Morgunblaðið - 18.02.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975
5
ÞAÐ liggur í augum uppi, að
norrænir rithöfundar hafa á
siðasta áratug dregið pólitiska
þanka í vaxandi mæli inn i
skáldskap Sinn. Æ fleiri rithöf-
undar hafa meðvituð pólitísk
markmið með verkum sínum
eða þeir stilla fram persónum
sínum og umhverfi á bakgrunni
félagslegra og efnahagslegra
skilgreininga. Og fyrir utan
skáldskap sinn tala skáldin og
skrifa um pólitík.
Jafn augljóst er, að stjórn-
málamenn fjalla í stöðugt
minni mæli um bókmenntir og
listir, nema um sé að ræða að
gera þær óskaðlegar. Það, sem
ég tala um nú, er séð frá
dönsku sjónarhorni og ég bið
fyrirfram afsökunar, ef ég
móðga með því listelskandi Is-
lendinga, Norðmenn, Finna,
Færeyinga og Svía.
I pólitiskum ræðum heyrist
afar sjaldan vísað til eða vitnað
í bókmenntir eða höfð af þeim
not á annan hátt. Það kom mér
því þægilega á óvart, þegar for-
seti Norðurlandaráðs, Ragn-
hildur Helgadóttir, vitnaði í
Shakespeare i ræðu sinni í gær.
Gjarnan er litið á pólitik sem
list hins mögulega og svo virð-
ist, sem stjórnmálamennirnir
líti þar af leiðandi á list sem
pólitík hinna ómögulegu,
utopiur einar og gefi henni
þess vegna ekki gaum. Einnig
mætti þó reyna að lita á list sem
mögulega pólitík.
Torben Broström magister flytur ræðu sfna um Hannu Salama.
einnig hinar niu bækurnar,
sem verðlaunanefndin fjallaði
um — ekki sizt með það i huga,
að opinber öfl i Finnlandi
gerðu mikið til að koma í veg
fyrir að fólk — og þau sjálf —
læsi fyrri bækur Salamas rétt.
Ég hugsa allt aftur til þeirra
tima í kringum 1964, þegar
„Jónsmessudansinn" var rit-
skoðaður.
Það var tilraun til að koma i
veg fyrir, að við læsum um við-
brögðin við þeirri pólitík, sem
þá var viðhöfð, það er að segja
heyrðum rödd þeirra, sem
stjórnað var. Þvi að — eins og
áður sagði, — bókmenntirnar
eru meðal annars svar við ráð-
andi pólitík, blæbrigðaríkari
rödd en sú, sem heyrist á kosn-
ingadaginn. En jafnframt eru
þær einnig stjórnandanna eigin
— kannski niðurbælda — innri
rödd. Hin mikla skáldsaga Sala-
mas sýnir, að eiginlega falla
þessar raddir saman.
Hinn finnski titill bókarinnar
merkir í nokkurn veginn orð-
réttri þýðingu „Enginn
verknaður án vitna“ — og
byggist á þvi, að fyrr eða siðar
komi allt fram í dagsljósið,
einka- og opinberar ástæður að-
gerða. Og skáldsagan er i sjálfu
sér rannsókn, uppljóstrunarfrá-
sögn. Raunar á sömu linu og
önnur verk, sem Norðurlanda-
ráð hefur verðlaunað, svo sem
„Slavernes Öer“ eftir Thorkild
Hansen, „Anna (jeg) Anna“
RFIHOFUNDAR FJAILA Æ MHRAIM POUTIK OG
STJÓRNMÁLAMENN Æ MINNA UM BÓKMENNTIR
Rœða Torbens Broströms mag-
isters við afhendingu bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs 1975
En það eru þó stjórnmála-
mennirnir, sem hafa stofnað til
bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs — og tónlistarverð-
launa. Þegar maður les um út-
gjöld til iista og menningarlífs
yfirleitt fær maður þá hug-
mynd, að þau séu eitthvert
einangrað atriði, við hliðina á
stjórnmálalífinu, kurteisisvott-
ur við verðmæti, sem yfirleitt
tilheyra ekki starfinu. I álits-
gerðum og skýrslum er talað
um þýðingu listarinnar, en ekki
um það sagt hver sú þýðing sé.
