Morgunblaðið - 15.02.1975, Síða 20

Morgunblaðið - 15.02.1975, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 Annar oddvita- fundur ákveðinn ODDVITAR þeirra fimm hreppa við Húnaflóa, sem aðild eiga að rækjudeilunni svonefndu komu til fundar í sjávarútvegsráðuneyt- inu s.I. fimmtudág. Af hálfu ráðu- neytisins sat fundinn Einar Ingvarsson, aðstoðarmaður Matthfasar Bjarnasonar sjávarút- vegsráðherra. Að sögn Bernódusar Ólafsson- ar, oddvita á Skagaströnd, stóðu umræðurnar i þrjár klukkustund- ir. Engar tillögur voru lagðar fram en ýmsar hugmyndir rædd- ar sem oddvitarnir munu ræða um við hreppsnefndir sínar. Var ákveðið, að oddvitarnir hittust að nýju síðar. Bernódus sagði, að það hefði orðið að samkomulagi, að gera ekki opinskátt hvað fram fór á fundinum. — 1800 milljónir Framhald af bls. 1 stað um frumvarpið fyrir her- málanefnd Fulltrúadeildarinnar í júní sl. Þingmaðurinn Otis Pike frá New York ríki spurði þá full- trúa varnarmálaráðuneytisins um aðstöðu Bandaríkjanna á Kefla- víkurflugvelli og varnarsam- komulagið. Létu talsmenn ráðu- neytisins í ljós þá skoðun að varn- armálin væru eitt höfuðmál al- þingiskosninganna, og gerðu sér góðar vonir um að úrslit þeirra ieiddu til áframhaldandi dvalar varnarliðsins á íslandi. Er sér- staklega getið um undirskrifta- söfnun Varins lands sem vísbend- ingu i þá átt. I umræðum fyrir hermálanefnd Öldungadeildar- innar voru þessir sömu fulltrúar varnarmálaráðuneytisins allvissir um að samið mundi fljótlega við Islendinga innan ramma varnar- samkomulagsins frá 1951. Fram kemur einnig í greinar- gerðum að á árunum 1973 og 1974 var veitt fé til framkvæmda við sjö verk á flugvellinum, en féð hafi ekki enn verið notað sakir þeirrar óvissu, sem ríkti varðandi áframhaldandi veru liðsins á vell- inum. Pike þingmaður lagðist gegn frekari fjárveitingu til flug- vallarins á þessu fjárhagsári, og felldi nefndin þær úr frumvarp- inu, en upphæðin var tekin inn í það síðar þegar frumvarpið hafði hlotið meðferð í Öldungadeild- inni. Heimildir i varnarmálaráðu- neytinu tjáði Mbl. að enda þótt umbeðin upphæð hefði lækkað nokkuð í meðförum þingsins, væru fyrir hendi nægilegar fjár- veitingar til að standa við allar skuldbindingar um framkvæmd- ir, sem samið var um á sl. hausti milli ríkisstjórna Islands og Bandarikjanna. — Rússar Framhald af bls. 1 um ráóstefnuhaldið í Amster- dam 18. marz stangist á við ákvörðunina um að hafna kröf- um Fischers, sem tekin var á ársþingi FIDE f Nice f fyrra- sumar. „Með ákvörðuninni um að boða til ráðstefnu til að þókn- ast bandarfska stórmeistaran- HiorgMnblabil* nucivsmcRR ^-^»22480 um og þeim einstaklingum, sem hann styðja, hefur FIDE sannað getuleysi sitt,“ segir blaðið. Fyrirhugað er að Fischer mæti sovézka áskorandanum Anatoly Karpov f sumar. En Fischer hefur hótað að afsala sér titlinum keppnisiaust ef FIDE fæst ekki til að falla frá þvf að fjöldi skáka verði tak- markaður við 36, og fallist á að áskorandinn verði að vinna með minnst 10 stigum gegn 8 til að öðlast titilinn. Fulltrúar Sovétrfkjanna hafa algerlega neitað að taka þessar kröfur til greina, og einnig er uppi ágreiningur um hvar keppnin skuli haldin. Fischer vill tefla f Manila, sem býður fimm milljónir dollara í verðlaun, en Karpov kýs heldur Mílanó, sem býður 440.000 dollara. 