Morgunblaðið - 31.12.1974, Side 15

Morgunblaðið - 31.12.1974, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974 15 skiptahallinn gæti numið yfir 15 milljörð- um króna á árinu eða sem nemur um eða yfir 11% af þjóðarframleiðslu samanborið við um 3% árið 1973. Versnandi staða þjóðarbúsins út á við stafar bæði af því, að viðskiptakjör hafa versnað, ekki síst vegna hækkunar olíuverðs, og einnig af hinu, að gætt hefur sölutregðu á erlend- um mörkuðum fyrir útflutningsvörur okk- ar og almennur innflutningur hefur verið mjög mikill. Ekki liggja fyrir endanlegar áætlanir um gjaldeyrisstöðuna i árslok, en i október sl. var því spáð, að greiðslujöfnuð- ur, þ.e. viðskipta- og fjármagnsjöfnuður yrði óhagstæður um nær 5 milljarða króna. Nú er hins vegar ljóst, að greiðslu- jöfnuðurinn verður enn óhagstæðari og rýrnun gjaldeyrisstöðu þvi meiri en áður var spáð. Sá gjaldeyrisvarasjóður, sem til var um siðustu áramót, er þvi að mestu leyti uppurinn nú. Sé reynt að gera sér grein fyrir því, hver þróunin verður i þjóðarbúskap okkar á næsta ári, verða þar ýmsir þættir fyrir, sem eru þess eðlis, að þeir gera allar spár varhugaverðar. Þar kemur bæði til sá alþjóðlegi vandi, sem getið hefur verið, og einnig hitt, að ekki er unnt að segja af- dráttarlaust hver verður árangurinn af fyrstu efnahagsráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar. Frumdrög þjóðhagsspár næsta árs benda til um 1V4—2!ó% aukningar þjóðar- framleiðslu að raunverulegu verðgildi, en vegna áframhaldandi versnandi viðskipta- kjara við útlönd, virðast horfur á að þjóðartekjur minnki um 1% annað árið í röð. Aukningin á þjóðarframleiðslunni, sem gert er ráð fyrir, kann að vera heldur minni en framleiðslugeta þjóðarbúsins leyfir. En nauðsynlegt er að hafa þennan hemil á eftirspurninni vegna þess að líkur eru á verulega óhagstæðum greiðslujöfn- uði 1975, þar að auki hamlar þetta gegn verðbólgunni. Með þessu ætti þenslan á vinnumarkaðinum að minnka án þess að atvinnuöryggi sé stefnt í tvísýnu. 1 spám um verðlagsþróun fyrir 1975 kemur fram, að draga mun úr verðbólgu. Hér verður þó enn að hyggja að þeim árangri, sem verður af fyrstu efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Þá ræðst verðlagsþróunin af því aðhaldi, sem unnt reynist að beita á sviði fjármála og pen- ingamála. Og enn verður að setja fyrir- vara um verðbreytingar erlendis. Miðað við forsendur spárinnar gæti tekist að koma verðbólguhraðanum niður í 25—30% að meðaltali á næsta ári, og væri þá stefnt að því að ná verðbólguvextinum niður í 15% í árslok. Athuganir leiða i ljós, að vöruskipta- hallinn á næsta ári gæti orðið um 9.000— 9.500 m.kr., eða sem næmi 5—6% af þjóðarframleiðslu i stað 11% í ár. Ef frá eru talin áhrif olíuverðhækkunar frá 1973 gæti hallinn numið um 5.000 m.kr. og séu enn frátaldar birgðabreytingar útflutn- ingsvöru ásamt innflutningi skipa og ann- arrar sérstakrar fjárfestingarvöru, gæti jöfnuður náðst nokkurn veginn i vöru- skiptum við útlönd. Okkur skortir öll skilning sem skyldi á þessum aðstæðum. Það er allt of almenn skoóun, að allt geti gengið sinn vanagang, góð lífskjör geti haldið áfram aó batna, opinber þjónusta geti haldið áfram áð aukast, sifellt sé hægt að leggja í nýja framkvæmdir og fyrir þetta allt saman sé unnt að greiða með sívaxandi erlendum lántökum. Staðreyndirnar eru þó allt aðrar. 