Morgunblaðið - 15.02.1975, Síða 36

Morgunblaðið - 15.02.1975, Síða 36
LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 Jltoggtmfrlitfrifr RUGLVSinGDR ^t*-»22480 3W«r0unl)Ifil>il> nUGIVSIilCflR ^^-»22480 Norglobal færir sig suður á bóginn Búið að brœða um 11 þús. lestir NORSKA verksmiðjuskipið Norg- iobai mun færa sig suður á bðg- inn á eftir veiðiflotanum um helgina. Að lfkindum mun skipið leggjast við festar á svæðinu frá Hornafirði til Vestmannaeyja, en ekki þykir ósennilegt að þuð muni leggjast fyrst undan Skaft- árósum. Norglobal var f gær búið að taka á móti rétt um 13 þús. lestum af loðnu og búið var að bræða 10.700 lestir. Er þvf sennilega engin verksmiðja á landinu búin að bræða eins mikið magn. Af- köstin f gær voru orðin í kringum 1800 lestir miðað við sólarhring. 38 kr. fyrir stórþorskinn — og 25 kr. fyrir kílóið af ufsanum Ntf ER verðútreikningi á flestum tegundum bolfisks lokið og að sögn Sveins Finnssonar, fram- kvæmdastjóra Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins, verður verðið birt í heild eftir helgina. Við þessa verðákvörðun hafa átt sér stað miklar breytingar frá þeirri síð- Geirfinnsmálið: Engar nýjar upplýsingar AÐ SÖGN Hauks Guðmundssonar rannsóknarlögreglumanns í Keflavík hefur enginn gefið sig fram með nýjar upplýsingar í Geirfinnsmálinu síðan ónefndur aðili bauð þeim hálfa milljón, sem gæti bent lögreglunni á lausn gát- unnar. Boðið stendur enn; sá sem kemur með upplýsingar sem verða til þess að Geirfinnsmálið leysist, fær 500 þúsund krónur að launum. Fullri þagmælsku er heitiö af hálfu lögreglunnar í Keflavík. Lögreglan vinnur af fullum krafti að rannsókn máls- ins, en ekkert stefnumarkandi hefur þó komið út úr þeirri rann- sókn ennþá, að sögn Hauks. ustu, fyrst og fremst vegna þess að gæðaflokkum er fjölgað og meiri áherzla verður lögð á að fá stóran fisk, en hann er f lang hæstu verði erlendis. Þorskur er núna verðlagður í þremur flokkum i stað tveggja áður og er verðið þetta: þorskur 75 sm og lengri kr. 38 kr. kilóió (hér er átt við 1. flokks fisk), þorskur 54—74 sm. kr. 32 kílóið og smáþorskur 43—53 sm kr. 19 kílóið. Aður var verðið á þorski það, að fyrir fisk, sem var 57 sm. og lengri voru greiddar kr. 30.25 pr. kg. og fyrir smáþorsk 20.55 kr. pr. kg. Fyrir ýsu, sem er 54 sm og lengri verða nú greiddar kr. 32 fyrir kflóið og fyrir smáýsu 40—53 sm 19 kr. kílóið. Áður voru borgaðar kr. 30.55 fyrir ýsukg af stærðinni 50 sm og lengri og fyrir smáýsu 20.15 kr. Ufsinn er nú einnig settur í 3 stærðarflokka, og fyrir ufsa sem er 85 sm. og lengri verða greiddar 25 kr. fvrir kílóið, fyrir ufsa af stærðinni 54—85 sm. 20 kr. kílóið og fyrir ufsa 53 sm. og styttri 14 kr. fyrir kílóið. Við síðustu verð- ákvörðun var verð á ufsa 57 sm. og yfir ákveðið kr. 19.70 pr. kg. og fyrir ufsa undir 43 sm kr. 13.80 pr. kg. Ljósmynd Ól.K.M. NORÐURLANDARAÐ — Þessi mynd var tekin á fundi Forsætisnefndar Norður landaráös í Alþingishúsinu í gærkvöldi. 