Morgunblaðið - 18.02.1975, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
CAR REIMTAL
TS 21190 21188
LOFTLE/ÐI
Fa
/J Ití l. i l.h.H. A V
4 iAjm
22-0-22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
Hópferðabílar
Til leigu í lengri og
skemmri ferðir
8 — 50 farþega bílar.
KJARTAN
INGIMARSSON
Sími 86155 og 32716.
<Q
BÍLALEIGAN
5IEYSIR
CAR RENTAL
24460
28810
PIONCEEn
Útvarp og stereo kasettutæki
14444 • 25555
MIIDlá
BlLALEIGA CAR RENTALl
VANDERVELL
Vélalegur
BENSÍNVÉLAR
Austin
Bedford
Vauxhall
Volvo
Volga
Moskvitch
Ford Cortina
Ford Zephyr
Ford Transit
Ford Taunus 12M, 17M,
20M
Renault, flestar gerðir.
Rover
Singer
Hilman
Simca
Skoda, flestar gerðir.
Willys
Dodge
Chevrolet
DIESELVÉLAR
Austin Gipsy
Bedford 4—6 cyl.
Leyland 400, 500, 680.
Land Rover
Volvo
Perkins 3, 4, 6 cyl.
Trader4, 6 cyl.
Ford D, 800 K. 300
Benz, flestar gerðir
Scania Vabis
Þ. Jónsson & Co.
Skeifan 17.
Sími 84515
16.
Afturhvarf
til haftastefnu
Lúðvfk Jósepsson ritar heil-
síðugrein f Þjóðviljann sl.
sunnudag um efnahagsmál. Þar
berar hann þá gömlu hafta-
stefnu, sem jafnan hefur verið
ær og kýr kommúnista í við-
skiptamálum: kerfi innflut-
ingshafta, leyfisveitinga, vöru-
þurrðar og biðraða, með til-
heyrandi svörtum markaði og
viðskiptaspillingu. Hann segir:
„Þá verður óhjákvæmilegt að
stöðva um nokkurn tfma gjald-
eyrissölu til bflakaupa og draga
úr gjaldeyrisnotkun til utan-
landsferða og draga úr inn-
flutningi á lítt nauðsynlegum
varningi."
Viðskiptakjör þjóðarinnar,
sem leitt hafa til þurrðar gjald-
eyrisvarasjóðs okkar, krefjast
vissulega stjórnunaraðgerða er
rétti við viðskiptastöðu okkar
út á við. Að því miða þær efna-
hagsráðstafanir, sem nú hefur
verið gripið til. En þeir, sem
muna gamla haftakerfið, er
ríkt f minni það vfti, sem ætti
að verða þjóðinni til varnaðar
um langa framtfð.
Reynslan frá
5. og 6. áratugnum
Allt frá strfðslokum fram
undir 1960 setti haftastefnan
meiri og minni svip á fslenzkt
efnahags- og viðskiptalff. Menn
skyldu ætla, að Lúðvfk Jóseps
son gæti bent á gilda gjaldeyr-
isvarasjóði og sterka viðskipta-
stöðu þjóðarinnar út á við frá
þessum tfma, máli sínu til
stuðnings. Reynslan, sem er
ólygnust, talar þó allt öðru
máli. Allan þennan tfma er vart
hægt að tala um gjaldeyrisvara-
sjóði, sem undir þvf heiti rísa.
Fyrra vinstristjórnartímabilið,
1956—1958, er talandi dæmi
um þetta efni. Þjóðin fór fyrst
að eignast gjaldeyrisvarasjóði
upp úr 1960, eftir að horfið var
frá haftastefnunni til meira
frjálsræðis f þessum efnum.
Þeir, sem muna þá tfma, sem
Lúðvfk Jósepsson vill hverfa
til, tfma gjaldeyrisleyfa, sem
pólitfsk ráð og nefndir úthlut-
uðu; tfma vöruþurrðar,
skömmtunarseðla og biðraða;
tfma svartamarkaðar með
gjaldeyri og sjaldséðar vörur,
minnast þess gjörla, að þetta
fyrirkomulag efldi hvorki
gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar
né viðskiptastöðu hennar út á
við, en var hins vegar gróðrar-
stfa hvers konar spillingar.
Það var ekki einvörðungu sú
þjónusta, sem felur í sér útveg-
un og dreifingu lffsnauðsynja
almennings, er þetta kerfi bitn-
aði á. Uppbygging og rekstur
atvinnuveganna, hinna ýmsu
atvinnugreina, varð ekki síður
fyrir barðinu á því. Það leiddi
ekki aðeins til stöðnunar held-
ur hrörnunar á þeim vettvangi.
Atvinnuvegunum var gert
ókleift að byggja sig upp, að
mæta vinnuþörf vaxandi fjölda
landsmanna, er leitaði á vinnu-
markaðinn. Þetta kom bæði
fram f atvinnuleysi og stórum
minni verðmæta- og gjaldeyris-
sköpun en ella hefði orðið.
Menn sættu jafnvel viðurlögum
fyrir að flytja ný fiskiskip til
landsins, sem frægt var á þeirri
tfð.
