Morgunblaðið - 18.02.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1975
31
árum iðkaði Harry knattspyrnu
og lék þá með Fram og átti um
árabil sæti I stjórn þess félags.
Hér að framan hefur verið gerð
nokkur grein fyrir störfum
Harrys Frederiksen og hefur þá
verið stiklað á stóru. Harry var
einn af þeim starfsmönnum Sam-
bandsins, er lengstan hafði starfs-
aldur. Hann mundi tímana
tvenna, sendisveinsstarf 1927 á
aðalskrifstofu er taldi aðeins 15
starfsmenn, og Sambandið i dag
með hátt á annað þúsund starfs-
menn og yfir 40 þúsund félags-
rhenn kaupfélaganna að bak-
hjalli, stóriðnað og fjölbreytta
starfsemi: samvinnuhreyfinguna
í dag sem eina af stoðum efna-
hagslífs þjóðarinnar. Harry
Frederiksen mundi timana
tvenna, — hann var virkur liðs-
maður í hinni miklu uppbyggingu
s.l. hálfa öld.
Starfssaga og saga Sambands-
ins segir þó ekki nema hluta af
ævisögu Harry Frederiksen. Það
er önnur hlið er snýr að einkalífi
og fjölskyldu enda þótt oft tvinn-
ist saman starf og einkalíf manna.
Harry var gæfumaður i einka-
lífi. I Sambandinu kynntist hann
fallegri og góðri konu, Margréti,
kjördóttur Jóns bónda að Saurbæ
i Vatnsdal og siðar þingvarðar
Hjartarsonar. Margrét starfaði
um árabii á skrifstofu Sambands-
ins í Reykjavik og naut þar
trausts og virðingar fyrir dugnað
í störfum.
Þau Margrét og Harry giftu sig
19. april 1945. Var það mikill
gæfudagur i lifi þeirra beggja.
Harry eignaðist framúrskarandi
góða og velgerða konu, perlu að
manni og ekki er of sagt að
Margrét beri nafn með réttu. Þau
Margrét og Harry voru mjög sam-
rýnd enda hjónaband þeirra að
sama skapi farsælt. Þau eignuð-
ust tvö börn, Ólaf og Guðrúnu,
sem gift er Halldóri Sigurðssyni,
endurskoðunarnema og eiga þau
8 mánaða gamla dóttur, Eddu
Hrund. Litla dótturdóttirin var
mikið augnayndi af afa sins og nú
í sorg fjölskyldunnar er hún stóri
sólargeislinn.
Það verða margir sem sakna
Harrys Frederiksen, bæði hér
heima og erlendis. Samstarfs-
menn hans í Sambandinu minnast
vinar og góðs félaga. I fram-
kvæmdastjórn Sambandsins er
nú autt sæti. Hópurinn þar hefur
undanfarin ár verið sérstaklega
samstæður, að mínu mati. Það eru
einhver ósýnileg bönd vináttu,
sem tengja menn þar saman. Þótt
skoðanir geti verið skiptar, þegar
mál þarf að brjóta til mergjar eða
ráða fram úr stórum vandamál-
um, er fyrir hendi sú tilfinning að
menn séu I sama báti, menn beri
sameiginlea mikla ábyrgð, ábyrgð
á framtíð Sambandsins og sam-
vinnuhreyfingarinnar. Það er
mikilsvert fyrir Sambandið að
þessi samábyrgð sé fyrir hendi,
þvi hún leggur grundvöll að
sterkri framkvæmdastjórn. Þá tel
ég, að vissar tilfinningar sem við í
framkvæmdastjórn Sambandsins
berum gagnvart hver öðrum eigi
dýpri rætur í hjörtum okkar en
við gerum okkur grein fyrir dags
daglega og tengi okkur enn sterk-
ari vináttuböndum. Þess vegna
verður söknuðurinn meiri, þegar
félagi fellur frá. Minningin um
Harry Frederiksen er minning
um góðan dreng. Hann hafði
djúpan skilning á þeim hugsjón-
um sem samvinnustefnan byggist
á. Hann var gæddur persónuleika,
sem bjó yfir sérstakri fágun og
prúómennsku, hógværð en glað-
værð og hann átti gott með að
blanda geði vió fólk, þótt hlé-
drægur væri að eðlisfari. Harry
var sérlega iðjusamur og skyldu-
rækni og samviskusemi vorú föru-
nautar hans. Mér eru sérstaklega
minnisstæóir þrír mannkostir
Harrys: Að vera ætið tilbúinn að
hlýða kalli, þegar óskað var eftir
að hann tæki að sér ákveðin störf
eða leysti ákveðin verkefni; hve
verkefni voru fljótt af hendi
leyst; og hve pössunarsamur hann
var í starfi.
