Morgunblaðið - 15.02.1975, Page 22

Morgunblaðið - 15.02.1975, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 Jón Steffensen prófessor sjötugur Aðrir munu mér færari að segja frá lækningum og kennaranum próf. Jóni Steffensen, sem er sjötugur f dag, en I fáum línum langar mig að minnast fræði- mannsins og vfsindamannsins Jóns Steffensens, sem um langt árabil hefur sett mark sitt á rann- sóknir um uppruna íslendinga og rannsóknir á íslenzkri fornmenn- ingu. Próf. Jón Steffensen fæddist í Reykjavfk 15. febrúar 1905, sonur Valdemars Steffensens læknis og Jenny konu hans. Var því nær- tækt að hann veldi sér störf lækn- isins, en læknisfræðinám stund- aði próf. Jón við Háskóla íslands og lauk þaðan prófi árið 1930. Sfðan stundaði hann framhalds- nám við erlenda háskóla og einnig síðar á starfsferli sfnum, var um tíma settur héraðslæknir í Hvammstangahéraði og starfaði síðan á Akureyri, en 1937 var hann skipaður prófessor við Há- skóla Islands f líffærafræði og lffeðlisfræði, sem hann gegndi þar til fyrir fáeinum árum að hann sagði lausu starfi sfnu. Hin löngu kennslustörf próf. Jóns hljóta því að hafa áhrif á fslenzka læknisfræði, en hinir yngri læknar munu lfklega allir hafa stundað nám hjá honum. Hversu lengi svo sem þau áhrif vara býður mér hugur, að lengur muni vara þau störf, sem hann hefur lagt af mörkum til rann- sóknar á Islendingum fyrri tíðar og hafa enda rannsóknir hans ver- ið til mikillar glöggvunar á upp- runa þjóðarinnar, líkamsvexti og heilsufari í fornöld. Fór vel á þvf, að glöggskyggn, læknismenntað- ur maður fjallaði um rannsóknir þess, sem áþreifanlegt er af for- feðrum vorum. Trúlegast finnst mér, að rann- sóknirnar í Þjórsárdal 1939, þar sem upp voru grafnir allmargir fornbæir sem fóru í eyði við Heklugosið 1104, hafi orðið til þess að próf. Jón fór að sinna mannfræðirannsóknum, en slíkt gerir þó enginn nema hafa í sér neista fræði- og vfsindamannsins. Þarna voru aðstæður, sem tendr- uðu neistann. Meðal þess, sem þarna var rannsakað, var kirkju- garðurinn að Skeljastöðum, þar sem upp voru grafin bein nokk- urra tuga Þjórsdæla hinna fornu, þeirra sem byggt höfðu dalinn fyrir 1104. Beinagrindurnar voru með afbrigðum vel varðveittar og veittu glögga vitneskju um líkamsvöxt dalbúa, og þá væntan- lega þjóðarinnar allrar, á þeim tíma. Próf. Jón Steffensen var við þessar rannsóknir með Matthfasi Þórðarsyni þjóðminjaverði og hann sá sfðan um frekari rann- sóknir beinanna og skrifaði um þau vísindalega ritgerð í bókinni Forntida gárdar i Island, sem út var gefin um rannsóknirnar. Ætla ég, að sú grein sé hin fyrsta, sem hann skrifaði um þessi efni. Annað stórvirki, sem próf. Jón Steffensen átti þátt í að Ieysa af hendi, voru rannsóknirnar f.Skál- holti 1954—55, er kirkjustæðiið forna og hluti kirkjugarðsins var grafið upp og rannsakað. Þar dvaldist hann sumarlangt við uppgröftinn og annaðist sfðan úr- vinnslu þess mannfræðilegs efni- viðar, sem þarna kom í dagsljósið. Að auki hefur próf. Jón Steffensen rannsakað allar þær fornar beinagrindur, sem komið hafa f ljós við rannsóknir Þjóð- minjasafnsins á fornkumium og fornum grafreitum. Er það hreint ekki svo lftið þegar allt er saman lagt, sem þannig hefur verið til að moða úr fyrir mannfræðinginn Jón Steffensen, enda hljóta þær að vera orðnar ófáar stundirnar, sem hann hefur eytt f mannfræði- rannsóknir tslendinga til forna. Ber þá jafnframt að hafa f huga, að hann hafði stóru og umfangs- miklu embætti að gegna og að Einn hinna skjólriku dala noróanlands er Fnjóskadalur, enda víða skógi vaxinn. Þar hefur jafnan þótt gott undir bú, er sæmilega áraði og fannadyngjur færðu eigi allt f kaf. Þar er kjarn- mikið iand og sauðland gott. 1 miðri sveit útdalsins eru Draflastaðir, þar sem eru víðar lendur grasi grónar, en fjallshlíð lyngi vaxin. A Draflastöðum