Ekkert áþreifanlegt, engin
dæmi.
I tilefni af verðlaunaskáld-
sögu Hannu Salamas höfum við
áhuga á því að leggja áherzlu á
skyldleika stjórnmála og lista.
En með hvers umboði tala ég
hér? Ég á að tjá viðurkenningu
Norðurlandaráðs á listrænu
starfi Hannu Salamas. Og gagn-
vart Norðurlandaráði og al-
menningi á ég að rökstyðja val
bókmenntanefndarinnar áþess
ari bók. Skáldsagan „Siiná
nákijá missá tekijá — sem á
sænsku heitir „Kommer
upp í tö“ gerir manni auð-
velt að sjá hinn umrædda
skyldleika milli stjórnmála
og lista. Hvort tveggja eru
þetta, eða geta verið,
dæmi um skapandi hugsun
um sömu mannlegu tilveru,
annars vegar raunverulega,
hins vegar ímyndaða. Sérkenni
listarinnar er, að þessi reynslu-
heimur er settur fram sem
upplifun, sem heild og hefur
þannig dynamisk áhrif á hug-
myndaflugið. Með sinni sér-
stöku efnisþekkingu, vali, sam-
setningu og þó sérstaklega með
málinu — máli, sem verður að
standa i upprunalegu sambandi
við hlutina — eiga bókmennt-
irnar reynslumáta, sem víkkar
þekkingu okkar á manne'skjum,
á samfélagi, á stjórnmálum.
Ekki með einfaldri frásögu eða
speglun heldur með sköpun.
Það skiptir sérstaklega miklu
máli að gera sér grein fyrir því,
að heim^." skáldskaparins er
einnig viðfangsefni — eða
fórnardýr — stjórnmálanna.
Ég segi þetta meðal annars i
þeim tilgangi að fá sem flesta,
einnig hér, tiUÞess að lesa til
dæmis Hannu Salama og þá
eftir Klaus Rifbjerg „Baltut-
lámningen“ eftir P. O. Enquist
og „Ingenjör Andrés Luftfárd“
eftir P. O. Sundmann.
Skáldsaga Salamas fjallar um
ástandió í Finnlandi í Vetrar-
stríðinu og framhaldsstríðinu
og gerir grein fyrir hinum þjóð-
lega, pólitíska og andlega klofn
ingi i þjóðfélaginu. Hún notar
kommúníska fjölskyldu sem
spegil og sér ástandið frá sjón-
arhorni andspyrnuhreyfingar-
innar. Sonurinn í fjölskyld-
unni, Harri Salminen, hefur
gerzt rithöfundur og er efni
skáldsögunnar eiginlega efnis-
söfnun hans, mest bein frásögn
verkakonunnar Maiju, i tal-
máli, og manns hennar Sánttu
Salminen, samtvinnuð sjálfs-
ævisaga þeirra tveggja, rofin
frásagnarþáttum og sérstökum
skýrslum. Lesandinn fær
þannig heilmikla málefnalega
vitneskju í formi upplifunar
um hin stórpólitisku áhrif á
meðvitund ættarinnar, fjöl-
skyldunnar og einstaklingsins
og um þau tilveruvandamál,
sem upp koma i samskiptum
hinna einstöku persóna. Maður
les um hjónabandsvandamál,
um hrottaskap lögreglunnar,
um pyntingar, skemmdarverk
og neðanjarðarstarfsemi. Þetta
er það sem kallast „afstöðu“-
skáldsaga, en hún afhjúpar
óttalaust ófullkomleika mann-
eskjunnar og eyðileggj-
andi áhrif valdabaráttunnar.
Sú kúgun, sem viðgengst i
starfi fjölskyldunnar, í
hjónabandinu, svarar til
hinnar pólitísku baráttu. Þar
sést hvernig félagsskapur, per-
sónulegur og pólitískur, er
gegnsýrður af gagnkvæmri tor-
tryggni og uppljóstrunum
hvers um annan, og hér er ekki
gert upp á milli borgaralegra og
kommúnista enda þótt Salama
sé á bandi hinna kúguðu.