Þessir mannkostir, sem hér
hafa verið nefndir og aðrir
ónefndir liggja að baki þeirrar
giftu, sém Harry átti til að bera i
störfum. Hann gegndi mjög
erfiðu og umfangsmiklu starfi
innan Sambandsins en bar gæfu
til þess að leysa það farsællega af
hendi. Slíkan dóm hlýtur Harry
Frederiksen að fá þegar hann er
allur.
Ég vil að lokum flytja Harry
þakkir frá Sambandinu og sam-
vinnuhreyfingunni fyrir hálfrar
aldar starfið. Ég þakka honum
persónulega vináttu og góð kynni
um nær 30 ára skeið.
Megi blessun guðs fylgja hon-
um í nýjum heimi, þar sem lffsins
ljós lýsir á eilífðarbraut.
Við hjónin sendum Margréti
konu Harrys, börnunum, tengda-
syni og litlu dótturdótturinni og
öðrum ættingjum, okkar innileg-
ustu samúðarkveójur. Guð gefi
ykkur styrk i sorg.
Erlendur Einarsson
Kveðja frá félögum f fram-
kvæmdastjórn Sambands
fsl. samvinnufélaga
Vinur okkar og samherji, Harry
O. Frederiksen, er hniginn að
velli, mitt i önn dagsins.
Miðvikudaginn 29. janúar sat
hann með okkur fund i fram-
kvæmdastjórninni, glaður og reif-
ur. Þegar við hittumst næst, réttri
viku síðar, var sæti hans autt.
Hins vegar á blaðið, þar sem hann
hafði sjálfur ritað fundargerð sið-
asta fundar.var nú færð til bókar
hinsta kveðja okkar til látins fé-
laga og vinar.
Engum okkar duldist, að hér
var flett blaði i tvíþættri merk-
ingu þeirra orða. Um leió og
Harry Frederiksen skrifaði nafn
sitt undir siðustu fundargerðina,
sem hann færði i letur sem ritari
framkvæmdastjórnar Sambands-
ins, var á enda runninn starfsfer-
ill, sem var ekki aðeins óvenju
langur, heldur og gæddur óvenju-
legri farsæld. Hann gekk ungur í
þjónustu Sambandsins og vann
því síðan til hinsta dags af fágætri
trúmennsku. Merku framlagi
hans i þágu islenskra samvinnufé-
laga og islensks atvinnulífs munu
gerð skil á öðrum vettvangi.
Handan við fátæklegan búning
þessara kveðjuorða leynast hugs-
anir og tilfinningar sem slungnar
eru mörgum þáttum. Hinn gild-
asti þeirra er tengdur endurminn-
ingum um persónuleg samskipti
okkar við Harry Frederiksen.
Hvar sem spor hans lágu, gat ekki
hjá þvi farið, að ljúfmennska
hans og fáguð framkoma gæddu
umhverfið hió næsta honum sér-
stakri hlýju. Þegar hann nú er
horfinn af sjónarsviðinu, erum
við allir að fátækari. Hafi hann að
leióarlokum heila þökk okkar
allra fyrir langa og farsæla sam-
fylgd.
Eiginkonu hans, börnum og öðr-
um ættingjum vottum við dýpstu
samúð. A þessum sorgarinnar
degi biðjum við þau að minnast
þess, að
„minningin lifir,
þótt maðurinn deyi,
björt eins og sól
á sumarvegi."
Agnar Tryggvason
Guðjón B. Ólafsson
Hjalti Pálsson
Hjörtur Hjartar
Jón Þór Jóhannsson
Sigurður Markússon.
Fréttin um hið skyndilega
fráfall Harry Frederiksen fram-
kvæmdastjóra, kom sem reiðar-
slag yfir samstarfsmenn hans i
Vinnumálasambandi samvinnu-
félaganna.
Harry Frederiksen sat í stjórn
Vinnumálasambandsins frá upp-
hafi, eða frá árinu 1951. Var hann
varaformaður fyrstu árin, en tók
við formennsku af Vilhjálmi Þór,
fyrrverandi forstjóra S.I.S., árið
1955. Starfaði hann sem stjórnar-
formaður, utan 2 ár vegna starfa
hans erlendis, allt til ársins 1972
að hann sagði af sér formennsku.
