Morgunblaðið - 15.02.1975, Page 7

Morgunblaðið - 15.02.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 7 VERÐLÆ KK ANIR í Bandaríkjunum (Úr U. S. News & World Report) TALSVERÐAR verðlækkanir hafa orðið á ýmsum vörum og þjónustu í Bandaríkjunum að undanförnu. Þessi þróun hófst fyrir jólin, og er tilgang- ur kaupmanna — bæði heildsala og smásala — sá að minnka samdráttinn I við- skiptum og koma í veg fyrir óþarfa birgðasöfnun. Ná þessar verðlækkanir til margskonar viðskipta, allt frá benzíni og flugfargjöldum til fatnaðar og húsgagna. Sem dæmi um lækkan- irnar má nefna eftirfarandi: Hver sá sem kaupir hit- unar- og kælikerfi General Electric í hús sitt, fær 60 dollara ávísun frá félaginu I kaupbæti. Byggingarfélagið Kaufman & Broad hefur lækkað verð á nýjum húsum, og býður kaupendum i Michigan og New York ríki sérstaka tryggingu gegn tekjumissi. Yfirtekur félagið allan kostnað af húsakaup- unum í 22 mánuði ef kaupandinn missir atvinnuna vegna samdráttar í viðskipt- um vinnuveitandans. Og þeir, sem kaupa hús félags- ins á Long Island fyrir 40 þúsund dollara eða meira, fá 3.500 dollara bíl í kaupbæti. Ýmsar vörur, sem ekki hafa lækkað i verði heldur aðeins staðið í stað, eru nú boðnar á gamla verðinu þótt þær séu unnar úr betri efni og vandaðri, þannig að kaup- andinn fær meira verðmæti fyrir peningana. Ýmsir framleiðendur óttast að settar verði nýjar verðlags- ákvarðanir og eru því tregir til að binda sig við lægra verðlag en verið hefur. Hafa þeir því gripið til ýmissa ann- arra ráðstafana til að tryggja kaupendum sínum betri kjör, svo sem að taka á sig kostnað við flutning og geymslu, veita afslátt þegar um mikið magn er að ræða, og bjóða samninga til lengri Timbur og fleiri byggingarvörur hafa lækkað I verði. tima þegar um afborganir er að ræða. Sem dæmi má hér nefna að verksmiðja ein, sem smíðar vélarhluta í bifreiðir, vildi ekki lækka verðið á þeim, en bauð helzta við- skiptavini sínum, General Motors, þess i stað að liggja jafnan með nægar birgðir og tryggja fljóta afgreiðslu. Á þennan hátt gat GM minnkað eigin birgðir og dregið úr fjárfestingunni. [ stað þess að liggja með birgðir til 90 daga, eins og áður, nægja nú 30 daga birgðir. Þeir sem fylgjast vel með auglýsingum geta oft gert góð kaup. Að undanförnu hafa birzt auglýsingar um allt að 50-—60% lækkanir á flugfargjöldum, matvöru, íþróttatækjum, fatnaði, gólf- teppum, lini, húsgögnum, gluggatjöldum, skóm og fleiri á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum. Innanlands- flug á lengri leiðum er nú orðið ódýrara, og lækkuðu farseðlarnir um 25% 1. þessa mánaðar. Þannig kostar nú flugfar milli New York og Los Angeles 291 dollara, en kostaði 388. Syk- ur er víða kominn niður í 60 cent pundið, en kostaði í nóvember 90 cent. Benzín- verð er einnig á niðurleið, og hefur lækkað um nærri 4% frá því í ágúst, og þannig mætti lengi telja. Verðlækkun hefur einnig orðið á ýmsum byggingar- vörum. Þannig er til dærrýs talið að furufjalir, 2x4 tomm- ur, hafi lækkað um 22% á síðasta ári, og viðarklæðn- ing, sem kostaði 3,20 dollara í fyrra, hefur lækkað um einn dollar platan. Upplýsingar þessar eru . hafðar eftir bandaríska viku- ritinu U.S. News & World Report, sem einnig birtir , eftirfarandi töflu um lækkun í á ýmsum vörum frá því verð- lagið var hæst á árunum ! 