Morgunblaðið - 31.12.1974, Page 23

Morgunblaðið - 31.12.1974, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974 23 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Sonur minn komst nýlega yfir bók um kynlff og hjónaband. Þar hvetur höfundurinn ógift fólk til ónáttúrlegra kynmaka. Sonur minn veit ekki, að eg hef lesið bókina. Finnst yður eg ætti að tala við hann um hana? Venjulegt fólk undrast hina óskaplegu undanláts- semi í siðferðsmálum nú á dögum. Formælendur algjörs frjálsræðis í þessum efnum eru háværari og vekja meiri eftirtekt en verndarar velsæmisins. Eg tel ekki, að þagga beri niður allar umræður um leyfilegt kynlíf, né heldur, að þær þurfi að vera óhreinar, eins og álitið var fyrr á tímum. Á hinn bóginn er hreint og beint óþugnanlegt, hversu við erum haldin kynórum og hvílíkur fjöldi bóka kemur út um þessi mál. Þetta er eitt af þeim sviðum lífsins, þar sem náttúran sjálf er bezti kennarinn. Eg álít, að allt umtalið um þessa hluti veki á þeim áhuga, sem er á engan hátt í réttu hlutfalli við mikilvægi þeirra. Eg er sannfærður um, að flestar bækur, sem út hafa komið um þessi mál, hafa verið samdar í fjárgróða- skyni, enda gera höfundarnir sér ljóst, að unglingar muni kaupa þær, þó ekki sé nema fyrir forvitni sakir. Þá er einnig augljóst af því, hvernig sumir höfundarnir fjalla um efnið, að þeir njóta þess innilega að semja bækurnar. Biblían talar ljóslega gegn ónáttúru í kynferðis- málum (lesið fyrsta kap. Rómverjabréfsins) og saurgun líkamans, sem á að vera musteri heilags anda. Já, allir tala um þetta. Þess vegna held eg, að eg mundi ræða málið við son yðar. þannig áframhaldandi samband við sína gömlu kennara, sem og leiðir til aukinnar þekkingar og reynslu í starfi. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar flugmann- anna hjá Flugfélagi Islands og annarra íslenskra flugmanna, er ég þakka Jónasi Jakobssyni sam- fylgdina gegnum árin, fyrir sam- viskusemi og alúð í starfi. Það er mikilsvert fyrir okkur að hafa kynnst slikum ágætis manni sem Jónas var. Fjölskyldu hans sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Ingimar K. Sveinbjörnsson. VIÐ Jónas Jakobsson kynntumst fyrst sem stráklingar á Grýtu- bakka i Höfðahverfi við Eyja- fjörð. Siðan vorum við samvistum í Menntaskólanum á Akureyri, unzvið vorum brautskráðirþaðan 1941. Eftir það lá leiðin vestur um Atlanzála og vorum við samskipa þangað i nóvembermánuði sama ár. Sú ferð var bæði ævintýraleg og söguleg, enda komst Goðafoss gamli, Eimskip og Island á forsíð- ur heimsblaða eftir „frækilega" viðureign við „þýzka sæúlfa“ (þ.e. kafbáta) eins og einn stór- blaðamaðurinn orðaði það svo æsifréttalega. Sannleikurinn var öllu óskáldlegri, þótt segja megi með sanni, að skipalestin hafi komizt í hann krappan, þegar einu verndarskipi okkar, banda- ríska tundurspillinum Reuben James var grandað af þýzkum kafbátum og var hann jafnframt fyrsta skipið, sem Bandaríkja- menn misstu í heimsstyrjöldinni síðari. Loks sóttum við nám hvor í sinni grein í háskóla í Kaliforníu, fyrst í Berkeley og síðar i Los Angeies. Á námsárunum í sólinni þar syðra vorum við ýmist her- bergis- eða íbúðarfélagar um tveggja ára skeið. Eftir að við vorum fluttir í ibúðina, elduðum við ofan í okkur hvor sína vikuna. Eg man ekki lengur hvor þótti slyngari i eldamennskunni, en hitt er víst, að út af því reis aldrei ágreiningur okkar á milli. Eftir á að hyggja hef ég sennilega aldrei þekkt nöldurlausari og fjasminni mann en Jónas Jakobsson. Þannig lifði hann lifinu, ágreinings- og árekstralaust að mestu að ég bezt veit. Óþarfi er að sundurliða