Morgunblaðið - 15.02.1975, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.02.1975, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 33 Lang: Morö ö kvenréltindarööstefnu Jóhanna Kristjónsdöltir býddi 43 ist hafa verið haldin, að æsa fólk upp hvert gegn öðru og skapa leiðindi og úlfúð hvar sem hún fór . . . og njóta þess valds, sem henni fannst hún með þvi móti hafayfir öðrum manneskjum . . . Til að fá svar við síðustu spurn- ingu sinni hefur Christer boðið Hasse Axelson að borða með sér. Það sem Ia hefur sagt honum um þátt Bettis í að splundra hjóna- bandi þeirra, litur hann á sem trúnaðarmál og því hefur hann fram að þessu reynt að hlífa blaðamannahjónunum við að sjá skilnaðarástæðu þeirra komna á blað í lögregluskýrslum. En nú þykir Christer sem timi sé til kominn til að kanna málið og heyra hlið mannsins. Og Hasse Axelson er nýkominn frá Mið- austurlöndum og Christer hefur náð i hann og boðað hann til þessa fundar. Hasse er stór, þrekinn og glað- legur í viðmóti. Hann hefur mikið og strítt hár sem virðist alltaf eins og þar komi aldrei greiða nálægt. Hann skellir sér niður i stólinn. — Jæja, hér er ég nú og ég vona ég geti oitthvað hjálpað yður og unnið fyrir mat mínum. En því miður má ég ekki smakka áfengi því ég þarf að fara aftur niður á blað á eftir og skrifa eina grein Hann snýr sér við og roði færist í andlit hans. — Ia! . . . Það var . . . ég vissi ekki. — Jú, jú, segir Ia og smeygir sér niður í hornsófann. — Ég á líka að vera í veizlunni. Þú hefur verið erlendis frétti ég. — Já. Ég varð að fara eitthvað. Hér átti ég ekki að neinum stað að hverfa eftir að konan mín hafði rekið mig á dyr. Hann er glaður, afundinn og feiminn — einkennileg blanda það, hugsar Christer með sér. Ia hefur horazt í andliti, hún virðist llka dálítið æst og lögregluforing- inn reynir að dreifa huga þeirra með þvi að breiða matseðilinn út á borðið. Meðan Ia leggur fram óskalista sinn . . . ristaðan camenbert ost og spánska eggja- köku og siðan súkkulaðitertu með rjóma ákveða karlmennirnir tveir að fá sér blóðsteik með tómötum og iauk. Hasse verður svo hrifinh af því sem í boði er og tauga- óstyrkur vegna návistar eigin- konu sinnar, að hann gleymir því að hann ætlaði ekki að bragða vín og pantar sér tvöfaldan sjúss. Og allt i einu er þeim farið aó líða ósköp notalega. Christer lætur fara litið fyrir sér í fyrstu og lætur þau um að vekja máls á þeirri spurningu, sem hann veit að er efst í huga Iu og hann veit einnig að Hasse biður eftir spurningu hennar. — Og hvað hefurðu gert af ljóskunni? segir hún, þegar hún er nýbyrjuð á eggjakökunni. — Hún, svarar Hasse með fullan munninn af lauk — ég lét hana laxera um leið og þú rakst mig frá þér. Hann gýtur augunum til Christ- ers og bætir við undirfurðulega: — Svo að ég stend að minnsta kosti í þakklætisskuld við þessa kolklikkuðu Betti fyrir það . . . — Var það áiit yðar á henni. Að hún væri hálfklikkuð? — Já, það verður þó að teljast vægilega til orða tekið? Því að annaðhvort var hún erkilygari og kannski beinlinis óþokkakvendi eða hún hefur hreinlega verið gal- in! Nema hún hafi verið svo full að hún hafi ekki vitað hvað hún sagði — en ég hef nú ekki trú á því. — Hún var undir áhrifum, segir Ia, en ekki svo, að það skýri á neinn hátt né afsaki framkomu hennar. Þegar hún kom heim til mín, vildi ég sagt hafa. En það er sjálfsagt þín hlið á málinu, sem lögregluforinginn vill hlýða á. Ég hef heldur aldrei heyrt hvað þú hefur til málanna að leggja um þetta. — Þú hefðir getað fengið tæki- færi til þess, ef þú hefðir ekki. . . æpt og grátið og hent mér út, svo að ég var tilneyddur að hverfa af landi brott. . . Christer veitir því athygli að þau eru hvorki beizk né reið lengur, heldur munnhöggvast þau í hálfgerðu glensi. Hasse brosir til Iu, en svo hrukkar hann ennið