Hafði hann þá starfað í stórninni
í 21 ár og þar af 15 ár sem formað-
ur.
Síðustu árin og allt til dauða-
dags sat hann í stjórn Vinnumála-
sambandsins sem varaformaður
fyrir sérstaka beiðni meðstjórnar-
manna sinna, sem óskuðu eftir
þvf að samtökin fengju enn um
sinn að njóta mikillar reynslu
hans á vinnumálasviðinu.
1 starfi sínu sem formaður
Vinnumálasambands Samvinnu-
félaganna ávann Harry Frederik-
sen sér sérstakt traust og virðingu
hvort sem var meðal félaga
Vinnumálasambandsins eða
hinna ýmsu forystumanna verka-
lýðsfélaganna. I langvinnum og
erfiðum samningsgerðum á
vinnumarkaðinum vann hann
mikið og óeigingjarnt starf fyrir
samtök sín og ófáar eru þær vöku-
næturnar, sem hann þannig bætti
við annars sinn langa vinnudag,
sem framkvæmdastjóri Iðnaðar-
deildar S.I.S. Stendur Vinnumála-
sambandið i þakkarskuld við
hann fyrir trausta forystu og vel
unnin störf.
Við, sem störfuðum með Harry
Frederiksen i Vinnumálasam-
bandinu, minnumst hans fyrst og
fremst sem góðs drengs, sem
mannbætandi er að hafa átt sam-
leið með. Við kveðjum hann
hinstu kveðju með virðingu og
þökk og sendum eiginkonu hans
og fjölskyldu okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Stjórn og framkvæmdastjóri
Vinnumálasambands
samvinnufélaganna.
Kveðja frá Knattspyrnufélag-
inu Fram.
Harry O. Frederiksen var einn
þeirra, sem tóku þátt í að endur-
reisa Fram seinast á þriðja ára-
tugnum. Þá hafði félagið verið í
mikilli lægt um nokkurt skeið.
Svo öflugt var þetta átak, að það
var likt og nýir vindar blésu á
brott deyfð og drunga. Og nú voru
segl þanin til djarflegrar sigling-
ar. Með öllu er óvíst, að Fram
væri við lýði í dag, ef átak þessara
manna hefði ekki komið til á
réttu augnabliki. Þess vegna
standa Framarar i mikilli þakkar-
skuld við Harry O. Frederiksen
og þá mætu menn, sem reistu
félagið við og héldu merki þess
hátt á loft á næstu árum.
Harry O. Frederiksen var ekki
aðeins virkur i félagsstörfum
heldur einn af beztu kappliðs-
mönnum Fram á þessu tímabili.
Hann lék með meistaraflokki og
jafnfram gengdi hann störfum i
stjórn Fram, ýmist sem ritari eða
gjaldkeri, unz hann réðst til
starfa erlendis fyrir Samband is-
lenzkra samvinnufélaga 1937. Þá
rofnaði samband hans við félagið,
þótt hann fylgdist ætið með því úr
fjarlægð.
Það var svo fyrir aðeins þremur
árum, að Harry kom til starfa
aftur hjá Fram. Og aftur tók hann
þátt í endurreisnarstarfi. Full-
trúaráð félagsins var endurvakið,
og vart var hægt að hugsa sér
ágætari mann en Harry til að
veita þvi forystu. Var hann kjör-
inn formaður fulltrúaráðsins og
gegndi þvi starfi til dauðadags.
Fyrir störf sin að iþróttamálum
hlaut hann margvíslegan heiður,
m.a. var hann sæmdur gullmerki
ISI.
Nú er skarð fyrir skildi. Af
sjónarsviðinu er horfinn góður og
gegn félagi, sem mikið traust var
borið til. Nýlega hafði hann boðað
stjórn félagsins á sinn fund til að
ræða fjáröflunarleiðir vegna
þeirra byggingaframkvæmda,
sem félagið stendur i um þessar
mundir. 1 þeim efnum var hann
stórhuga. Það kemur nú i hlut
annarra að taka við merkinu. En
áreiðanlega verður áfram unnið í
anda Harrys O. Frederiksen.
Um léið og stjórn Knattspyrnu-
félagsins Fram þakkar þessum
látan forystumanni ómetanlega
störf og órofa tryggð við félagið,
er fjölskyldu hans vottuð dýpsta
samúð.
Alfreð Þorsteinsson.
