Morgunblaðið - 15.02.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975
3
Útflutningur iðnað-
arvara dróst saman
— jókst á ullarbandi og fiskilínum
HEILDARÚTFLUTNINGUR idn-
aðarvara árið 1974 nam 7.023.3
millj. kr. á móti 6.062.1 millj. kr.
árið á undan. Þetta kemur f ljós í
nýútkominni skýrslu Útflutnings-
miðstöðvar iðnaðarins. Segir þar
að af heildarútflutningi lands-
manna nemi iðnaðarvöruútflutn-
Júní og Hrönn
á veiðar
eftir tveggja
mánaða stopp
SKUTTOGARARNIR Júni og
Hrönn munu halda til veiða eftir
helgina, en togararnir, sem
byggðir eru á Spáni og í Póllandi,
hafa legið i höfn vegna bilana
siðan í desemberbyrjun.
Guðmundur Ingvarsson, skrif-
stofustjóri hjá Bæjarútgerð Hafn-
arfjarðar, sagði þegar við rædd-
um við hann, að það segði sig
sjálft að B.U.H. hefði tapað stórfé
vegna þessara bilana, bæði vegna
kostnaðar og veiðitaps. Það er að-
alvél Júni, sem var biluð.
Jón Ingvarsson hjá ísbirninum
sagði að Hrönn hefði legið við
bryggju síðan í desember, en þá
bilaði aðalvinda skipsins. Nú hef-
ur verið skipt um öxla i henni og
gera menn sér vonir um að vind-
an sé nú komin i fullkomið lag.
ingurinn þetta árið 21% en hafi
verið 25% 1973.
Stærstu útflutningsflokkarnir
eru: Al og álmelmi 4.788.5 millj.
kr., vörur úr ull 769.1 millj. kr.,
niðursoðnar og niðurlagðar
sjávarafurðir 491.2 millj. kr., loð-
sútað skinn og vörur úr þeim
439.9 millj. kr. og kísilgúr fyrir
329.3 millj. kr.
Af öðrum vöruflokkum má
nefna að málning og lökk voru
flutt út fyrir 75.8 millj. kr., fiski-
línur og kaðlar fyrir 59.7 millj. kf.
og pappaöskjur fyrir 36.8 millj.
kr.
í skýrslunni segir að ef ullar-
vöruflokkurinn sé athugaður
komi í ljós, að stærstu viðskipta-
löndin séu: Sovétríkin með 308.7
millj. kr., Danmörk með 161.2
millj. kr. og Bandaríkin með 101.5
millj. kr. Þá segir að útflutningur
á ullarlopa og bandi hafi aukist
mikið á árinu eða úr 100 millj. kr.
árið 1973 i 237 millj. kr. 1974. Er
hér um 136% aukningu að ræða
reiknað í ísl. krónum. Magnið
hefur aukist á sama tíma um
53%.
Þá hefur útflutningur á köðlum
og fiskilínum aukist mjög mikið
sl. ár og í fyrra voru flutt út 166
tonn fyrir 59.7 millj. kr., en árið
1973 nam þessi útflutningur 41.5
tonnum og 8.9 millj. kr. Af
þessum 166 tonnum fóru 107 til
Færeyja, 45 tonn til Danmerkur
og 9 tonn til Noregs. Þess skal
getið að hér er nær eingöngu um
að ræða framleiðsluvörur Hamp-
iðjunnar h.f.
Stal ávísanaheft-
inu frá þjófnum
FYRIR nokkru var brotist inn í
Isafoldarprentsmiðju og þaðan
stolið tékkhefti frá starfsmanni
prentsmiðjunnar. Daginn eftir
var maður nokkur gripinn í
Verzlunarbankanum þar sem
hann var að reyna að selja falsaða
ávísun úr þessu hefti að upphæð
70 þúsund krónur.
Ekið á bíl
FÖSTUDAGINN 14. þessa mánað-
ar, um eða fyrir hádegi, var ekið
utan í kyrrstæðan og mannlausan
bil, bláan Fiat 132, á bifreíðastæði
Framkvæmdastofnunar rikisins
við Rauðarárstíg 31. Skemmdir
eru á vinstri hliðarhurð. Það eru
vinsamleg tilmæli að viðkomandi
ökumaður gefi sig fram við
rannsóknarlögregluna svo og
vitni ef einhver eru.