hér fjölþætta hæfileika hans, greind og glöggskyggni, sem nutu sín jafnt i starfi sem í samskiptum við náungann. „í skapi hvers manns er hamingja hans fólgin" segir heimspekingurinn Schopenhauer á einum stað og þykir mér Jónas, vinur minn, vera nærtækt dæmi um sannleiks- gildi þeirrar kenningar. Skap hans var svo létt og ljúfmannlegt og vel af guði gjört, að hann hlaut að laða að sér alla, sem urðu hon- um kunnugir. Jónas var glaðlynd- ur maður og glettinn og þegar sá gállinn var á honum ljómuðu fjör- leg augu hans af smitandi kæti og einlægri lifsgleði. Bros hans boðaði ekki óveður og ofsa heldur stillur og friðsæld. Það var ekki heldur neinn asi á honum í óðaönn hversdags. Hann vann verk sín i hljóði eins og ihugulla og vökulla manna er háttur. Mér er spurn hvort það sé fyrir guðlega forsjón, að broshýr- ir menn og glaðlegir veljist hér á landi til veðurfræðistarfa m.a. til að gera okkur sátt við óblíða náttúru og bæta okkur þannig upp þá birtu og yl, sem við norðurhjaramenn fáum ekki að njóta í jafnrikum mæli og aðrar þjóðir. Enda þótt Jónas hafi verið glöggur veðurfræðingur og spávís mun hann sennilega ekki hafa séð fyrir frekar en aðrir þá bliku, sem dró svo skyndilega og óafturkall- anlega fyrir sólu hans. Slik verðrabrigði gerast með leiftur- hraða snjóflóða — undanboða- laust. Slög hjarta hans eru nú talin, en sólargeislarnir og ylurinn, sem stöfuðu frá því halda áfram að uppljóma hugskot vina hans og venzlamanna. Mér dettur ekki í hug að halda á loft þeirri bábilju, að maður komi ekki í manns stað, en hitt þori ég að fullyrða að Jónas Jakobsson var engum likur. Bekkjarsögnin frá 1941 í Menntaskólanum á Akureyri hef- ur nú með stuttu millibili misst tvo væna menn. Að lokum vil ég votta konu hans og ættingjum öllum einlæga samúð mina. Halldór Þorsteinsson. Við vorum báðir innritaðir I heimavistarskólann að Laugum i Reykjadal og hittumst þar á hlað- inu í fyrsta sinn um haustkvöld 1932. Hann var sveitastrákur hraust- legur og glaðlegur í grárri peysu, ég bæjarstrákur frá Akureyri í pokabuxum og jakka. Strákar kynnast fljótt og ekki leið á löngu par til við sátum saman á síð- kvóldum og ræddum fortíð og framtíð, við vorum orðnir vinir. Jónas var prúður piltur sem bar heimili sinu og uppeldi fagurt vitni. Þetta var fyrsta árið sem hinn mæti maður Leifur Ásgeirsson prófessor stýrði skólanum. Við bárum öll mikla virðingu fyrir hinum glæsilega skólastjóra enda var agi og reglusemi í skólanum til mikillar fyrirmyndar. Skóla- stjórinn tók þátt í öllum íþróttum og leikjum með okkur, hann var góð fyrirmynd ungra manna í hvi- vetna. Þetta litla samfélag nem- enda og kennara var orðið eins og ein stór fjölskylda að vori, því var það ekki sársaukalaust að skilja. Ég held að vegnestið sem við fór- um með að lokinni dvöl hafi verið kjarngott. Jónas Jakobsson stundaði námið og íþróttirnar af miklu kappi og með góðum árangri. Við veittum hvor öðrum oft harða samkeppni i gömlu sundlauginni i kjallaranum, þaðan eru margar góðar minningar. Vinátta okkar Jónasar endurnýjaðist I Mennta- skólanum á Akureyri, siðar urð- um við samstarfsmenn í reynslu og skóla lífsins, hann hjá Veður- stofu tslands, ég hjá Flugfélagi Islands. Starf flugmannsins er að öðrum þræði glima við veðrið, sibreyt- ingar þess og hverfulleika. Veður- fræðingar hafa því aila tíð verið okkar hald og traust, á þeirra áliti og tillögum höfum við þurft að byggja ákvarðanir okkar. Það er þvi afar mikils virði að gott sam- starf og skilningur sé milli þess- ara aðila. Engum dylst að starf veðurfræðinga er flókið og vanda- samt. Oft er