1 árás sinni f dag gefur Trud f skyn að Hollendingurinn Max Euwe, forseti FIDE, láti óþarflega lítið á sér bera f þessu deilumáii. „1 dag spyrjum við sjálf okk- ur annarrar spurningar," segir blaðið. „Hvar eruð þér Euwe prófessor: Konungdómur skáklistarinpac bfður æðsta úrskurðarvalds sfns.“ — Kýpur Framhald af bls. 1 gerð í fyrrasumar. Sagði Sadi Irmak, forsætisráðherra Tyrk- lands, í dag að ef árás yrði gerð á Kýpur-Tyrki neyddust tyrknesk yfirvöld til að sjá þeim fyrir vörn- um. Rauf Denktash hefur hins vegar lýst því yfir að engar árásir yrðu gerðar á Kýpur-Tyrki og að hann óskaði eftir áframhaldandi viðræðum á Kýpur um lausn deil- unnar. I Aþenu komu um þúsund stúd- entar frá Kýpur saman til að mót- mæla aðgerðum Kýpur-Tyrkja. Hrópuðu þeir vígorð gegn Tyrk- landi, Bandaríkjunum og Bret- landi, sem þeir vilja bersýnilega kenna um ástandið. Báru stúdent- arnir meðal annars spjöld með áletruninni: „Callahan, Kissinger morðingjar“, og áttu þar við utan- ríkisráðherra Bretlands og Bandaríkjanna. Kom lögreglan í veg fyrir aó stúdentarnir færu í mótmælagöngu að sendiráðum Bretlands og Bandaríkjanna. — Matthías Framhald af bls. 36 veitt úr gengishagnaðarsjóði 230 milljónum krónaí rekstrar- framlög til togaraflotans og ná- lægt 250 milljónum króna i rekstrarframlög til bátafiotans. Eftir er að setja lög um ráðstöf- un þess gengishagnaðar, sem nú verður, og tel ég eðlilegt að mikill hluti þess hagnaðar renni til þess að greiða gengis- tap af lánum fiskiskipaflotans. Þegar það hefur verið gert tel ég engan vafa leika á þvf, að útgerðin sem slfk fer hagstætt út úr gengisbreytingunni. Fiskvinnslan kemur til með að hafa allt aðra aðstöðu eftir gengisbreytinguna en áður, en ég vil mjög ákveðið taka fram, að gengisbreytingin er ekki gerð fyrir sjávarútveginn. Gengislækkunin er fram- kvæmd af illri nauðsyn vegna versnandi viðskiptakjara, sem koma fram I stórhækkuðu verði innflutningsvara, samhliða stórfelldri lækkun á velflestri útflutningsvöru okkar. Hún er því nauðsynleg við slíkar að- stæður til að halda uppi eðlileg- um rekstri útflutningsfyrir- tækjanna og koma í veg fyrir samdrátt og atvinnuleysi. — Hvað hækkar fiskverðið mikið? — Ég treysti mér ekki til að segja hver meðaltalshækkun á fiskverði er, en ég lagði á það mikla áherzlu við fulltrúa ríkis- valdsins í yfirnefnd verðlags- ráðs að gera þá breytingu á fiskverðsákvörðun, að fjölga stærðarflokkum um einn og hækka verð á stærrf fiski mest og því næst á miðlungsstærðum og að breikkað yrði verðbilið milli þessara stærðarflokka og smáfisksins, því það er mín skoðun, að við Islendingar eig- um að gera allt, sem hugsanlegt er til að forðast smáfiskadráp. Til þess að gefa nokkur yfirlit yfir verðbreytingar þá hækkar 1. flokks þorskur að stærð 54—74 sm úr kr. 28.50 í kr. 