Morgunblaðið - 05.01.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1975
óljoklinu
(jamia Bíó
SU GÖLDRÓTTA
if if Þrátt fyrir að maður
hafi séð mörg betri af-
sprengi Disney-félagsins, þá
er þessi mynd samt sem
áður hin ágætasta skemmt-
un fyrir unga sem aldna.
Fðtboltaleikurinn, þar sem
inni teiknimyndina er
fléttað lifandi hreyfingum,
er svo bráðskemmtilegur, að
jafnvel örgustu fýlupokar
ættu að veltast um af hlátri.
S.V.
(SU GÖLDRÓTTA
(BEDKNOBS AND BROOM-
STICKS)
Walt Disney mynd =
„Mynd fyrir alla fjölskyld-
una“. En það er erfitt að
gera svo öllum lfki og þó
ýmsir kvikmyndahöfundar
hafi stefnt að þessu marki,
hafa fæstir náð því. Nema
kannski helst Disney,
meðan hann var og hét. Að
honum látnum stefnir fyrir-
tæki hans að sama marki,
með misjöfnum árangri.
Bedknobs and Broomsticks
er þð, þegar best lætur,
mynd fyrir alla fjölskyld-
una, sérlega í þeim köflum,
þar sem teiknimyndum er
blandað saman við. Hins
vegar er myndin fvið lang-
dregin og einn kafli hefði
mátt missa sig í heilu lagi.
Er það fáránlegur dans- og
söngkafli inn f miðri mynd,
fullkomlega úr tengslum við
það efni, sem verið er að
fjalla um.
SSP.
SÖGULEG BRUÐKAUPS-
FERÐ
if if if Leikstjðri Elaine
May; handrit Neil Simon;
aðalhlutverk Charles
Grodin, Jeannie Berlin,
Sybil Shephard og Eddie Al-
bert. Gerð 1972, Bandarfsk
frá 20th Century — Fox.
Ungur maður giftist, að
þvi er virðist f þeim tilgangi
einum, að leggja föngulega
gyðingsstúlku. Enda er
lukkan búin eftir þriðju
nóttina. Þá eru þau stödd
suður á Florida, f brullaups-
reisunni. Og brúðguminn
búinn að fá augastað á
annarri.
Þetta er ærið skemmtileg
mynd, sem þrátt fyrir mikið
af gyðingabröndurum og
bandarfskum húmor, skilur
mikla ánægju eftir. Handrit
Simons er líka fjörugt og
líflegt og leikur þeirra
Grodin Berlin og Eddie AI-
bert með ágætum. S.V.
GILDRAN
★ ★ ★ ★ Þetta er kvik-
mynd sem er allra gððra
gjalda verð. Hðpur topp-
manna f skemmtiiðnaðinum
hefur tekið höndum saman
um að skapa frábæra afþrey-
ingarmynd, og það tekst
fullkomlega. Skemmtimynd
sem þessa getur hvergi
heppnast jafn vel og f HoIIy-
wood. Þegar henni tekst upp
þá fölna kvikmyndaver og
mega öfundast. S.V.
GILDRAN (TheSting)
★ ★ ★ ★ Afþreyingarmynd
eins og þær gerast bestar f
hefðbundnum stfl. Myndin
er f fullkomnu samræmi
við þann tíðaranda, sem
sagan lýsir, bæði að innri
gerð og ytri umgjörð. Lfkt
og 1936 eru það stjörnurnar,
sem draga að sér áhorf-
endur, sagan skiptir öllu
máli, og áhorfendur bera
endalok hetjanna mjög fyrir
brjðsti. Arið 1936 hefðu
leikararnir getað heitið
Clark Gable og Spencer
Tracy og ieikstjórinn Frank
Capra. Munurinn er bara sá,
að í dag heita þeir Paul
Newman og Robert Redford
— en þeir eru jafnvinsælir
og fyrirrennarar þeirra.
Leikstjðrinn heitir George
Roy Hill og hefur áður sýnt,
að hann er vel fær um að
meðhöndla þessar tvær
stjörnur — f Butch Cassidy
and the Sundance Kid. The
Sting skartar 7 Ocarsverð-
launum, þ.á m. fyrir leik-
mynd, sem hún á sannarlega
skilið, ef horft er athugulum
augum á baksviðið. þar sem
ðtrúleg natni hefur verið
lögð við smáatriði. SSP.
GATSBY HINN MIKLI
if if Leikstjðri: Jack
Clayton. Framleðandi;
David Merrick. Tðnlist:
Nelson Riddle; aðalhlut-
verk: Robert Redford, Mia
Farrow, Bruce Dern, Karen
Black, Scott Wilson og Sam
Waterstone. Frá Paramount,
gerð 1974, bandarísk.
