Morgunblaðið - 19.04.1975, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRlL 1975
Álandsey j asýningin
strandaglópur í Osló
LlKLEGA er það einsdæmi að
sýning sé opnuð án þess að sýn-
ingin sjálf sé viðstödd en allar
horfur eru þó á því að svo verði
þegar menntamálaráðherra opn-
ar Álandseyjasýninguna í
Norræna húsinu í dag og setur
Guðmundur með-
al þriggja efstu
GUÐMUNDUR Sigurjónsson,
Larry Evans, fyrrum skák-
meistari Bandarikjanna, sem
dvaldi á Islandi sem fréttamaður
er heimsmeistaraeinvigið var
haldið hér, og Miguel Quinteros
frá Argentínu eru jafnir og efstir
með fjóra vinninga eftir fimmtu
umferð Louis D. Statham-
skákmótsins i Lone Pine i Kali-
forníu í gær, að því er AP-
fréttastofan segir. Evans hefur
tapað einni skák en unnið fjórar í
röð, Guðmundur og Quinteros
hafa unnið þrjár og gert tvö jafn-
tefli. Sjötta umferðin verður tefld
á sunnudag, og verður síðan tefll
daglegatil fimmtudags.
Piltur slasast
Akureyri 1H. april
Tveir sextán ára piltar á reið-
hjóli urðu fyrir bíl á mótum
Hafnarstrætis og Kaupvangs-
strætis um hádegi í dag og köstuð-
ust i götuna. Annar piltanna
meiddist ekki, en hinn hlaut
höfuðhögg og skurð á vanga, en
þau meiðsli eru þó ekki talin al-
varlegs eðlis.
Sv.P.
Albert Guðmundsson:
Styð ekki rík-
isstjórnina
Á FUNDI borgar-
stjórnar sl. fimmtudag
lýsti Albert Guðmunds-
son yfir því, aó hann
hefði ekki tekið þátt í
myndun ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins.
Sú stefna, sem ríkis-
stjórnin hefði ákveðið í
efnahagsmálum væri
nákvæmt framhald af
vinstri stjórninni. Þvi
hefði hann í þingflokki
sjálfstæðismanna tekið
afstöðu til þessarar rikis-
stjórnar i samræmi við
afstöðu sína til vinstri
stjórnarinnar.
ÞANKASTM -
þar með Alandseyjavikuna sem
Norræna húsið gengst fyrir. Við-
staddir verða um 200 íslenzkir
gestir auk milli 20 og 30 Alands-
eyinga sem til landsins áttu að
koma í gærkvöldi. Sjálf Álands-
eyjasýningin varð hins vegar
strandaglópur I Ósló eftir þvf sem
næst verður komizt.
„Álandseyingar hafa lagt mikla
vinnu og tíma í undirbúning á
þessari sýningu, henni var komið
fyrir í stórum gámi og send sjó-
leiðina frá Alandseyjum fyrir um
það bil sex vikum,“ sagði Þóra
Kristjánsdóttir, umsjónarmaður
sýninga Norræna hússins, þegar
Mbl. leitaði frétta af sýningunni.
„Fyrir um viku kom svo hingað til
landsins ungur maður frá
Álandseyjum til að setja upp sýn-
inguna, en ekkert bólaði á send-
ingunni þótt hún ætti að vera
löngu komin með skipi."
Þegar tekið var að grennslast
fyrir um afdrif gámsins kom í ljós
að hann hafði orðið eftir á hafnar-
bakkanum í Gautaborg, þar sem
islenzkt skip átti að taka hann. Þá
var kominn miðvikudagur og þess
vegna ákveðið að senda sýning-
una samstundis með flugi. Það
féll hins vegar niður þann daginn,
ekkert flug var til landsins næsta
dag og þess vegna var gámurinn
sendur áleiðis til Óslóar frá
Gautaborg til að koma sýningunni
Framhald á bls. 31
Útlitið svart á lagmetismörkuðunum:
Nauðsynlegt að tolla-
ívilnanir EBE tald gildi
— Vægast sagt er útlitið nokk-
uð svart á okkar helztu lagmetis-
mörkuðum og þó sérstaklega hvað
varðar Efnahagsbanialagslöndin,
en Islendingar hafa ekki enn
fengið þar tollaívilnanir vegna af-
stöðu Þjóðverja til okkar í land-
helgismálinu, sagði Örn Erlcnds-
son, forstjóri Sölustofnunar lag-
metis, þegar Morgunblaðið hafði
samband við hann í gær.
