Morgunblaðið - 15.02.1975, Side 5

Morgunblaðið - 15.02.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 5 Skákkeppni framhalds- skólanna er hafin SKÁKKEPPNl framhaldsskóla er f skákheimili TR við Grensás- veg og henni lýkur á sunnudag- inn. Keppt verður f tveimur riðl- um. í 1. riðli keppa nemendur i framhaldsskólum, semeru20 ára og yngri. Sú sveit sem sigrar, hlýt- ur að launum farandbikar gefinn af Ríkisútvarpinu og minni bikar til eignar. Þá hlýtur sveitin rétt til að taka þátt i skákkeppni fram- haldsskóla á Norðurlöndum. Menntaskólinn í Hamrahlíð hefur sigrað í þessum riðli frá upphafi. 1 2. riðli keppa sveitir sem ekki uppfylla skilyrði 1. riðils. Hver sveit er skipuð 5 aðalmönnum og tveimur til vara. Skákstjóri verð- ur Svavar G. Svavarsson. Myndin er af sigursveit MH í fyrra. Frá vinstri: Bjarni Braga- son, Björn Halldórsson, Adolf Emilsson, Kristján Guðmundsson, Ómar Jónsson og Guðmundur Arnlaugsson rektor skólans, sem einnig er þekktur fyrir afskipti sín af skák. Tillaga um norræn íþróttaverðlaun rædd á Norðurlandaráðsþingi Á 23. þingi Norðurlandaráðs í Reykjavfk verður til umræðu til- laga um norræn fþróttaverðlaun. 1 tillögunni er lagt til, að Norður- landaráð sýni jákvæða afstöðu sína til íþrótta með sérstökum norrænum íþróttaverðlaunum sem úthlutað verði árlega til af- burðafólks á sviði íþrótta og þau nái einnig til iþróttaleiðtoga. Lagt er tif að verðlaunafénu verði varið til eflingar á því sviði íþróttamála, sem verðlaunahaf- inn hafi mestan áhuga á, en jafn- framt hljóti verðlaunahafinn per- sónuleg verðfaun, t.d. listaverk. I'Iutningsmenn tillögunnar eru Anders Aune og Arne Nielsen, Noregi, Mauno Forsman og Bror Lilfquist, Finnlandi, Svend Horn, Danmörku, Matthfas Á Mathiesen og Jón Skaftason, fslandi, og Sven Mellquist, Svfþjóð. Menningarmálanefnd Norður- landaráðs hefur skilað áliti um tillöguna og er þar lagt til við norrænu ráðherranefndina, að hún undirbúi tillögur um aukið norrænt íþróttasamstarf á víð- tæku sviði og kanni möguleika á norrænum íþróttaverðlaunum. Frá Islandsdeild Norðurlanda ráðs. Saklausi svallarinn suður fyrir heiði Geldingaholti —13. febr. UNGMENNAFÉLAG Gnúp- verja hefur sýnt gamanleikinn Saklausi svallarinn að undan- förnu víðsvegar i Árnes- og Rangárvallasýslum við ágæta aðsókn og undirtektir. Tvær sfðustu sýningar á þessum spaugilega gamanleik verða nú um helgina — hin fyrri á Félagsgarði f Kjós laugardags- kvöldið kf. 21 og síðasta sýning- in verður svo í Félagsheimilinu á Selt jarnarnesi á sunnudag kl. 15. Leikstjóri er Birgir Sigurðs- son, skólast jóri og leikskáfd. Leikstarfsemi hefur verið mikil í Arnessýslu það sem af er þessum vetri. í haust sýndi Leikfélag Þorlákshafnar gam- anleikinn £g vil fá mér mann, Ungmennafélag Hrunamanna sýndi Húsfreyjuna f Hruna og var sú sýning haldin f tilefni þjóðhátíðarinnar. Nú er Leik- félag Selfoss að sýna Sjö stelp- ur. Yfirleitt hefur aðsókn verið ágæt að þessum sýningum, sem sýnir vaxandi áhuga fólks á þessari starfsemi og er það vel. — Fréttaritari. Smygl í tveimur farskipum FYRIR nokkru fundu tollverðir f Reykjavfk smyglvarning um borð f Skógafossi, sem var að koma frá Rússfandi eftir 52 daga útivist. Voru þetta alls 144 fföskur af áfengi, þar af 102 hálfflöskur. Þetta var að mestu leyti vodki. Þá fundust 1600 vindlingar og tveir bjórkassar. Smyglið áttu stýri- maður, bryti, matsveinn og há- seti. Þá komst upp smyglmál á Akur- eyri fyrir nokkru. Var um að ræða 192 flöskur af 75% vodka og nokkurt magn af kjötvöru. Smygl- ið mun aðallega vera komið úr Rangá og var það í eigu stýri- manns sem var á skipinu s.l. haust, en þá var varningnum smyglað inn í landið. Nokkrir menn munu vera viðriðnir þetta mál. OFT VAR ÞORF — EN NU ER NAUÐSYN LÁTIÐ EKKI HINN UMTALAÐA l'TSÖLUMARKA1) FRAM IIJÁ YÐl'R FARA. IIREINT ÓTRÚLEG K.|ÖR. MIKIÐ YÖRUÚRYAL 50—70% afsláttur n KARNABÆR Útsölumarkaöur Laugaveg 66 Tiíiiií] WICHMAHKp □ IESEL Framsýnir útgeröarmenn líta ekki framhjá Wichmann 1 4 skip eru buin Wichmann AX vélum og 50 skip öðrum Wichmann vélum Við óskum Ufsabergi hf., Vestmannaeyjum svo og Vestmannaeyingum öllum til hamingju með þetta glæsilega skip. Einnig óskum við Huginn hf., Vestmannaeyjum til hamingju með systurskip Gullbergs. Gullberg fór beint á loðnu og er nú með efstu skipunum. Efstir eru Gísli Árni og Börkur NK auðvitað búnir Wichmann aðalvélum. Ár eftir ár eru Wichmann skipin efst í flotanum. — Það segir mikla sögu Útgerðarmenn. Hagkvæmur rekstur á útgerðinni kemur öllum til góða. Leitið upplýsinga um Wichmann, við getum afgreitt vélar með stuttum fyrirvara og á góðu verði. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGST AÐASTRÆTI 10A. SÍMI 21565.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.