hef- ur verið byggó frá landnámstíð, jörðin alla tíð bændaeign að talið er, enda talin mikil og gagnsöm. Eigi fjarri bænum eru heitar laugar. Þar er og kirkjustaður, og er kirkjan helguð hinum sæla Pétri postula. Var kirkjan auðug og átti margt góðra gripa, sem nú eru margir á söfnum. Á öndverðri þessari öid bjuggu þar Karl Sigurðsson og kona hans Jónasína Dómhildur Jóhannsdótt- ir frá Vióivöllum í Fnjóskadal. — Karl bóndi var sonur Sigurðar Jónssonar á Draflastöðum og auki hlóðust á hann önnur störf, einkum á vegum Háskólans, stjórnunarstörf og nefndarstörf, sem kröfðust öll sfns tfma og um- sýslu. Próf. Jón hefur ritað margt um rannsóknir sínar, bæði f fslenzk rit og erlend. Er þar einkum um að ræða erlend læknisfræði- og mannfræðirit, en hér heima hafa margar ritgerðir hans birzt í Ar- bók fornleifafélagsins. Háskóli Is- lands sæmdi próf. Jón heiðurs- nafnbót fyrir vísindastörf sín fyr- ir nokkrum árum að makleikum. Annað áhugasvið próf. Jóns er saga íslenzkrar læknisfræði. Hann er gagnkunnugur sögu læknisfræðinnar og hafði for- göngu um stofnun Félags áhuga- manna um sögu læknisfræðinnar. Er nú eitt helzta áhugamál hans að hið fornmerka hús i Nesi við Seltjörn, þar sem fyrsti landlækn- irinn bjó og lögð var undirstaða að íslenzkri læknakennslu, verði varðveitt sem þjóðareign og þar komið upp safni um sögu læknis- fræði á Islandi og að þar megi jafnframt verða staður til rann- sókna á sögu læknisfræði og lækninga hér á landi. Hefur hann f þessu skyni gefið stórgjafir til þess að slfkri stofnun verði komið upp þegar er kringumstæður leyfa. Kona próf. Jóns Steffensens, Kristín Björnsdóttir frá Mýrar- húsum, lézt fyrir fáum árum. Heimili þeirra hjóna að Aragötu 3 var með afbrigðum smekklegt og konu hans Helgu Sigurðardóttur frá Veisu Þorsteinssonar. Meðal annarra barna þeirra hjóna voru Sigurður búnaðarmálastjóri og Jóninna, er rak lengi Hótel Goða- foss á Akureyri. Þau hjón á Draflastöðum, Karl og Jónasína Dómhildur, eignuð- ust ellefu börn og komust upp nfu þeirra. Meðal eldri barnanna er Ingibjörg Karlsdóttir, fæddist 15. febrúar 1905. Ingibjörg hefur um áratugi rek- ið matsölu og veitingarekstur með bróður sínum Steingrími. Móðir Ingibjargar og þeirra systkina lést á besta aldri, og máttu hin eldri systkinin á Draflastöðum standa fyrir heimilis- og búrekstri ásamt Karli föður þeirra. Var Ingibjörg mjög fyrir þeim systkinum. Mun hana að ýmsu leyti hafa kippt f kynið til Jóninnu föðursystur sinnar, er var mikil atorkukona, vel lærð i hússtjórnarfræðslu, sem mat- Ingibjörg Karlsdóttir Skíðaskálanum Hvera- dölum — Sjötug í dag glæsilegt að húsmunum og lista- verkum, en starsýnast varð mér þó á hið gullfallega og dýrmæta bókasafn, sem próf. Jón hefur lengi viðað að sér. Hann er bóka- safnari af guðs náð, hefur safnað ritum um náttúrufræði tslands og læknisfræði, einkum hina sögu- legu hlið, og mun safn hans vera hið alfullkomnasta, sem hérlendis er til á þessu sviði. Þar að auki er frágangur þess með afbrigðum fagur, valin eintök bóka og fagur- lega bundin, og átti frú Kristfn ekki sfztan þátt í því, en hún var smekkvís með afbrigðum og batt margar bækur manns sfns f for- reiðslubók hennar ber vott um, og rak með miklum myndarbrag gistihús og fæðissölu á Akureyri. Ingibjörg fór að heiman er Sig- urður bróðir hennar tók þar við búi. Eftir að hafa unnið í Reykja- vík og safnað sér farareyris, hélt hún til Svíþjóðar til að kynna sér matreiðslu á sjúkrahúsum, og síð- ar til Danmerkur. Er hún kom heim, gerðist hún matráðskona á Reykjahæli í ölfusi og starfaði siðar við sjúkra- húsið í Vestmannaeyjum. Eftir að hún fór frá Vestmanna- eyjum, hóf hún starf með Stein- grími bróður sínum að hótel- rekstri, en hann kynnti sér hótel- rekstur vestanhafs. Lengst af hafa þau systkinin veitt forstöðu Skfðaskálanum i Hveradölum, en