Morgunblaðið - 15.02.1975, Side 10

Morgunblaðið - 15.02.1975, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 Misnotkun hressingarlyfja EINHVERJU sinni vitjaði þekktur stjórnmálamaður starfsbróður mlns og bað um lyfseðil á hressingartöflur. Þetta var við lok kosninga- baráttu og maðurinn var að niðurlotum kominn. En um kvöldið átti hann að flytja langa ræðu, sem miklu gat ráðið, og hann taldi sig aðeins geta innt verkið af hendi, ef hann fengi örvandi lyf. Læknir- inn hafði skilning á vandamáli mannsins og gaf honum lyfseðil upp á eina amfetamfntöflu! Kannski er þetta í eina skipt- ið, sem lyfseðill hefur verið gefinn út á eina töflu og kannski virðist breytni læknis- ins hlægileg. En svo er ekki. Læknirinn vissi sem sé, að með örfáum undantekningum er ótækt, frá heilbrigðislegu sjónarmiði séð, að nota hress- ingarlyf. Því miður eru margir sem ekki gera sér grein fyrir þessu, ellegar breyta að minnsta kosti ekki í samræmi við það. Með neyzlu slíkra lyfja geta menn haft sig fram úr vinnudegi sínum. Óhætt mun að fullyrða að það fólk sé að staðaldri „dópað“. Samanborið við því- líka daglega neyzlu eru þau ein- stöku tilfelli Iltilsverð, sem frétzt hefur um innan íþrótta- hreyfingarinnar. Orðið „dópaður“ er dregið af enska orðinu „dope“ sem þýðir meðal annars að eitra eða falsa. Með því að taka inn dóp fara efni inn í líkamann, sem ekki er gert ráð fyrir frá náttúr- unnar hendi, annaðhvort til að örva til aukinna afkasta eða til að draga úr þeim. Margar sögur hafa gengið um, hvaða lyf íþróttamenn tækju inn. En læknar hafa alltaf haldið þvf fram, að eina áhrifarfka lyfið af því tagi væri amfetamín og því skyld efni. Þessarar tegundar lyfja hefur og verið neytt í þeim tilvikum, sem upp hefur komizt um, innan íþróttahreyf- ingarinnar. Hin umtalaða hormónameðferð, sem eykur vöxt vöðva, fellur ekki undir hugtakið að vera dópaður. Ættfaðir hressingarlyfjanna er amfetamfnið. Þetta efni er þekkt undir ýmsum nöfnun er- lendis. Þar sem amfetamfn dregur úr matarlyst hafa einnig verið framleiddar megrunar- töflur, sem innihalda efnið, t.d. dexedrine. Þessi lyf geta verið jafn hættuleg og amfetamínið sjálft og margir sem taka lyfin til að grenna sig, verða að meira eða minna leyti einnig varir við þau örvandi áhrif sem töflurnar hafa. Það er aðeins einn sjúkdóm- ur, sem meðhöndla má að gagni með amfetamfni. Það er hjarta- sjúkdómurinn narkolepsi, sem oft er kallaður svefnsýki í dag- legu tali. Fái sjúklingar ekki lyfið sofna þeir hvar og hvenær sem er sólarhringsins. Narkolepsi er mjög sjaldgæf- ur sjúkdómur. En misnotkun hressingarlyfja er miklu meiri en sjúklingafjöldinn ætti að gefa tilefni til. Þessi lyf fást aðeins afgreidd gegn lyfseðli hérlendis, en f Suður-Evrópu eru þau mörg seld án lyfseðils. Margir skandinaviskir ferða- menn kaupa sér því drjúgan skammt af þessum lyfjum áður en þeir koma heim úr Suður- landaferðum. Amfetamfnið var upphaflega notað af læknum gegn ákveðn- um kvillum i nefi. Ef efninu var blásið upp f nefið skreppur slímhimnan saman og þornar. En upp úr 1930 veittu nokkrir sjúklingar þvf athygli eftir meðferðina að þeir voru mun hressari lfkamlega og andlega og starfið gekk mun betur en áður. Við háskólann í Minne- sota í Bandaríkjunum voru því hafnar rannsóknir á áhrifum amfetamins með hliðsjón af niðurstöðum gáfnaprófa. Meðal stúdenta f borginni fréttist fljótlega að þetta lyf drægi úr syfju og þreytu og skerpti einbeitni við lestur. Stúdentarnir þustu í apótekin fyrir próf til að fá þessar undursamlegu töflur og á árunum 1936—37 voru vinsæld- ir amfetamíns orðnar svo miklar, að prófessorar við háskólann sendu út tímabærar