Morgunblaðið - 15.02.1975, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.02.1975, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 Jafnrétti að lögum er ekki ein- ungis mál, er varðar konur, það er mál, sem snertir hin frum- stæðustu mannréttindi og hlýtur því að vera mál beggja kynja og um leið alls samfélagsins. Þetta sjónarmið liggur til grundvallar starfi Sameinuðu þjóðanna að jafnréttismálum. Aðildarríki þeirra eru á nær öll- um þrónunarstigum — fré að- stæðum svipuðum og nú eru á íslandi og til staða þar sem konur eru lagðar að jöfnu við búpening. Tillögur S.Þ. til úrbóta eru þess vegna margvfslegar — allt frá þvi að vinna gegn ólæsi f heiminum og til þess að koma á fundum og skoðanaskiptum með konum, sem náð hafa forystu á sviði þjóð- mála. Hér á landi heyrast raddír um, að markmið S.Þ. með KVENNA- ÁRI eigi ekki erindi til okkar, þar eð lagalegum rétti íslenskra kvenna sé ekki áfátt. Misrétti er eigi að siður á ýmsum sviðum þjóðfélagsins, svo sem á vinnu- markaðinum, en þar er hlutur kvenna mun rýrari en karla. Árið 1975 hlýtur þess vegna að verða ár áframhaldandi baráttu fyrir útrýmingu mismununar, samhliða þvi að meta að verðleik- um það, sem þegar hefur áunnist. TÍMARNIR breytast og menn- irnir meö, svo segir gamalt spakmæli. Stundum fylgist þetta þó ekki að, mennirnir breytast hægar en tímarnir. Þá segjum vió að maðurinn eða málefnió sé á eftir timanum. Sú hefur t.d. orðið raunin á um ýmis réttindamál kvenna og afstöðu fólks til þeirra. Samtök kvenna viða um heim hafa um árabil leitast við að breyta þessu. Alltof margar konur viróast þó eiga erfitt með að hrista af sér doðann. Það er eins og þær haldi að einhver ósýnileg Grýla taki þær ef þær stigi út fyrir beðið, sem þeim hefur verið plantað i. „Og hvað á ég svo sem að vera að blanda mér í þetta,“ segir kannski einhver. „Ekki vinn ég úti.“ Að vinna „úti“, sem svo er nefnt er sjálf- sagt og eðlilegt ef kona óskar þess. En eins og til háttar í dag um barnagæslu, nálgast það óraunsæi að gera ekki ráð fyrir nokkrum árum heima ef um börn er að ræða. Það er engin ástæða til að falla í andlegan dvala eða taka upp hugsunar- hátt langafa um stöðu konunn- ar þess vegna. Og fáið endilega ekki minnimáttarkennd þó að húsbóndinn þurfi þá einn aó annast aðdrætti. Unnuð þið kannski ekki fyrir honum þeg- ar hann var veikur eða við nám? Vinna utan heimilis leysir ein sér engan vanda, fremur en vinna á heimilinu. Konan hefur unnið og þaó ósleitilega frá þvi að sögur höfust. Það hefur ekki gert hana frjálsa. Ekkert getur gert hana frjálsa nema hennar eigin sjálfstæða hugsun. Ragna Eyjólfsdóttir, Kirkjubóli, Skutulsfirði, N.-lsaf.s. „Forvitin rauð“, 2. bl. 1. mai, 1973. Birt hér með leyfi höf. UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Lilja Ólafsdóttir. Hugleiðingar kvennaár ? llUSmOOUr Hvers vegna 15 t tilefni KVENNAÁRSINS hefur póst- og símamálastjórnin ákveðió að gefa út frfmerki. Ef þér mættuð ráða: Mynd af hvaða íslenskri konu vilduð þér, að væri á merkinu? 1. 2. Sendið KVENNAARSdálkum Morgunblaðsins uppástungur, merktar nafni yðar og heimilisfangi, fyrir 1. mars n.k. Auðkennið svarið „I tilefni KVENNAARS". ff Núna i vikunni hringdi kona nokkur í eina af þjónustustofnun- um Reykjavíkurborgar og bar fram kvörtun. Þegar stúlkan, sem hef- ur umsjón með viðkom- andi málaflokki stofn- unarinnar útskýrói fyrir, konunni, að kvörtun hennar væri ekki á rök- um reist, brást konan hin reiðasta við og sagði: „Get ég ekki fengið að tala við einhvern karl- mann þarna?“ ff Veski stolið frá konu í Glæsibæ HINN 30. desember s.l. var kona að skemmta sér í samkomuhúsinu í Glæsibæ. Hún var með ljóst net, föðrað að innan en í þvi var veski hennar, snyrtidót og fleira. Hún kom að borði þar sem fólk sat og spurði hvort hún mætti leggja netið frá sér á meðan hún dans- aði. Fólkið sagði að það væri vel- komið. Þegar konan kom til baka var fólkið farið, enda dansleikur- inn að verða úti. Netið lá þá á gölfinu en veskið var horfið ásamt ávisanahefti. Ur þessu hefti hafa verið falsaðar nokkrar ávisanir. Það eru tilmæli rann- sóknarlögreglunnar, að það fólk sem sat við umrætt borð hafi þeg- ar samband við rannsóknarlög- regluna, því það kann að búa yfir upplýsingum sem gætu bent til þess hver var valdur að stuldin- um. AUGLÝSINGATEIKIMISTOFA MYNDAMÓTA Aóalstræti 6 simi 25810 HÖFUM TIL AFGREIÐSLU NÚ ÞEGAR: CATERPILLAR D334TA 220 HÖ vió 2000 sn/mín. Stöðugt álag. 6 strokka, með forþjöppu og loft- kæli. Strokkur x slaglengd 4,75”x6” Lausagangshraði 600 sn/mtn. Vökvaskiptur niðurfærslugír Twin Disc með niðurfærslu 4,5:1 CATERPILLAR D379TA 565 HÖ við 1225 sn/mín. Stöðugt álag. V8 með forþjöppu og loftkæli. Strokkur x slaglengd 6,25”x8” Lausagangshraði 500sn/mín. HEKLA hf. Laugavegi 170-172, — Sími 21240 Caterpillar. Cat, og CH eru skrásett vörumerki Yinsœlfl Halda borðið frá Stfphðfi! Fyrir afmæli, brúðkaup, fermingar o.fl. Veró: 20-50 manns kr.1195.- pr. mann 50-100 ---- 1095.-' Inniheldur: Síldarrétti f#l Fiskrétti !•! 8 kjötrétti Ostabakka •! Sósur og salöt Pantiö tímanlega fyrír fermingar Veítingahústö SKIPHÓLL HF. Strandgötu 1 ■ Hafnarfiröi ■ ® 51810

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.