Morgunblaðið - 31.12.1974, Síða 21

Morgunblaðið - 31.12.1974, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974 21 Longl Morö á kvenréttindaráöstefnu 3Fdðtty 5 frá Jordmokk, en nú verður hún allt I einu annars hugar og missir þráðinn. Maður gæti haldið að stelpukindin væri dóttir hennar, hún lætur sér svo umhugað um hana og snýst i kringum hana hverja stund. Og auðvitað kom Ia Axelson sérstaklega ruddalega fram í lestinni en ég verð nú að segja það, svona með sjálfri mér, að Betti átti skilið það sem hún fékk! En þetta var kannski ekki mjög heppileg eða jákvæð byrjun á ráðstefnunni. í hinum enda garðsins hefur Ia Axelson einmitt verið að segja tveimur konum frá atburðinum í lestinni og hún sýnir ótvirætt hæfileika sína sem blaðamaður í frásögn sinni. Hlustendur hennar tveir eru líka mjög áhugasamir. Annar er fræg óperusöngkona og Camilla Martin er sannarlega glæsileg ásýndum. Hún hefur í tilefni dagsins greitt hárið frjáls- lega og er klædd aðskornum hvit- um léreftskjól, og hún er hlý og elskuleg i fasi og augun skipta litum, þegar hún segir frá þessum óvænta atburði í lestinni, hún hefur ýmist horft á hana með votti af ánægju og þórðargleði og stundum eins og hálf gerðum ugg. Ia sneri sér þó ekki til hennar, heldur sessunauts hennar þegar hún segir: — Ég fullvissa ykkur um, að ég hafði sekúndubroti áður ekki minnsta hugboð um að ég myndi lyfta hendinni og slá hana. Ég er greinilega ekki almennileg. Ég hef sennilega fengið högg á höfuðið i bernsku eða ég hef rugl- ast á því að skrifa alltof margar greinar um velferðarþjóðfélagið. Ég ætti kannski að tilkynna for- föll og fara til Mallorca... og taka ekki þátt í ráðstefnu um stöðu konunnar... Hún er föl og æstari en hún vill viðurkenna með sjálfri sér. Ase Stenius sér það strax — með þjálfaðri eðlisávísan læknisins, en hún brosir hlýlega til Iu og segir: — Já, þú ættir að taka þér veik- indafri, en ekki vegna þess þú hafir rekið hinni heittelskuðu Betti einn utan undir. Ég er hrædd um að fleiri klæi í fing- jurna að fara að dæmi þínu. — En, spyr Camilla, sem nýlega er gengin i klúbbinn. — Hvers vegna hafið þið kosið stúlkuna í klúbbinn, fyrst engin ykkar getur þolað hana? Það er ósköp sjálfsagt að vera eðlilgur og blátt áfram þegar Ase Stenius er nærstödd. Hún hefur glaðleg blá augu og mjúkt hár, hún er hress í bragði, orðhvöt og þó mjög kvenleg. Hvorki eigin- maður, fjögur börn né umfangs- mikil störf hafa sett mörk sín á hana og þrótti hennar virðast eng- in takmörk sett og sennilega er hún sú eina af viðstöddum sóma- konum, sem sjálf hefur saumað fötin sem hún gengur I. — Ja, segir hún með semingi. — Það er vissulega spurning sem á fullan rétt á sér. Og það versta er, að ég hef átt hlut að þvi að hún var kosin. Okkur vantaði fulltrúa leirkerasmiða og Katarina var svo áf jáð í að við tækjum hana í... — Katarina, tautar Ia gremju- lega — hún er með Betti Borg á heilanum. — Er hún góður leirkerasmið- ur? Ase Stenius svarar hreinskilnis- lega: — Ég hef ekki hundsvit á slíku. En maðurinn minn er kennari í Listaskólanum og hann álitur að hún hafi ósvikna hæfileika. Og reyndar bætir hún rólega við — getum við ekki komið í veg