Morgunblaðið - 15.02.1975, Side 19

Morgunblaðið - 15.02.1975, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 19 Reidar B. Johansen. Mjölinu blásið á milli — Nú komið þið á Islandsmið frá V-Afríku. Hvernig gekk veiðin í hitanum þar? „Við fórum á Afríkumið 28. september s.l. og komum aftur þann 20. janúar. A þessum tíma tókum við á móti um það bil 40 þúsund lestum af makríl, en með okkur í förinni voru 9 hringnóta- skip. Veðrið á þessum slóðum var og er alltaf mjög gott. Hitinn að meðaltali um 20 gráður. Við höf- um birgðageymslur fyrir 9 þús. lestir af mjöli, sem er kögglað, og 2,5 þús. lestir af lýsi. Ef við reikn- Ný-fundnaiandsmið með norsk- um loðnubátum. Ekki veit ég hve bátarnir verða margir en ég gæti trúað um það bil 10. Noregur mátti veiða þar í fyrra 60 þús. lestir, Rússar 60 þús. lestir, Kanadamenn að sjálfsögðu miklu meira og aðrar þjoðir 20 þús. lestir. Þar koma íslendingar helzt til greina og komið gæti til mála að Norglobal tæki á móti þessum afla. (Nú hefur hinsvegar frétzt að kvóti Norðmanna hafi verið hækkaður til muna).“ Enginn frídagur síðan í ágúst — Þú ert fjölskyldumaður. Ert þú ekki sjaldan með konu og börnum? „Frídag hef ég ekki átt siðan í ágúst. Heima í Noregi á ég konu og tvær dætur, auk þess sem við eigum tvo hunda. Konuna hafði ég reyndar með um daginn frá Kaupmannahöfn til Kristiansand. Aftur á móti veit ég ekki hvenær ég fæ frí næst.“ Loftskeytamaðurinn á Nor- global heitir Arne Kjell Zahl og býr í Bodö, þar sem hann á konu og litla dóttur. Auk þess sem Zahl er loftskeytamaður sér hann um bókhald skipverja, sem er ærinn starfi. Hann segir okkur, að hann sé búinn að vera 3 ár á Norglobal og það lengi að hann sé orðinn vanur þessum miklu fjarvistum. — Hér er gott að vera, auk þess sem kaupið er mjög gott og þess Þorbjörn 2 GK siglir meðfram Norglobai. það kemur fyrir reynir maður að gera við þaó sjálfur." Engin frístunda- vandamál — Hvernig notið þið ykkar frí- stundir hér um borð? Tvíþœtt starf Reidar M. Johansen yfirvél- stjóri ber þess merki að hann hafi stundað sjóinn lengi. Við spurð- um hann fyrst hve lengi hann hefði verið á bræðsluskipinu. „Hér hef ég verið í 10 mánuði, en áður var ég á öðrum skipum og gin f rístundavandamál ikipverjar á Norglobal • r æ r Arne n. /,ani lorisKeyiamauur viu læmn. „Ef ég hef frístund, grip ég í bók eða við setjumst nokkrir saman og spilum. Hér er ma. frábært bókasafn, borðtennis- borð, tæki sem líkjast mini-golfi og margt fleira, sem maður getur stytt sér stundir við. En annars má segja að hér höfum við engin frístundavandamál. Þegar maður fer hér um borð, hefur maður áður gert sér grein fyrir hvernig líf um er að ræða, en að sjálfsögðu er það spennandi að standa á jörð- inni á ný þegar maður hefur verið úti á sjó í 5—6 mánuði. Lífið hér er einnig tilbreytingarríkt. Þaó gerist alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi og þegar vió erum við Afríku fer maður í sólbað að meðaltali í eina klukkustund á dag, sem er góð afslöppun." það mörgum gegnum árin. Það er mikill munur að vera á Norglobal, því mitt starf er hér bæði í vélar- rúmi og í sjálfri verksmiðjunni, þannig að ég hef nóg að gera þótt legið sé fyrir föstu eins og nú er gert.“ — Hvað vissir þú um Island áður en þú komst hingað? „Ekki get ég sagt að það hafi verið mikið. Ég vonaði aðeins að veðrið yrði gott og það hefur stað- izt enn sem komið er að minnsta kosti. Vinur minn er giftur ís- lenzkri konu og mín vitneskja um landið ykkar er komið frá honum. En eitt er víst að það er fallegt — alla vegana Austfirðirnir — annað hef ég ekki séð.