Aðgerðir nú
Það vonandi tímabundna
ástand, sem einkennir við-
skiptakjör þjóðarinnar nú:
stórhækkað verðlag innfluttra
nauðsynja okkar og lækkað
söluverðmæti útflutningsaf-
urða, hefur tæmt gjaldeyris-
varasjóð okkar og undirstrikað
þá staðreynd, að þjóðin sem
heild hefur um árabii lifað um
efni fram, eytt meiru en hún
hefur aflað. Þessi staðreynd á
ekki sfður rætur f þvf stjórn-
leysi og þeirri skammsýni, er
einkenndi stjórnun efnahags-
mála okkar á tfmum vinstri
stjórnarinnar sfðari, allt frá því
á síðari hluta liðins árs. Rót-
tækra og afgerandi ráðstafana
var þvf þörf, sem hlutu að
skerða hag allra starfshópa
þjóðfélagsins í bili, meðan rétt
er úr kútnum. En afturhvarf til
haftastefnunnar sem lausn á
vandanum stangaðist hins veg-
ar á við reynslu þjóðarinnar.
Hún hefði aðeins bætt gráu
ofan á svart, spillingunni ofan
á efnahagsvandann, án þess að
leysa hann f einu eða neinu.
Um það vitnar sú reynsla þjóð-
arinnar, sem er það skammt að
baki, að þeir ættu vel að muna,
er komir eru um og yfir miðjan
aldur.
Gallia h.f. — umboðsfyrirtæki fyrir Sommer
Nýtt verzlunarfyrir-
tæki, Gallia h.f., hefur
verið stofnað hérlendis,
en það mun eingöngu
annast Sommer-umboðið
og þjónustu þess við
byggingavöruverzlanir
og verktaka. Gallia h/f
mun annast hvers konar
fyrirgreiðslu og sölu
beint frá verksmiðju, úr
Tollvörugeymslu eða i
heildsölu.
Gallia h/f hefur notið aðstoð-
ar eins af sölustjórum Sommer,
Jan Aseth, við alla skipulagn-
ingu fyrirtækisins. Fram-
kvæmdastjórn munu annast
þeir Ölafur M. Ásgeirsson og
Sigurður Jóhannsson, en auk
þeirra eiga Björn Jakobsson og
Jóhann G. Pálsson sæti i stjórn-
inni. Sigurður hefur annast
sölustjórn hjá Páli Jóh. Þor-
leyfssyni h.f. undanfarin ár, en
Ölafur. sem er dúklagninga- og
veggfóðrarameistari, mun veita
verzlunum, verktökum og arki-
tektum faglegar upplýsingar
eftir þörfum.
Gallia h/f hefur skrifstofu og
sýningarsal að Ármúla 22 i
Reykjavík.
Á myndinni eru Úlafur M. Ásgeirsson, Sigurður Jóhannsson, Jóhann Gunnar Pálsson, Björn
Jakobsson, franski verzlunarfulltrúinn, og Jan Aseth, einn af framkvæmdastjórum Sommer og
forsvarsmaður þeirra í Noregi. Ljósmyndina tók ljósmyndari Mbl. Sv. Þorm. við opnun nýja
fyrirtækisins.
Frá þvi að Alfred Sommer
stofnsetti verksmiðju sína í
Mouzon árið 1880 hefur fram-
leiðsla Sommer verið byggð á
nýtizku framleiðsluháttum og
ströngu gæðaeftirliti en um
11% af starfsfólki Sommer
vinnur við gæðaeftirlit. Þetta
hefur gert það að verkum að
Sommer hefur frá fyrstu tið
staðið í fremstu röð í fram-
leiðslu á gólf- og veggklæðning-
um. I dag framleiðir Sommer
rösklega 190.000 fermetra af
gólf- og veggklæðningu á dag,
sem seld er um allan heim.
Matvörukaupmenn:
Vara við því að sölu-
laun smásöluverzlun-
arinnar verði skert
HATTU NÚ AÐ KJ5SA V/AGNSTjORANN ÚX>Í !
HÖNN ifeR ABYGGILEWA UM AD K0MA MÖKiriU
HElPi
3 ?GhAuND
AÐALFUNDUR Félags mat-
vörukaupmanna var haldinn að
Hótel Loftleiðum miðvikudag
12. þ.m.
Hreinn Sumarliðason var
endurkjörinn formaður félags-
ins, en aðrir i stjórn þess eru:
Sveinn Guðlaugsson, Hákon
Sigurðsson, Sigþór Sigþórsson
og Birgir Guðbrandsson.
Fulltrúi i fulltrúaráði Kaup-
mannasamtaka Islands er Sig-
urður Matthíasson.
Fram kom í skýrslu formanns
að mikið og gott starf hefur
verið unnið I félaginu á starfs-
árinu, og rikti mikill einhugur
á fundinum um málefni félags-
ins og stéttarinnar.
Eftirfarandi ályktun var ein-
róma samþykkt: „Þar sem
stjórnvöld hafa i dag tilkynnt
20% gengisfellingu, ályktar
fundurinn að smásöluverzlun-
inni eigi að vera heimilt að
selja eldri vörubirgðir sinar á
því verði sem nýjar vörur
kosta. Fundurinn varar við því
að sölulaun smásöluverzlunar-
innar verði nú skert einu sinni
enn og álagning lækkuð. Um
verulegan samdrátt í verzlun
mun verða að ræða og mun
hann verða ærinn baggi, þótt
ekki sé ráðist að tekjustofnum
hennar með frekari aðgerðum
stjórnvalda."
r
Islenzk grafík
styður F.Í.M.
A FUNDI í félaginu Islenzk
grafík þann 8. febrúar s.l. var
samþykkt að lýsa yfir eindregn-
um stuðningi við Félag isl.
myndlistarmanna í deilunni um
sýningarrétt á Kjarvalsstöðum
og mótmæla ihlutun meirihluta
borgarráðs i því máli.