fyrir að einhver gangi f klúbbinn, af þeirri ástæðu einni að okkur fell- ur ekki við hana persónulega. Þá væru víst ekki margar í klúbbn- um. En sem hún virðist í þann veg- inn að útlisa þetta nánar kemur ljóshærð kona fram á þrepin — bláklædd kona sem brosið dauf- lega, en það er engu líkara en brosið nái ekki til augnanna. Koma hennar virðist vekja mikla hrifningu. — Þarna er Eva Gun Nyren! Hún er alveg eins og þeg- ar maður sér hana í sjónvarpi... en mikið er hún mjó... og hún er svo ungleg. Louise Fagerman sem hefur verið hálf ráðleysisleg og hjálpar- vana, hrópar upp yfir sig af fögn- uði. — Eva Gun! Loksins! Ef þú bara vissir hvað við höfum beðið spenntar eftir þér! En Ruth Zettergren hristir höf- uðið og Ia Axelson andvarpar þunglega. Ase Stenius hristir hvorki höfuðið né stynur, enda væri það ekki i samræmi við eðli hennar og framkomu að öðru leyti. — Já, segir hún hreinskilnis- lega. — Betti Borg er subba í óeiginlegri og eiginlegri merkingu, en þó er hún sönn í sínum subbuskap. Aftur á móti dytti mér aldrei í hug að treysta Evu Gun. Hún er margföld í roð- inu og maður veit aldrei hvar maður hefur hana... hún er valdasjúk og hættuleg. Læknirinn lýkur úr bollanum og segir hljómlausri röddu. — Komið nú kæru vinir, þar er bezt að við förum og heilsum henni með virðingu, annars móðg- ast hún. Camilla kiprar sig eilitið i herð- unum og finnur fara um sig kuldahroll i sólinni. Hún veltir á ný fyrir sér, hvernig henni datt I hug á sinum tíma að samþykkja að sitja þessa ráðstefnu. Hún fer á mis við að vera samvistum við Christer í tvo daga — og hvað fær hún i staðinn? Tvo leiðinlega daga með fimmtiu konum, sem allar virðast tortryggja hver aðra. Tvo leiðinlega daga, þar sem ekkert gerist. Umræður, Fyrirlestrar og fyrir- spurnir um kvenréttindi. Og annað kvöld á hún að troða hér upp og syngja fyrir þær. Og svo allar máltfðirnar. Endalaust og botnlaust kjaftæði um ekki neitt. Ekkert annað. Ekkert spennandi eða merki- legt. Og þó veit hún að það er einmitt það sem hún vill. Hún vill ekki að neitt gerist. Morgunn A laugardagsmorguninn eru allir ráðstefnufulltrúar komnir til leiks. Með næturlestum hafa nokkrir komið, aðrir með einka- bifreiðum eða áætlunarbílum. Allt eru þetta glaðlegar aðsóps- miklar konur og sú spenna, sem VELVAKANDI Velvakandi svarar ! síma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Dómsmál rædd í Kastljósi Eiríkur Jónsson skrifar: „Eftir að hafa hlustað á þátt er Vilmundur Gylfason annaðist i sjónvarpinu 20. des. sl„ get ég ekki lengur orða bundizt. Hann kallaði fyrir Jón Thors og Baldur Möller til þess að ræða dómsmál. Baldur sagði, að hann vildi ræða dómsmál yfirleitt, en Vilmundur leyfði ekkert slíkt, hann vildi aðeins tala um einn mann og lét að því liggja að „kalla Baldur fyrir í þriðja sinn“ út af þessu máli. Baldur gerði sem eðli- legt var athugasemd við þetta orðalag. Eins og fréttamaður geti kallað opinbera embættismenn fyrir og skipað þeim að ræða að- eins um einn mann og eitt mál þegar fjöldi manna biður eftir dómi án þess að hafa tekið út sína fyrri dóma, eins og Jón Thors benti réttilega á! Það sem fólk furðaði sig mest á þetta föstudagskvöld, var hvernig fréttamaðurinn talaði um þetta mál. Hann lét að þvi liggja að þessi umræddi maður væri flækt- ur i „tollsvikamálið" af því að fyrirtæki hans hefur skipt við heildsala sem er bendlaður við þetta mál. E.t.v. hefur Vilmundur ' sjálfur keypt fatnað sem þessi umræddi heildsali hefur flutt inn og er þar af leiðandi eftir sinni eigin röksemdafærslu „flæktur i málið“. 