Morgunblaðið - 05.01.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.01.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1975 17 Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN Dr Kristinn Guðmundsson fyrrum utanríkisráðherra og sendiherra rifjar upp endurminningar sínar. Gylfi Gröndal skráði. Setberg, Reykjavík 1 974 Dr. Kristinn segir meðal annars svo, þegar hann getur fyrstu sam- funda sinna við hinn viðkunna valdamann Leonid Brezhnev: „Ingvi Ingvarsson var með mér, en hann er hár maður vexti eins og ég. „Eruð þið allir svona hávaxnir Islendingar?" spurði Brezhnev. „Við erum taldir meðal- menn á íslandi," svaraði ég. Þá hló Brezhnev." Þegar ég las þetta, brá ég mér i skyndi hart nær sextiu ár aftur i tímann og allar götur vestur að Hrafnseyri. Veturinn 1915 —'16 var ég við nám hjá séra Böðvari Bjarnasyni. Þá var það rétt fyrir jólin, að mig minnir daginn áður en við lærisveinar séra Böðvars ætluðum að fara i jólafrí, að þrjá Barðstendinga, sem voru við nám i Núpsskóla, bar að garði. Einn þeirra var Kristinn Guðmundsson frá Króki á Rauðasandi. Man ég, að það barst í tal, að hann þyrfti að fara yfir fjóra fjalivegi og þrjá firði til þess að komast heim. En ég man meira um Kristin. Ég fékk að vita að hann væri einungis 18 ára, en mér virtist hann hæstur allra manna, sem ég hafði þá augum litið og það sem meira var: Hann var þegar orðinn svo þrek- vaxinn, að mér fannst hann svara sér vel. En minnisstæðast varð mér það, hvað þessi stórvaxni unglingur var festulegur og um leið drengilegur á svip. Loks minnist ég þess, að þá er staðið hafði verið upp frá borðum, gekk ég til Kristins, seildist upp á öxlina á honum og sagði: „Það hefur tognað meira úr þér á árinni heldur en sumum öðrum." Þá „leit hann niður á mig", og kímni- glampa brá yfir andlitið um leið og hann sagði: „Ég gæti nú trúað, að þú værir hnellinn." Þegar ég hafði horfið á vit þessara minninga og var aftur kominn að bókinni Frá Rauða- sandi til Rússíá, fletti ég henni og hugsaði sem svo: „Öll frásögnin i þessari bók er mótuð af þeirri gerð sögumannsins, sem ég taldi mig sjá i svip hins gjörvulega og gæfu- lega átján ára unglings -— og svo bregður fyrir annað veifið skemmtilegri og stundum allt að þvi djarfri kimni... Fyrsti kafli bókarinnar er rabb milli dr. Kristins og viðmælanda hans. í þvi rabbi er gripið niður hér og þar, og þó er það ekki með öllu ómerkilegt. Þar er allskýr mynd af dr. Kristni, þar sem hann er setztur i helgan stein hjá sinni ágætu konu, sáttur við lífið og tilveruna — og hefur ekki annað skyldustarf en að vera — ekki ambassador til innkaupa — held- ur sendifulltrúi. Þarna er hann umkringdur bókum, minjagripum og minningum, vikur að ýmsu á við og dreif, en segir aðeins eitt, sem ég minnist sérstaklega að bókarlokum: „Tilviljun hefur ráðið miklu i lifi minu. Ég hef aldrei gert neinar áætlanir um framtíðina. Ég hef látið reka á reiðanum; beðið þang- að til tækifærin komu af sjálfu sér. Þetta er satt og er nú ekki hrós- vert." Þetta gæti virzt mega til sanns vegar færa, en við það er þó vert að gera eina athugasemd: Vissu- lega hefur dr. Kristinn ekki verið maður, sem hefur ætlað sér að komast til vegs og fjármuna, hvað sem það kostaði og hverjum sem vikja þyrfti úr vegi, en hins vegar hafa það þó alls ekki verið til- viljanir, sem ráðið hafa ferli hans. Þar hefur fyrst og fremst komið til, að hann hefur ævinlega gert skyldu sina og unnið sér þannig verðugt traust. Sá, sem segja má. að mestu hafi annars ráðið um lifshlaup