Áhrifamesti þáttur bókarinnar
fjallar um svikarann Jaska,
vinnufélaga Santtus. Hann
hefur ljóstrað upp um ungan
kommúnista, sem er pyntaður
til bana. Þessi Taisto er tákn
mótspyrnuandans, en i ljós
kemur, að kannski er það
afbrýðisemi sem verður honum
að falli. Hér eru átök skáldsög-
unnar i hnotskurn. Salama
hefur lagt út á hættubraut þess
sem kallast mætti viðmiðun
sektarvandamálsins, en það
hefur hann ekki einasta gert í
nafni listræns sannleika heldur
í nafni hins exístensíalistiska
sannleika. Við viljum gjarnan
fá ótvíræðar skýringar. En þær
fáum við ekki hjá Salama.
Hápunkturinn í þessari rann-
sóknarskáldsögu er bréf, sem
svikarinn Jaska lætur eftir sig,
hinn „heiðarlegi“ svikari, sá
sem ber kápuna á báðum öxl-
um, óhamingjusöm, sjálf-
byrgingsleg manneskja, fórnar-
lamb samfélags klofningsins.
Skáldsaga Hannu Salama um
það, sem fram kemur um mis-
tök fortiðarinnar er ekki
einasta rannsókn heldur og
sjálfsrannsókn, sem virkar
storkandi bæði til hægri og
vinstri og gagnvart lesandan-
um. Hún þyngir manni skap en
geislar frá sér hráum kærleika
til mannanna og samúð með
andmælum þeirra gegn tilveru,
sem stjórnendurnir marka.
Hún er sú niðurstaða, sem nú
leggur fyrir af listrænni at-
hugun og umfjöllun rithöfund-
arins — sem er tæpra 40 ára aö
aldri — á lifinu frá því 1961,
þegar hann kom fyrst fram á
sjónarsviðið með skáldsögu og
síðan smásögur, kvæðasafn, þá
fleiri smásögur og skáldsöguna
„Jag, Olli och Orvokki" (1968),
sem einnig var mælt með til
Framhald á bls. 37
• •
„Oldungar” keppa
r
á Islandsþinginu
ISLANDSÞINGIÐ 1976 hefst 15.
mars með keppni i landsliðsflokki
og benda líkur til að allir okkar
bestu skákmenn verði meðal þátt-
takenda utan stórmeistaranna
tveggja. Keppni í öðrum flokkum
hefst viku seinna, og verður sú
nýlunda í tilefni 50 ára afmæli
Skáksambandsins að teflt verður
í svokölluðum öldungaflokki og
verða meðal þátttakenda þeir
Baldur Möller, Ásmundur As-
geirsson, Arni Snævarr, Guð-
mundur Ágústsson og fleiri
kempur. Teflt verður i fyrsta sinn
um Islandsmeistaratitil kvenna
og stofnað til Bréfskákþings Is-
lands. Þá verður í tilefni afmælis-
ins boðið hingað landsliði Færey-
inga og verður háð landskeppni á
10 borðum, tvöföld umferð, fyrri
umferð hefst 24. mars. Ennfrem-
ur munu Færeyingar tefla við
önnur taflfélög. Aðalfundur
Skáksambandsins verður haldinn
dagana 5. og 6. apríl n.k.
Leiðrétting
1 Morgunblaðinu á sunnudag
féll niður nafn viðmælanda Ing-
veldar Hjaltested í viðtali á bls.
35. Það var Elín Guðjónsdóttir,
sem viðtalið tók.
Bezt að auglýsa
í Morgunblaðinu
OFT VAR ÞORF — EN NU ER NAUÐSYN
LÁTIÐ EKKI HINN
IMIALAÐA
ITTSÖLUMARKAÐ FRAM HJÁ YÐUR FARA.
IIREINT ÓTRÚLEG KJÖR.
MIKIÐ
VÖRUÚRVAL
70%
afsláttur
50
<@ji KARNABÆR
Utsölumarkaður Laugaveg 66