GATSBY HINN MIKLI
gerist á þriðja áratugnum að
auðmannanýlendunni East
Egg á Long Island. Einn rík-
asti og yngsti meðlimur
hennar er Gatsby, dularfull
persðna sem býr ríkulegar
en flcstir aðrir. Enginn veit
hvaðan auðlegð hans kemur,
og ýmsar getgátur eru á
Iofti. Hitt kemur fljðtlega í
ljós, að hann slær um sig í
þeim tilgangi einum að
endurheimta æskuvinkonu
sfna, Daisy. Fyrrum hætti
hún við hann sökum fá-
tæktar hans, og er nú gift
ríkismanni f nágrenninu.
Bðk Fitzgeralds er ein af
perlum bandarfskra bðk-
mennta, og fjallar um hinn
amerfska draum, kraft auðs-
ins, og það eyðingarvopn
sem hann getur snúist f f
höndum þeirra sem kunna
að beíta valdi hans á réttan
Hátt.
Þetta kemur þvf miður
óljóst fram í myndinni, þar
sem meira er lagt uppúr ytri
glans en innri átökum. Mia
Farrow er misvalin f hlut-
verki Daisy, þar hefði Fay
Dunaway, t.d. sðmt sér öllu
betur. Þá er Redford ðþægi-
legur f hlutverki sfnu. Það
stafar fyrst og fremst af þvf
að hlutverki hans er erfið-
lega mðtað. En Sam Water-
stone, Scott Wilson og Bruce
Dern, standa allir fyrir sínu,
enda eru hlutverk þeirra
mun hreinlegri.
GATSBY HINN MIKLI er
ljðmandi falleg á að sjá,
hvergi hefur verið til sparað
f að gera hana sem besta úr
garði og áhorfendur sjá jass-
árin frægu Ijðslifandi fyrir
sér. En miður hefur tekist
til í umskrift meistaraverks
Fitzgeralds. Það hefur
skolast niður. Snæbjörn
Valdimarsson.
HÆTTUSTÖRF LÖGREGL-
UNNAR
if if if Óvenjulega raun-
sönn lögreglumynd. Sýnir á
viðkvæman hátt hið hættu-
sama og vanþakkaða starf
lögreglumannsins f stðr-
borginni. Þeir Stacy Keach
og George C. Scott eru lif-
andi f hlutverkum félag-
anna og draga upp eftir-
minnilega mynd af vináttu.
S.V.
kvik-H g
munck /íoon ] ■ ■
I i
SIGUROUR SVERRIR PÁLSSON VALOIMAR JÖRGENSEN SÆBJÖRN VALOIMARSSON
(ENTER THE DRAGON)
Karate-myndir fara nú
eins og eldur f sinu um kvik-
myndahús heimsins. Flestar
myndir f þessum flokki hafa
komið frá Hong Kong og þó
kvikmyndagerð þeirra sé
ekki á háu stigi, hafa mynd-
irnar verið sðttar. Það ætti
þvf að vera nokkur trygging
á vestrænum myndamarkaði
að sýna bandaríska karate-
mynd, með meistaranum
sjálfum, Bruce Lee. Nú er
söguþráðurinn a la James
Bond (You Only Live
Twice) og umhverfið er af
sama toga spunnið, þð að
hvorugt sé með sama glæsi-
brag. Eitt ber þð að viður-
kenna og það er hin frábæra
snilli Bruce Lee. Hann er
trúlega sá maður, sem hefur
náð hvað mestu valdi yfir
Ifkama sínum og er ótrúlegt,
þegar slíkur maður fellur
frá á besta aldri (skráð
dauðaorsök: heilablððfall).
Ef Lee hefði lifað, hefði
hann sennilega orðið næsta
súperstjarna kvikmynd-
anna, en f það sæti sigldi
hann hraðbyri.
Upprunalegt nafn Bruce
Lee á kínversku var Lee
Hsiao-Lung en það útleggst
„Iftill dreki“. Þar af er dreg-
ið „Dragon" — nafnið á
þessa mynd og aðra, sem
Lee leikstýrði sjálfur og
heitir „Way of the Dragon“.
Er það af sumum talin besta
myndin, sem hann lék í á
sfnum stutta ferli. En þó
vinsældir karate-mynda séu
miklar þessa stundina og
fari jafnvel vaxandi, hafa
gæði þeirra ekki verið í sam-
ræmi við vinsældirnar, alla
vega ekki hingað til.
SSP.
GÆÐAKALLINN LUPO
(Lupo)
if if if Lupo er Israelsk
gamanmynd, gerð árið 1970.
