Morgunblaðið - 15.02.1975, Page 23

Morgunblaðið - 15.02.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1975 23 Sjötuffur í dag: Ketill Vilhjálmsson bóndi í Meiri-Tungu Sjötugur er í dag Ketill Vil- hjálmsson, bóndi í Meiri-Tungu i Rangárvallasýslu. Það er ótrúlegt að hann Ketill í Meiri-Tungu sé orðinn þetta gamall, þvf að í útliti og allri hugsun er eins og hann sé tfu til fimmtán árum yngri. Ketill fæddist í Meiri-Tungu hinn 15. febrúar 1905, sonur Vilhjálms Þorsteinssonar bónda þar, sem ættaður var frá Berustöðum,og konu hans, Vigdis- ar Gísladóttur, sem var ættuð sunnan úr Höfnum. Ketill ólst upp í föðurhúsum við bústörf, og einnig reri hann nokkrar vertíðir svo sem títt var þá um bændasyni. Þá var hann um nokkurra ára skeið vegavinnuverkstjóri. Árið 1946 kvæntist Ketill Þór- höllu Ölafsdóttur frá Götu í sömu sveit, dóttur Ólafs Sigurðssonar bónda þar og konu hans Sigríðar. Hófu Halla og Kalli, eins og þau eru venjulega kölluð, sfðan bú- skap í austurbænum í Meiri- Tungu. Ekki varð þeim hjónum barna auðið, en hjá þeim hefur alist upp systurdóttir Höllu, Jóna Sveinsdóttir, og býr hún nú ásamt manni sínum Gfsla Magnússyni og börnum þeirra í nýbyggðu húsi í Meiri-Tungu. Þá hefur faðir Höllu, Ólafur, verið heimilisfast- ur hjá Höllu og Kalla síðan hann brá búi. Þeir eru margir þúfnakollarnir sem hafa orðiö að sléttu túni á búskaparárum Kalla f Meiri- Tungu. Næstum hvert einasta vor hafa verið unnir nokkrir hektarar lands, þannig að nú eru slétt tún margfalt stærri að flatarmáli en þau voru fyrir þrjátíu árum síðan. Þetta er eingöngu að þakka gífur- legum dugnaði og elju þeirra hjóna. Bústofninn hefur undan- farin tíu til tuttugu ár talið 25—30 mjólkandi kýr ásamt um 200 kindum, auk hrossa og ung- viðis. Nú hafa yngri hjónin, Jóna og Gísli, tekið við búinu að nokkr- um hluta. Ég sem þessar línur skrifa varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera „í sveit“, — eins og sagt er —, hjá þeim Höllu og Kalla, víst ein tíu sumur. Þeir eru ófáir sem dvalið hafa á sumrum í Meiri-Tungu, og hygg ég að í mörgum þjóðfélags- stéttum finnist einhver sem verið hefur í sveit hjá Höllu og Kalla. Mikið skelfing var alltaf spenn- andi þegar átti að fara með féð á fjall, eða þegar sleginn var fyrsti hringurinn á Heimatúninu í sláttarbyrjun. Já, manni leið alltaf vel í Meiri-Tungu. Fyrir utan þær ræktunarfram- kvæmdir sem áður eru nefndar, hefur Kalli alltaf átt í byggingar- framkvæmdum. Hann hefur endurnýjað útihúsin að mestu, og er ekki aldeilis hættur að byggja: I fyrra byrjaði hann á að byggja við gamla bæinn og má heita að sú bygging sé tilbúin. Við þá bygg- ingu hefur Kalli notið mikillar aðstoðar eins fyrrverandi „sumar- stráks", Guðmundar K. Guð- mundssonar, sem hefur tekið á sig mikla aukavinnu þessa vegna og á heiður skilið fyrir. Lúmskan grun hef ég um að fjölmennt verði í austurbænum í Meiri-Tungu í dag og f kvöld, og vfst er að vel verður veitt. — Eg vil að lokum óska Kalla, — já og Höllu líka, því að nú er víst kvennaár —, til hamingju með þetta merkisafmæli, og megi þau bæta sem flestum árum við. Guðmundur Gunnarsson. — Skíðasíðan Framhald af bls. 14 annað en þeir hafi staðið sig eftir atvikum vel, þar sem þeir höfðu yfirleitt slæm rásnúmer. Yfirleitt frá 100—130. Arni Óðinsson varð í eitt skipti 25. í svigi, en yfirleitt voru strákarn- ir í sætum frá 25—60. Arangur var því góður eftir efnum og ástæðum. Það ber að taka það fram, að strákarnir voru allan tímann á Volkswagen- rúgbrauði, bíl, sem þeir höfðu á leigu og óku frá stað til staðar. Bíllausir hefðu þeir ekki getað tekið þátt í þessum mótum, þá má skila þakklæti til Loftleiða sem styrktu skíðamennina á margvíslegan hátt.