og skynsamlegar aðvaranir gegn þvf að nota það til að vinna bug á lestrarþreytu. Kvfði prófessoranna reyndist á rökum reistur. Margir stúdent- anna urðu forfallnir amfetamínístar. I.ckniiiun lielur iiriM eftir ERIK MtNSTER Árið 1938 birtu dr. med Erik Jacobsen, Poul Bahnsen, magister, og stöðuvalsfræð- ingurinn H. Thesleff niðurstöð- ur af tilraunum sem þeir gerðu með áhrif amfetamíns á 100 manna hóp í Danmörku. Tutt- ugu og átta þeirra fannst með- ferðin þægileg. Þreytufilfinn- ing, svefnþörf og hömlur hurfu eins og dögg fyrir sólu. Von- brigði ristu ekki djúpt og fólkið átti auðveldara með að umgang- ast aðra. Allir hinir, sem tóku þátt f tilrauninni, fundu ekki áhrif af lyfinu eða fengu beinlínis óþægilegar aukaverkanir. Það var sem sagt aðeins rúm- lega fjórði hluti þeirra, sem hafði neytt amfetamfns, sem ánægju fékk út úr þvf. En þessi tilraun hafði aðeins náð til fólks, sem tók lyfið útsofið að morgni dags. Gjörólfk varð niðurstaðan þegar tilraun var gerð með áhrif amfetamíns á þreytt fólk og vansvefta. Þá tilraun gerði Svíinn N. Alwall árið 1943 á 720 ungum hermönnum í góðri þjálfun, er höfðu tekið þátt í erfiðum her- æfingum samfellt í þrjá sólar- hringa án þess að fá svefn. Sfð- asta morguninn fengu nokkrir þeirra amfetamín, en aðrir áhrifalausar töflur, sem litu út eins og amfetamfntöflurnar. Þvf næst kannaði Alwall and- lega og líkamlega afkastahæfni ungu mannanna. Niðurstaðan varð sú, að hjá 92% þeirra, sem höfðu fengið amfetamínið, komu fram heppileg áhrif. Hjá mörgum þeirra var engu Ifkara en þreytunni væri svipt f burtu. Hermennirnir, sem fengu Placebo (áhrifalausu pill- urnar), voru jafn þreyttir og áður. Þvf reyndust áhrif amfetamíns raunhæf f þessari tilraun. En amfetamfntöflur hafa marga svo óheppilega eigin- leika að læknar ráða mjög ein- dregið frá notkun þeirra. Þreyta er viðvörunarmerki. Á þann hátt lætur líkaminn okkur vita að nú sé hann hvíldarþurfi. Ef við förum ekki eftir þessari aðvörun, getur það haft í för með sér óbætanlegan skaða fyrir okkur sjálf. Amfeta- mfnið leynir viðvörunar- merkjunum fyrir okkur, og þess vegna getur neyzla lyfsins orðið mjög varhugaverð, þegar fram í sækir. Amfetamín er einnig vana- myndandi svo og hliðstæð lyf og til að ná sams konar áhrifum verður fljótlega að auka skammtinn. Aukning frá tveim- ur og upp í 25 töflur á dag á þriggja mánaða tímabili er ekki óvenjuleg. Við vitum dæmi þess að forfallinn amfeta- mfnisti neyti allt upp í 240 tafla á tveimur dögum. Þessir gffurlegu skammtar hljóta að hafa aukaverkanir f för með sér. Þær geta verið mjög hættulegar. Þar á meðal er óreglulegur hjartsláttur, höfuðverkur, uppköst, stöðug þvaglát, skjálfti og innri spenna. Langvarandi neyzla getur valdið geðsjúkdómum og svefnleysi og það aftur á móti leiðir til misnotkunar svefn- lyfja. Mesta hættan sem fylgir amfetamfni og skyldum efnum er þó, að menn verða háðir þeim. Maður sem er farin að neyta þess að staðaldri er ekki betur staddur en morffnisti. Ef hann fær ekki á hverjum degi skammt af lyfinu, verður honum lífið óbærilegt. Líkama hans hungrar í efnið og hann vílar ekki fyrir sér að fremja alvarlega glæpi til að komast yfir töflur. Lækning er aðeins sú að leggjast inn á sjúkrahús til afvötnunar. Arni Grétar Finnsson hœstaréttarlögmaður: Frá hæstarétti Dæmt um endurkröfu ur bifreiðarstjóra veg Árlega verða gffurleg tjón af völdum bifreiðaárekstra. Til þess að tryggja það, að sá, sem sök ber á skaða, sem hlýzt af völdum bifreiðar, geti bætt þeim, sem fyrir skaðanum verður, fjárhagslegt tjón hans, hefur löggjafinn skyldað bíleig- endur til að kaupa svonefnda ábyrgðartryggingu. 