hans, er sami maður og aftur og aftur réð miklu um, hvernig ég komst blásnauður ieiðar minnar, prófessor Alexander Jóhannesson, maður sem var meiri flestum öðrum að drengskap og framtaki. Dr. Kristin langaði til að fara utan og stunda málanám, en hann átti þessi ekki kost sakir féleysis. Hann innritaðist svo i Háskóla íslands og las lög af miklu kappi. Dr. Kristinn segir svo: „Um veturinn var tilkynnt f skólanum, að isienzkur stúdent gæti fengið styrk til náms i Kiel. Mér datt ekki einu sinni i hug að sækja um hann. En dag nokkurn kemur Alexander Jóhannesson til min og segir mér, að nú sé illt t efni með Þýzkalandsstyrkinn. Enginn þeirra stúdenta, sem sótt hafi um hann, sjái sér fært að þiggja hann. Siðan spyr hann mig, hvort ég sé ekki fáanlegur til að fara til Kiel. „Jú, ég get farið," svaraði ég. Ég sagði þetta í hálf- gerðu hugsunarleysi, en varð nú að standa við orð min." Ójá, — það var nú einmitt sú skyldutilfinning hins unga náms- manns, sem réð úrslitum, og ekki mun það hafa verið tilviljun. að dr. Alexander leitaði til hans. Hann mun áreiðanlega hafa spurzt fyrir um hinn myndarlega og drengi- lega pilt. Svo fór þá pilturinn til Kiel, las þar hagfræði og prúss- nesk lög. sem skylt var að lesa, en einnig þjóðarétt, og eftir náms- dvöl i Berlin tók hann doktorspróf við háskólann í Keil. Það var svo engin tilviljun, að Brynleifur Tobiasson, sem þekkti dr. Kristin úr menntaskóla og einnig frá Þýzkalandi, benti Sigurði skóla- meistara Guðmyndssyni á hann, þá er vant var þýzkukennara við hinn nýstofnaða menntaskóla á Akureyri. Dr. Kristinn varð vinsæll og vel metinn kennari, siðan skattstjóri, bæjarfulltrúi og tvisvar varaþingmaður Framsóknar. Þá er svo Hermann Jónasson viidi ekki verða ráðherra í ráðuneyti Ólafs Thors 1953, en flokkur Hermanns átti kost á að velja mann i sæti utanrfkisráðherra, sá Hermann ekki i hópi sinna manna nokkurn hæfari en dr. Kristin, mikinn og áreiðanlegan starfsmann og sér- fræðing i þjóðarétti. Þegar síðan meðferð utanrikismála fellur í hlut Alþýðuf lokksins 1956, er það mjög að vonum að dr. Kristinn er skipaður ambassador í London, og svo lýkur hann þá starfsferli sin- um i þágu ríkisins austur í Moskvu, þegar aldurstakmark dæmir hann úr leik. Þarna ræður hreint engin tilviljun frekar en áð- ur. Þessi bók er rituð á lipru og hreinu máli og vitnar alls staðar um það, að Gylfi Gröndal hefur gert sér mjög mikið far um að þræða frásagnarhátt og málfar dr. Dr. Kristinn Guðmundsson. Kristins. Hún er og öll mjög svo læsileg, sums staðar skemmtileg, einkum þar sem nýtur kimni sögu- mannsins. Þá er mjög fróðlegur, skýr og skipulegur kaflinn um af- skipti dr. Kristins af varnarmálun- um, og virðist mér augljóst. að þar hafi notið við festu hans, skapstill- ingar og vitsmuna á þann hátt, sem bezt varð á kosið. Öllum ann hann sannmælis, sem við sögu koma, jafnt innlendum sem er- iendum. Mér til nokkurrar undrun- ar segir hann, að hann hafi kunnað enn betur við sig i Moskvu en London, og þykir mér, sem ekki mun hafa verið talinn neinn eðlavinur hinnar rússnesku ráðstjornar vert að birta hér það, sem dr. Kristinn segir um Rússa: „Þótt sitthvað megi að þjóð- skipulagi Rússa finna, er lika margt til fyrirmyndar hjá þeim. Agi i skólum er góður, og unglinga- vandamál þekkjast varla Þessi götu- strákalýður, sem veður uppi hér á Vesturlöndum rænandi og ruplandi Framhald á bls. 31 „Það er löng leið frá Rauðasandi tilRússíá” bætur geta verið margt annað en kauphækkanir, og ýmislegt getur komið til