1 stað þess að vaxa, minnka þjóðartekjur tvö ár í röð. Jafnframt er halli á greiðslujöfnuði landsins miklu meiri en staðist getur lengur. Erlendar lántökur hafa að undan- förnu verið langt um fram það, sem góðu hófi gegnir og andvirði þeirra hefur að nokkru leyti verið varið til að standa undir halla á rekstri opinberra þjónustu- fyrirtækja en ekki til nýframkvæmda. Brýn nauðsyn er því á, að menn geri sér ljósa þörfina fyrir stefnubreytingu, að lífskjör geta um sinn ekki haldið áfram að batna frá því sem verið hefur á undan- förnum árum, að opinber þjónusta getur ekki haldið áfram að aukast og stranglega verður að vanda val þeirra framkvæmda, sem unnt er að ráðast I. Það, sem mestu máli skiptir nú, er að tryggja fulla atvinnu og treysta grundvöll þjóðarbús og atvinnulífs til aó ný sókn til aukinnar velmegunar geti hafist fyrr en seinna. I þvi skyni er nauðsynlegt að tekið verði fyrir hallarekstur hjá atvinnuveg- unum og hjá öllum opinberum aðilum, jafnt sveitarfélögum sem ríki. Jafnframt verður að draga stórlega úr greiðsluhalla við önnur lönd og halda erlendum lántök- um i hófi. Með þessum hætti er unnt að vernda og styrkja lánstraust landsins er- lendis á tímum, þegar traust á erlendum fjármagnsmörkuðum fer almennt þverr- andi. Sem betur fer er hagur þjóðarinnar það traustur og lífskjör hennar slík, að þessum markmiðum er unnt að ná án þess að nokkurt harðæri þurfi að verða. En markmiðinu verður ekki náð, nema til komi almennur skilningur og samstaóa þjóðarinnar allrar. ★ Einn viðkvæmasti þáttur kjaramáia á næstunni verður vafalaust ákvörðun fisk- verðs, ekki sist er tekur til kjara sjómanna og þá einkum bátasjómanna, sem hafa rýrari kjör en skuttogaramenn. Leiðir sú staðreynd hugann að því, hvort unnt sé að tryggja þau kjör í auknum mæli með föstu kaupi, þó tengsl haldist eftir sem áður vió aflahlut og raunverulega afkomu út- gerðarinnar í landinu. Undanfarið hafa heyrst háværar raddir um, að kjör sjómanna hafa verið rýrð með gengisbreytingunni i haust og fiskverós- ákvörðuninni þá. Það er fjarri sanni. Hækkun fiskverðs um 11% hafði i för með sér sömu hækkun á tekjum sjómanna miðað við óbreyttan afla, og gagnvart þeim sjómönnum, sem eingöngu njóta kauptryggingar, koma launajöfnunar- bætur til sögunnar. Sannleikurinn er sá, að ráðstafanir þær, sem ríkisstjórnin stóð að varðandi sjávar- útveg, báru þó þann árangur, að áfram var róið til fiskjar en árar ekki lagðar í bát. Vonandi tekst ákvörðun fiskverðs nú um áramótin þannig, að höfuðútflutningsat- vinnuvegur þjóðarinnar verði rekinn með fullum krafti. Ljóst er, að hvorki sjómenn né útgerðin sjálf eru of sæl af sinum hlut. Það sanna opinberar skýrslur varðandi útgerðina, og ef frekari sannana er þörf, koma þær sennilega fram i þeirri úttekt, sem lána- stofnanir gera nú á hag fyrirtækja í sjávarútvegi að frumkvæði sjávarútvegs- ráðherra. Varðandi sjómennina verður auðvitað að búa svo um hnútana, að kjör þeirra séu slík, að eftirsóknarvert sé að stunda fiskveiðar, þannig að gildi þeirrar gjaldeyrisöflunar, sem í sjósókn felst, komi fram í réttum samanburði við önnur störf í þjóðfélaginu. Það