Morgunblaðið - 22.03.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.03.1975, Blaðsíða 32
JMergunblabiti nucivsincnR ^-»22488 jWer0unl>labtþ RUCIVSUICHR 4á£*-*2248U LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975 ■# Hélt sig strandaðan í Surtsey — en var austan við Hjörleifshöfða: 21 skipverja var bjargað af brezka togaranum D. P. Finn Ljósm. Mbl.:Ol. K. M. Einn skipverja D.P. Finn stekkur um borð í gúmmí- bátinn. Aðrir skipverjar fylgjast spenntir með við bakborðssíðuna. Brezki togarinn D.P. Finn 11-332 strandaði um 5 sjómílur austur af Hjörleifshiifða, milli Blautukvfsl- ar og Dýralækjarkvíslar, um kl. 10.00 í gærmorgun. Vonzkuveður var þegar togarinn strandaði, en eftir hádegi lægði nokkuð, um leið og fjaraði. Björgunarsveit Siysavarnafélags Islands í Vík í Mýrdal bjargaði skipverjum, 21 að tölu, og var sfðasti maðurinn kominn á land á nftjánda tíman- um í gærkvöldi. Auglýsend- ur athugið! AUGLVSINGAR, sem birtast eiga í páskablaðinu, sem kem- ur út á skírdag 27. marz, þurfa að hafa borist auglýsingadeild- inni fyrir kl. 18.00 mánudag- inn 24. marz. Matvörumarkaðssíðan mun birtast á miðvikudag og verða þvf tilkynningar á hana að hafa borist auglýsingadeild- inni fyrir kl. 18.00 mánudag. Við strandið hafði skipstjóri togarans, Gerry Brocklesby, sam- band við Vestmannaeyjaradfó og taldi hann skipið vera strandað á sunnanverðri Surtsey, eða um 50 sjómílur frá þeim stað er sfðar kom í ljós. Um stund gekk á ýmsu, varðskip hélt út frá Vest- mannaeyjum og sömuleiðis Lóðs- inn. Þá leitaði fjöldi togara og báta að hinum strandaða togara. Fljótlega kom f ljós, að togarinn var hvergi á Surtsey, og var farið að reyna að miða skipið betur út. Um hádegisbilið sáu skipverjar á báti, að skip var fyrir innan brim- garðinn austur á Hjörleifshöfða og voru þá björgunarsveit- ir Sivsavarnafélags íslands í Vík í Mýrdal, Alfta- veri og Meðallandi kallaðar út. Þá var haft samband við bandaríska flugvél sem var á leið frá Keflavík til Hafnar f Hornafirði. Staðfesti flugvélin um kl. 12.45 að togarinn væri strandaður skammt austan við Blautukvfsl á svo til sama stað og Grimsby Town strandaði 1949. Hannes Hafstein framkvæmda- stjóri Slysavarnafélags íslands, sagði að þegar hér hefði verið komið sögu, hefði björgunarveit- inni Víkverja verið snúið á þenn- an stað. Þangað hefði hún komið um kl. 14 og þá verið rok og nokkuð mikið brim á staðnum. Vel gekk að skjóta linu um borð, en hinsvegar gengu björg- unaraðgerðir ekki eins vel, vegna fákunnáttu Bretanna í að ganga frá línum björgunarstólsins. Um leið og staðsetning D.P. Finn hafði verið staðfest flugu blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins á strandstaðinn með flugvél frá Flugstöðinni. Þegar komið var yfir strandstað- inn var veður þungbúið, lág- skýjað og rok eflaust nokkuð á sandinum. Gátum við séð að björgunarsveitarmenn höfðu komið á einum 12 jeppum og var Framhald á bls. 18 kemur ekki út um þessa helgi né næstu helgar vegna pappírsskorts, en reynt verður að ráða bót á því eins fljótt og unnt er. 1 páskablaði Morgunblaðsins verður á hinn bóginn birt, auk annars efnis, efni, sem upp- haflega var ætlað Lesbók. Leggst Náttúruverndarráð gegn björgun úr Hvassafelli? — Um þriðjungi olíunnar hafði verið bjargað í gær— TEKIZT hafði að bjarga um 45 lestum af olfu úr Hvassafellinu, þar sem það er á strandstað í Flatey. Við björgunaraðgerðirnar var notaður hafnarbáturinn frá Akureyri og fór hann með í hverri ferð 12 lestir af olíu í Stapafellið, sem liggur fyrir utan strandstað. Að sögn Stefáns Bjarnasonar hjá Siglingamála- stofnuninni gekk björgunarstarf- ið vel og eru þessar 45 lestir um þriðjungur alls olíufarmsins. Þá var Kristinn Guðbrandsson, fram- kvæmdastjóri Björgunar h.f., á leið til Flateyjar f gær, en hann ætlar að freista þess að bjarga um 1.100 lestum af áburði, sem í skip- inu er. Þá mun og Náttúru- verndarráð hafa áhyggjur af björgunaraðgerðum vegna áburðarins, þar sem óttazt er að við þær verði jarðrask í eynni. Árni Reynisson, framkvæmda- stjóri Náttúruverndarráðs, sagði í gær að ekkert hefði enn komið formlegt um málið til ráðsins, en ýmsir aðilar hefðu bent á, að við björgunaraðgerðir á áburðinum þurfi að rjúfa náttúrulegan brimbrjót og verði það gert, muni sjór eiga greiðan aðgang inn á gróðurlendi eyjarinnar og skilja þar eftir varanleg gróðursár. Slík gróðursár geta aftur á móti verið Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.