Morgunblaðið - 22.03.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975 Svona er skatturinn reiknaður út I FRUMVARPI rfkisstjórnar- innar um ráðstafanir f efna- hags- og fjármálum felast veru- legar breytingar á skattkerfinu um leið og tekjuskattar eru lækkaðir. Meginbreytingarnar eru þessar: • Öll barnaívilnun, þ.e. fjöl- skyldubætur, persónufrádrátt- ur vegna barna <»g afsláttur frá tekjuskatti vegna barna, er sameinuð f einn afslátt, barna- bætur, sern greiðist, ef hann nýtist ekki til greiðslu á tekju- skatti, útsvari eða öðrum opin- berum gjöidum. 0 Persónufrádrætti hjóna og einstaklinga er breytt f persónuafslátt, sem eingöngu nýtist til greiðslu á tilteknum opinberuin gjöldum. • Skattþrep verða nú aðeins tvö f slað þriggja áður og sér- stakur skattstigi er fyrir hjón og annar fyrir einstaklinga. • Persónuafsláttur frá útsvari er hækkaður um 50%. Skattstiginn er þannig, að hjón greiða 20% af skattgjalds- tekjum allt að 850 þús. kr. en 40% af tekjum, sem þar eru umfram. Einstaklingur greiðir 20% af skattgjaldstekjum allt að kr. 600 þús., en 40% af tekj- um, sem þar eru umfram. Persónuafsláttur hjóna og einstæðra foreldra er 145 þús. kr. og dregst frá álagningunni. Persónuafsláttur einstaklinga er 97 þús. kr. Barnabætur fyrir fyrsta barn verða 30 þús. kr. og fyrir annað barn og fl. kr. 45 þús. Afsláttur hjóna og einstæðra foreldra frá útsvari verður kr. 10.500, einstaklinga kr. 7.500, fyrir barn 1.500 kr. og fyrir hvert barn umfram þrjú kr. 3.000. Gildandi lög: Hreinar tekjur — Persónufrádráttur Skattgjaldstekjur Af 40.600 kr. greiðast 20% eða Frá dregst skattafsláttur Umfram upp i önnur gjöld Frumvarpið: Hreinar tekjur (skattgjaldstekjur) 400.000 kr. Af þeim greiðast 20%, þ.e. Frá dregst persónuafsláttur Umfram upp í önnur gjöld 400.000 kr. 359.400 kr, 40.600 kr 8.120 kr. — 16.610 kr. — 8.490 kr. 80.000 kr. — 97.000 kr. — 17.000 kr. Ef tekið er dæmi af hjónum, sem hafa 905 þús. kr. í árstekjur og eiga tvö börn, kemur i ljós, að skattgreiðslur þeirra lækka um 96,43% frá því sem orðið hefði, ef núgildandi lögum væri beitt. Þetta sést i eftirfarandi töflu: Brúttó tekjur: 905 þ. kr; tekjur tii útsv: 868 þ. kr. tekjur til tsk. 725 þ. kr. Gildandi lög: Skattafsláttur umfram tekjuskatt (30.246) kr. Útsvar 86.400 kr. Kirkjugarðsgjald Mismunur 56.154 kr. 1.987 kr. + Fjölskyldub. 1975 -*• 58.141 kr. 20.000 kr. Nettó greiðsla 38.141 kr. Skv. frv: Persónuafsláttur til skuldajöfn. Útsvar ( 4.760) kr. 79.300 kr. Mismunur eftir gjaldajöfnun + Barnabætur 74.540 kr. 75.000 kr. Til endurgreiðslu eða frekari gjaldajöfnunar + Kirkjugarðsgjald ( 460) kr. 1.823 kr. Nettó greiðsla 1.363 kr. Hagsbót: 36.778 kr. Lækkun: 96,43%. Auk þessa ber að líta til þess að skv. gildandi lögum myndi á gjaldárinu 1976 verða lagður tekjuskattur, útsvar og kirkjugarðs- gjald að upphæð 6.290 kr. á fjölskyldubætur greiddar á árinu 1975 en barnabætur verða skatt- og útsvarsfrjálsar skv. frv. I eítirfarandi töflu má sjá hvernig tekjuskattur er reiknaður út samkvæmt gildandi lögum annars vegar og hins vegar samkvæmt írumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hagsbótin