verður eingöngu gert með réttri gengisskráningu íslensks gjaldmiðils og jafnvægi i efnahagslífinu, sem við náum ekki, nema með þvi að koma í veg fyrir áframhaldandi verðbólgu i landinu. ★ Ljóst er, að tekjuskiptingin i þjóðfélag- inu er eitt veigamesta málið, sem um þarf að fjalla, og úr að leysa á næstu mánuðum. Þeir, sem gagnrýna þá tekjuskiptingu, sem nú er, ættu allra manna helst að stuðla að vinnufriði á gildistíma laganna um launajöfnunarbætur, einmitt vegna þess, að þennan tima á að nýta sem best til samráðs við hagsmunasamtök og stefnu- mótunar á þessu sviði til lengri tima. Raunar liggur í augum uppi, að við, sem lifum i nábýli i litlu þjóðfélagi, verðum að stefna að sem mestum jöfnuði í tekju- skiptingu. Við hljótum óhjákvæmilega að ganga lengra i þessu efni en aðrar fjöl- mennari þjóðir. Hér á landi verður ekki unaó við annað en ailir njóti viðunandi lifskjara, og hafi jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sina og njóta lífsins. Annað yrði aldrei þolað og kemur ekki til álita. Vinnudeilur og verkföll eru hefðbundn- ar aðferðir i kjarabaráttunni. Þetta eru vopnin, sem einna helst hefur verið beitt í sókninni eftir góðum lifskjörum, stundum með árangri. Margt bendir nú til þess, að gömlu aðferðirnar og gömlu vopnin dugi ekki. Þessari skoðun hefur ekki síst verið haldið fram eftir reynsluna af kjara- samningunum á síðastliðnum vetri. Ollum, sem um það vildu hugsa, var ljóst á liðnum vetri, að kjarabaráttan þá var ekki fyrst og fremst háð milli atvinnu- rekenda og launþega. Hún fór ekki síður fram innbyrðis milli launþegahópa. Eftir að gengið var frá samningum hefur óánægjan með þá ekki síst stafað af þvi, að menn telja sig ekki hafa fengið nóg i samanburði við aðra. Hagur hinna lágt launuðu var tvimælalaust fyrir borð bor- inn. Skoðanir manna um gildi vinnudeilna og verkfalla eru að breytast. Ekki er ein- ungis augljóst, að starfsaðferðirnar við lausn kjaradeilna eru á ýmsan hátt úr- eltar heldur hitt, að með vinnudeilum er ekki unnt að ná fram þeirri tekjujöfnun, sem æskilegt er, Vinnudeilurnar auka sjálfar á misréttið. Þær leiða til yfirboðs milli launþega innbyrðis. Meðal annars vegna þessa hafa kauphækkanir orðið meiri en atvinnuvegirnir geta staðið undir og valda þar meó framleiðslunni tjóni. Hækkun krónutalailaunaumslaginu hef ur hvorki knúið á aukna framleiðni né fylgt í kjölfar hennar og þvi orðið til þess ásamt þenslu i opinberum búskap að hækka verðlagið og skapa verðbólgu. Sjálfvirkt vísitöiukerfi á verðbólgutímum hefur síðan enn aukið á misréttið. Gamla sagan endurtekur sig. Sumir segja, að hinir ríku verði ríkari og þeir fátæku fátækari. Þar er þó tæpast hálfur sann- leikur sagður. Verðbólgan veldur því, að ríkidæmi er blekking en fátæktin getur hins vegar verið áþreifanleg staðreynd. Verðbólgan skiptir þjóðfélaginu, og kemur hart niður á þeim, sem minna mega sin, en skilar oft þeim hagnaði, sem hafa ekki til hans unnið með sköpun verð- mæta. Vernda verður vinnufrið með það að meginmarkmiði að tryggja hag hinna lágt launuðu. Vinnufriðinn á nota til þess að stöðva vöxt verðbólgunnar og draga úr honum. Jafnframt þarf að nást samstaða um nauðsyn þess, að einstakar stéttir eða launþegahópar komi sér saman