Morgunblaðið - 22.03.1975, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975
Frá Skákþingi
Islands
Skák
eftir JÓN lÞ. ÞÓR
Sextugasta og þriðja skák-
þing íslands hófst í Skák-
heimilinu við Grensásveg í
Reykjavík síðastliðinn
fimmtudag. Guðbjartur Guð-
mundsson, stjórnarmaður í
Skáksambandi íslands, flutti
stutt setningarávarp en að
því loknu hófst keppni í
landsliðsflokki.
Um skákir 1. umferðarinn-
ar þarf ekki að hafa mörg
orð. Tveimur þeirra lauk með
jafntefli eftir um það bil þrjá-
tíu leikja baráttu. Þær skákir
voru í jafnvægi allan tímann.
Þar áttu hlut að máli Ásgeir
P. ÁSbjörnsson og Júlíus
Friðjónsson annars vegar, en
undirritaður og Bragi Hall-
dórsson hins vegar. Tvær
skákir, þeirra Jónasar Þor-
valdssonar og Hauks Angan-
týssonar og Margeirs Péturs-
sonar og Ómars Jónssonar
fóru í bið. Fyrrnefnda skákin
var í jafnvægi lengst af og
virðist jafnteflisleg, en í hinni
síðarnefndu hefur Margeir
peði meira.
í tveimur skákum fengust
hrein úrslit og nú skulum við
líta á þær.
Hvitt: Björn Þorsteinsson
Svart: Frank Herlufsen
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6,
3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 —
Rf6, 5. Rc3 — d6, 6. Bc4
— e6, 7. Be3 — Be7, 8.
De2 — a6, 9. o-o-o —
Dc7, 10. Bb3 — o-o, 11.
g4 — Rxd4, 12. Hxd4 —
b5, 13. g5 — Rd7, 14.
Hg1 — Bb7, 15. Hg3 —
Hfe8, 16. f4 — Rc5, 17. f5
— Bf8, 18. Dh5 — g6, 19.
Db4 — exf5, 20. exf5 —
Rxb3 + , 21. axb3 — He5,
22. Hf4 — Hae8, 23. Bd4
— Bg7, 24. f6 — Hel +,
25. Kd2 — Bf8, 26. Be3
— Hhl, 27. Dxh7 +!! —
Kxh7, 28. Hh4+ — Kg8,
29. Hh3 — Bg7, 30. Hh7
og svartur gaf.
Hvítt: Helgi Ólafsson
Svart Gunnar Finnlaugsson
Enskur leikur
1. c4 — e5, 2. Rc3 — Rf6,
3. Rf3 — Rc6, 4. g3 — d5,
5. cxd5 — Rxd5, 6. d3 —
f6, 7. Bg2 — Be6, 8. 0-0
— Bc5, 9. Bd2 — Dd7,
10. Db1 — a5, 11. Hc1 —
Bb6, 12. Ra4 — 0-0, 13.
a3 — Kh8, 14. b4 —
axb4, 1 5. axb4 — Bg4, 16.
b5 — Rd4, 17. Rxb6 —
Rxb6, 18. Rxd4 — Hxa1,
19. Dxa1 — exd4, 20.
Bxb7 — Bxe2, 21. Da3 —
Hd8, 22. He1 — Bg4, 23.
He7 — Dxb5, 24. Hxg7!!
— Be2, 25. Hxh7 +! —
Kxh7, 26. De7 + — Kg6,
27. Be4+ — f5, 28. De6 +
— Kh7, 29. Bxf5+ og
svartur gafst upp.
M0RGUHBLA9IB
fyrir 50 árum
Sunnudagabíla nefndi Gunnlaugur Claessen mál, sem hann
fjekk tekið til umræðu utan dagskrár á bæjarstjórnarfundin-
um í gærkvöldi. Vakti hann máls á því, að erfitt væri fyrir
margar efnaminni fjölskyldur að komast á sumrin út úr
bænum á grasigróna bletti, þó þær hefðu fulla þörf á því og
löngun. Þeim, sem nokkrar tekjur hefðu, væri auðvelt að fá
sjer bifreið til þessara hluta. Kvaðst hann oft hafa tekið eftir
því, að efnalítil hjón væru að reyna að komast með börn sín
fótgangandi eitthvað burt, en kæmust vitanlega stutt. . . Vildi
hann því benda á að bæjarstjórnin hlutaðist til um það við
bifreiðastöðvarnar, hvort þær gætu ekki látið í tje ódýrar
ferðir, t.d. inn að Elliðaám eða eitthvað annað, sem kostuðu
ekki meira en svo sem 50 aura fyrir fullorðna og minna fyrir
börn. Bar hann fram tillögu um þetta og var hún samþykkt.
Símað er frá Lissabon að uppreisn hafi verið gerð þar að
undirlagi nokkurra herforingja, og var tilgangurinn sá að
koma á hereinræði, eins og á Spáni. Uppreisnin var bæld
niður samstundis.