Þegar farið var að yfirheyra
manninn kom í ljós, að hann hafði
ekki á samvizkunni innbrotið i
prentsmiðjuna, heldur hafði hann
stolið heftinu frá þjófnum þegar
þeir voru saman að skemmta sér á
Hótel Esju nóttina áður. Vissi
hann ekki betur en sá hefði feng-
ið heftið á heiðarlegan hátt. Fékk
hann vin sinn til að falsa 10
ávísanir, en aðeins örfáar þeirra
komust i umferð. Þegar maðurinn
var handsamaður hafði hann
fyrst þá sögu að segja, að hann
hefði selt þeim sem hann stal
heftinu frá hross á 70 þúsund
krónur og hefði fengið greitt í
ávisun, en lögreglan var fljót að
komast að hinu sanna.
Þessi saga ætti að minna fólk á
það enn einu sinni að fara varlega
með ávísanahefti sín, þvi þjófnað-
ir á ávísanaheftum og misnotkun
þeirra færist sífellt i vöxt.
Sjjning í
Norrœna
húsinu:
Ein myndanna á sýningunni I Norræna húsinu, — Eimskipafélags-
húsið, horft f átt til Dómkirkjunnar. Myndin er máluð á árunum
1936—37.
Myndir og sniíðisgripii’
Baldvins Björnssonar
1 dag verður opnuð í kjallara
Norræna hússins sýning á mál-
verkum og smíðisgripum
Baldvins heitins Björnssonar
gullsmiðs, sem látinn er fyrir
þrjátíu árum.
Baldvin Björnsson fæddist i
Reykjavík árið 1879. Hann nam
gullsmíði af föður sínum, Birni
Árnasyni, en hélt til framhalds-
náms i iðn sinni til Kaup-
mannahafnar árið 1898. Þar var
hann í sex ár og var þá í nánu
vinfengi við íslenzka listamenn,
sem þar dvöldust um leið, eink-
um þá Ásgrim Jónsson og Einar
Jónsson. Baldvin-bjó í Berlín á
árunum 1902—1915, starfaði
þar að gullsmiði. 1 Þýzkalandi
kvæntist Baldvin Björnsson
konu sinni, Clöru f. Bremme
frá Leipzig.
Arið 1915 fluttist Baldvin til
íslands með fjölskyldu sina og
tók þá að starfa aftur við gull-
smíðar með föður sínum og
bróður.
Þeir feðgar höfðu á sinum
tíma allmarga lærlinga. Sumir
starfa enn að gullsmíði, meðal
annarra þeir Leifur Kaldal og
Kjartan Ásmundsson.
Baldvin var búsettur í Vest-
mannaeyjum á árunum
1923—1935 og málaði mikið á
þeim tima. Hann hafði fengizt
allmikið við málverk áður, en
elzta mynd hans er frá árinu
1902 og er hún máluð í Þýzka-
landi. Baldvin fór í ferðalög hér
innanlands og málaði þá úti, en
flestar mynda hans eru málað-
ar innanhúss eftir minnis-
teikningum.
Það eru vinir og ættingjar
Baldvins Björnssonar, sem
standa að sýningunni.
Sýningarnefnd skipa þeir Ösk-
ar Gíslason, Leifur Kaldal,
Kjartan Ásmundsson, Jó-
hannes Jóhannesson og Karl
Kvaran, en auk þeirra hafa syn-
ir Baldvins, Björn Th., Haukur
og Harald, tekið þátt í undir-
búningi sýningarinnar.
Tengdadóttir Baldvins, Fjóla
Þorsteinsdóttir frá Laufási,
hefur látið sér annt um að skrá
verk hans og haida saman öðr-
um gögnum um hann.
Á sýningunni eru 73 myndir
og 50 skartgripir.
Sýningin er opin daglega og
stendur hún til 23. febrúar.
Gengisbreytingin:
Hjartabíllinn hækk-
aði um 1,3 milljónir
HJARTABlLL Norðlendinga
hækkaði heldur betur f verði við
nýjustu gengisfellinguna, úr 4
milljónum í 5,3 eða um 1,3
milljónir. Verður nú að gera nýtt
átak f söfnunarmálunum, en búið
var að safna alveg upp f gamla
verðið og 50 þúsundum betur.
Sambandið hefur fram-
leiðslu tilbúinna rétta
— sérstaklega œtlaðir mötuneytum
KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ Sam-
bandsins á Kirkjusandi mun f
byrjun maf mánaðar n.k. hefja
framleiðslu á tilbúnum réttum.
Byrjunarframleiðslan mun
uppfylla þarfir hinna ýmsu
mötuneyta á vegum samvinnu-
fyrirtækja'í Reykjavík, en sfð-
ar mun framleiðsla hefjast f
stórum stíl og þá verða fram-
leiddir mörg þúsund réttir á
dag. Ef vel tekst til geta fyrir-
tæki komið sér upp mötuneyti
án mikils tilkostnaðar, þvf það
eina sem þarf er Iftill ofn til að
hita upp matinn.