um inn- byrðis hlutfall launa sinna. Varhugavert er að líta til ríkisvaldsins með því hugarfari, að tekjuskiptingunni skuli stjórnað með miðstjórnarvaldi ofan frá. Æskilegast er, að samstaða um tekju- skiptinguna náist með eðlilegum hætti manna á meðal, í frjálsum samskiptum þeirra á milli með gagnkvæmri virðingu fyrir hagsmunum hvers annars. Við skulum einnig hafa i huga, að örar breytingar verða í efnahagslífinu. Nýjar atvinnugreinar, eða vinnuaðferðir ryðja þeim eldri úr vegi, sem miður arðbærar eru. Slik þróun hlýtur að hafa áhrif á tekjuskiptinguna. Stuðla ber að því að einstaklingum verði auðveldað að til- einka sér nýjar starfsaðferðir eða flytjast á milli starfsgreina, svo að þeir hafi ávallt greiðan aðgang að tekjubestu störfunum. Hér kemur til álita að efla mjög hvers konar endurmenntun eða endurhæfingu i atvinnulífinu. Kanna verður gaumgæfi- lega, hvernig slíkri starfsemi verður best fyrir komið. Ákveðin verkefni bíða úrlausnar fyrir 1. júni n.k., þegar lögin um launajöfn- unarbætur ganga úr gildi. Þeirra á meðal eru: 1. Endurskoðun kaupgreiðsluvisitölu- kerfis, sem launþegar jafnt og vinnuveit- endur eru sammála um að hafi ekki þjón- að tilgangi sínum. 2. Endurskoðun búvöruverðlagsákvörð- unar, sem bæði fulltrúar bænda og neyt- enda í sex-mannanefnd svokallaóri vilja að fram fari á þessum tíma. 3. Endurskoðun þess þáttar verðmynd- unarkerfisins, sem felst i núgildandi verð- lagsákvæðum og sætt hafa mikilli gagn- rýni. Reynslan hefur sýnt, að núverandi fyrirkomulag hefur hvorki reynst neyt- endum vörn né hamlað gegn verðbólgu- þróuninni. Rikisstjórnin hefur þvi heitið endurskoðun þessa þáttar með því að stefna „í átt til almenns eftirlits neytenda með viðskiptaháttum til að tryggja heil- brigða samkeppni og eðlilega veró- myndun verslunar- og iðnfyrirtækja til bættrar þjónustu fyrir neytendur." Það er ekki rétt að búast við mikilli breytingu á fyrirkomulagi þessara mála, meðan verið er almennt að vinna að endurskoðun verðmyndunarmála, þar á meðal vísitölukerfisins og verðlagningu búvöru. Það er hins vegar mín skoðun, að kaupmenn og verslunarmenn, iðnrek- endur og iðnverkamenn í landinu búi við langtum meira aðhald af hálfu neytenda í frjálsri samkeppni sín á milli, en unnt er að koma við með nokkurri stjórnvalds- ákvörðun eða stjórnarframkvæmd. ★ Stefna rikisstjórnarinnar i landhelgis- málinu er sú að færa fiskveiðilandhelgi íslands út í 200 sjómilur á árinu 1975, og er þegar hafinn undirbúningur þeirrar útfærslu. Jafnframt verður lögð áhersla á nauðsynlega friðun fiskimiða og fiski- stofna með skynsamlega nýtingu veiði- svæðis fyrir augum. Þá mun rikisstjórnin fylgja fram álykt- un alþingis frá 15. febrúar 1972 um út- færslu fiskveiðilögsögunnar i 50 sjómílur. I þeirri ályktun er mælt fyrir um það, að leitast skuli við að setja niður deilur Is- lendinga við Breta og Vestur-Þjóðverja út af útfærslunni i 50 sjómílur með samn- ingum. Bráðabirgðasamkomulag hefur verið gert við Breta og fyrrverandi ríkis- stjórn hóf samkomulagsumleitanir við Vestur-Þjóðverja. Þessum tilraunum hefur verið haldið áfram af hálfu núver- andi ríkisstjórnar. Samkomulag hefur ekki tekist, og það er samdóma álit stjórnarflokkanna að samkomulagsgrund- völlur