Gæðakallinn Lupo er efna-
Iftill en glaðsinna karl, sem
á f stöðugum útistöðum við
kerfið. Styrkur myndarinn-
ar liggur f léttri, almennri
ádeilu á nútfmaþjóðfélag,
þ.á m. á nokkur sjúkdðms-
einkenni, sem er að finna f
hvaða velferðarþjððfélagi
sem er. Lupo var upphaf lega
leikhúsverk, þar sem Yuda
Barkan fðr með aðalhlut-
verk. 1 myndinni fer hann
einnig með hlutverk Lupo
og er greinilegt að hann lifir
sig mjög inn f persönuna,
sem hann gerir hér næsta
ðgleymanlega. Við árslok
1971 höfðu um 30% tsraela
séð myndina, en Lupo er
langvinsælasta mynd, sem
þar hefur verið gerð. Leik-
stjóri er Menahem Golan,
Iftt þekktur f Evrðpu vegna
lélegrar dreifingar á
myndum frá ísrael. Hann
hefur nýlokið við mynd, sem
er sú dýrasta, sem gerð
hefur verið þar f landi til
þessa. Er það söngleikur,
sem nefnist „Kazablan“, og
hefur hlotið viðurkenningu
gagnrýnenda, sem hana hafa
séð. SSP.
Borgarbio Akureyri
SÓLSKIN (Sunshine)
if Mynd þessi er ný af nál-
inni, gerð f Bandarfkjunum
1973. Sagan er byggð á sann-
sögulegum heimildum og
þeim jafnvel fylgt út f ystu
æsar. Hvers vegna þetta efni
er fest á kvikmynd er trú-
lega að kenna grððavon höf-
undanna, sem treysta á að
áhorfendur Love Story komi
nú aftur með þurra vasa-
klúta til að væta. En þar sem
sagan gerist f ofurlftið
breyttu umhverfi frá Love
Story, er það bætt upp með
leikurum, sem lfkjast þeim
Ali McGraw og Ryan o’Neal
f hvfvetna. Gallinn er bara
sá, að þð að þessi atburður,
sem myndin lýsir, sé nðgu
sorglegur f sjálfu sér, tekst
höfundum myndarinnar
ekki að ná hinum sanna
anda stúlkunnar, sem raun-
verulega varð fyrir þessu. Ef
til vill vegna þess að hún
reyndi að njðta lffsins f
skugga dauðans, en höfund-
arnir gera sér meiri mat úr
skugganum. SSP.
Njja Bíó - Keflavík
ALLT I LAGI... VINUR
(Can be Done ... Amigo)
★ Franskur-ftalskur-spænsk-
ur vestri f stfl við
hrnar þekktu Trinity-
myndir. Aðalieikarinn,
Bud Spencer, varð fyrst
þekktur fyrir leik sinn í
Trinity-myndunum ásamt
Terence Hill, en stendur nú
einn fyrir persðnunni
„Amigo“. Hér er fátt að
hafa, sem ekkí hefur sést f
sifkum myndum áður, nema
sú árátta hetjunnar að setja
upp gleraugu, áður en hann
lemur menn — og kunna
alls ekki að skjðta. SSP.
Hafnarbíó
★★★★ Trafic
Hér er einhverja bestu
jólaskemmtunina að hafa f
ár. Tati er f toppformi, og
gerir ðspart grfn að sam-
skiptum okkar og blikkbelj-
unnar. Þá fær „kerfið"
háðulega útreið, og að venju
er Tati hittinn á að bregða
upp hversdagslegum hlut-
um upp f nýju Ijósi skop-
skyns sfns. Og þrátt fyrir
rðlega millikafla, þá er
alltaf eitthvað broslegt að
ske, ef maður nennir að hafa
augu og eyru opin. S.V.
Frúarleikfimi
Melaskóli
mánud. 21 — 21.50 21.50 — 22.40
fimmt. 21 — 21.50 21.50 — 22.40
Kennari Kristjana Jónsdóttir.
Upplýsingar í síma 83767.
Austurbæjarbarnaskóli
mánud. 1 9.50 — 20.40
fimmt. 1 9.50 — 20.40
Kennari Kolfinna Sigurvinsdóttir.
Málaskóli
# DANSKA, ENSKA, ÞÝZKA FRANSKA, SPÆNSKA, ÍTALSKA OG
ÍSLENZKA FYRIR ÚTLENDINGA.
% KVÖLDNÁMSKEIÐ.
# SÍÐDEGISTÍMAR.
% INNRITUN DAGLEGA.
# KENNSLA HEFST 13.JANÚAR.
# SKÓLINN ER TIL HÚSA í MIÐSTRÆTI 7.
# SÍÐASTA INNRITUNARVIKA.
Halldórs