Örn sagði, að japanski markað-
urinn væri nú alveg lokaður
vegna efnahagskreppu þar. Þar
væri aðalmarkaðurinn fyrir
niðursoðna loðnu, en þangað seld-
ist ekkert sem stæði. Hvað Rúss-
landsmarkaðinn snerti, þá ættu
íslendingar ekki til þá tegund lag-
metis, sem Rússar vildu. Það væri
síld og hún væri ekki til i augna-
blikinu.
Þá spurðum við Örn hvort ekki
væri sæmilegur markaður fyrir
kavíar. Sagði hann, að kavíarinn
hefði að mestu leyti verið seldur
til landa Efnahagsbandalagsins,
en nú væri þar erfitt um vik
vegna afstöðu V-Þjóðverja til Is-
lendinga i landhelgismálinu og er
það okkar erfiðasti þröskuldur
nú og leysist ekki fyrr en við
fáum umsamdar tollaívilnanir.
— Það er aðeins einn bjartur
punktur fram undan og hann er
sá, að aðeins þriðjungur ársins er
liðinn en okkar aðalsala fer ávallt
fram síðari hluta árs, sagði hann.
Ljósm. Mbl.: Guðfinnur
Slökkviliðsmenn kljást við brunann f Bflaverkstæði Grindavfkur.
Milljónatjón er Bílaverk-
stæði Grindavíkur brann
Grindavík, 18. apríl.
KLUKKAN rúmlega 10 f
morgun kom upp eldur f Bfla-
verkstæði Grindavfkur að
Vfkurbraut 1. Bifreiðaverk-
stæðið hefur verið starfrækt f
gamalli söltunarstöð, og f við-
byggingu var verbúð. Einn sjó-
maður hafði þar herbergi og
var á sjó þegar eldurinn kom
upp. Miklar skemmdir urðu á
húsunum og eru þau talin ónýt.
1 verkstæðisbyggingunni voru
5 fólksbflar og 1 Willys-jeppi,
sem brunnu þar ásamt tækjum,
vörulager og verkfærum. Allt
þetta er talið ónýtt.
Eldurinn brauzt út þegar
verið var að logsjóða undir
fólksbifreið. Sæmilega vel gekk
að slökkva eldinn þrátt fyrir
slæmar aðstæður. Auk vatns
var dælt sjó á húsin. Nokkuð
háði slökkvistarfi hve margt
barna dreif að og tafði fyrir
slökkviliðsmönnum.
Tjón í þessum eldsvoða
skiptir milljónum króna.
Guðfinnur.
Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.
BJÖRGUNARSKIPIÐ Goðinn
hélt af stað til Englands um kl.
16 í gær með togarann D.P.
Finn f togi. Gert er ráð fyrir,
að ferðin til Hull taki 7—8
daga. Engir menn eru um borð
f togaranum, og er hann dreg-
inn, cins og heitir á máli
sjómanna, sem „dautt skip“.
Rækjumiðin í Axarfirði
ekki minni en í Amarfirði
LtTIÐ hefur frétzt um rækju-
veiði f Axarfirði sfðustu daga, en
sem kunnugt er fundust þar góð
Hafnargjöld innheimt
eftir nýrri gjaldskrá
Reglugerð óbirt enn
NOKKRAR af höfnum iandsins
munu hafa tekið f notkun nýja
gjaldskrá, þrátt fyrir að hún hafi
ekki verið auglýst f stjórnartíð-
indum, eins og vera ber lögum
samkvæmt. Flestir munu hafa
greitt eftir þessari nýju gjaldskrá
án þess að fara orðum um þetta,
en þeir eru til sem ekki eru alls-
kostar ánægðir. Morgunblaðið
hafði f gær samband við Gunnar
Guðmundsson, hafnarstjóra í
Reykjavík og formann Hafnar-
sambands sveitarfélaga, og spurði
hverju þetta sætti.
Gunnar sagði, að þann 4. marz
s.l. hefði samgönguráðherra stað-
fest hina nýju gjaldskrá, en þá
hefðu verið gefin fyrirheit um að
reglugerð um hana yrði birt fljót-
lega. Hafnarsjóðir hefðu víða far-
ið að nota hina nýju gjaldskrá,
enda var hér um líf eða dauða
hafnanna að tefla, sagði Gunnar.
