Morgunblaðið - 18.02.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.02.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975 25 Þátttaka brezkra kvenna í atvinnu- tífinu hraövaxandi — úr22% 1951 Í42% 1971 Mismunur kynjanna % 100 150_______200 II I I I I I I | I Fædd Deyja áfyrsta ári Deyja áaldrinum 1—14 ára Slösud f sjúkrahús á aldrinum 4—14 ára Við almennt skólanám til 17 ára aldurs Hefja háskólanám að loknu al- mennu námi í annað fullgilt nám að loknu almennu skólanámi Reykja reglulega á aldrinum 15—19 ára Giftast innan við tvftugt Giftast aftur innan við þrftugt I launuðu starfi (eldri en 15 ára) Aðild að Iffeyrissjóði 1 fullu starfi með 50 sterlings- punda vikulaun eða meira fullu starfi — vinna meira en 48 stundir á viku 1 fullu starfi, vinna yfirvinnu (verklega) Anægð í starfi Sagt upp eða gerð óþörf á vinnu- stað 1 verkstjórnar- eða fram- kvæmdastjórnarstöðum Aðild að klúbbum eða félögum Eiga eignir Teknir í vörzlu lögreglunnar Sek fundin um afbrot, sem koma til dómstóla Sek fundin um þjófnaði 1 fangelsi, að felldum sektar- dómi Sek fundin um minni háttar umferðarbrot Skráðir eiturlyfjaneytendur í meðferð hjá sjúkrahúsum og lækningastofum vegna kynsjúk- dóma 1 Sjúkrahús til meðferðar á hjartasjúkdómum, og háum blóðþrýsting eða gigtsótt t sjúkrahús vegna gigtarsjúk- dóma t sjúkrahús til meðferðar á æða- hnútum 1 sjúkrahús vegna slysa á aldrinum 15—44 ára 1 sjúkrahús vegna slysa á aldrinum 45—64 ára Eldri en sextfu ára Eldri en 65 ára og hrjáð af langvarandi veikindum Komin á ellilauna aldur en enn í launuðu starfi Einhleypir ellilaunaþegar eða meiri tekjur en 20 sterlings- pund á viku Dey ja á aldrinum 65—74 ára Eldri en 75 ára Eldri en 75 ára og búa ein liBBÍgllHliga %% % %% %%%%%%% 250 ¥T I FFFF^ ráááuTikftiftftLiiíLMiLikftiy _____________i Meðfylgjandi samanburðartafla ætti að gefa nokkra hugmynd um hlutskipti kvenna miðað við hlutskipti karla f ýmsum þáttum brezks þjóðlffs. A mörkum gráu og hvítu reitanna, þ.e. við 100% merkið, eru hlutskipti kynjanna jöfn. 1 töflunni er samanburðurinn ýmist byggður á beinni höfðatölu samkvæmt skýrslum, eða, — sérstaklega f sambandi við störf f atvinnulffinu — hlutfallstölur eru lagðar til grundvallar samanburði. 1 FYRSTA töfublaði vikuritsins „The Economist“ á árinu 1975, tfttnefndu kvennaári, birtist grein, þar sem nokkur saman- burður var gerður á ýmsum þátt- um f lífi, menntun og heilsufari karla og kvenna f Bretlandi og þátttöku f atvinnulffinu. Tölurn- ar, sem sá samanburður er byggð- ur á, eru úr ýmsum opinberum skýrslum frá sfðustu þremur árum og þar kemur m.a. fram, að enda þótt þátttaka kvenna í brezku atvinnulífi hafi stóraukizt sfðustu tvo áratugina, er enn áberandi minni hlutdeild þeirra í vfsinda- og tæknigreinum há- skólanáms en pilta, enn áberandi munur á launum þó hann hafi jafnazt talsvert á síðustu árum og enn tiltölulega fáar konur, sem komast f verkstjórnar- eða yfir- mannastöður. Samkvæmt skýrslum The Economist má gera ráð fyrir, að 700 börn hafi fæðzt í Bretlandi á fyrsta degi kvennaársins og þar séu stúlkur sennilega heldur færri en drengir. Hinsvegar verði hóparnir líklega orðnir nokkuð jafnir, þegar skólaaldri er náð vegna þess meðal annars, að fleiri drengir deyja á fyrsta aldursári en stúlkubörn og sömuleiðis af slysförum á fyrstu árum ævinnar. Blaðið gerir m.a. samanburð á slysatíðni meðal karla og kvenna og kemur þar fram, að meðal drengja eru slys miklu tíðari en meðal stúlkna — um helmingi fleiri drengir á skólaaldri, 5—15 ára, lentu slasaðir á sjúkrahúsi árið 1972. Sömuleiðis er slysatíðni algengari meðal karla i aldurs- flokkunum 15—44 ára. Oftast hef- ur sú skýring verið á þvi gefin, aó karlar sinni miklu hættulegri störfum en konur á þessum aldri, en hún er ekki einhlit, þvi við athugun kemur í ljós að fleiri karlar slasast innan veggja heimilisins en konur — og fleiri karlmenn láta lífið af völdum slysa heima