sá, sem fyrir lá eftir för sendi- nefndar embættismanna til Bonn i októ- ber s.l. sé ekki fullnægjandi frá sjónarhóli íslendinga. Lýst hefur verið yfir, að athugun málsins verði haldið áfram. Til þess að samkomulag náist er nauðsynlegt að endurskoða þau svæði, sem Þjóðverj- um væri heimilað að veiða á innan 50 milnanna, og veiðar frystitogara þeirra á Islandsmiðum, þótt þeir stundi þær veiðar ekki með öðrum aðferðum en tíðkast á isfisktogurum. Sumir segja, að við eigum alls engan samning að gera við Vestur-Þjóðverja. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, að mikill ávinningur yrði að ná við þá samkomu- lagi, ef það mætti takast með þeim hætti, að við Islendingar gætum sætt okkur við það. Samkomulag við Þjóðverja er ekki sist mikilvægt nú vegna stöðu okkar á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og vegna þess, að við stefnum að útfærslu i 200 mílur á næsta ári. Ef við höfum þá fengið samning við eina fremstu fiskveiði- þjóðina hér á Norður-Atlantshafi og jafn- framt viðurkenningu hennar á yfirráðum okkar á hafsvæði, sem nær mjög langt út að 200 mílna mörkunum, þá stöndum við betur að vígi við framkvæmd útfærslunn- ar í 200 milur. Þá mun og tollalækkun á íslenskum sjávarafurðum í Efnahagsbandalagslönd- unum koma til framkvæmda, ef samning- ar takast við Vestur-Þjóðverja. Bókun nr. 6 í samningi okkar við Efnahagsbanda- lagið fjallar um sérstök fríðindi Islending- um til handa, sem aðrar þjóðir hafa ekki samkvæmt samningum sinum við Efna- hagsbandalagið. Er hér um mikla hags- muni að ræða, m.a. aukna og betri sölu- möguleika á íslenskum sjávarafurðum, sem ekki veitir af að skapa, þegar mark- aðir okkar í Vesturheimi og Rússlandi þrengjast. Á hitt verður þó að benda, að hagur okkar af samningum við Vestur- Þjóðverja minnkar eftir því sem tíminn líður. Við Islendingar munum ekki slaka á eðlilegri landhelgisgæslu hér við land, þótt þýsk stjórnvöld hafi látið sér sæma að standa að löndunarbanni á íslenskum ís- fiski. Slík ráðstöfun er af stjórnvalda hálfu fáheyrð og brýtur í bága við fríversl- unarsamninga. Þróun alþjóðaviðskipta leiðir i átt til aukinnar og eðlilegrar verkaskiptingar milli þjóða. Mörgum blöðum þarf ekki að fletta um það, að við íslendingar getum veitt og framleitt fisk ódýrar en Þjóð- verjar, sem styrkja þurfa þennan atvinnu- veg sérstaklega. Þess vegna er það báðum þjóðunum í hag að viðurkenna þá stað- reynd. Nú liður að því að ákveða, hvenær ársins 1975 við færum fiskveiðimörkin út i 200 milur. Hagkvæmast verður fyrir okkur að ákveða útfærsludaginn, áður en samningurinn við Breta fellur úr gildi 13. nóvember næsta ár. Kemur hér til álita timabilið 17. júni til 1. okt. n.k. Að ein- hverju leyti getur framgangur mála á hafréttarráðstefnunni, leitt ákveðin meginviðhorf i ijós, sem geta verið okkur leiðbeinandi að þessu leyti. Eins og nú stendur er ráðgert að fundurinn i Genf, sem standa á frá 17. mars — 10. maí 1975, geti gengið þannig frá málum, að undir- ritun alþjóðasamnings um hafréttarmál- efni gæti farið fram í Caracas síðar á árinu 1975, ef til vill með þeim.hætti, að þar verði gengið frá þeim atriðum, sem ekki vinnst timi til að ljúka við á fundin-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.