Morgunblaðið - 15.02.1975, Page 16

Morgunblaðið - 15.02.1975, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 Nokkrir erlendu fulltrúanna við komuna til Islands í gær. Anker Jörgensen: „ Vona að stjórnin sitji sem lengst” • „ÉG get ekki tjáð mig um þetta mál á þessu stigi. Það er bezt að formaður dönsku sendinefndarinnar geri grein fyrir þvf,“ sagði Anker Jörgensen, forsætis- ráðherra hinnar nýju minnihlutastjórnar Jafnaðar- mannaflokksins í Danmörku, við komuna til Keflavík- urflugvallar f gærkvöldi er Morgunblaðið innti hann eftir þvf hver væru að hans áliti mikilvægustu mál þessa fundar Norðurlandaráðs f Reykjavfk. Þess má geta til gamans að sá maður sem Jörgensen vísaði þarna á er höfuðandstæðingur hans f undangenginni stjórnarkreppu f Danmörku, Poul Hartling, fráfar- andi forsætisráðherra. Um það hvort hann teldi minnihlutastjórn sfna eiga mikla möguleika á að sitja til langframa við völd, sagði Jörgensen: „Það er engin leið fyrir mig að svara þessu nú, en vissulega vona ég það og er nokkuð Ljósmyndir Sveinn Þormóðsson. rá komu erlendu fulltrúanna áþing Norðurlanda ráðs i gær bjartsýnn." Anker Jörgensen kvað það verkefni sem nú væri brýnast fyrir ríkisstjórnina að hefjast handa við að leysa væri hið mikla atvinnuleysi f Danmörku. En að öðru leyti vildi hann sem minnst tjá sig um stöðu og stefnu stjórnar sinnar sem raunar er ekki nema fárra daga gömul. Jörgensen var einnig spurður um aðild Danmerkur að Efnahagsbandalagi Evrópu, m.a. hvort það væri erfiðleikum bundið fyrir Dani að vera bæði aðilar að Norðurlandaráði og EBE. Hann kvað enga örðugleika hafa komið upp f sambandi við það og benti á að margt væri sameiginlegt með þessu tvenns konar samstarfi. Anker Jörgensen heldur heimleiðis af Norðurlanda- ráðsfundinum á mánudagsmorgun. 0 í GÆR komu til landsins flestir þeirra 450 erlendu fulltrúa, sem sitja þing Norðurlandaráðs í Reykjavík næstu daga. Þeirra á meðal voru Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur, Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Trygve Bratteli, forsætisráðherra Noregs. Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finn- lands er væntanlegur á mánudag. Fulltrúarnir komu með þremur flugvélum, fyrsti hópurinn kl. 9 í gærmorgun, en hinar tvær vélarnar komu um sexleytið síðdegis. Var önnur þeirra nær fimm klukkustundir á eftir Trygve Bratteli: áætlun, sakir ýmissa tafa og bilunar. „Samkomulagið við EBE nothœft” 0 Trygve Bratteli, forsíetisráðherra Noregs, var að því spurður hvort hann væri ánægður með samkomu- lagið, sem gert hefði verið við EBE löndin, Bretland, Frakkland og V-Þýzkaland um togveiðibannsvæðin við Noreg og hverjar hefðu verið undirtektirnar heima fyrir. Hann svaraði því til, að samkomulagið væri nothæft og mikill meiri hluti norskra þingmanna hefði samþykkt það. Sömuleiðis hefði það hlotið veru- legan stuðning meðal hinna ýmsu aðila norska fisk- iðnaðarins. Bratteli sagði, að samningar stæðu yfir við fleiri rfki; Jens Evensen hafréttarráðherra, sem nú væri f New York að ræða við ýmsa hafréttarsérfræðinga Búizt var við, að verðlaunaskáldið finnska, Hannu Salama, yrði meðal farþega, en hann kom ekki. (sjá frétt). Poul Hartling, fráfarandi forsætisráðherra Danmerkur sem tekur við formennsku í dönsku þingnefndinni af Anker Jörgensen kemur ekki fyrr en í fyrsta lagi í dag. Þá er K.B. Andersen, utanríkisráðherra Danmerkur, væntanlegur á sunnudag, en Eivind Bolle, fiskimálaráðherra Noregs, ekki fyrr en á mánu- dag. Blaðamenn hittu nokkra þingfulltrúa sem snöggvast á flugvellinum og fara hér á eftir samtöl við þá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.