“ Elzti maðurinn um borð i Norglobal er Jon Holtan yfirstýri- maður, hann verður 60 ára á næsta ári, og segist þá ætla að hætta á sjónum, enda kominn á eftirlaun þá. Hann er þegar búinn að ákveða hvernig hann ætlar að eyða elliárunum. Nú þegar er Holtan búinn að byggja sér lítið hús á eyju einni skammt utan við Sandefjord, þar sem hann býr. — Þar ætla ég að dvelja og slappa af og veiða fisk í soðið.segir hann. Hvalfangari í 30 ár Þegar við spurðum hann hvern- ig æviferill hans væri sagði hann m.a.: „Það er stutt saga þvf ég hef verið hvalveiðimaður meiri hlutann af mínu lífi. Ég var ung- ur maður 1932 en þá fór ég fyrst á hvalveiðar og á þeim hætti ég ekki fyrr en 1964, þegar Norð- menn hættu hvalveiðum." Framhald ábls. 27 um með, að við höldum að jafnaói 1500 lesta afköstum á sólarhring þann tíma, sem við erum á is- landsmiðum, þá fyllum við mjöl- geymslurnar á 35 dögum, en enginn vandi er að losa úr skipinu yfir í önnur skip. Mjölinu er blásið á milli. Afurðirnar sem Norglobal framleiðir eru yfirleitt góðar, en skipinu var breytt í bræðsluskip fyrir 4 árum, en áður var það málmflutningaskip og var mest í flutningum frá Narvik í Noregi suður á bóginn.“ — Er hægt að taka á móti loðnu í slæmum veðrum? „Já, við höfum mjög góðan út- búnað til þess að skipin geti losað i slæmum veðrum, og veðrið má vera nokkuð slæmt ef loðnubát- arnir eiga ekki aö geta losað. Við munum að sjálfsögðu fara héðan frá Reyðarfirði um leið og loðnu- flotinn færir sig meira vestur á bóginn.“ — Hvers vegna er skipið ekki notað núna á loðnuvertíðinni í Noregi? „Við þessari spurningu á ég ekkert svar. Þegar við förum heim munum við stanza þar í nokkra daga, en halda síðan á vegna er maður hér. Margir okkar eru t.d. að byggja heima, og eru hér þess vegna. Hef séð fjölskglduna í 3 daga s.L 7 mánuði —Þú hefur væntanlega verið á fleiri skipum en Norglobal? „Já, það hef ég, áður en ég kom hingað var ég búinn að vera á þremur skipum og vorum við mest í Asíusiglingum. Mesti ókosturinn við að vera hér, er að sjá sina fjölskyldu jafn sjaldan og raun ber vitni. Síðustu 6—? mánuðina hef ég aðeins séð konu mina og dóttur í 3—4 daga heima í Bodö.“ — Er það ekki rétt, að þið séuð með mjög sterkt senditæki? „Það er 1300 kw og þannig tæki eru í flestum okkar nýjustu flutningaskipum. Það er ákaflega þægilegt að vera með slík tæki þegar maður er á fjarlægum miö- um, fyrst og Jremst sparar það mikil útgjöld, auk þess sem við getum talað oftar heim en ella. Þessi tæki bila sára sjaldan og ef 1. stýrimaóur Norglobal á heima í Harstad i Norður-Noregi og segir hann okkur að hann heiti Norvald Nicolaisen, og frá Har- stad væru 3 á skipinu. — Gott væri að vera á þessu skipi, ef miðað væri við önnur skip, sem hann hefði verið á, en hann hefði bæði verið á flutninga- og fiski- skipum. Hins vegar væru tóm- stundirnar fáar og færi frítiminn aðallega í að sofa og borða. Notar menntunina Nieolaisen sagði, að hann hefði verið á sjó að mestu síðan hann var 14 ára gamall, en nú væri hann 32 ára. Um tíma hefði hann t.d. verið stýrimaður á loðnubát og sér hefði þótt gaman að þeim veiðiskap. Síðast hefði hann verið á loðnu árið 1971 og þá hefði báturinn sem hann var á fengið 45 þús. hektólítra, en mest ber hann 250 tonn. — En þar sem ég hef menntun til að sigla stórum skipum, þá finnst mér sjálfsagt að nota hana. Skilvindusamstæðan. Hér standa 9 Alfa Laval skilvindur f röð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.