Siðan sagði hann, að í Reykjavík
hefði enginn hreyft neinum mót-
mælum og eftir því sem bezt væri
vitað yrði reglugerðin birt á
næstu dögum. Sótt var um þessar
gjaldskrárhækkanir í nóvember
s.l.
rækjumið fyrir skömmu. Vitáð er
að bæði Kópaskersbúar og Hús-
víkingar hafa mikinn áhuga á þvf
að nýta þessi mið. Ættu þau ekki
sfzt að geta komið fbúum á Kópa-
skeri f góðar þarfir, þar sem
atvinnulíf hefur verið fábrotið
þar undanfarin ár. Morgunblaðið
hafði f gær samband við Unni
Skúladóttur, fiskifræðing, og
spurði hana hvort búið væri að
rannsaka þessi mið frekar.
Unnur sagði, að rannsóknar-
báturinn Dröfn væri að koma af
miðunum i Axarfirði, en ekki
hefðu borizt nánari fréttir úr leið-
angrinum. Ekki væri vitað með
vissu hve stór miðin væru og hve
mikinn afla mætti þar fá. Þó
mætti segja, að þau væru ekki
eins stór og rækjumiðin í Húna-
Framhald á bls. 31
-þO VERDUR AP TREVSTA LAKN-
INUM, SOLLA MfN. RA0ER EKKI
A& K0MA HEIMSENPIR
Ljósm. Mbl.: Sig. F. Björnsson
BREZKA björgunarskipið Life-
line hélt út úr Húsavíkurhöfn
eftir hádegi f gær á strandstað
Hvassafells. Hefur það nú lagzt
fyrir festar um 400 metra frá
skipinu. Hjörtur Hjartar fram-
kvæmdastjóri Skipadeildar S.I.S.
sagði f gær, að skipið væri mjög
vel útbúið, með sterkum vindum
og dráttartækjum. En það tæki
samt sem áður nokkra daga að ná
skipinu á flot, en vonandi héldist
veðurblíðan, sem nú væri fyrir
norðan. — Myndin er af Lifeline í
Húsavíkurhöfn.
Vestfjarðasjómenn semja
SAMKOMULAG hefur orðið f
kjaradeilu sjómanna á Vestfjörð-
um og samdist um 11% kaup-
hækkun, sem að sögn Guðmundar
Guðmundssonar, formanns út-
vegsmannafélagsins á Vestfjörð-
um, er samhljóða þeirri hækkun,
sem samið var um hér syðra, en
sjómann felldu í atkvæðagreiðslu
um síðustu helgi.
Engar breytingar verða því á
kjörum sjómanna á Vestfjörðum
að öðru leyti en því, að þessi
kauphækkun kemur inn nú. Hins
vegar kemur nú inn í samninga
vestra skiptaprósenta, sem er
hálfu prósenti hærri en skipta-
prósenta annars staðar á landinu.
Þar mun hins vegar ekki vera um
kjárabreytingu að ræða, þar sem
það hefur tíðkazt undanfarnar
vertíðir að greiða hálfu prósenti
hærri hlut á Vestfjörðum. Þessi
háttur er því nú viðurkenndur í
samningum.
Þá má geta þess að akkorðs-
breyting hækkar um 27%, en í
reynd mun það heyra til undan-
tekninga, að mönnum sé greitt
Framhald á bls. 31
Hópur utan til að
fylgjast með Friðrik
UM MIÐJA næstu viku fer
20—30 manna hópur frá Tafl-
félagi Reykjavíkur til Las
Palmas á Kanarfeyjum. Við-
staðan þar verður ekki löng,
aðeins fimm dagar og aðal-
erindið er að fylgjast með
þremur sfðustu umferðum
skákmótsins á Las Palmas en
þar teflir sem kunnugt er Frið-
rik Olafsson stórmeistari.
Jafnframt munu skákáhuga-
mennirnir njóta sólar eins og
kostur er á, en þeir hafa kom-
izt að mjög hagstæðum samn-
ingi við ferðaskrifstofuna
Sunnu um þessa ferð. Mun
þetta vera f fyrsta skipti sem
hópur manna héðan fer utan
gagngert til að fylgjast með
skákmóti.