greina á því sviði." Formaður Alþýðuflokksins seg- ir ennfremur: „Hluti þessarar verðbólgu er erlendur. Á því sviði gætu tslendingar gert skipulegt átak til að draga verulega úr notkun á bensíni, sykri, fóðurbæti og öðrum vörum, sem mest hafa hækkað á heimsmarkaði. Innan- lands hefði þurft að afgreiða fjár- lög með verulegum greiðsluaf- gangi, sem ekki væri dælt aftur út í kerfið. Ríkisstjórnin getur hert til muna aðhald að útlánum án þess að til atvinnuleysis komi. Ekki ætti að taka meiri lán með vísitölutryggingu en lánað er út með sömu kjörum, og takmarka ætti erlendar lántökur." Obilgjarnar kröfur Ólafur Jóhannesson, dóms- og viðskiptaráðherra, segir í svari við spurningu Morgunblaðsins á gamlársdag, að eins og nú horfi sé ekki grundvöllur fyrir kjarabót- um, og í framhaldi af því segir hann: „En rétt er að hafa í huga, að hinn öri verðbólguvöxtur á liðnu ári á að langmestu leyti ræt- ur að rekja til verðhækkana á innfluttum vörum, og þá ekki hvað síst á olíuvörum eins og al- kunna er. Við slíkt getur engin ríkisstjórn ráðið. Of hátt spenntar kaupkröfur eiga og nokkurn þátt í hinum öra verðbólguvexti síðustu 12 mánaða, og þá ekki hvað sist óbilgjarnar kröfur þeirra stétta, sem hafa sérstaka aðstöðu til að knýja fram vilja sinn. Ég get einkum bent á eftirfar- andi úrræði til að halda aftur af hinum öra verðbólguvexti: Hemla hækkanir á verðlagi og þjónustu, jafnt opinberri sem annarri, eftir því sem unnt er, gæta hófsemi i framkvæmdum, bæði hjá því opinbera og einkaaðilum, beita ströngu aðhaldi í peninga- og lánamálum og sveigjanlegri vaxtapólitík, nota verðtryggingu fjárskuldbindinga meir en nú er gert, lögleiða skattfrjálsan skyldusparnað af hærri tekjum, endurskoða vísitölukerfi og reikna kaupgjaldsvísitölu út að- eins á sex mánaða fresti." Ekki svigrúm til almennra kjarabóta Magnús Torfi Ólafsson, for- maður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, segir hér í Morg- unblaðinu: „Eins og nú horfir virðist ekkert svigrúm vera til almennqa kjarabóta, en brýnt er, að hlutur þeirra, sem lægst eru launaðir, verði réttur." Magnús Torfi fjallar síðan um þau úrræði, sem að hans mati koma helst til greina og segir. „Ráðið til að draga úr verðbólg- unni er að feta brautina til bæri- legs jafnvægis i þjóðarbúskapn- um. Sníða verður af verðbótakerf- um launþega og framleiðenda agnúana, sem hafa gert þau að sjálfvirkri verðbólgukvörn. Verð- tryggja ber sparifé og fjárskuld- bindingar til langs tíma. Fjár- magna ber framkvæmdir í ríkari mæli en gert hefur verið með innlendum sparnaði." Stefnum að meiri jöfnuði en aðrir AUar eru þessar yfirlýsingar formanna stjórnmálaflokkanna athyglisverðar, þó að sitt hvað megi við einstök atriði athuga. Að þessu sinni virðast forystu- mennirnir vera á einu máli um eðli efnahagsvandans og það sem meira er, að svipaðar hugmyndir virðast liggja að baki þeim úrræð- um, sem enginn dregur í efa, að óhjákvæmilegt er að gera .1 því skyni að stemma stigu við verð- bólgunni. Formenn stjórnmálaflokkanna vara þannig við of miklum erlend- um lántökum til þess að standa undir auknum framkvæmdum og rekstri ýmiss konar þjónustufyr- irtækja eins og átt hefur sér stað á undanförnum árum. Þeir hvetja til aukins sparnaðar innanlands og nefna m.a. verðtryggingu fjár- skuldbindinga. Þeir eru sammála um, að opinberir aðilar og einka- aðilar verði að gæta hófs í fram- kvæmdum á næsta ári og virðast líta svo á, að nokkur samdráttur í opinberum framkvæmdum muni ekki stefna atvinnuöryggi í tví- sýnu, heldur