fyrir en konur. Það er fyrst þegar konur eru orðnar há- aldraðar og farnar að detta, sem þeim hættir frekar við slysum heima við en körlum. Samanburður á skólanemend- um sýnir, að nokkurn veginn jafn margar stúlkur halda áfram námi og piltar, þegar skyldunámi lýkur — en talsvert miklu færri stúlkur fara i háskólanám. Þangað hefur ásókn stúlkna aukizt tiltölulega hægt síðustu tvo áratugina, að sögn blaðsins. Hinsvegar fara þær fleiri í sérnám ýmiss konar að skyldunámi loknu og í kennara- skólum eru þær þrefalt fleiri en piltar. I tækninámi eru piltar miklu fieiri. Arið 1973 fóru 2.3% allra skólapilta í Englandi og Wales í tækniskóla en aðeins 1,3% allra skólastúlkna. Fleiri piltar fara beint út í atvinnulífið en stúlkur að loknu skyldunámi og miklu fleiri piltar fara í störf, þar sem nám og þjálfun er innifalin, svo sem i iðngreinum. Þennan mismun segir blaðiö að megi skýra að verulegu leyti út frá kennsluháttum og venjum i Bretlandi. Hinsvegar er á það bent, að áhugi allra nemenda, bæði stúlkna og pilta, á vísinda- og tæknigreinum virðist um þess- ar mundir minnkandi. Að því er reykingum viðkemur virðist litill sem enginn munur , milli kynjanna nema i hæstu aldursflokkum, sem sennilega stafar að verulegu leyti af þeim hugsunarhætti, sem rikjandi var meðal þess fólks á yngri árum — fuilorðnar konur reykja minna en karlar vegna þess að ekki þótti hæfa að konur reyktu, þegar þær voru ungar. Árið 1972 reyktu um 40% brezkra ungmenna á aldrin- um 15—19 ára. Hlutfall reykinga- fólks var enn hærra á aldrinum 20—30 ára. Enn giftast konur yngri en karl- ar. Árið 1972 var meðalaldur karla, er þeir gengu í hjónaband í fyrsta sinn, rétt innan við 25 ára en meðalaldur kvenna tæpra 23 ára. Til þessa hefur stöðugt verið að lækka meðalaldur fólks við hjúskaparstofnun (árið 1901 var meðalaldur karla 27 ára er þeir gengu í hjónaband i fyrsta sinn en kvenna 25V4 ára) en nú virðist þetta aftur vera að bréytast og fólk gifta sig heldur eldra. Við giftingu i annað sinn eru karlmenn líka heldur eldri, eóa 45 ára að meðaltali en konur að meðaitali 41 árs. Jafnframt virð- ast fleiri karlmenn giftast öðru sinni en konur og því eru fleiri miðaldra konur og eldri konur, sem búa einar en jafnaldra karl- menn. Athyglisvert er að helm- ingi fleiri karlar, fráskildir eða ekkjumenn, á aldrinum 25—29 ára giftast «ftur heldur en fra- skildar konur eða ekkjur á þeim aldri. Þátttaka kvenna í atvinnulífinu hefur aukizt mjög hratt á síðustu áratugum, eða úr 22% árið 1951 í 42% árið 1971. Á sama tíma hefur hlutur einhleypra kvenna minnk- að, 55% þeirra gegndu störfum utan heimilis árið 1951 en 44% árið 1971, sem sennilega stafar af þvi hversu hæstu alduisflokkar einhleypra kvenna eru fjölmenn- ir. Hlutfall einhleypra karlmanna lækkaði á sama tíma úr 88% í 81%. Nærri þriðjungur þeirra kvenna, sem gegna störfum á vinnumarkaði, vinnur aðeins hluta úr degi og eru giftar konur og mæður þar í miklum meiri- hluta. 70% þeirra, sem vinna hluta úr degi, samkvæmt tölum frá 1973, vinna minna en 24 klst. á viku. Jafnvel meðal þeirra, sem voru i fullu starfi, var vinnuvikan að meðaltali um 8 klst. skemmri en hjá körlum. Jafnframt eru laun kvenna í fullu starfi sýnu lægri en laun karla. Árið 1973 var hlutfall kvenna í fullu starfi, sem höfðu yfir 50 sterlingspund á viku, að- eins 10% miðað við karlmenn í fullu starfi. Hinsvegar hafa laun kvenna hækkað hraðar síðustu f jögur ár en laun karla. Við könnun, sem gerð var árið 1971,.kom í Ijós, að hlutfallslega fleiri konur voru ánægðar með störf sin en karlar aó þeim var sjaldnar sagt upp starfi. Hinsveg- ar hættu konur oftar af persónu- legum ástæðum eða af heimilis- ástæðum. Til þessa hefur hlutfall kvenna í verkstjórnar- eða , yfirmanna- stöðum verið lágt en fer nú hækk- andi á mörgum sviðum. Hlutfall kvenna í skrifstofu- og þjónustu- störfum og störfum, sem krefjast ekki mikillar menntunar er tals- vert