1 aðalatrið- um þýðir ábyrgðartrygging bif- reiðar það, að sá, sem hefur orðið fyrir tjóni af völdum bif- reiðar, getur snúið sér beint til vátryggingafélagsins, sem tekið hefur að sér tryggingu bif- reiðarinnar, og fengið fjártjón sitt bætt hjá því. Oft liggur þó ekki ljóst fyrir hver beri sökina i bifreiðaárekstrum. Eru deilu- mál á þeim vettvangi tfð og halda menn þar gjarnan fast á sínum málstað. En það eru fleiri hliðar á þessum málum en þær, sem snúa að ágreiningi á milli ökumannanna um hvor eða hver þeirra beri sökina. Eftir að vátryggingafélagið hefur greitt bætur til þess, sem talinn er hafa haft réttinn sfn megin, kemur til álita, hvort félagið eigi rétt til að endur- krefja þann bíleiganda sem talinn hefur verið f sök um þær tjónabætur, sem það hefur innt af hendi. Ákvæði um endur- kröfurétt vátryggingafélaga á hendur tjónvalda eru í 73. grein umferðarlaga og efnis- lega á þessa leið: Vátryggingafélag, sem greitt hefur bætur fyrir slys eða tjón á mönnum og munum, sem hlot- izt hefur af skráningarskyldu, vélknúnu ökutæki í notkun, hefur endurkröfurétt á hendur hverjum þeim, sem valdið hefur slysi eða tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gá- leysi. Lækka má endurkröfuna með hliðsjón af sök tjónvalds, efnahag hans, fjárhæð tjónsins og öðrum atvikum. Bannað er að kaupa tryggingu gegn endurkröfu vátryggingasala. I 76 grein umferðarlaganna er mælt fyrir um skipan sér- stakrar nefndar, sem ákveða skal, hvort höfð skal uppi endurkrafa á hendur þeim, sem tjóni veldur með bifreið sinni. Vátryggingafélögin tilnefna hvert um sig einn mann f nefndina, samtök bifreiðaeig- enda einn og dómsmálaráðu- neytið einn, og er hann jafn- framt formaður nefndarinnar. I meðferð hvers máls taka þátt formaður og tveir aðrir nefndarmenn. Skal annar þeirra vera frá vátrygg- ingafélaginu, sem hlut á að máli, en hinn frá landssam- bandi bifreiðaeigenda. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu, að viðkomandi bílstjóri hafi valdið tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, endur- krefur vátryggingafélagið bíl- eigandann um þær bætur, sem það hefur greitt fyrir hann, að hluta eða öllu leyti. Skal hér á eftir eitt slfkt endurkröfumál vátryggingafélags á hendur bfl- eiganda rakið, en þvf lyktaði ekki alls fyrir löngu: Málavextir I nóvember 1966 um kl. 10 að kvöldi var ungur piltur frá Akranesi á leið eftir Vestur- landsvegi frá Reykjavík. Hann ók Land-Rover-jeppa og með honum f bilnum var bróðir hans, sem hann ætlaði að aka upp að Gufunesi. Mikil hálka var á veginum. Á undan ók bíll, sem gaf stefnuljós til vinstri til merkis um að hann ætlaði að beygja út á afleggjara frá veg- inum, en á þessum tíma var hér vinstrihandarakstur. öku- maður jeppans sté þvf á fót- hemlana til að hægja ferðina. í sama mund bar að Moskvitch- bfll úr gagnstæðri átt á leið til Reykjavfkur. Við það að stiga á hemlana missti ökumaður jeppans stjórn á honum. Rann bfllinn stjðrnlaust eftir vegin- um, snerist síðan og rann yfir til hægri og lenti þá á Moskvitch-bflnum, sem á móti kom. Areksturinn varð harður, farþegi f Moskvitch-bflnum slasaðist nokkuð, og sjálfur skemmdist sá bfll mjög mikið. Slysið átti sér stað á veginum fyrir neðan Smálönd. I lög- regluskýrslu og yfirheyrslum, sem á eftir fóru, kom meðal annars fram, að ökumaður jeppans taldi sig hafa ekið á 40—50 kílómetra hraða og verið með framdrif á. Jeppinn var keðjulaus, en á allgóðum dekkjum. Hemlaför eftir hann mældust 40 metrar. Moskvitch bifreiðin sem jeppinn rakst á var utarlega til vinstri á sfnum vegarhelmingi. Vátryggingafélagið, sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.