þvert á móti draga úr spennu og eftirspurnarþenslu. Þá er athyglisvert, að formenn beggja stjórnarflokkanna og for- menn beggja lýðræðisflokkanna í stjórnarandstöðu telja ekki vera grundvöll fyrir almennum kaup- hækkunum á næsta ári. Það hefur lengi viljað loða við, að menn neit- uðu að viðurkenna þá staðreynd, að almennar lífskjarabætur hljóta að vera háðar þjóðarfram- leiðslu og aukningu þjóðartekna á hverjum tfma. Nú virðast menn á hinn bóginn hafa gert sér grein fyrir því, að það er út í hött að setja fram kröfur um aukinn kaupmátt launa, þegar almennar þjóðartekjur minnka um 1% tvö ár í röð eins og nú er allt útlit fyrir. Kauphækkanir, sem ekki eiga sér stoð í aukinni þjóðar- framleiðslu og auknum þjóðar- tekjum hljóta ávallt að vera óraunhæfar, þær kynda undir verðbólgu og verðlagshækkunum og valda þeim þyngstum bú- sifjum, sem verst eru settir. Nú virðast þær skoðanir vera ríkjandi, að gera verði sérstakar ráðstafanir í tengslum við al- mennar efnahagsaðgerðir til þess að bæta stöðu þeirra, sem lægst hafa launin. Þetta var í fyrsta skipti gert með bráðabirgðalögum núverandi ríkisstjórnar um svo- nefndar launajöfnunarbætur. Og forystumenn allra lýðræðisflokk- anna telja rétt að halda þessari stefnu áfram, eftir því sem föng eru á. Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra sagði í áramótagrein sinni: „Raunar liggur i augum uppi, að við, sem lifum í nábýli í litlu þjóðfélagi, verðum að stefna að sem mestum jöfnuði i tekjuskipt- ingu. Við hljótum óhjákvæmilega að ganga lengra í þessu efni en aðrar þjóðir. Hér á landi verður ekki unað við annað en allir njóti viðunandi lífskjara, og hafi jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sína og njóta lifsins. Annað yrði aldrei þolað og kemur ekki til álita.“ Skilningur ein- staklinga og samtaka þeirra Þess gætir oft í umræðum um efnahagsmálefni, að menn líta svo á, að aðgerðir stjórnvalda einar út af fyrir sig ráði úrslitum um þróun mála. Svo er vitaskuld ekki. Við búum í meira lýðræðis- þjóðfélagi en svo. I framhaldi af því, sem áður er sagt, er allrar athygli vert, að formenn stjórn- málaflokkanna, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu leggja áherslu á það í áramóta- greinum sinum, að hér þurfi að koma til átak þjóðarinnar allrar og útrýma þurfi verðbólguhugs- unarhættinum. Benedikt Gröndal hvetur m.a. til þess að lagt verði að fólki að spara og segir: „En kjarni málsins er að útrýma verðbólguhugsunar- hætti landsmanna." Ólafur Jóhannesson segir m.a.: „En síð- ast en ekki sist þarf þá hugarfars- breytingu að menn almennt vilji vinna gegn vrðbólgu í raun og veru, þ.e. ekki aðeins í orði, heldur og á borði.“ Geir Hallgrimsson sagði m.a. um þetta atriði i ávarpi sinu til þjóðarinnar: „Það liggur í eðli okkar fjölþætta þjóðfélags, að einhliða aðgerðir af opinberri hálfu duga ekki einar sér. Skilningur og stuðningur ein- staklinga og samtaka almennings er nauðsyn til árangurs. I þessu felst valddreifing, sem er þáttur í lýðræðisskipulagi okkar.“ Þau tilvitnuðu ummæli, sem hér hefur verið vakin athygli á, geta ef til vill gefið von um mál- efnalegri umræður um þau við- fangsefni, sem glíma þarf við á þessu ári. Eflaust eru flestir van- trúaðir á að svo muni verða, en eigi að sfður er hér um athyglis- verðar staðreyndir að ræða. Mest væri þó um vert, ef slík afstaða gæti leitt til sameiginlegs átaks þjóðarinnar gegn efnahagsörðug- leikunum í stað innbyrðis átaka og stéttastríðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.