Morgunblaðið - 15.02.1975, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975
eftir ÁSGEIR
JAKOBSSON
< ----------------------------------------------------
Uppdráttur Jóhannesar Reykdal eftir fyrirsögn og lýsingu Markús-
ar og Guðmundar Markússonar, föður hans. Lýsingu þeirra feðga er
að finna f bókinni „Um borð f Sigurði".
Því gleymi ég aldrei
ÞANN 7. febrúar s.l. voru liðin
fimmtíu ár síðan Halaveðrið
skall á. Rangt er að kenna þetta
veður við 8. febr. því að það
skal á um fjögurleytið laugar-
daginn 7. febrúar og var komið
í fullan ofsa um kvöldið, og
fengu sum skipanna sfn fyrstu
áföll fyrir miðnaetti. Það er
venja að miða veður við þann
dag, sem það skellur á, en ekki
einhvern þeirra daga sem það
stendur yfir. Hann hvessti upp
af suðaustri á laugardagsmorg-
uninn, og flest skipanna á Hal-
anum fóru að keifa upp um
hádegisleytið. Um nónbilið eða
á fjórða tímanum, snerist hann
í norðaustur og varð strax fár-
virði. Veðurofsinn hélzt allt
laugardagskvöldið og sunnu-
dagsnóttina og allan sunnudag-
inn. Eitthvað fór að draga úr
veðurhæðinni á djúpmiðunum
uppúr hádegi á sunnudag, en
þá jókst sjór þeim mun meir og
aðstæður bötnuðu lítið fyrr en
kom fram á mánudag. Veðrið
gekk seinna inn yfir landið, til
dæmis skall hann ekki á með
norðaustanveðrið fyrr en um
hádegi á sunnudag I Reykjavík.
Það, að veðrið gekk ekki inn
yfir landið fyrr en þann 8. febr.
eða á aðfararnótt og morgni
sunnudagsins, kann að valda
því, að menn kenna veðrið oft
til þess dags. Sveinn Sæmunds-
son hefur skráð ýtarlegar frá-
sagnir af Halaveðrinu og
hrakningum togaranna í bók
sinni „1 særótinu", og bjargað
þar ómetanlegum frásögnum
manna, sem lentu í þessu voða-
legasta veðri og sjógangi, sem
menn þekkja til hérlendis.
Sveinn hefur unnið þetta verk
af miklum trúleika, leitað víða
fanga bæði í skriflegum heim-
ildum og haft tal af mönnum,
sem lifðu þessa baráttu á Hal-
anum dagana 7.—8. febrúar
1925. Frásögn min hér á eftir er
samandregin úr nefndri bók.
Sitthvað hef ég heyrt i lýsingu
einstakra atburða eilítið öðru
vísi en Sveinn lýsir, en þaó er
ekki neitt sem máli skiptir,
enda vandséð að það sé nokkru
réttara. Sveinn hefur kannað
þessa atburði manna mest og
bezt.
Hver hefur sína
sögu að segja
Það er aigengt fyrirbæri, þeg-
ar sagt er frá æsilegum atburð-
um, þar sem margir koma við
sögu, að þá ber ekki alltaf sam-
an frásögnum í einstökum atr-
iðum, og eru þó allar réttar. I
frásögnum af Halaveðrinu og
þeirri baráttu sem menn háðu
þar, segir hver og einn skiljan-
lega mest frá þeim atburðum og
verkum og verkaröð, sem hann
var sjálfur þátttakandi í. Það er
hvorttveggja að einstakir menn
hafa sjaldan yfirsýn yfir allt
sem gerast kann samtímis um
borð í skipi í sjávarháska. Mað-
ur, sem er framí lúkar kann
ekki að lýsa því, sem samtímis
gerist afturí brú eða vélarúmi
og öfugt. Það hefur hver nóg
með sig og sitt verk undir slík-
um kringumstæðum og þess
vegna sýnist stundum hlutur
sögumanna ótrúlega mikill án
þess þó, að um nokkurt raup sé
að ræða. Þetta ættu lesendur
jafnan að hafa í huga, þegar
þeim þykir hlutur einhvers
sagnamannsins meiri en liklegt
sé að efni standi til.
Helmingur togara-
flotans í háska
Skipin, sem voru á Djúphal-
anum, Grunnhalanum og
Deildargrunninu voru þessi:
Egill Skallagrímsson, Gull-
toppur, Tryggvi gamli, Ari, Jón
forseti, Draupnir, Gylfi,
Surprice, Ása, Þórólfur, Njörð-
ur, Earl Haig, Ceresio, Hilmir,
Fieldmarshall Robertson og
Leifur heppni. Samtals voru
þetta 16 togarar með um rúm-
lega 5 hundruð manns,.