og beinir nú tali sínu til Christers. — Ég fylgdist mjög illa með fréttunum héðan meðan ég var á þessu ferðalagi. Þess vegna vissi ég ekki að stúlkan hefði verið myrt. En ef ég hefði vitað það hefði ég sett mig í samband við lögregluna. — Þér teljið sem sagt að þér hafið frá einhverju að segja? — Ja, að vísu, en ég veit auðvit- að ekki hversu mikið gildi það hefur. Þér verðið að skera úr um það, lögregluforingi. Þau hafa öll lokið við aðalrétt- inn. Þjónn fjarlægir diskana á hljóðlátan hátt. Þótt þau séu nú ein þarna úti i horninu og enginn hlýði á mál þeirra lækkar Hasse róminn, þegar hann lýsir sínum fyrsta og eina fundi með Betti. Hann hefur engan undirbúning að því og segir: — Við vorum á veitingahúsi, ljóskan og ég. Ég tók óljóst eftir dökkhærðri stelpu, sem var með einhverju fólki, því að hún ein- blindi stöðugt á okkur og mjög reióilega. Svo þurfti ljóskan að bregða sér fram og ég sat þarna einn þegar hún var allt í einu sezt andspænis mér og sagði umbúða- laust og ég held ég muni það nánast orðrétt, svo dæmalaust ósvífið var það og furðulegt: „Ég veit hver þér eruð. Þér heitið Hasse Axelson og eruð giftur einni vinkonu minni Iu Axelson. Nú skuluó þér gefa mér tíu þús- und kall í einum grænum og þá skal ég ekki segja neitt. En Svona stórfiskirí — í brúðkaupsferðinni — verður nú saga til næsta bæjar. VELVAKAIMOI Velvakandi svarar i sima 10-Í00 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Náungakærleiki og gott hjaralag Asgeir Jakobsson skrifar: „Velvakandi góður. Þannig er mál með vexti, að ég þarf að höfða til náungakærleika, sem ég kann að nefna, og mér skilst, að mannvinir, hundavinir, fuglavinir og annað fólk með þess kyns hjartalagi leiti oft til þín, ef það vill ná til sinna líka. Þó að góðgerðarstarfsemi stundi ég ekki aðra en þá, sem tekur til sjálfs mín, þá er ég því engan veginn mótfallinn, að ann- að fólk viki góðu að náunga sin- um. Þess vegna þetta bréf. 0 Starfsemi Borgar- bókasafnsins Blindingjar eru margir á landi voru, en þó eru þeir fleiri, sem eru svo sjóndaprir, að þeir eru ekki læsir á bók, eða þreytast svo fljótt, að þeir geta ekki notið bóklesturs. Þetta hlýtur að vera hroðaleg íkoma. Vel má hugsa sér að lifa við það, að heyrnin dofni svo, að eitthvað af skvaldrinu i kringum mann hverfi manni, en að lifa án lesmáls hlýtur að taka á taugarnar. Talbókadreifing sú, sem Borgarbókasafnið hóf á síð- ast liðnum vetri, er ætluð til að stytta þessu fólki stundirnar. Borgarbókavörður, Eiríkur Hreinn Finnbogason, réð í maí í vor sérfróða stúlku, Elfu Björk Gunnarsdóttur, til að annast þessa starfsemi og er hún nú kom- in á rekspöl góðan. Blindrafélagið mun einnig gefa út talbækur, en starfsemi þess er ég ekki kunnug- ur. Talbækurnar eru mest litlar segulbandsspólur (kasettur) og líklegt að svo verði til almenn- ingsnota, þó að Borgarbókasafnið sjálft eigi stærri og varanlegri spólur. Kasetturnar sjálfar eru ekki svo ýkja dýrar (5—600 krón- ur), en tækin til að spila þær á all-dýr, eða um 10 þúsund án tolla, en það er lenzka hér, sem líklegt er að verði fylgt i þessu efni, að tolla ekki guðsþakkar- efni. 0 Auraráðin lítil Vegna ígripastarfa, sem ég hef á hendi, hef ég kynnzt því, að þau eru likast til fleiri gamal- mennin en margan grunar i þessu velmegunarlandi, sem eiga engan eyri aflögu umfram nauðþurftir. Hjá sumum hafa efnin eyðzt i verðbólgunni, en öðrum hefur aldrei safnazt neitt fé af ýmsum ástæðum. Þar sem hér gæti verið um mörg hundruð manns að ræða, sem eru hjálparþurfi í ofan- greindu efni, þá er það auðséð hverjum manni, að Borgarbóka- safnið hefur ekki fjárráð til að kaupa tæki handa öllum, sem þyrftu á þeim að halda, og ekki heldur spólurnar, þvi að af þeim þarf gífurlegan fjölda, þar sem hver talbók er fjöldi spóla. Til dæmis er Brekkukotsannáll, 300 siðna