30-40% sykurlækkun á heimsmarkaðnum Lœkkunar ekki að vœnta hér í bráð TÖLUVERÐ lækkun hefur orðið á heimsmarkaðsverði á sykri að undanförnu. Nemur lækkunin 30—40% frá því sem sykurverðið komst hæst, að sögn Ólafs Ó.John- son, forstjóra O. Johnson & Kaab- er, sem er stórinnflytjandi syk- urs. Heimsmarkaðsverðið er þó ekki komið niður í það verð sem við Islendingar höfum keypt á sykur og er því ekki að vænta lækkunar hér I bráð a.m.k. Að sögn Ólafs er sykurmarkað- urinn mjög óviss sem stendur og þróun mála hefur ekki orðið sú sem ýmsir væntu. Spákaupmenn keyptu mikið magn sykurs á háu verði í von um að geta selt hann til Bandaríkjanna, en sú von hef- ur brugðist og Bandaríkjamenn ekki enn gert stórinnkaup á sykri. Hafa spákaupmennirnir margir hverjir orðið að losa sig við sykur- inn á mun lægra verði en þeir óskuðu eftir. Þá eru framundan stórkaup hjá ríkjum Efnahags- bandalags Evrópu, sem ætla á næstunni að kaup 250 þúsund tonn af sykri, og Hollandi, sem ætlar að kaupa 50 þúsund tonn. Mun markaðurinn þá vær.tanlega skýrast. Aðspurður um kaffiverð á heimsmarkaði sagði Ólafur, að hann sæi ekki framundan hækk- anir á kaffi og ekki heldur lækk- anir. Kaffimarkaóurinn væri miklu stöðugri en sykurmarkað- urinn, því heil 7 ár liðu frg þvi kaffiplöntunni væri plantað og þar til uppskera fengist. Rætt við Pól- verja um sölu á loðnumjöli Matthías Bjarnason í viðtali við Morgunblaðið: Eðlilegt að mikill hluti gengishagnaðar gangi til greiðslu á gengistapi fiskiskipa Þá verður gengisbreytingin útgerðinni hagstœð SÚ staðhæfing forsvarsmanna útgerðarinnar, að vandinn I út- gerðinni sé óleystur þrátt fyrir 20% gengislækkun hefur að vonum vakið nokkra athygli. Morgunblaðið sneri.sér í gær til Matthíasar Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra og leitaði álits hans á þessu máli. Sjávar- útvegsráðherra sagði; — Ef hver grein sjávarút- vegsins fyrir sig metur gengis- breytinguna án hliðarráðstaf- ana þá þýðir það, að þeir sem selja útflutningsafurðirnar úr landi mundu njóta algerlega hagnaðarins sem verður af gengisbreytingunni. Þess vegna er nauðsynlegt að gera tilfærslur innan hinna ýmsu greina sjávarútvegsins. Sú grein sjávarútvegsins, sem verður fyrir mestum verð- hækkunum af völdum gengis- breytingarinnar, er útgerðin. Ég hef séð haft eftir talsmönn- um útvegsins, að fiskverðs- hækkunin geri ekki meira en standa undir þeim útgjöldum, sem útgerðin verður fyrir af völdum gengisbreytingarinnar. Ég leyfi mér að fullyrða, að þessi staðhæfing er röng hvaó snertir bátaflotann almennt. Þar gerir fiskverðshækkunin að mínum dómi mun meira fyrir útgerðina en sem nemur hækkun á rekstrarvörum. Hvað togarana varðar þá tel ég senni- legt, að þeirra hlutur batni ekki vegna þess, að þetta eru yfir- leitt ný skip, sem miklar erlendar skuldir hvíla á. En ég vil benda á, að við síðustu gengisbreytingu í september var ákveðið að verja úr gengis- hagnaðarsjóði 600 milljónum króna til þess að greiða upp I gengistap af lánum fiskiskipa- stólsins. Jafnhliða þessu var Framhald á bls. 20 Matthfas Bjarnason. — UTLITIÐ um sölu á loðnumjöli til Póllands er hreint ekki bjart framundan, sagði Haraldur Har- aldsson hjá Andra h.f., en fyrir skömmu kom hann ásamt Sigurði Sigurðssyni hjá Ólafi Gislasyni h.f. úr viðræðuferð til Póllands, þar sem þeir ræddu við pólska mjölkaupendur. Haraldur sagði að þessum við- ræðum væri ekki lokið enn og margt gæti því breytzt. En til marks um ástandið, þá seldu Dan- ir Pólverjum 17 þús. lestir af loðnumjöli fyrir skömmu á verði sem er í kringum 3.60 dollarar proteineiningin. S.R. á Siglufirði borga 3,6 millj. kr. í vikukaup Siglufirði, 14. febrúar. ÚITBORGAÐ kaup Síldarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði í s.l. viku var um 3.6 millj. kr., en núna meðan á bræðslu stendur vinna um 60 manns hjá fyrirtækinu. Annan tíma ársins, þegar ekki er brætt í verksmiðjunni nemur út- borgað kaup um 600 þús. kr. á viku. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.