðurverndaráætlun.
Eitt af þeim málum, sem Þjóð-
hátíðarnefnd 1974 ákvað að
hrinda i framkvæmd samkvæmt
samþykktum Alþingis, var bygg-
ing sögualdarbæjar. Sá bær er nú
i byggingu að Skeljastöðum i
Þjórsárdal, og hafa Arnessýsla og
stofnanir forustu um það verk, en
sérstök fjárveiting til byggingar
bæjarins var samþykkt af Al-
þingi. Reist var að sumrinu fyrir
atbeina nefndarinnar steinsúla á
Ingólfshöfða til minningar um
landtöku Ingólfs Arnarsonar.
Auk þess má nefna, að á þessu ári
hefur á Alþingi verði samþykkt
þingsályktunartillaga um bygg-
ingu sjóminjasafns í Hafnarfirði.
Fyrir liggur að reisa þjóðarbók-
hlöðu hið allra fyrsta.
Af helstu útgáfum á árinu má
nefna upphaf útgáfu Sögu Is-
lands, útgáfu Stofnunar Arna
Magnússonar á öllum handritum
Landnámabókar í einu veglegu
bindi og endurútgáfu Þjóðlaga-
safns séra Bjarna Þorsteinssonar.
Auk þess voru haldnar þrjár
stórar sýningar í Reykjavík, auk
ýmissa sýninga úti á landi. Fyrsta
sýningin ver „Islensk myndlist í
ellefu hundruð á“ að Kjarvals-
stöðum. Hún var haldin á vegum
Listahátíðar með stuðningi Þjóð-
hátiðarnefndar 1974 og sóttu
hana um 25 þús. manns. Þann 19.
júli var opnuð Þróunarsýning at-
vinnuveganna i Iþróttahöllinni.
Sýningin stóð i mánuð os sóttu
hana um 40 þúsund manns. I
haust var svo opnuð sögusýningin
„Island — Islendingar" — að
Kjarvalsstöðum. Hana sóttu um
25 þús. manns, en skólafólki var
boðið sérstaklega á þá sýningu.
Þá má og nefna, að leikhús
borgarinnar sýndu leikrit um
mitt sumar og var góð aðsókn að
þeim, en til tíðinda taidist, að
leikritið Jón Arason eftir Matt-
hias Jochumsson, var flutt á land-
námshátiðinni að Hólum hinn 23.
júli i sumar.
Þjóðhátiðarnefnd 1974 vill að
leiðarlokum þakka öllum þeim
fjölmörgu, sem með starfi sinu,
áhuga og framkomu sinni á há-
tíðarstundu lögðu sitt af mörkum
til að árið yrði eftirminnilegt.
Ekkert nema sameiginlegt átak
allrar þjóðarinnar dugði til að
gera afmælið verðugt þeirrar ris-
miklu minningar, sem íslend-
ingar varðveita um lif þjóðarinn-
ar í ellefu aldir.
AÐ VENJU munu allmargar brennur loga út gamla árið og heilsa hinu nýja.
Brennurnar nú eru þó talsvert færri en þær voru í fyrra, en þá hafði daginn fyrir
gamlársdag verið sótt um leyfi fyrir 21 brennu en nú aðeins 14. Borgarbrennan
við Kringlumýrarbraut verður mesta brennan og verður kveikt í henni klukkan
21,45 á gamlárskvöld. Ennfremur verður kveikt í brennu við fþróttavöllinn vestan
Austurbergs í Breiðholti á sama tíma. Hér fer á eftir listi yfir þær brennur, sem
tilkynntar höfðu verið lögreglunni um miðjan dag í gær. Verið getur að
tilkynningar um fleiri brennur hafi borizt eftir það, en þær eru ekki með í þessari
uppíalningu.
1. Borgarbrenna við Kringlu-
mýrarbraut
2. Sörlaskjól við hús nr. 1.
3. Móts við Hvassaleiti 101
4. Við EUiðavog og Skeiðar-
vog.
5. Við fþróttasvæði í Hraunbæ
6. Móts við Háaleitisbraut 111.
7. Við Bólstaðarhlíð, sunnan
Kennaraskólans
8. Við Holtaveg og Kleppsveg
9. Móts við húsið nr. 44, Sörla-
skjóli
10. I Fossvogi móts við Bjarma-
land 14
11. A íþróttavelli vestan
Austurbergs
12. Vestan Réttarbakka, norð-
an Breiðholtsbrautar
13. Vestan Stekkjabakka. norð-
an B.P. bensinstöðvar
14. Við Ægissfðu móts við hús
nr. 56.