Morgunblaðið - 05.01.1975, Blaðsíða 1
32 SIÐUR
(Ljósm. Mbl. Ól.K. Magnússon).
Vetur í bœ
Efnahagsástandið setur Ford í vanda:
Óttast 8 % at-
vinnuleysi í ár
Washington, 4. janúar.
— Reuter.
FORD Bandaríkjaforseti ræðir í
dag við helztu efnahagsráðgjafa
sina til þess að reyna að finna leið
út úr þeim vaxandi samdrætti f
efnahags- og atvinnulifi landsins,
sem nú hefur fjölgað atvinnu-
lausum upp f 6.500.000, en það er
hæsta atvinnuleysistala frá byrj-
un sfðari heimsstyrjaldarinnar.
Nokkrum klukkustundum eftir
að þessar atvinnuleysistölur fyrir
desember höfðu verið birtar f
gær, var tilkynnt að sex af 12
seðlabönkum landsins lækka
bankavexti úr 7,75% í 7,25%, og
er tilgangurinn að reyna að
styrkja stoðir efnahagslífsins.
Atvinnuleysi var i desember
orðið 7,1%, og Ron Nessen, blaða-
fulltrúi Fords, sagði að forsetinn
byggist við að talan myndi enn
hækka á næstu mánuðum og
hugsanlega ná 8%. Stærstan þátt
í þessari atvinnuleysistölu eiga
bílaiðnaðurinn og byggingaiðnað-
urinn. Mikill þrýstingur er nú á
Ford forseta um að láta til skarar
skríða með hörðum og ákveðnum
aðgerðum í efnah"gsii ál inum.
Fram 'ia d á bls. 2
Fjöldamorð í Kambódíu
Harðir bardagar umhverfis höfuðborgina
Pnom Penh, 4. jan. Reuter
52 óbreyttir borgarar f Kam-
bodfu, þar af að minnsta kosti tíu
börn, voru myrtir í vikunni af
skæruliðasveit undir stjórn
kommúnista, að því er sjónarvott-
ar skýra frá f dag. Gerðist þetta í
bænum Ang Snuol, sem skærulið-
ar lögðu í rúst eftir að hafa náð
honum á sitt vald. Stjórnarher-
menn náðu bænum hinsvegar aft-
ur í gær og fóru þá umræddir
sjónarvottar þangað. Þeir herma,
að fólkið hafi sýnilega verið skot-
ið eða stungið byssustingjum, áð-
ur en kveikt var í húsum þess í
útjaðri bæjarins, sem er um 25
km suðvestur af Pnom Penh.
Skæruliðar tóku bæinn á mið-
vikudag í upphafi yfirstandandi
sóknar þeirra í nágrenni borgar-
innar en síðustu daga hefur verið
barizt i þremur áttum út frá
henni. Að sögn herstjórnarinnar í
Kambodíu hafa hermenn frá
Norður-Vietnam og Viet Cong
barizt með skæruliðunum, en þeir
hafa ekki tekið þátt í átökunum í
Kambodíu nokkra síðustu mán-
uði. Að sögn herstjórnarinar var
óttazt að skæruliðar skytu flug-
skeytum að Pochentong-
alþjóðaflugvellinum, sem er um
nlu kílómetra vestur af höfuð-
borginni, en vitað er, að flugvélar
lentu þar í morgun.
Fréttamenn, sem fylgjast
með átökunumí Kambodíu, segja
að svo virðist sem skæruliðar séu
að reyna að styrkja vígstöðu sína
vestur og norðvestur af Pnom
Penh annarsvegar og austur- og
suðaustur af henni hinsvegar.
Þeir umkringdu herbækistöð i 24
km fjarlægð þaðan rétt eftir að
sóknin hófst á nýjársdag og er
talið, að þeir hafi flutt talsvert
magn vopna og hergagna til
átakasvæðisins. I nótt mátti heyra
nær stöðugan bardagagný frá
austurbakka Mekongfljótsins um
þrjá kílómetra frá Pnom Penh,
þar sem stjórnarhermenn reyndu
með aðstoð þyrluskipa að hrekja
skæruliða úr hreiðrum sínum.
Líbýa afléttir olíusölu-
banni gegn Bandaríkjunum
Beirut, 4. jan. AP.