32 eða um 11% og þorskur 75 sm og yfir úr kr. 30.25 I kr. 38 eða um 25,6%. Stór ýsa hækkar úr kr. 30.25 í kr. 32 eða um 5,8%. Hins vegar lækkar smáfiskur úr kr. 20.55 i kr. 19, sem þýðir 7,6% lækkun. Hér er miðað við slægðan fisk með haus. Af öðr- um tegundum get ég nefnt að steinbítur hækkar úr kr. 19.05 í kr. 21 eða um 10,2%. Karfi hækkar úr kr. 15.60 í kr. 17 eða um 9%. Ufsi 85 sm og yfir hækkar úr kr. 19.70 í kr. 25 eða um 26,9%. Mest verður þó hækkunin á söltuðum hrognum eða úr kr. 30 í kr. 50 eða um 67% og iðnaðarhrogn hækka úr 14 krónum í kr. 25 eða um 78%. Þá mun verð sett á lifur og á það hef ég fyrir mitt leyti lagt mikla áherzlu, að lifur verði nýtt af togurum, en ég tel það hafa verið okkur til stórskamm- ar að henni hefur verið hent i sjóinn. Þá hækka verðbætur ríkis- sjóðs á línufisk úr 40 aurum í 60 aura og greiðslan frá kaup- endum hækkar úr 85 aurum í eina krónu, þannig að upp- bæturnar á linufisk verða kr. 1.60. — Var fiskverðsákvörðun ekki tekin með óvenjulegum hætti nú? — Jú, það finnst manni vera afar óvenjulegt og ég er mjög ánægður yfir því, hve fulltrúi sjómanna tók ábyrga afstöðu í sambandi við ákvörðun fisk- verðs, þrátt fyrir margvíslega óánægju með margt í sambandi vió fyrri ákvarðanir og jafnvel þær sem eiga eftir að koma. Sömuleiðis er ég mjög ánægður yfir því, að fulltrúi sjávaraf- urðadeildar SlS greiddi at- kvæði með oddamanni en hins vegar á ég erfitt með að skilja aó hinn fulltrúi kaupenda skyldi taka þá afstöðu að greiða atkvæði gegn fiskverðsákvörð- uninni. Frá mínum bæjardyr- um séð tel ég þá ákvörðun full- trúa LIU að greiða atkvæði á móti fiskverðsákvörðuninni ekki verða til þess að greiða fyrir úrlausn á margvíslegum vandamálum útvegsins. Ég vil engan veginn gera þau minni en þau eru, en það lá fyrir í viðtölum okkar forsætisráð- herra við fulltrúa útvegs- manna, að hliðarráðstafanir yrðu gerðar nú eins og alltaf áður, þar sem olíuverðshækkun og hækkun á iðgjöldum skip- anna yrði bætt en þessir tveir iiðir gera hvorki meira né minna en um 1000 milljónir króna. Ég fyrir mitt leyti hefði talið að það hefði mátt koma fram, þótt við hefði verið bætt að óleystur vandi er enn meiri. — Newsweek Framhald af bls. 2 samband við Einar, og þá sagði hann að alltaf væri verið að vinna í málinu. Til dæmis væri nú starf- andi nefnd í Svíþjóð, sem fjallaði um óeðlilegt slit á vegum af völd- um nagladekkja. Hann hefði sent þessari nefnd stutta 8 mm kvik- mynd um þessa uppfinningu sina. Strax hefði komið svar frá Svíþjóð og eru Svíar mjög hrifnir af þessari uppfinningu. Segja nefndarmenn að þeir muni stuðla að því að Einar fái styrk frá Sví- þjóð til að fullkomna þessa upp- finningu eða hefja framleiðslu. Þá sagði Einar að hann væri kominn með einkaleyfi á þessari hugmynd í Bandaríkjunum og Kanada og sænska fyrirtækið væri að sækja um einkaleyfi fyrir sig í Evrópu. Þá er Örn Harðarson kvikmyndageróarmaður enn- fremur að gera 16 mm kvikmynd um þessi „nagladekk" framtiðar- innar. — Rithöfundar Framhald af bls. 2 rithöfundar sem og aðrir lista- menn standi einhuga saman í þessu afdrifarika máli. — Þessi fréttatilkynning hefur vakið furðu margra, þar sem í lögum Rithöfundasambands Is- lands er ekki gert ráð fyrir að stjórn félagsins taki þátt i slikum deilum. 