höfðu um skeið matsölu f V. R. og síðar í Breið- firðingabúð. Reka nú Brauðskál- ann í Reykjavík. Hefur rekstur þessi gengið vel hjá þeim og fólki fallið vel að skipta við þau. Ingibjörg er hagsýn dugnaðar- kona, góðviljuð, ósérhlifin og rausnarleg með afbrigðum. Hún hefur gengið einhuga að starfi og verkefni daganna. En til slíkra starfa þarf líka lipurð og fúsleika að greiða götu, fólks, oft á ýmsa vegu. Þann umgengishæfileika að gera bón margra og eiga festu í skapgerð jafnframt því. Þá er að stjórna fólkinu er vinna skal og kunnargott band. Þar var gæfa í ranni og göfugt umhverfi og miklu er nú skipt er frú Krisfn er frá horfin. Þjóðminjasafn Isiands á próf. Jóni Steffensen mikið að þakka. Lengi hafa starfsmenn safnsins leitað til hans með allt, sem að rannsókn beina lýtur, þeirra sem komið hafa upp við rannsóknir, og hefur hann ævinlega verið skjótur til liðsinnis. Hefur áhugi hans á mannfræði sffellt verið vakandi og hefur ekki þurft að nefna tvisvar að fá greindan kjálka eða hnútu til kyns eða ald- urs. — Hið sama má segja um störf hans fyrir Fornleifafélagið. Hann hefur verið því haukur f horni og þótt starfsemi þess gangi hljóðlítið fyrir sig beinist hún eik- um að því sviði, sem stendur hjarta próf. Jóns næst, að gefa út rit sitt um fornmenningu og menningarsögu tslendinga. Var það mikið happ að fá próf. Jón til formennsku f félaginu er Matthfas Þórðarson féll frá. Ég óska próf. Jóni Steffensen til hamingju með daginn og vona, að enn eigi hann eftir að stinga niður penna um fslenzka mann- fræði, enn eftir að bæta fáséðu kveri f bókaskápa sína og eigi eftir að sjá fræðastofnun um sögu læknisfræði og læknismenntunar á tslandi rfsa og það áður en langt um lfður. Þór Magnússon hafa allt í réttum sniðum, því ávallt má búast við gestum og gangandi eins og það var orðað i fyrri daga. Ingibjörg Karlsdóttir eignaðist eina dóttur barna, Erlu Gunn- laugsdóttur, sem búsett er í Reykjavík, gift Birgi Thomsen. Eiga þau þrjú mannvænleg börn, sem eru ömmu sinni til mikillar gleði. Ingibjörg hefur þvi á marg- an hátt verið lánsöm um ævina. Þau systkin hafa unað sér vel í Skiðaskálanum, sem hefur stund- um minnt þau á æskudaga, þó margt sé ólíkt með lendunum í Fnjóskadal og Svínahrauni. Pétur Þ. Ingjaldsson. » A,f V 1 i\á K\K\T W V Ék\i K\K \kk\i K\K\ * ® llftmTiWtl ll l\r \f I t V W 1 \ )l \ V t H Telpa óskast til sendiferða á skrifstofu blaðsins. Vinnutími frá kl. 9 12. M orgunblað ið Bygginga verkfræðingur Byggingaverkfræðingur með tveggja ára starfsreynslu óskar eftir atvinnu sem fyrst. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 21 . febrúar merkt: „Byggingaverkfræðingur — 6597”. 1. vélstjóra og háseta vantar á 75 lesta bát til netaveiða frá Þorlákshöfn. Vélin er ný 460 h. Cummins. Uppl. 1 simum 00-3724, 99-1426 og um borð i m/b Árnesingi, sem verður við Grandagarð laugardag og sunnu- dag. Tvo háseta vantar Matreiðslumaður Reglusamur ungur matreiðslumaður með meistararéttindi ósk- ar eftir starfi sem fyrst. Hefur mikla reynslu og góð meðmæli. Starf úti á landi kemur vel til greina. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Matreiðslumaður — 9661” fyrir 25.2. '75. strax á 65 tonna netabát frá Eyrarbakka, sem er byrjaður veiðar. Upplýsingar í. síma 99-3395 og 99- 3360. Stúlka Stúlka óskast nú þegar til bókhalds og skrifstofustarfa. Þarf að búa yfir staðgóðri þekkingu á bókhaldi og bókhaldsstörfum. Nokkur málakunnátta æskileg auk vél- ritunarkunnáttu. Þarf að geta unnið sjálf- stætt. Eiginhandar umsóknir sendist Mbl. fyrir 21. n.k. merkt: „Rösk 6598". 2. vélstjóri 2. vélstjóra eða mann vanan vélum vant- ar á góðan 80 rúmlesta netabát frá Stykkishólmi. Uppl. í síma 83058 Reykjavík. Trjáklipping — áburðardreifing Þórarinn Ingi Jónsson, sími 74870.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.