miklu hærra en karla og sjaldgæft er, að þær komist I topp- stöður vegna eigin verðleika. Sömuleiðis er sýnu lægra hlutfall kvenna, sem eiga eignir eða eru skráðar fyrir eignum en karlar, en fer þó stöðugt hækkandi, sér- staklega þar sem það gerist nú æ tíðara í Bretland’i, að hjón skrái húseign eða íbúð (sem oft eru einu eignirnar) á nöfn beggja. Tiltölulega færri konur ganga í klúbba eða taka þátt í félagsstarfi en karlar, sérstaklega þar sem slík starfsemi kallar þátttakendur út af heimilunum. Hinsvegar á þetta ekki við um stúlkur á ungl- ingsaldri, til dæmis fer skáta- drengjum fækkandi en skáta- stúlkum fjölgar og eru þær nú miklu fleiri innan hreyfingarinn- ar. Sjónvarp virðist hafa jafn mik- ið aðdráttarafl fyrir bæði kynin. Að því er viðkemur afbrotamál- um eru þau tíðust á aldrinum 17—21 árs, bæði meðal karla og kvenna, þó er minni munur á fjölda afbrotakvenna á þeim aldri og i öðrum aldursflokkum heldur en meðal karla. Innan við 19% afbrota kvenna eru framin á þess- um aldri, en rúmlega 26% af af- brotum karla. Miklu færri konur eru sekar fundnar um glæpi, sem koma til dómstóla, hinsvegar er ekki jafn mikill munur á fjölda kvenna og karla, sem lögreglan tekur i vörzlu sína einhverra hluta vegna og hefur það vakið þá spurningu, hvort konur sleppi auðveldlegar úr klóm réttvísinnar en karlar. Þar við bætist, að sýnu færri dæmdar konur eru sendar í fangelsi en dæmdir menn en það byggist aðallega á tveimur ástæð- um; annarsvegar, að miklu færri konur eru sekar fundnar um of- beldisafbrot (5% af afbrotum kvenna á móti 11% af afbrotum karla í Englandi og Wales árið 1973) og enn miklu færri um þjófnaði eða 4% á móti 18%; hinsvegar er sú ástæða, að fangelsun kvenna hefur í mjög mörgum tilfellum i för með sér að koma verður börnum, einu eða fleiri, fyrir hjá öðrum og verður þá að taka með i reikninginn þann kostnað, sem þjóðfélagið ber þar af og áhrifin á börnin. Mestur er munurinn á fjölda karla og kvenna, sem sekur er fundinn um minni háttar um- ferðarbrot, þar eru karlar langt- um fleiri, — en sá samanburður er ekki sanngjarn, því að svo miklu fleiri karlar aka enn bif- reið en konur og miklu fleiri karl- ar þurfa að flýta sér í umerðinni starfa sinna vegna. (Raunar hef- ur það komið fram í athugun á Norðurlöndum, að framkoma kvenna í umerðinni likist fram- komu karla, sem vinna sömu störf og þær. Yfirleitt eru konur taldar kurteisari, tillitsamari og varkár- ari undir stýri en karlar, en þar sem gerður var samanburður á konum og körlum í svipuóum störfum, er bæði voru timafrek og gerðar kröfur til einbeitingar, ákveðni og viðbragósflýtis var til- tölulega lítill munur á ökumáta kynjanna). Eiturlyfjaneytendur eru mlklu fleiri í hópi karla en kvenna i Bretlandi og kynsjúkdómar al- gengari, einnig komast sýnu fleiri karlmenn undir læknishendur sakir hjartasjúkdóma en gigt er algengari meðal kvenna, meðal annars vegna þess, að þær eru fleiri i hæstu aldursflokkunum. Þegar komið er yfir 65 ára ald- ur kvarta nokkurn veginn jafn- margir karlar og konur, hlutfalls- lega, um langvarandi veikindi eða óþægindi, enda þótt meðalaldur kvenna yfir 65 ára aldri sé hærri en karla. Hinsvegar búa konur eldri en 65 ára oftar við fátækt en jafnaldra karlar, sem kemur til af þvi, að fleiri karlar hafa aðrar tekjur en ellilífeyri úr trygging- um. Þegar komið er yfir 75 ára aldurinn er hlutfallið milli karla og kvenna tveir á móti fimm en yfirleitt eru konur fleiri en karlar allt frá 40 ára aldurstakmarki og er munurinn þeim mun meiri sem hærra kemur i aldursstigann. Konur geta búizt við að lifa sex árum lengur en karlar og giftar konur átta árum lengur en kvænt- ir menn. Þess vegna búa miklu fleiri konur yfir 75 ára aldri einar en jafnaldra karlmenn og fjör- gamlar konur, sem búa einar, eru helmingi fleiri en karlar á þessu síóasta aldurs skeiói lífsins. — mbj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.