1 þriðju grein laga um Rithöfundasamband Islands segir svo: „Rithöfundasamband Islands tekur ekki þátt i baráttu stjórn- málaflokka, né hlutast til um listastefnur, stjórnmálaskoðanir eða trúarbrögð." Á rithöfundaþinginu, sem hald- ið var 12. maí 1974 og samþykkti að kjósa rithöfundaráð, segir i einni samþykktinni: „Rithöfundaráð gætir menning- arlegra hagsmuna rithöfunda." Morgunblaðið reyndi að ná i Sigurð A. Magnússon, formann rithöfundasambandsins, í gær- kvöldi, en tókst ekki. I VELVAKANDA í dag, 13. f ebrú- ar, lætur Hilmar Jónsson til sín heyra, áréttar stóru orðin frá því i gær og fyrragær og er tilbúinn að þola fyrir þau heilagt pislarvætti fyrir rétti. Og nú særir hann mig til svara, til að gera hreint fyrir minum dyrum. Svara við hverju? Skrif Hilmars til þessa hafa ekki verið svaraverð, þar hefur ekki verið aðfinnaneina málefnalega gagnrýni sem hægt hefur verið að festa hendur á, aðeins stóryrði og grófustu aðdróttanir. Öllu þessu stendur Morgunblaðið opið upp á gátt, hvernig sem orðbragðið er. Mér eru huldar þær einkennilegu leiðir sem liggja um hugskot Hilmars þessa milli mín og hins rússneska voóamanns Sjólókoffs. Ef ég man rétt hefur erindi Sig- urðar Guðjónssonar sem ég flutti í útvarpið verið birt í Samvinn- unni 1974. Hilmar getur því þegar í stað gengið úr skugga um að eiturlyf eru þar ekki vegsömuð. En jafnvel þótt hann sjái það þar svart á hvítu er hann vis til að komast að nákvæmlega sömu fár- ánlegu niðurstöðunni og fyrr um „eiturlyfjapólitík" mína. A.m.k. er hann enn vió sama heygarðs- hornið þrátt fyrir ádrepu Sigurð- ar Guðjónssonar í Þjóðviljanum nýverið. Ef Hilmar Jónsson held- ur að ég hafi hugsað mér að stíga við hann einhvern ævilangan þrætubókarmenúett austur á Volgubökkum eða annars staðar er það mikill misskilningur hjá honum. Uthlutunarnefnd viðbótarrit- launa var falið að veita u.þ.b. 40 höfundum viðbótarritlaun. 98 að- ilar sendu upplýsingar um rit- verk, út gefin eða flutt opinber- lega 1973. Sumir uppfylltu að visu ekki útgáfuskilyrðió en nefndinni var sem sagt gert að dæma meira en helming höfundanna úr leik og má nærri geta hvort allir menn verða nokkurn tima á eitt sáttir um slikt val, hversu vel sem til tekst. Úthlutunarreglur miðuðust eingöngu við árið 1973 þannig að ekki hefói gefist kostur á að leið- rétta „mistök" frá fyrra ári. Nefndin vann sitt starf af sam- viskusemi og samkvæmt bestu vitund. Enda þótt hún veldi og hafnaði, eins og hún var til skip- uð, var ekki verið að nióast á neinum, hvorki ekkjum né öðr- um. Þráklifun Hilmars á slíku er í meira lagi ógeðfelld. Allt tal um úthlutanir til heimilisvina og sálufélaga undirritaðs er úr lausu lofti gripið. Auk þess var nefndin enginn „bókmenntadómstóll Þör- leifs Haukssonar“. Með mér í nefndinni var prýðilega dómbært fólk og niðurstöður um