Sú harmafregn barst mér
sunnudaginn 2. febrúar, að Harry
Frederiksen, framkv.stjóri Iðnað-
ardeildar Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, hefði látist þá um
morguninn, nýkominn i fri suður
í lönd.
Harry Frederiksen var fæddur
i Reykjavík 15. marz 1913 og því
aðeins 61 árs, er hann lést. For-
eldrar hans voru hjónin Age M.C.
Frederiksen og Margrét Halldórs-
dóttir.
Hann byrjaði snemma að vinna,
seldi blöð í Reykjavík, var smali í
sveit, fór á síldveiðar fyrir Norð-
urlandi með föður sínum, var
sendill o.s.frv. Hann var heldur
ekki gamall, þegar hann byrjaði
að vinna hjá S.I.S., aðeins 14 ára.
Það vantaði þvi ekki mikið á, að
hann hefði unnið 50 ár fyrir Sam-
vinnuhreyfinguna. A þessum
langa starfsaldri var Harry búinn
að kynnast mörgum störfum Sam-
bandsins, bæði innanlands og ut-
an, þannig að fáir munu hafa
þekkt starfsemi þess betur.
Þegar Iðnaðardeild Sambands-
ins var stofnuð, var Harry falið að
byggja hana upp og stjórna henni.
Var hann framkvæmdastjóri
hennar frá upphfi til dánardags.
Þær voru orðnar margar ferð-
irnar, sem Harry fór milli Reykja-
vikur og Akureyrar frá þvi að
Iðnaðardeildin var stofnuð, en á
Akureyri eru verksmiðjur S.I.S.
aðallega staðsettar. Undir stjórn
Harrys hafa verksmiðjurnar
margfaldast að stærð og afköst-
um. Allar hafa þær verið endur-
byggðar á timabilinu og flestar
frá grunni, og er hver þeirra
stærst sinnar tegundar á Islandi.
Leiðir okkar Harrys lágu fyrst
saman í árslok 1949, er ég réðst til
starfa hjá honum i Iðnaðardeild-
inni. Alla tið siðan höfugi við haft
mikil samskipti og ævinlega góð.
Harry Frederiksen var einstak-
lega samviskusamur og vandvirk-
ur við öll sín störf. Hann var
mikill íþróttamaður á yngri árum
og unnandi íþróttamála til hinsta
dags. Hann var sívinnandi, enda
störfum hlaðinn eins og gefur að
skilja. Harry kunni þá list að
segja frá. Oft, þegar hann kom
norður til okkar á Akureyri, var
sest niður að loknu dagsverki og
spjallað saman. Þá var gaman og
fróðlegt að heyra hann segja frá
ýmsu, sem á dagana hafði drifið.
Væri óskandi, að margt af því
væri til prentað, þar sem lýsingar
hans voru bæði lifandi og ýtarleg-
ar.
Harry Frederiksen var kvæntur
Margréti Jónsdóttur, Hjartarson-
ar frá Saurbæ í Vatnsdal, mikilli
ágætiskonu. Voru þau hjónin
mjög samhent um að skapa fallegt
menningarheimili, þar sem gott
var að koma, enda bæði gestrisin
og elskuleg. Börn þeirra eru tvö,
Ólafur útvarpsvirki og Guðrún,
gift Halldóri Sigurðssyni, endur-
skoðenda.
Nú er Harry genginn fyrir ald-
ur fram. Enginn getur um það
dæmt, hvað bugar heilsu manna,
en sennilegt er, að ofreynsla hafi
átt þar mikinn hlut að.
Abyrgðarþungi erilsams starfs,
samviskusemi og ósérhlífni, sem
engin takmörk eru sett, geta bug-
að heilsu hvers manns.
En þótt ævi Harrys Frederik-
sens yrði styttri en maður hefði
vænst og óskað, var hann gæfu-
maður.
Honum hlotnaðist sú gæfa að
eiga góða konu og börn og leysa af
hendi mikið og vandasamt lífs-
starf og unna þvi starfi sinu og
ganga að þvi af alúð og dugnaði.
Við Norðanmenn kveðjum
Harry Frederiksen með miklum
söknuði og virðingu.
Fjölskylda min og ég vottum
frú Margréti og börnunum þeirra
okkar innilegustu samúð.
Hjörtur Eirlksson.
I dag þriðjudaginn 18. febrúar,
fer fram frá Dómkirkjunni útför
Harry Frederiksen, en það var
siðla sunnudagskvöldsins 2. febr.
sl., að okkur hjónunum barst sú
sorgarfregn að minn kæri frændi
og húsbóndi hefði orðið bráð-
kvaddur suður á Kanaríeyjum þá
fyrr um daginn.