1973 — 74: Hæst 1973— 74 Núna Lækkun Óhreinsaður sykur, Ib. (453 gr) 63 c 39 c 37% Nautaskrokkar, 100 Ib. $ 55,10 $ 35,26 36% Hveiti, skeppan (35,2 Itr.) $ 6,12 $ 4,04 34% Korn, skeppan $ 3,95 $ 3,10 22% Soyabaunir, skeppan $ 11,57 $ 6,f0 46% Svinaskrokkar, 100 Ib. $ 59,80 $ 37,85 37% Kókó, Ib. $ 1,31 89 c 32% Kjúklingar, Ib. 74 c 42 c 43% Ull, Ib. $ 3,09 $ 1.18 62% Baðmull, Ib. 93 c 40 c 57% Brotajárn, tonnið $ 155 • $ 80 48% Kopar, Ib. 87 c 69 c 21% Tin, Ib. $ 4,67 $ 3,73 20% Silfur, únsan (28,35 gr) $ 5,91 $ 4,25 28% Þorlákshöfn 3ja til 5 herb. íbúð óskast til leigu. Einhver fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 71 547 Reykjavík. Springdýnur Tökum að okkur að gera við springdýnur samdægurs. Sækjum og sendum ef óskað er. Opið til 7 alla daga. KM springdýnur, Helluhrauni 20, Hafnarfirði. Slmi 53044. Volga Af sérstökum ástæðum er til sölu Volga '73. Ekinn 35.000 km. Góður einkabíll. Upplýsingar í síma 36489. Grilltæki óskast Ýmis eldhústæki óskast i lítið grill, notuð eða ný. Tilboð sendist til Morgunblaðsins merkt: „Grilltæki — 9658" fyrir 20 febrúar næstk. Rennilásarog hnappar í miklu úrvali. Haraldur Árnason Heildverzlun Sími 1 5583. Fiskverkendur til sölu eru 2 færibönd úr áli 5—6 m löng og 1 úr járni. fyrir bein ca. 9 metrar. Upplýsingar í sima 34576. Stýrimaður og háseti óskast á 60 tonna bát frá Rifi. Upplýsingar i síma 93-6709. Til leigu 200 fm geymsluhúsnæði i Elliða- árvogi. Góð aðkeyrsla og aðstaða á lóð. Upplýsingar i sima 34576. Vil kaupa bát 10—30 tonna. Þarf að vera útbúin með rafmagns handfæra- rúllum. Upplýsingar í sima 41 526. 2R0t{5mtí>lní>tt> nucivsincnR ^-«22480 Vestmannaeyingar og aðrir kaupendur og velvildarmenn ársrits Vest- mannaeyja, Bliks. — Vinsamlegast notið gíró- seðlana hið fyrsta og ritið verður sent ykkur um hæl. Utgefandinn, sími 91-53431. Árshátíð íslenzka bifreiða og vélhjólaklúbbsins verður haldin í Glæsibæ, í kvöld. Miðar fást í Verzlun Hannesar Ólafssonar, Dunhaga 23 og á skrifstofunni að Laufásvegi 75, (áður tjalda- leigan) og við innganginn. Borðhald hefst kl. 7. Mætum allir. Skemmtinefnd Í.B. O.V. r '" ' ' ' ^ Ferðaskrifstofan ÚTSÝN — SAS flugfélagið ÚTSÝNARKVÖLD AUSTURLANDAHÁTÍÐ í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 16. febrúar --------------------------------------------------------\ •jf Kl. 19.00 — Husið opnað — Svaladrykkir og lystaukar. if Kl. 19.30 — Hátíðin hefst: Ijúffengir blandaðir Austurlandaréttir (Verð aðeíns kr. 895.) kl. 20.30 — Ævintýraheimur Austurlanda: Kvik- myndasýning frá Thailandi. ■Á Fegurðarsamkeppni: Ungfrú ÚTSÝN 1975 — forkeppni. if Stórkostlegasta ferðabingó ársins: 2 Útsýnarferðir til sólarlanda og 2ja vikna ferð til Austurlanda. Verðmæti vinninga samtals ca. 400 þúsund kr. if Nýstárlegt skemmtiatriði á austurlenzka vísu. if Dans -— Hin vinsæla hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar. J Missið ekki af þessari óvenjulegu, glæsilegu en ódýru skemmtun. Ath. að veizlan hefst stundvíslega og borðum verður ekki haldið eftir kl. 1 9.30. Iryggið ykkur borð hjá yfirþjóni á föstudegi frá kl. 1 5.00 í síma 20221. VERIÐ VELKOMIN — GÓÐA SKEMMTUN: Ferðaskrifstofan ÚTSÝN — SAS flugfélagið V_______________________________________________2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.