Morgunblaðið - 22.03.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975 hæð tn ▲ 8 - 6 4 2 Mynd 1. Dcismi um myndurr hitcihvarfa við jörðu að nacturlagi. nótt J '\ dagur , ''S J1 L kl__A—l -10" 0" 10*20" hitastig Hitafar í lofti nœst jörðu —Frosthætta Hér verður i örstuttu máli greint frá hitafari i lofti næst jörðu að sumarlagi og hættu á næturfrost- um. Yfirborðslög jarðar hafa yfirleitt litla varmaleiðni. Varmi sólgeisl- lægsta hita sólarhringsins, er stærst við yfirborð, en minnkar, er ofar dregur. Gott dæmi um hitafar á heiðrik- um degi má sjá á 2. mynd, en hún sýnir lágmarkshita nætur og há- Mynd 2. Hómarks- og lágmarkshiti að Sóllandi í neðstu 2 metrum loft- hjúpsins á heiðskirum degi, 6. júlí 1968. unar að degi til dreifist þvi litið til dýpri laga, en þunnt yfirborðslag tekur miklum hitabreytingum frá degi til nætur, einkum þegar létt- skýjað er. Á sólríkum sumardegi verður hiti við yfirborð hár. Sið- degis tekur hann þó að lækka aftur, er útgeislun frá jörð nær yfirhöndinni. Útgeislunin er ósýni- leg langbylgjugeislun, sem veldur þvi, að yfirborðið kólnar ört og einnig það loft, sem næst er jörðu, einkum ef vindur er hægur. Lægst verður hitastigið við sólarupprás, en snemma nætur er svo komið, að hiti er lægstur við yfirborð, en hækkar með hæð í neðsta laginu, þar til hið almenna hitafall tekur við hærra uppi (sjá 1. mynd). Er þetta lag nefnt hitahvarf við jörð. í skýjuðu veðri er útgeislun frá yfirborði reyndar svipuð og i heið- rikju, en hún sleppur ekki óhindr- að út i geiminn. Skýin nema i sig geislunina og senda sina eigin langbylgjugeislun i staðinn niður til jarðar. Varmatap við yfirborð verður óverulegt og kólnun þess vegna litil. Mikill vindur kemur í veg fyrir myndun hitahvarfa (þrátt fyrir heiðríkju) á þann hátt, að hann feykir burt því lofti, sem er að kólna við yfirborð og flytur að annað hlýrra. Nýtt og nýtt loft kólnar við snertingu við yfirborð- ið. hver ögn kólnar litið, og ekkert hitahvarf myndast. í hægvirði er það aftur á móti sama loftið. sem er að kólna alla nóttina og kólnar þvi mikið. Af þvi, sem sagt hefur verið að framan má marka, að dagleg hita- sveifla, þ.e. bilið milli hæsta og Hætta á næturfrosti fer einnig mjög eftir landslagi. Kalt loft er þyngra en hlýtt og streymir þvi ætið til lægstu staða líkt og vatn. Lægðum, dalbotnum og flatlendi er þvf meiri hætta búin en hallandi landi (sjá 3. mynd). Unnt er að verjast næturfrost- um á ýmsan hátt. en oftast er það kostnaðarsamt. Flestar aðferðir miða að því að draga úr eða koma i veg fyrir myndun hitahvarfa við jörð. Þessar aðferðir eru helztar: veður markshita dagsins i neðstu tveim metrum lofthjúpsins 6. júlí 1968 að Sóllandi i Reykjavik Nætur- frost var við jörð þessa nótt, þótt i júli væri. I 5 sm hæð yfir grasi komst hitastig niður i -r-2° til -j-3°C, enda þótt i 2 m hæð kæm- ist hiti ekki niður i 5°C. Að degi til varð hiti hins vegar hæstur næst yf irborði. Næturfrost eyðileggja árlega mikil verðmæti fyrir bændum víða um heim. Á Íslandi eru það eink- um þeir, sem stunda kartöflurækt, sem verða fyrir skaða. Augljóst er af 2. mynd, að hætta getur verið á næturfrostum I gróðurhæð, enda þótt hiti sé vel yfir frostmarki i 2 m hæð, en i þeirri hæð er hitastig mælt við almennar veðurathugan- ir. Dæmi eru til, að lægsti hiti nætur geti orðið 10° lægri í 5 sm hæð en í 2 metra hæð, þegar skilyrði til mýhdunar hitahvarfa eru góð, en þau eru einkum heið- rikja og hægur vindur. Við þau hitaskilyrði, sem við búum við hérlendis er veruleg hætta á næturfrostum alla sumar- mánuði, en minnst þó um mitt sumar, þegar dagur er lengstur. h:eö eftir MARKUS Á. EINARSS0N a. Yfirbreiðslur. Gróður er t.d. hulinn með plastdúk. b. Ræktunarsvæði er lagt reyk eða þoku með þar til gerðum tækj- um. Þetta hindrar útgeislun. c. Blástur. Loftinu í gróðurreit- um er komið á hreyfingu með blásurum eða viftum. Aukin hreyf- ing loftsins veldur blóndun kalda loftsins við hlýrra loft ofar og dregur þannig úr frosthættu. d. Upphitun. Fjölda ofna er komið fyrir á gróðursvæðunum, og hita þeir upp loftið næst jörðu. e. Úðun. Gróðurinn er úðaður með vatni á meðan næturfrostið stendur. Vatnið frýs á blöðum jurt- anna og við það losnar varmi, sem heldur hitastigi blaðanna við frost- mark. Þessi aðferð kemur þvi að- eins að gagni, að frost sé vægt og standi stutt. Oða verður stöðugt meðan frostið stendur, en verði það of langur timi má reikna með, að ísingin verði of mikil og