Fljótt skiptast veður i lofti og
var þetta óvænt harmþrungin
fregn, en tveim dögum áður höfð-
um við kvaðst á skrifstofunni
hans og Harry var svo hress og
ánægður yfir þvi að vera nú áð
fara í þriggja vikna fri til sólar-
landa með konu sinni og syni.
Harry Frederiksen var fæddur
15. marz 1913 i Reykjavik, en for-
eldrar hans voru Aage C.
Frederiksen vélstjóri og Margrét
Halldórsdóttir Frederiksen, en
Harry var næstelstur af sjö
systkinum, sex bræðrum og einni
systur.
Harry hóf ungur að árum störf
hjá Sambandi Isl. samvinnufélaga
og helgaði hann samvinnuhreyf-
ingunni alla sína starfskrafta um
nær 50 ára skeið. Innan sam-
vinnuhreyfingarinnar og út á við
gegndi hann mörgum ábyrgðar-
og trúnaðarstörfum sem ég ætla
ekki að rekja hér, þar sem það
verður gert ítarlega af öðrum.
Þau eru orðin nokkur mörg árin
sem ég hefi starfað með Harry í
Iðnaðardeild Sambandsins og
minnist ég nú þessa ágæta sam-
starfs með söknuði og þakklæti.
Harry var góður og réttsýnn hús-
bóndi, enda virtur af sinu sam-
starfsfólki. Hann var ákveðinn i
skoðunum og vissi hvernig hann
vildi láta vinna og standa að hin-
um ýmsu verkefnum fyrir sína
deild, jafnframt því sem hann var
ætið tilbúinn til að hlusta á tillög-
ur og rök sinna samstarfsmanna
ef svo bar undir.
Þeir urðu oft langir vinnudag-
arnir hjá Harry, en starf hans var
geysi umfangsmikið og erilsamt.
Margar urðu ferðirnar hans til
Akureyrar til þess að sinna mál-
efnum verksmiðja Sambandsins
þar, en á Akureyri er íslenzkur
samvinnuiðnaður hvað blómleg-
astur. Oft fór Harry til útlanda i
viðskiptaerindum og mætti þar
sérstaklega nefna margar ferðir
hans til Moskvu i sambandi við
ullarvörusamninga fyrir Gefjun
og Heklu og til Finnlands vegna
sölusamninga á skinnum og
skinnavöru fyrir Iðunni og Heklu.
Fyrir utan dagleg stjórnunarstörf
á skrifstofu sinni hér, þá voru
undir yfirstjórn hans hér i
Reykjavík fyrirtækin Fataverk-
smiðjan Gefjun, Verzlunin Gefj-
un, Lager Iðnaðardeildar og Jöt-
unn hf., og svo Verksmiðjan Hött-
ur i Borgarnesi. Margvísleg
nefndar- og frundarstörf tóku
einnig drjúgan tima í hans dag-
lega starfi.
Harry var mikið fyrir iþróttir á
yngri árum og starfaði mikið fyrir
félag sitt Fram og gegndi þar
trúnaðarstörfum til æviloka. Er
honum gafst tími til frá sínum
störfum, þá hafði hann yndi af að
geta komist í laxveiði eöa útreiða-
túr, en hann og sonur hans áttu
saman hina ágætustu gæðinga.
Harry átti þvi láni að fagna að
vera kvæntur góðri konu, Mar-
gréti Jónsdóttur Frederiksen,
sem stóð við hlið hans i starfi og
sá um hið myndarlega heimili
þeirra. Börn þeirra eru tvö: Ölaf-
ur sem er útvarpsvirki og Guðrún
sem er húsfreyja og kvænt Hall-
dóri Sigurðssyni. Dóttir Guðrúnar
og Halldórs er Erla Hrund á
fyrsta ári og var hún mikill auga-
steinn afa sins.
Ég hef verið beðinn um fyrir
hönd starfsfólks Iðnaðardeildar-
innar að skila hinztu kveðjum og
láta i ljós þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast og starfa með
svo ágætum heiðursmanni sem
Harry var.
Aó leiðarlokum þakka ég Harry
góða samvinnuogvináttu viðmig
og mitt fólk, og við hjónin send-
um konu hans, börnum og öðru
venzlafólki okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
Guð að styrkja þau á sorgar-
stundu.
Steinar Magnússon.
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línubili.