bók, 15 kassettur (2 sinnum 45 mín.), svo dæmi sé nefnt. Talbækur veit ég að hafa þegar glatt margan manninn, en þær gætu glatt fleiri, ef alþýðuhjartað færi i gang. Þvi kom mér það ráð í hug, að klúbbar ýmsir, sem láta sig mannúðarmá) varða, hug- leiddu, hvort þetta gæti ekki átt heima á verkefnaskrá þeirra, og þá ekki siður vandamenn og vel- unnarar blindingja og sjóndap- urra. Ólæsu fólki, sem ætti tæki, væri siðan vel gert, væru þvi gefnar spólur við ýmis tækifæri, svo sem í afmælis- og jólagjafir. Ekki er þetta þó alveg nóg. Það er mikið verk að lesa inn á spólurnar og það er dýrt, en til þess þarf að kaupa fólk og starfsemin færist I aukana. Þarna gæti vel læst fólk einnig lagt málinu lið og lesið inn á spólurnar, sem það gæfi eða fyrir aðra gefendur, sem ekki gætu gert það sjálfir. Okkur eru hugstæð bágindi fólks i fjarlæg- um löndum og það er ekki hægt að gera upp á milli mannúðar- verka, en það sýnist eðlileg röðun verkefna í heimi fullum af slikum verkefnum að hyggja fyrst að þvi fólki, sem næst manni stendur. Eg kann ekki að segja góðu fólki fyrir verkum, en mér finnst það andhælislegt björgunarverk- lag islenzkra samverja margra að klofast yfir náunga sinn i hlað- varpanum til að bjarga öðrum utan túngarðsins. Helzt er nú þess von að góðra verka sjái stað, ef kroppað er nærri sér. Ásgeir Jakobsson." Ásgeir minnist hér á þarft mál- efni, en skelfing er þetta orð —talbók — ankannalegt. Vita- skuld er hér um að ræða nýyrði, enda er það ekki fyrr en á síðustu árum, sem tekið hefur verið upp á þvi að taka upp lesefni á „segul- bandsspólur" til útlána i bóka- söfnum. Spólaerannað vandræða orð, sem raunar ætti að vera óþarft, þvi að islenzku er til orðið kefli, sbr. tvinnakefli. Það orð ætti því alveg að geta komið í stað spólunnar. Við þykjumst vita, að Ásgeir hafi ekki fundið upp orðið talbók, en eftir okkar kokkabókum er bók bundin saman af mörgum blöðum, sem eitthvað hefur verið prentað á eða skrifað. Það getur verið að upptökukefli sé eitt orðskripið til viðbótar, en lesendur ættu að leggja heilann i bleyti og vita hvort þeir geta ekki fundið gott orð i stað talbókar. Nýyrðasmiði er vandaverk og skipti miklu að vel takist til i upphafi, svo að við sitjum ekki uppi með einhver leiðindaorð til langframa. 0 „Svona datt ég einu sinni“ Gerður hringdi, og sagði það hafa verið sér umhugsunarefni hve fólk hér í Reykjavik virtist vera orðið sinnulaust um náung- ann á seinni árum. Hún sagðist vera komin á efri ár og hafa alizt upp hér frá fjögurra ára aldri, þannig að hún hefði langt tímabil til að miða við. Hún sagði þrjár smásögur úr daglega lifinu: Hún hafði verið í strætisvagni þegar inn kom kona með höndina í fatla. Konan hrasaði og lá þar sem hún var komin á vagngólfinu framarlega i vagninum, án þess að nokkur maður rétti henni hjálparhönd lengi vel, eða þar til Gerður og sessunautur hennar gerðu það. Seinna datt Gerður sjálf I strætisvagni. Enginn rétti henni hjálparhönd og komst hún loks á fætur af sjálfsdáðum. Vinkona Gerðar datt svo á Hverfisgötu og lenti í rennustein- inum, og gat með engu móti staðið á fætur óstudd, heldur lá þar sem hún var komin. Enginn nam stað- ar þar til maður nokkur stóð yfir henni, virti hana fyrir sér og sagói: „Já, svona datt ég einu sinni,“ og hélt síðan leiðar sinnar. Gerður sagðist vera á þeirri skoðun, að börn og unglingar væru yfirleitt hugsunarsamari en fullorðna fólkið, svo kannski ver- öldin fari batnandi eftir allt sam- an. mnRGFRLDRR mÖGULEIKR VÐRR o « C? o „Við erum hjartasérfræðingar’ ’ Gefið blóm 10 túlípanar Verð kr. 450.- blómciuol Gróðurhúsið v/Sigtún simi 36770 RÉTTUR DAGSINS: Scnitcel gratin og perusalat. Verð aðeins kr. 335.— og nú kynnum við ekta ítalskt ^fblon^ Munið okkar ódýru sérrétti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.