þung fyrir blöðin. Enn er ónefnd mikilvæg, en óbein vörn gegn næturfrostum, en það er skynsamlegt val garð- stæða, t.d. með tilliti til áhrifa landslags, sem áður voru nefnd. Að lokum má svo geta þess, að áhrif vindhraða á myndun hita- hvarfa við jörð gera það að verk- um, að hætta á næturfrostum er að öðru jöfnu meiri i skjóli en á bersvæði. Hins vegar leiðir skjólið til hagstæðari hitaskilyrða að degi til. Sjómanna- almanakið Um miðjan desember í haust kom út 50. árg: Sjómanna- almanaksins á vegum Fiski- félags Islands. Það er lítið vitað um skipastól landsmanna á fyrri timum annað en það að hann breyttist lítið öldum saman. Mér er ekki kunnugt um neina heildartaln- ingu á skipastólnum fyrr en þá sem Ölafur Stephensen gerði 1770 og þá var hann sem hér segir: 2 tólfæringar, 10 teinæringar, 386 áttæringar, 310 sexæringar, 223 fimm mannaför, 278 fjagra mannaför, 41 þriggja manna- far, 695 tveggjamannaför og 5 eins manns kænur. Fjöldinn er ekki lítill en lestatala þessa flota hefur ekki verið há. Likast til gefur þetta nokkuð góða mynd af flotanum um margar aldir eða allt fram á 19du öldina (1859—79) að þil- skipin komu til sögunnar. 1 búnaðarskýrslum 19du aldar er að finna tölur um skipaeignina en ekki telja vísir menn þær tölur ýkja nákvæmar. 1879 fell- ur talning alveg niður og er svo um tveggja áratuga skeið eða þar til 1898 að skipaeignin er talin í landhagsskýrslunum, en ekki veit ég hvort sú talning hefur verið nákvæmri en áður í búnaðarskýrslunum. Þetta voru jafnframt aflaskýrslur og þar er t.d. Coot, fyrsti togarinn okkar færður með afla árið áður en hann kom til landsins. Stjórnarráðið tók við skipa- skráningunni 1914 og annaðist hana þar það fó) Fiskifélaginu verkið 1925. Ekki voru menn ánægðir með hvernig þetta verk var unnið af stjórnarráð- inu og Guðbrandur Jónsson fjallar svo um það i riti sínu Fiskifélag íslands 1911—36. „A Fiskiþingi hafði nefnd ein kvartað undan frágangi á fiski- manna almanaki þvi, sem stjórnarráðið hefur gefið út að undanförnu og var sú umkvört- un vafalaust á rökum byggð. Ritið var bæði ónákvæmt og frágangur þess að öðru leyti óheppilegur . . ..“ Það reyndist til mikilla bóta að fela Fiskifélaginu útgáfuna enda vann sá mæti maður, Sveinbjörn Egilsson það verk fyrstur og með honum Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri Fiskifélagsins, að því er segir í formála fiskimálastjóra fyrir útgáfu 50. árgangsins. Arnór annaðist síðar útgáfuna til fjölda ára eða þar til Þórarinn* Árnason, nú framkvæmdastjóri Aflatryggingasjóðs tók við henni 1961. Siðan 1970 hefur Guðmundur Ingimarsson full- trúi séð um útgáfu almanaks- ins. Almanakið er nauðsynleg handbók um borð í öllum ís- lenzkum skipum. Þar er að finna fjölmargar töflur og upp- lýsingar, sem menn þurfa dags- daglega að fletta uppá. Það er sífellt að bætast i almanakið upplýsingar eftir því sem þörf er á og i ljós kemur að þurfa að vera þar og er þetta nú orðin bók uppá nær 600 síður. Skipa- skrá er enn i almanakinu, þó að Siglingamálastofnunin gefi einnig út skipaskrá hin síðari ár. Þetta gæti nú virzt kostn- aðarsamur tvíverknaður. Það er þó ekki fyllilega svo. Það er nú fyrst að þaö er eðlilegt að skipaskrá fylgi með öðrum upplýsingum i handbók fyrir sjómenn, en einnig kemur það til að skipaskrá Fiskifélagsins er unnin með öðrum hætti en skipaskrá Siglingamálastofnun- arinnar. Siglingamálastofnunin færir sina skrá eftir löggerningum, þannig að skip fer ekki út af þeirri skrá né kemur inná hana eða skiptir um eigendur fyrr það hefur gerzt með formlegum hætti lögum samkvæmt. Skipa- skrá Fiskifélagsins er afturá- móti byggð á upplýsingum frá trúnaðarmönnum félagsins á hinum ýmsu stöðum og upplýs- ingum sem ritstjóri almanaks- ins aflar sér. Ef hann til dæmis veit fyrir vist að eigendaskipti hafa orðið að skipi, þó að svo sé ekki orðið með formlegum hætti, þá eignar hann hin- um nýju eigendum skipið vegna þess, að reynsla er feng- in fyrir því að þetta getur dreg- izt árum saman að eigenda- skiptin verið lögformleg og það veldur mönnum baga í viðskipt- um að vita ekki, hver raunveru- lega á skipið og ábyrgur fyrir útgerð þess. Siglingamálastofn- unin getur vitaskuld ekki haft þennan hátt á og í raun og veru sýnist mér að báðar skrárnar eigi rétt á sér. Hins vegar sé álitamál, hvort hægt væri að samræma þær. Það held ég væri erfitt verk og kemur það margt til. eftir ÁSGEIR JAKOBSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.