langflest- ar úthlutanir voru einróma. Að lokum örfá orð að gefnu — Loðna Framhald af bls. 2 Gunnar Jónsson 150, Árni Magn- ússon 200, Húnaröst 180, Sanda- fell 220, Bjarni Ölafsson 300, Sig- urður 1050, Ölafur Magnússon 190, Bára 130, Halkion 230, Vonin 200, Höskuldsey 240, Magnús 240, Loftur Baldvinsson 500, Arney 160, Hagbarður 190, Grindvíking- ur 330, örn 310, Eldborg 550, Skirnir 280, Bjarni Ásmundar 230, Arnar 190, Faxaborg 580 og Hilmir 420 tonn. — Brezhnev Framhald af bls. 21 samning, en ekki óbeinan samning fyrir milligöngu Banda- ríkjamanna. Hann kvað Egypta hafa í sinum höndum lykil að friði í Miðausturlöndum þar sem þeir hefðu alltaf haft á hendi forystuhlutverk í styrjöldum gegn Israelsmönnum og fyrstir hætt bardögum. Hann lagði áherzlu á stuðning Israelsstjórnar við þá tilraun Kissingers að leysa deilumálin skref fyrir skref og sagði að ef friðarvióræðurnar yrðu fluttar til Genfar yrði afleióingin þrátefli og þá yrði eina vonin um lausn aftur sú, að Israelsmenn reyndu að semja við eitt ríki i einu. tilefni i sjónvarpsþættinum Kast- ljós sl. föstudagskvöld. Þar kom fram að Guðmundur Daníelsson hefði gefið út tvær bækur árið 1973. Hins vegar var þess ekki getið aðönnurþeirra var endurút gáfa og aðnefndintókþá afstöðu að veita yfirleitt ekki viðbótarrit- laun fyrir endurútgáfur. Það var því aðeins bókin Vefarar keisar- ans sem kom til álita. Þá kom fram gagnrýni á úthlutun til Meg- asar, Magnúsar Þórs Jónssonar og hefur reyndar birst víðar, bæði beinlinis og undir rós. Þeirri gagnrýni mótmæli ég eindregið. Megas er vafalaust eitthvert besta ungt ljóðskáld sem við eigum. Þetta má hverjum vera ljóst sem lesbækurhans þrjár sem komu út i fyrra og hlustar á plötuna þótt mér finnist hann vera betra skáld og tónskáld heldur en söngvari. Allt um það er hann vel að viðbót- arritlaununum kominn, jafnvel með hliðsjón af söluskattsjónar- miöinu. Bækurnar hafa selst mjög vel og platan ekki síður. Annars sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta mál. Uthlutun undanfarinna ára var aðeins bráðabirgóaráðstöfun og allsendis óviðunandi til lengdar. Nú er frumvarp loksins komið fram á alþingi til ákvörðunar um fram- búðarúthlutun svonefnds sölu- skattsfjár. Samþykkt þess er brýnt réttlætismál. „Kunnugum" og Hilmari Jóns- syni til fróðleiks vil ég loks taka fram að ég er ekki blaðamaður við Þjóðviljann, né heldur sé ég um menningarsíðu þess blaðs. Sá, blaðamaður sem þar merkir greinar sinar ÞH er Þröstur Har- aldsson. Þjóðviljann er ég ekki viðriðinn að öðru leyti en því að ég skrifaði þar leikhúsumsagnir nokkra mánuði í hitteðfyrra. En að sjálfsögðu kaupi ég það blað og þykir mun betra en Morgun- blaðið. Þorleifur Hauksson. Sigtingaáhugafólk! Siglingafélögin Ýmir og Brokey efna til kvikmyndasýningar um Sigling- ar og Bátasmíði laugardaginn 15. febr. 1975. (i dag) kl. 14.00 að Álfhólsveg 32. 2. hæð. Kópavogi. Allt áhugafólk velkomið. Aðgangur ókeypis. Siglingafélögin Ýmir og Brokey. Nokkrar athugasemdir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.