Tvö skipanna fórust, sem
kunnugt er, Fieldmarshall
Röbertson og Leifur heppni, en
öll urðu þau fyrir áföllum en þó
Þórólfur minnst en hann lét
reka. Rekið er öruggasta vörn-
in, ef í óefni er komið og skipið
á frium sjó og nægjanleg stórt
og djúprist til að draumröst
myndist undan því á rekinu.
Hún slær á sjóina. Nokkuð fer
þetta þó eftir því hvernig skipið
er hlætt og hættan er mikil,
meðan skipið er að komast á
rekið. I því sjólagi sem var á
Djúphalanum í Halaveðrinu er
þó vandséð að nokkuð hefði
dugað öðru fremur til að verja
skipin. Menn hættu ekki á það,
að snúa þeim flötum fyrir til að
láta þau komast á rek. Þau skip,
sem urðu stjórnlaus, reyndust
þó verja sig furðulega á rekinu,
jafnvel með mikla slagsiðu.
Enginn til frásagnar
Enginn er til fráagnar um
það, hvenær eða með hvaða
hætti togararnir Fieldmarshall
Robertson og Leifur heppni
fórust. Það má vel gera sér lik-
lega hugmynd um, hvernig það
gerðist af dæminu af Agli, en
ekki hvenær. Það heyrðist
aldrei neitt frá Leifi í loft-
skeytatækjum hinna skipanna,
eftir að veðrið skall á. Leifur
var á Djúphalanum og hafði
veitt vel um morguninn, einn
skipa, og þegar Egill fór hjá
honum um hádegisleytið meðan
suðaustanveðrið stóð enn, voru
menn þar í aðgerð, eins um
þrjúleytió, þegar Gulltoppur
fór hjá honum. Siðan veit engin
neitt um afdrif Leifs heppna.
Fieldmarshall Robertson var
afturámóti farinn að sigla upp,
þegar norðanveðrið skall á, því
að um það leyti sigldi hann hjá
Draupni og um kvöldið hafði
loftskeytamaðurinn £ Ceresio
samband við skipið og þá var
allt í lagi þar um borð. Það skip
hefur því farizt á sunnudags-
nóttina, en Leifur gæti hafa
farizt fyrr eða á laugardags-
kvöldið. Það getur verið, að
þeir hafi haldið of lengi til og
ekki verið búnir að gera
nægjanlega vel sjóklárt, þegar
fárviðrið brast á en það þarf
ekki til, eins og sést af frásögn-
inni, af Agli hér á eftir, en þar
var búið að ganga frá öllu sem
tryggilegast í tæka tið, eins og
reyndar á öllum skipanna. Og
gekk þó flest úr skorðum. Einn-
ig hafa menn leitt getum að því
að skipunum, sem fórust, hafi
lent saman, þvi árekstrarhætt-
an var mikil í þessari skipa-
þvögu á litlu svæði en bylur svo
svartur að ekki sást út fyrir
borðið. Engin ástæða er þó
heldur til að halda, að skipin
hafi farizt með þeim hætti,
enda líklegt að Fieldmarshall
Robertson hafi verið kominn
ofar á slóðina en Leifur.
Tvísýnasta baráttan
Margar eru frásagnirnar af
tvisýnni baráttu, sem háð hefur
verið á Isalandsmiðum, en
ósennilegt er að hægt sé að
komast í meiri tvisýnu og lang-
vinnari en skipshöfnin á Agli
Skallagrimssyni í Halaveðrinu.
Egill Skallagrímsson var byggð-
ur 1914 og þá var enn mjög
vandað til stálsins í skipunum
og fyrstu togararnir voru
furðulega sterk skip, eins og
mörg dæmi sanna.
Egill náði ekki að komast
uppaf Djúphalanum og hefur
sennilega verið á alversta stað
eða um straumamótin, þar sem
straumurinn kemur uppúr
Vesturhallinum og innyfir Hal-
ann, þegar hann varð að hætta
að keyra upp þvi að skipið varði
sig ekki á keyrslunni. Eftir að
Egili fór að slóa uppi, varði
skipið sig allvel þar til nokkru
fyrir vaktaskiptin um miðnætt-
ið, að skipið tók á sig mikinn sjó
og þá slasaðist einn hásetanna
og var honum bjargað af
hreinni tilviljun á floti aftur
við afturgálga. Hann var þá
handleggsbrotinn og lemstrað-
ur undan sjónum, sem hafði
hrifið hann með sér framan af
spilgrind og þarna aftur að
afturgálganum, en skipið lá þá
svo mikið, að hann var í kafi.