af kerfisbreytingunni fer hlutfallslega lækkandi eftir því, sem skattgreiðendur hafa hærri tekjur. Hjón með tvö börn, sem hafa 1.500 þús. kr. í árstekjur greiða 11,86% lægri gjöld skv. frumvarpinu en eftir núgildandi lögum. Eftirfarandi tafla sýnir þennan samanburð: Útreikningur á tekjuskatti A. Einhleypingur: Hreinar tekjur til skatts 600 þús kr. Gildandi lög: Hreinar tekjur — Persónufrádráttur Skattgjaldstekjur Af fyrstu 151.000 kr. greiðast 20%, þ.e. Af 89.600 kr. greiðast 30%, þ.e. Tekjuskattur — Skattafsláttur Skattur Frumvarpið: Hreinar tekjur (skattgjaldstekjur) 600.000 kr. Af fyrstu 600.000 kr. greiðast 20%, þ.e. 120.000 kr. Frá dregst persónuafsláttur — 97.000 kr. Skattur 23.000 kr. 600.000 kr. — 359.400 kr. 240.600 kr. 30.200 kr. 26,880 kr. 57.080 kr. — 16.610 kr, 40.470 kr. Brúttó tekjur: 1.500 þ. kr; tekjur til útsv: 1.437 þ. kr; tekjur til tsk: 1.167 þ. kr. Gildandi iög: Tekjuskattur umfram skattafslátt Útsvar Kirkjugarðsgjald + Fskjb. gr. 1975 Nettó greiðsla 110.225 kr. 149.000 kr. 259.225 kr. 3.427 kr. 262.652 kr. i- 20.000 kr. 242.652 kr. Skv. frv: Tekjuskattur umfram persónuafsl. Utsvar + Barnabætur Kirkjugarðsgjald Nettó greiðsla 143.702 kr. 141.900 kr, 285.602 kr. 75.000 kr. 210.602 kr. 3.263 kr. 213.865 kr. I þeirri töflu, sem hér fer á eftir sést, hvernig tekjuskattur er reiknaður út og hvernig persónuafslátturinn nýtist til greiðslu á öðrum opinberum gjöldum: Útreikningur á tekjuskatti og nýting persónuafsláttar B. Einhleypingur: Hreinar tekjur til Skatts 400 þús. kr., tekjur til útsvars 600 þús. kr. Hagsbót: 28.787 kr. Lækkun: 11,86%. Auk þess ber að líta til skatt-, útsvars- og kirkjugarðsgjaldsgreiðslu á árinu 1976 af fjölskyldubótum ársins 1975 sem að óbreyttum lögum yrði 10.330 kr. en barnabætur verða skatt- og útsvarsfrjálsar skv. frv. Hirtu geyminn á meðan bilstjór- inn skrapp inn! MAÐUR nokkur fór I sjúkravitj- un á Landspftalann um klukkan 16 í gær. Lagði hann bfl sfnum á bflastæði spftalans. Hann dvaldi inni tæpan hálftíma en þegar hann ætlaði að aka burt viidi bif- reiðin ekki með nokkru móti fara f gang sama hvað maðurinn reyndi. Fór hann að gæta að vél- inni og viti menn rafgeymirinn var horfinn! Hafa einhverjir bfræfnir náungar hirt geyminn á meðan maðurinn dvaldi innan- dyra. Bifreiðin er blágræn Sunbeam, og ef einhverjir hafa séð grunsamlega náunga vera að snuðra í kringum bflinn eru þeir beðnir að hafa samband við rann- sóknarlögregluna. Heimsóknar- tfmi stóð yfir og þvf væntanlega margmennt við spítalann. PANKI\ST<l\l< — 16 ára piltur fyrir bifreið 16 ÁRA piltur varð fyrir bíl í Ármúla síðdegis í gær. Hann var þegar fluttur á slysadeildina en reyndist ekki hafa slasazt mikió. Til öryggis var hann þó lagóur inn á Borgarsjúkrahúsið. Fulltrúar ASÍ og VSÍ um frumvarp ríkisstjórnariimar: ASÍ: Nær of skammt — VSÍ: Hjálpar til að brúa bilið EKKERT markvert gerðist á samningafundi milli aðila vinnumarkað- arins í gær, en nýr fundur hefur verið boðaður í dag klukkan 14. I gærkveldi höfðu um 30 aðildarfélög innan Alþýðusambands Islands boðað vinnustöðvun frá og með 7. apríl. Morgunblaðið leitaði í gær