0 Er allt satt og rétt, sem stendur á prenti? Síðar spyr hann embættismenn- ina: „lesið þið ekki blöðin, hafið þið ekki séð „Vísi“ i dag“. Er þroski mannsins ekki meiri en svo, að hann ætlast til, að menn séu dæmdir eftir því hvað ein- hver blaðamaður skrifar í blaðið sitt. Hann er greinilega ekki i réttu þjóðfélagskerfi eða uppi á réttum tíma. Þetta var hægt i Rússlandi á dögum Stalins. Blöðin fengu upplýsingar um hvað átti að skrifa um þá menn sem Stalin vildi gera að sakborningum, siðan voru sakborningum sýnd blöðin ef þeir þrjóskuðust við að „játa“: „þarna sérðu í Prödvu góurinn, þú ert þjófur, svikari og hættu- legur þjóðfélaginu". Þetta hélt maður að væri ekki hægt hér heima. Fyrir nokkru kom það í ljós eftir ýtarlega rannsókn hjá opin- beru fyrirtæki hér á landi, að yfirvinna yfirmanna var óeðlilega mikil, svo að það myndi ekki vera í mannlegu valdi að framkvæma hana, enda vissu allir hlutaðeig- endur að hún var ekki til nema á pappirum. Það er hægt að stela á margvíslegan hátt, aldrei hefur Vilmundur ýjað að þvi að láta dæma þá menn sem þarna er um að ræða aldrei minnzt á spillingu í sambandi við þessa menn, en það er einn maður sem hann vill koma I fangelsi, hvað sem það kostar. („Auk þess legg ég til að Karthagó verði lögð í rúst“). Fyrr ætlar hann ekki að hætta að „kalla menn fyrir“. Það virðist svo sem Vilmundur sé haldinn, svo ég gripi nú til útlends orðs, (en Vilmundur slettir titt útlendum orðum i sjón- varpsþáttum sínum) „mega- lomania“ þ.e. þegar fólk ýkir sín eigin áhrif og völd. Hann notar sér fréttamannsaðstöðu sina til þess að hamast gegn einum manni og fjölskyldu hans eins og „maldetti banditti", og furðar fólk sig mest á því að hið hlut- lausa sjónvarp skuli gefa frétta- manni svo frjálsar hendur til þess að níða niður og svívirða einn mann þó hann hafi e.t.v. gerst brotlegur við lög. Eirfkur Jónsson.“ Við spurðum Vilmund Gylfason álits hans á þessum reiðilestri, en hann sagðist ekki sjá ástæðu til að fara að fetta fingur út í það, sem fram kemur í bréfinu. Hins vegar verðum við að lýsa aðdáun okkar á því hvað bréfrit- arinn er kjarnyrtur og kann vel að gefa hlutunum nöfn, — þetta er bara eins og í bókinni góðu um Guðföðurinn og Mafíuna. % Áramót Það hefur vist ekki farið fram hjá neinum, að þetta Herrans ár er nú á enda, og svo sannarlega hefur það verið viðburðarikt bæði hér í návíginu og á fjarlægum slóðum. Á árinu hefur náttúru- og veðurfar verið frábærlega hag- stætt i aðra röndina, en í hina hefur ekki verið á landsmönnum tekið með neinum vettlingatök- um. En þannig skiptast á skin og skuggar þannig hefur það alltaf verið og þannig verður það alltaf. Þrátt fyrir þetta er það sem betur fer i mannlegu eðli að vonast alltaf eftir hinu bezta og vita að allt hefur sinn endi, bæði gott