— Það var ákveðið að fara út
í þessa framleiðslu, þar sem vit-
að er að bæði er þörf fyrir
svona þjónustu og eins markað-
ur, sagði Jóhann B. Steinsson,
deildarstjóri Kjötiðnaðarstöðv-
arinnar, í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Undanfarið hafa
verið keypt tæki og pláss það
sem þessi deild fær skipulögð. I
fyrstu verður stefnt að því að
framleiða 14 mismunandi rétti,
sem þýðir matseðill í tvær vik-
ur. Síðar er svo áformað að vera
með 21 rétt á boðstólum.
Hann sagði, að maturinn yrði
eldaður í nýlega endurbættum
húsakynnum í kjallara kjötiðn-
aðarstöðvarinnar, síðan pakk-
aður i sérstakar umbúðir, kæld-
ur og frystur. I byrjun er ein-
göngu gert ráð fyrir, að réttun-
um verði pakkað i stórar pakkn-
ingar, með 8—10 skömmtum í
hverri. Er þá gert ráð fyrir, að
pakkningarnar verði hitaðar í
sérstökum ofnum í mötuneyt-
unum og matnum siðan deilt á
diska. Einnig er áætlað að
framleiða ýmsa rétti, sem fryst-
ir verða i eins manns skömmt-
um, bæði með sölu til smærri
greiðasölustaða og til verzlana í
huga.
I nýútkomnum Sambands-
fréttum segir, að byrjunarfram-
leiðslan eigi að uppfylla þarfir
hinna ýmsu mötuneyta á veg-
um samvinnufyrirtækja í
Reykjavík, m.a. í Sambandshús-
inu, á Kirkjusandi, i Samvinnu-
bankanum, hjá Teiknistofu
sambandsins á Höfðabakka og
fleiri stöðum.
Arni Gunnarsson formaður
söfnunarnefndar Blaðamanna-
félags íslands, sem gengizt hefur
fyrir söfnun til kaupa á hjartabil-
um fyrir Sunnlendinga og Norð-
lendinga, tjáði Mbl. i gær að
hjartabill Norðlendinga væri
brátt tilbúinn til afhendingar en
undanfarið hefur verið unnið að
frágangi hans úti i Noregi. Bjóst
Árni við þvi, að bíllinn kæmi
hingað til lands um miðjan næsta
mánuð. Sem fyrr segir hafa
safnazt alls 4.050,000 krónur, þar
af 3,2 milljónir á Norðurlandi, 600
þúsund hafa ættingjar Snorra
Sigfússonar fyrrum námsstjóra
gefið og 200 þúsund krónur hafa
borizt til Rauða kross íslands í
Reykjavik. I verði bílsins, 5,3
milljónum, eru innifalin vönduð
hjartatæki sem ekki þykir nauð-
syn að hafa fyrst um sinn. Tækin
kosta 600 þúsund krónur, svo ekki
vantar þvi nema tæpar 700
þúsund krónur til að geta leyst
bilinn út og greitt hann. Að sögn
Árna var reynt að fá gjaldeyris-
yfirfærslur vegna bilsins áður en
gengið hækkaði, en það fékkst
ekki fram.
Slökkviliðið á Akureyri mun
hafa umsjón með bílnum og
starfsmenn liðsins aka honum. Er
ráðgert að slökkviliðsmenn frá
Akureyri fari til Reykjavíkur og
læri meðferð bílsins hjá starfs-
bræðrum sinum i Reykjavík.
14.400 lestir af
loðnu til Eskifjarðar
Togararnir fá góðan og fallegan þorsk
Eskifirði 14. febr.
í DAG er búið að landa á Eski-
firði samtals 14.400 lestum af
loðnu frá þvi i vertíðarbyrjun, og
ennfremur losnar hér í dag 2000
lesta þróarrými og eru einhverjir
bátar hér, sem biða eftir að landa
i það. Margir bátar liggja hlaðnir
hér við bryggju, sumir landa hér
og aðrir i Norglobal. Góður afli
hefur verið hjá Eskifjarðartogur-
um að undanförnu og landað
Hólmanes á*mánudag 170 lestun
og Hólmatindur i gær 150—16(
lestum. Er þetta mestmegnis stói
og fallegur þorskur. Þá hefur afi
i net glæðzt nokkuð og i morgur
kom Sæljón með 25—30 lestir ai
netafiski. Mikið er því að gera
fiskverkun og unnið er fram é
kvöld i frystihúsinu. — Ævar.