Skipið rétti sig af eftir þetta
áfall og án þess að neitt gengi
úr skorðum til tjóns. Það var
svo I byrjun óttu eða á fjórða
tímanum um nóttina, að sá hinn
mikli brotsjór reið að skipinu
og hvolfdi sér yfir það, sem nær
hafði bundið enda á líf þessa
skips og skipshafnar þess.
1 brúnni brotnuðu allar rúður
og sjórinn þar tók manninum
við stúrið í bringu.
Mikill sjór brauzt einnig nið-
ur í káettuna, þar sem loft-
ventilinn tók af, og fyllti sjór-
inn kojuna, sem slasaði háset-
inn hafði verið lagður í og var
hann nær kafnaður, þegar hon-
um varð mannbjörg i slðara
sinnið.
1 vélarúminu og á fírplássinu
fylltist allt af sjó, gufu og eim
yrju. Skorsteinninn lá í sjó svo
og loftventlar bakborðsmegin
og sjór hafði einnig komizt nið-
ur um skaletti á keisinum. Það
drápust strax eldar undir mið-
fírnum og bakborðsfirnum, en
glóð liföi allan tímann í stjórn-
borðsfírnum. Allar plötur í fír-
plássgólfinu sprungu upp, þeg-
ar skipið gekk saman undan
högginu, og spýttust útí bak-
borðshliðina. Sjórinn var svo
mikill i vélarúminu, þegar
hásetarnir komu afturí
skömmu eftir áfallið, að hann
var varla væður bakborðsmeg-
in, enda svamlaði kyndari þar
þá enn í sjónum útí bak-
borðssiðunni. Það er til marks
um, hvað höggið var snöggt,
að bátadavíðurnar, sem
voru I stýringum á
bátadekkinu og öðrum nið-
ur í lunningu, kipptust beint
uppúr þessum stýringum hvor-
um tveggja. Saltið í lestinni
þurkkaðist úr stiunum stjórn-
borðsmegin og yfir í bakborðs-
stíurnar, án þess að nokkurt
lestrarborð brotnaði. Stíurnar
tæmdust yfir efstu lestarborð-
in.
Skipshöfninni varð fyrst
fyrir það sem nærtækast var að
brjótast frami lestina til að
kasta fiski og moka salti yfir í
stjórnborða. Þeim ætlaði þó að
veitast það örðugt að komast
framí lest. Þeir ösluðu sjóinn á
fírplássinu og frami tunelinn
milli kolaboxanna, en þá reynd-
ist'lúgan framí lestina föst og
það tók þá nokkra stund að
brjóta hana upp. Meðan þeir
störfuðu sem ákafast að þessu,
drapst á ljósvélinni og þá var
skipið almyrkvað og þá stöðvuð-
ust einnig dælurnar. Þá var
tekið til við að ausa með fötum
sem handlangaðar voru upp úr
vélarúminu. Það er máski
ljósasta dæmið um baráttu-
kjark mannanna, að þeim
skyldu ekki fallast hendur and-
artak, þegar dælurnar stöðvuð-
ust, heldur byrja umsvifalaust
á svo vonlitlu verki eins og því
að ausa svo miklum sjó eins og
var í skipinu með fötum, sem
þurfti að handlanga upp eina
og eina í senn, en skipið ram-
bandi á lögginni og þess mátti
vænta í hverjum sjó sem reið
að skipinu að því hvolfdi alveg.
Við mörgum fleiri hættum
varð þó að bregðast skjótt. Bak-
borðsforhlerinn losnaði og
lamdist í skipssíðuna, hann
varð að höggva frá og það var
ekki auðgert, þar sem skipið
var allt undir sjó þeim megin.
Presseningurinn losnaði af
aftari miðlúgunni og hún var
undir sjó. Þeim tókst að koma
presseningnum yfir aftur áður
en lúgurnar flutu upp, en þá
hefði náttúrlega baráttan verið
úti, og auk þess tókst þeim að
negla húó yfir lúguna. Þeir
voru i böndum við verkið, tveir
og þrír, og oftast I kafi.
1 birtingu um morguninn, eft-
ir 8—9 tíma þrotlaust streð,
voru þess farin að sjást merki
að skipið væri að réttast, en þá
reið annar stórsjór yfir skipið,
tók báða lífbátana og allt báta-
dekkið nema eina þrjá blanka;
sjórinn náði að brjótast niður
hér og þar og hálffylla skipið á
nýjan leik og það marraði aftur
flatt á lögginni og allt var sem
Framhald ðbls. 23
Egill Skallagrfmsson