og illt. Við þessi áramót sem önnur verða fyrirætlanir og góður ásetn- ingur vist á svipaðan veg og á öðrum slikum tímamótum. Sumir hætta að reykja um hver einustu áramót, nákvæmlega eins og sum- ir byrja í megrun á hverjum mánudegi. Á sama hátt ákveða líklega margir að vera viðmóts- þýðir og geðgóðir á nýja árinu og halda sér svo á mottunni í viku. Þá sækir í sama farið, og þannig gengur allt i hring. En er á meðan er. Velvakandi óskar öllum lesend- um sínum farsældar á komandi ári, og þakkar samskipti á því gamla. gGSP SlGeA V/öGA £ iiLVimi Oá Á V£S50 ÁW VÍWÓOVÍ W YIB^ÍU \<AO?HÁ\<KUN\WA ‘bSN W VlÖVOM WOKKoKWf\M/l £KK\ WÓ VI(JW/)K09 nóbEW VIÆKKON Á SWMVBWI LV5/K Wí'NOKKbRNI/as\WN f\VLÍ\Tf Á%„QómAm on6o£ vmmm KOYl^oT llL ÚÁLmA n]r ' 1 Framhald ---- ÖKdK afbls.20 (Nú kemur veikleikinn á svörtu reitunum hjá svörtum glöggt í Ijós, svartur er varnarlaus). 20. — b5, 21. Df6+ — Kg8, 22. Hd6 — Re7, 23., Hed1 — Hf8, 24. Dd4 — Hc7, 25. Rf6+ — Kh8, 26. Hd8 — Dxc3, 27. Hxf8+ — Kg7, 28. Rh5 + og svartur gafst upp. Vísindasjóður fær hús að gjöf Hjónin Elfn Pálsdóttir og Egill Hallgrfmsson, fyrrv. kennari, Báru- götu 3 f Reykjavfk, afhentu stjórn VfsindasjóSs hinn 30. desember 1974 gjafabréf fyrir húseigninni Bárugötu 3, Reykjavfk, ásamt eignarlóS og nokkrum húsbúnaði, en eignin verSur afhent eftir lát þeirra MarkmiSiS meS gjöfinni er aS VfsindasjóSur bjóSi erlendum eSa innlendum vfsindamanni aS dveljast f fbúS f húsinu um lengri eSa skemmri tfma, en aS öSru leyti verSi húsiS nýtt f þágu VísindasjóSs og sjóSnum og starfsemi hans verSi þar meS búin starfsaSstaSa. Egill Hallgrímsson var mikill áhugamaSur um stofnun vfsinda- sjóSs hér á landi á sfnum tfma. Kvaddi hann nokkra vfsindamenn til fundar hinn 15. aprfl 1955 til um- ræSna um þaS mál, og meS þvf komst mál þetta á nýjan rekspöl, var frumkvæði Egils og áhugi mjög mikilvægur fyrir framgang málsins, en stofnun Vísindasjóðs var ráðin með lögum frá 1957. Egill Hallgrfmsson hefir ætfð látiS sér annt um gengi sjóSsins og sýnt mik- inn skilning á gildi vfsindastarfsemi fyrir fslenzka þjóS. Þessi stórgjöf hjónanna Elínar Pálsdóttur og Egils Hallgrfmssonar er mjög mikilvæg fyrir VfsindasjóS og gerir honum m.a. kleift að leggja út á nýjar brautir I starfsemi sinni auk þess sem sjóSnum verður búin starfsaðstaða, sem við hæfi er. Þessi stórmerka gjöf lýsir frábærum skiln- ingi á gildi Vísindasjóðs, og á því að bæta aðstöðu gistikennara og annarra gistirannsóknarmanna til starfa hór á landi. Metur stjórn Vfs- indasjóðs mjög mikils þessa höfðing- legu gjöf og flytur gefendum alúðar- þakkir fyrir hana. (Fréttatilkynning frá stjórn Vís- indasjóðs). (vandervell) ^•^Vélalegurm BENSÍNVÉLAR Austin Bedford Vauxhall Volvo Volga Moskvitch Ford Cortina Ford Zephyr Ford Transit Ford Taunus 12M, 1 7M, 20M Renault, flestar gerðir. Rover Singer Hilman Simca Skoda, flestar gerðir. Willys Dodge Chevrolet DIESELVÉLAR Austin Gipsy Bedford 4—6 cyl. Leyland 400, 500, 680. Land Rover Volvo Perkins 3, 4, 6 cyl. Trader4, 6 cyl. Ford D, 800 K. 300 Benz, flestar gerðir Scania Vabis Þ. Jónsson & Co. Skeifan 17. Simi 84515 — 16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.