BLAÐ 1 Beirut, sem fjallar um
efnahagsmál f Mið-Austurlöndum
skýrir svo frá í dag, að Lfbýa hafi
hávaðalaust hætt við bann sitt
gegn olfusölu til Bandarfkjanna
þar sem olfusala landsins erlend-
is hafi stórminnkað. Þar að auki
segir blaðið, að Líbýa sem og
Alsfr og Irak, hafi lækkað olfu-
verð lftilfega vegna samkeppni
við olfuframleiðslurfkin við '
Persaflóa.
Blaðið segir, að ekki hafi verið
skýrt opinberlega frá ákvörðun
stjórnar Líbýu en alþjóðlegu olfu-
félögunum, sem skipta við Lfbýu
hafi verið tilkynnt, að þau séu
frjáls að þvf að hefja aftur olfu-
flutninga tii Bandarfkjanna og
„skyldra staða“, eins og komizt er
að orði.
Líbýa hélt áfram olíusölubanni
sínu gegn Bandarikjunum eftir
að flest Arabaríkin höfðu aflétt
slíku banni í marz sl. Hafði þetta í
för með sér mikinn samdrátt
framleiðslu og var hún I nóvem-
ber sl. komin niður í 960.000 tunn-
ur á dag, samanborðið við 1.88
milljón tunna á dag á fyrra árs-
helmingi 1974 og 2.1 milljón
tunna á dag árið 1973.
Sem fyrr segir hafa Libýa, Alsir
og trak lækkað olíuverð — um
30—50 cent á tunnu. Er það gert
til að mæta lækkun farmgjalda
frá olíuframleiðsluríkjunum við
Persaflóa.
OPEC-ríkin ákváðu í desember,
að olíuverð skyldi vera 10.12
dollarar pr. tunnu.
Breznev
með
bronkítis?
Kairo, London,
4. jan.
REUTER — NTB.
ENN eru menn að velta fyrir
sér orsök þess, að Leonid
Brezhnev, leiðtogi sovézka
kommúnistaflokksins, aflýsti
eða frestaði fyrirhugaðri ferð
sinni til Egyptalands. Viku-
blaðið Akhbar El-Yom f Kairo
skýrir svo frá í dag, að ástæð-
an hafi verið veikindi
Brezhnevs, hann hafi fengið
lungnakvef meðan hann var í
heimsók f Paris f sl. mánuði og
sé undir læknishendi í sjúkra-
húsi fyrir utan Moskvu.
Fréttamenn f London eru hins
vegar enn þeirrar skoðunar, að
hin raunverulega ástæða fyrir
frestun ferðarinnar hafi verið
ágreiningur milli sovézkra og
egypzkra ráðamanna.
Umrætt vikublað í Kairo seg
ir, að læknar Brezhnev hafi
ráðlagt honum að takast ekki á
hendur erfitt ferðalag fyrr en
hann hefði náð sér að fullu.
Hann hafi þá verið þeirrar
skoðunar, að frestun ferðar-
innar yrði misskilin í Kairo og
farið þess á leit, að hraðboð
yrði sent til Sadats, Egypta-
landsforseta, þar sem hann
væri beðinn að senda utanrík-
is- og hermálaráðherra sína til
Sovétrikjanna svo hægt væri
að skýra fyrir þeim hvernig á
stæði.
Blaðið segir, að ráðherrarnir
hafi rætt við Brezhnev
sjúkrahúsinu en orðið að klæð-
ast hvitum sloppum áður en
Framhald á bls. 2
Flugslys
í Rúmeníu
Belgrad og Vínarborg,
4. jan. Reuter
FREGNIR, sem borizt hafa frá
Rúmenfu f dag, herma, að sl.
sunnudag hafi farizt þar flugvél f
innanlandsflugi og með henni 33
farþegar svo og áhöfnin, en ekki
er tilgreint hversu fjölmenn hún
hafi verið.
Vélin var á leið til Búkarest frá
Oradea, í norðvesturhluta
landsins, þegar hún rakst á fjall í
námunda við tindinn Preajba í
Lotrufjöllum í miðhluta landsins.
Það var hin opinbera fréttastofa
Rúmeníu sem frá slysinu skýrði
en engin skýring var á því gefin,
hversvegna svo seint er frá þvi
sagt. Hinsvegar er oft alls ekkert
sagt frá slysum i Rúmeníu, þar
sem fjölmiðlar allir eru i höndum
stjórnvalda.