það ekki þakkað sem skyldi. Mönnum hættir við að gleyma öllum spánum sem rætt- ust, en muna óveórið sem ekki var spáð. I sviptingum skammdegisveðr- anna þegar „hafáttin er i húmi og blikum til skipta" er oft úr vöndu að ráða þrátt fyrir tækni og vís- indi. Við byggjum eyland með óravíðáttu hafs á alla vegu, við búum þar sem veður gerast hvað vályndust. Reynslan og þekking á staðháttum verður því ómetanleg viðbót við mikið nám. Lærdómurinn kemur best til skila þegar meðfædd dómgreind og athyglisgáfa taka við þegar náttúran hleypur útundan sér, hagar sér ekki á hefðbundinn hátt, kannski utan allra „for- múlna“. Jónas Jakobsson átti til að bera hleypidómalausa dóm- greind og athyglisgáfu hins greinda manns. Reynsla byggð á þekkingu og góðri menntun er mikils virði, því er það tjón þjóðarinnar allrar, sem á svo til allt sitt undir veðri og vindum, að missa á besta aldursskeiði einn sinna bestu og reyndustu veður- fræðinga. Jónas hafði öðlast töluverða reynslu sem veðurfræðingur þegar hann kom til Veðurstofu Islands. Að afloknu námi í veður- fræði starfaði hann um skeið sem veðurfræðingur í Bandaríkjun- um. Starf hans var að mestu fólg- ið i gerð spákorta fyrir flug. Is- lenskir flugmenn kunnu fljótt að meta hæfni hins unga veðurfræð- ings þegar heim kom og varð hann strax í miklu áliti meðal þeirra. Hann verðskuldaði þetta álit og traust, sem óx til síðasta dags. Jónas var deildarstjóri veð- urspárdeildar Veðurstofu Is- lands, er nú skarð fyrir skildi. Jónas Jakobsson var ljúfmenni, sem vildi hvers manns vanda leysa. Hann var mjög þægilegur i viðmóti og lagði sig allan fram til þess að geta gefið ráðleggingar og leiðbeiningar byggðar á þekkingu og reynslu. Hann gladdist þegar komið var til hans og spáin borin saman við veðrið, sem varð á vegi manns á langri leið. Hann var samviskusamur maður gæddur góðum gáfum og ábyrgðartilfinn- ingu. Hann var góður veðurfræð- ingur. I dag kveð ég góðan vin, skólabróður, samferða- og sam- starfsmann. Ég kveð hann og þakka öll góðu ráðin og einlægnina. Fyrir hönd flugliðanna allra og flugumsjónarmannanna, sem hann hafði mikil samskipti við eru hér bornar fram þakkir og hinstu kveðjur. Við þökkum allir kennsluna á ótal námskeiðum og skólum, við þökkum samstarfið og hið hlýja viðmót. Fjölskyldu hans, ættingjum öll- um og samstarfsmönnum á Veðurstofu Islands votta ég mina dýpstu samúð. Blessuð sé minn- ing um góðan dreng. Jóhannes R. Snorrason. D < h U u GLEÐILEGT ÁR— GLEÐILEGTÁR GLEÐILEGT ÁR— GLEÐILEGT ÁR GLEÐILEGT AR. GLEÐILEGT AR — Ci Nýársdagur Nýársdagur HÁTÍÐAR - MATSEÐILL Frúin hvílir sig frá matargerðinni og fjölskyldan borðar hjá okkur GRILLRÉTTIR: Djúpsteiktur fiskur Orley m/kokteilsósu og frönskum kartöflum Bacon og egg m/frönskum kartöflum. Lambakótilettur m/kryddsmjöri, saladi og frönskum kartöflum London Lamb m/belgjabaunum, saladi og frönskum kartöflum Skinka og egg m/frönskum kartöflum Kjúklingur m/saladi, kokteilsósu og frönskum kartöflum Kjúklingur m/saladi, kokteilsósu og frönskum kartöflum Nautafilet m/ bernaisesósu, belgjabaunum og frönskum kartöflum HATIÐARRETTIR: Kjörsveppasúpa. Djúpsteikt smálúðuflök m/remouladesósu. Beinlausir fuglar m/kartöflumauki Lambasteik m/grænmeti. Hangikjöt m/ uppstúfi. Buff m / bera rna isesósu. Grísasneiðar m/ananas. Hamborgarhryggur m/madeirasósu. ís m/sósum. Ávextir m / rjóma. Opnum nýársdag klukkan 10 f.h. Lokum kl. 21.00 Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. GLEÐILEGT ÁR-- GLEÐILEGT ÁR GLEÐILEGT ÁR -- GLEÐILEGT ÁR GLEÐILEGTÁR GLEÐILEGT AR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.