upplýsinga aðila vinnumarkaðarins um viðbrögð þeirra við efnahags- málafrum varpi rfkisstjórnarinnar. Finnsku eiturefnin: Einar mótmælti óformlega „ÉG hcf látið f Ijós við finnska ráðamenn að við séum ekki ánægðir með þau áform finnska ríkisolfufélagsins að kasta eitur- efnum í Atlantshaf en ég hef aft- ur á móti ekki borið fram formleg mótmæli íslenzkra stjórnvaida við þessari ákvörðun," sagði Ein- ar Ágústsson, utanrfkisráðherra, í samtali við Morgunblaðið f gær, en hann var þá staddur í Helsinki á fundi norrænna utanríkisráð- herra. Einar sagði ennfremur, að hon- um hefði verið heitið að fá skýrslu um það hvernig þessu máli væri raunverulega háttað. Finnsk stjórnvöld héldu þvi þó fram, að ekki væri til neinn bók- stafur sem bannaði aðgerðir af þessu tagi. Einar kvað hér um að ræða um 690 tunnur af arseniki, >em ætti að fleygja við vestur- strönd Afríku. Utanríkisráðherra sagði að mikið væri skrifað um þetta mál í finnsk blöð og einkum í þá veru að ætlunin hefði verið aó lauma eiturefnunum úr landi. Auk þess væru í sumum blöðun- um tilgátur um að þetta væri e.t.v. ekki í fyrsta sinn sem aðgerðir af þessum toga ættu sér stað. Um fund utanrikisráðherra Norðurlanda sagði Einar, að hann hefði verið með hefðbundnum hætti og lítill sem enginn ágrein- ingur komið fram. Sameinuðu þjóða-málin kæmu ekki til um- ræðu fyrr en á haustfundum ráð- herranna, en það væri helzt í af- stöðu til þeirra sem leiðir hinna norrænu ráðherra skildi. Minningarsýning MINNINGARSÝNING Guðmund- ar frá Miðdal er opin i Kjarvals- stöðum og verða síðustu sýningar- dagar nú laugardagur og sunnu- dagur. Verður sýningin opin báða dagana frá klukkan 14 til 22. Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambandsins sagði að þeir hjá sambandinu hefðu verið að reyna að gera sér grein fyrir innihaldi frumvarpsins og sagði hann, að þvf miður sýndist sér, að umbjóð- endur ASÍ fengju minna út úr þvi en vonazt hafði verið eftir. Björn sagði að þær viðmiðanir, sem notaðar hefðu verið við útreikn- ing á því hvað unnt væri að meta þetta f kaupi, voru nokkuð vafa- samar Samkvæmt eldra skatta- kerfinu kvað hann reiknað með 11% til útsvars og einnig i nýja kerfinu. „Við teljum hins vegar að eldra kerfið hafi verið með 10%, þannig að frá því sjónar- horni séð minnkar þetta frá þeim tölum, sem nefndar eru í athuga- semdum frumvarpsins, um það bil um 1%. Um lækkun óbeinu skattanna sagði Björn að hún myndi ef hún kæmi öll í gegnum kerfið til neyt- enda, gegnum iðnað og verzlun. verða metin á um 1%. Hins.vegar kvað hann mikinn vafa á því að þetta kæmi allt til skila, þar sem um *er að ræða niðurfellingu á tollum til iðnaðarins og niður- fellingu á söluskatti á vörum, sem ekki eru háðar verðlagsákvæðum. „Þess vegna er alls ekki öruggt að lækkanirnar komist alla leið til neytenda". „Svona í heild vorum við að vona," sagði Björn, „að unnt reyndist að gera það úr 2 þúsund milljónum, að það gæti jafngilt svona 6% í kaupi, en okkur sýnist að þetta sé í mesta falli milli 4 og 5%, sem unnt væri að meta þetta." Björn sagði að i sambandi við Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.