Stúlka er roskin kona getur fengið vist nú þegar eða 14. maí hjá
borgarstjórafrú Zimsen, Amtmannsstíg 4, sími 13.
VIKUNNAR
Umsjón:
Hanna Guttormsdóttir
MÁNUDAdUR
Steikt þorskhrogn (sjá uppskrift),
kartöflur f jafningi,
sítrónusúpa.
ÞRIÐJUDAGUR
Kjöt meðgrænmeti (sjá uppskrift),
eplagrautur.
MIÐVIKUDAGUR
Soðin ýsa með sftrónusósu,
brauðsúpa.
FIMMTUDAGUR (skfrdagur)
Kótelettur með osti og rjóma (sjá upp-
skrift),
soðnar gulrætur og soðið blómkál,
súkkulaðibúðingur með rjóma.
FÖSTUDAGUR (föstudagurinn
langi)
Djúpsteiktur fiskur,
hrátt salat,
remúlaðisósa,
ferskjubúðingur.
LAUGARDAGUR
Soðinn blóðmör,
gulrófustappa,
hrfsmjölssúpa.
SUNNUDAGUR (páskadagur)
Grænertusúpa,
smásteik með sveppum, (sjá uppskrift),
soðin hrfsgrjón,
fyllt egg (sjá uppskrift),
Vaniljufs með íssósu.
STEIKT HROGN
I hrognum er mikið af B- og C-
vítamínum og einnig jarni. Hrogn má
matreiða á margvislegan hátt. Núna í
marz er rétti tíminn til að borða stór og
góð hrogn. Þau vilja stundum vera
sprungin og þá er ágætt að vefja þau
innan í smjörpappír eða plastþynnu og
sjóða þau varlega í saltvatni. Hrogn eru
soðin í 10—25 mín., en það fer eftir
stærð þeirra. Þegar þau eru soðin eru
þau látin kólna, og síðan eru þau skorin í
sneiðar og brúnuð í feiti. Skreytið rétt-
inn með klipptri steinselju.
KJÖT MEÐ GRÆNMETI
I kg kjöt
II vatn
500 g gulrætur
750g rófur
3 tsk salt
40 g smjörlíki
40 g hveiti
300 g hvitkál
Höggvið kjötið í smáa spaðbita. Sjóðið
þá í 25 mín. Setjið þá rófurnar í bitum út
i og sjóðið í 25 min. Sjóðið gulræturnar
og hvitkálið með síðustu 10—20 mín.
Jafnið sósuna með mjölbollu. Hellið
henni yfir kjötið og grænmetið á fatinu.
Klippið steinselju yfir, ef vill.
KÓTELETTUR MEÐ OSTI OG
RJÓMA
10 lambakótelettur
smjör
1V4 tsk salt
(4 tsk pipar
% tsk paprika
2 dl. rifinn ostur
2 dl rjómi
Brúnið kóteletturnar í smjöri án þess að
velta þeim upp úr nokkru. Raðið þeim í
smurt eldfast mót, stráið kryddi og rifn-
um osti yfir. Hellið rjómanum í mótið og
bakið réttinn í 20 mín. i 180° heitum
ofni. Berið soðnar gulrætur, blómkál og
kartöflur með.
FERSKJUBtJÐINGUR
1(4 dl ferskjusafi
safi ír 1 sítrónu
2 egg
40 g sykur
3 dl rjómi
5—6 blöð matarlím
250 g niðursoónar ferskjur
Þeytið egg og sykur. Leggið matarlím-
ið í bleyti í kalt vatn, og bræðið það og
þynnið með ávaxtasafanum. Blandið því
í eggjahræruna. Blandið ávaxtabitunum
þar í og seinast rjómanum. Skreytið með
ferskjubitum og þeyttum rjóma.
SMÁSTEIK MEÐ SVEPPUM
3 laukar
75 g smjörlíki
400 g nauta- eða kindakjöt
250 g ætisveppir
1 tsk salt
(4 tsk pipar-
(4 tsk paprika
2(4 dl vatn eða soð
1 dl tómatkraftur
1 dl rjómi
25 g hveiti
Skerið laukinn í sneiðar. Brúnið hann
i potti, og takið það upp. Skerið kjötið í
lengjur. Brúnið þaó og takið það upp.
Hrein.sið ætisveppina. Skerið hvern
svepp í 4 hluta og brúnið. Blandið öllu
saman i pottinn. Látið krydd, vatn eða
soð og tómatsósu út í. Sjóðið réttinn við
vægan hita í um 3A klst., og iátið síðan
rjómann saman við. Þykkið soðið litið
eitt en sósan á að vera þunn.
FYLLT EGG
6 harðsoðín egg
1 lítið glas af súru grænmeti (pickles)
Takið skurnið utan af eggjunum, og
skerið þau að endilöngu. Losið rauðuna
úr eggjunum. Síið grænmetið og hakkið
það smátt. Hrærið því saman við eggja-
rauðurnar. Látið þetta (með teskeið)
þar í, þar sem eggjarauðurnar voru.