“ „Hvaðan koma helztu fjár- framlög til SKl? „Við höfum fengið 125 þús. kr. frá Olympiunefnd Islands og gerum okkur vonir um ann- að eins.“ — Hvað er helzt á döfinni hér heima? „Fyrst og fremst eru það punktamótin. Þau verða haldin næstum því um hverja helgi að páskum. Inn i þessi mót kemur nýbreytni, því nú verða haldin í fyrsta skipti í mörg ár punkta- mót í stökki og verða þau hald- in á Siglufirði og Ólafsfirði, en það eru einu staðirnir sem hafa upp á að bjóða einhverja að- stöðu fyrir stökkmenn. Nú er samt víða i athugun að koma upp stökkaðstöðu. Þá leggjum við núna áherzlu á að útskrifa skíðadómara. Sem stendur eru sárafáir hér með þessi rétt- indi og ætlum við að lagfæra þessi mál með því að halda dómaranámskeið. Fyrsta námskeiðið verður haldið á Akureyri og síðan koma Isa- fjörður og Reykjavik. Skiðamót Islands verður haldið á Isafirði um páskana og unglingalands- mótið verður á Akureyri." — Hvað fær skfðasambandið mikinn ríkisstyrk? „Á s.l. ári fékk sambandið 250 þús. kr. og standa vonir til að styrkurinn hækki á þessu ári, en erfiðast er að fá þessar upphæðir útgreiddar." — Væri ekki eðlilegra að SKl fengi hærri ríkisstyrk en önnur sérsambönd, þar sem ríkið hefur miklu hærri tollatekjur af skíðavörum en öllum öðrum íþróttavörum til samans? „Okkur fyndist eðlilegt að við fengjum eitthvað á móti þess- um miklu tollatekjum, en þetta atriði er bara ekki lagt til grundvallar þegar úthlutað er til sérsambandanna.“ — Hverjar eru hinar föstu tekjur SKt fyrir utan ríkis- styrkinn? „Þeir aðilar sem taka að sér að halda Islandsmót verða að borga 15 þús. kr. til sambands- ins og þeir sem halda punkta- mót borga 5000 þús. kr. Þá för- um við venjulegar fjáröflunar- leiðir. Þeirri hugmynd hefur einnig verið hreyft, að SKl fengi ákveðinn hundraðshluta af aðgangseyri i skíðalyftur landsmanna, jafnvel 1%, en ekki'er vitað hvernig því máli lyktar. Það er afleitt þegar tími stjórnarinnar fer meir í að afla fjár en að skipuleggja starfið. Þetta ár hefur alveg mótast að þvi að Olympiuár er framund- an. I því sambandi fóru 12 skíðamenn til Frakklands á stórsvigsnámskeið og tveir skiðamenn hafa verið hjá Magnúsi Guðmundssyni í Bandaríkjunum. Einnig eru 4 göngumenn við æfingar í Nor- egi, en þetta fólk fór allt á eigin vegum til æfinga." — Þeir eru sem sagt margir sem hafa áhuga á að komast í Olympíulið lslendinga? „Já, ekki er hægt að neita þvi, en lið okkar á Olympíu- leikunum verður valið í sam- ráði við Olympíunefnd Islands, en formaður hennar er GIsli Halldórsson, forseti ISI. Vissu- lega verður nauðsynlegt að velja Olympiulið ekki síðar en um páskana. Þessir frægu leik- ir verða nú haldnir á mjög heppilegum stað, sem er Inns- bruck i Austurriki, en sem kunnugt er þá voru síðustu leikir haldnir i Japan og var það í fyrsta skipti, sem Islend- ingar tóku ekki þátt i þeim.“ — Hefur ekki aðstaða til skfðaiðkana batnað mikið víð- ast hvar á landinu að undan- förnu? „Gifurleg og ör þróun hefur orðið í lyftumálum meðal ann- ars meó hjálp bæjarfélaga, en sums staðar eru félögin ein að verki. Hér i nágrenni Reykja- víkur hafa risið nýjar lyftur i Bláfjöllum og Skálafelli. Þá hefur verið sett upp ný lyfta á Akureyri og önnur á Húsavík. Þá er vitað að í bigerð er að setja upp lyftur á Dalvik og á Siglufirði, en flestir helztu skíðastaóirnir eru nú búnir að koma sér upp ágætis aðstöðu.“ — Hver er óskadraumur ykkar hjáSKl? „Hann er að við getum verið með fastráðinn þjálfara fyrir landslið okkar. Því miður standa fjarlægðir enn mikið í vegi fyrir því að við getum mikið tekið þátt i erlendum keppnum, en við verðum að leggja þvi meiri áherzlu á keppni okkar hér heima og norrænu greinarnar, stökk og ganga, þurfa að koma betur inn í myndina. — Þ. Ó. — Sjómanna- síðan Framhald af bls. 24 áður um nóttina. Ekki heldur þetta áfall dró úr baráttu kjarkinum, heldur tóku menn til að af auknum krafti og sem óþreyttir væru að moka og ausa. Mennirnir brögðuðu hvorki vott né þurrt í þrjátíu tima og baráttan var allan tímann hörð og sleitulaus, þó að hún væri tvisýnust um nóttina og fram yfir hádegi á sunnu- daginn. Enginn maður mælti æðru orð allan þennan tíma eða svo hefur sagt mér sannorður maður, sem þarna var um borð, og er það einnig samhljóða því, sem Sveinn hefur eftir sínum sögumönnum, nema Steini í Lindinni, frægur maður fyrir sjókulda sinn, hafði orð á því um nóttina, þegar hásetarnir voru að búa sig til að brjótast aftur í skipið til verka, að það tæki því ekki — þar sem einu gilti, hvort maður dræpist afturí eða framL — Ég hitti á förnum vegi á dögunum einn skipverjana af Agli. Hann var um tvítugt þegar þetta var. Ekki segist hann minnast þess, að sér hafi orðið ýkja mikið um meðan á þessu stóð, þó að hann gerði sér hættuna ljósa „— enda var ég þá ungur —“ en aldrei kvaðst hann myndu gleyma þessu veðri og það sagð- ist hann ekki telja að neinn gerði, sem var á Halamiðum í Halaveðrinu. Enginn þeirra manna sem margir sáu hann svartan bæði áður og eftir, muna annað eins veður. Aldrei hefur nokkur fiski- floti verið jafnvel mannaður og íslenzki togaraflotinn á þessum tima. Þóra Magnúsdóttir 80 ára 8. febr. si Endurminningarnar knýja á, þegar góðvinkona min stendur á merkum tímamótum. Það var á árunum 1934 eða ’35 að ég tók eftir glæsilegri konu á götum Akureyrar, en þá hafði ég sest þar að. Ekki vissi ég í fyrstu hver þesssi kona var, en maður hlaut að taka eftir henni á fallegum íslenzkum búningi með franskt sjal. Það sópaði sannarlega að þessari konu og fljótlega fékk ég að vita að þetta var frúin í Fagra- skógi, gift Stefáni Stefánssyni lögfræðingi, sfðar alþingismanni. Seinna varð ég svo lánsöm að kynnast frú Þóru og eignast vin- áttu hennar, sem aldrei hefir neinn skugga borið á. Oft sátum við hjónin stórar veislur á heimili þeirra hjóna sem ætíð voru haldnar með miklum myndarbrag. Á þessum tímamótum langar mig til að þakka Þóru fyrir öll elskuleg- heitin bæði fyrr og síðar. Hún lét aldrei veður eða færð hamla sér ef hún ætlaði að gleðja mig með nærveru sinni og bæði það og annað frá hennar hendi fæ ég aldrei full Þakkað. Innilegar hamingjuóskir frá mér og börnum mínum. Ingibjörg Guðmundsdóttir Rýmingarsala Seljum nokkuð lítið gölluð raðstóla- og horn- sófasett með miklum afslætti. Höfum einnig ódýra svefnbekki og skrifborðsett. Opið í dag laugardag. iMÝSMíen SFc Auðbrekku 63, simi 44600. SKIPSTJÓRA- OG STÝRIMANNAFÉLAGIÐ ALDAN Aðalfundur verður haldinn að Bárugötu 1 1 í dag kl. 14. Stjórnin. Safamýri Vönduð, tæplega 100 fm íbúð á 4. hæð til sölu. Tvennar svalir, sér hiti, mjög gott útsýni. Upplýsingar i síma 36492. BREIÐHOLTSBÚAR ATHUGIÐ NÝTT — NÝTT Munið kalda borðið hjá okkur. Tilvalið í ferm- ingarveizlur. Höfum einnig mikið úrval af snitt- um og smurðu brauði. Sendum heim. NÝ-GRILL, Völvufelli 1 7, sími 71355. Sjúkrahús á Neskaupstað Tilboð óskast i að reisa og gera fokhelda Sjúkrahúsbyggingu á Neskaupstað. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri og Bæjarskrifstofu Neskaup- staðar, gegn skilatryggingu kr. 10.000.— Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri 1 1. mars 1 975, kl. 1 1:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTtJNI 7 SÍMI 26844

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.