Morgunblaðið - 19.04.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRlL‘1975
7
Fyrstu kappreiðar sumarsins:
FÁKUR og GUSTUR halda
sameiginlegar vorkappreiðar
MEÐ hækkandi sól færist
stöðugt meira líf í starf-
semi hestamanna. Hesta-
mannafélögin eru nú sem
óðast að undirbúa sumar-
starfsemi sína, sem í
flestum tilfellum byggir
á kappreiðum, gæðinga-
keppni, ferðalögum og í
sumum tilfellum firma-
keppni.
Fyrstu kappreiðar
sumarsins verða á skeið-
velli Fáks að Víðivöllum
sunnudaginn 4. maí n.k.
Það eru hestamannafé-
lögin Fákur í Reykjavík
og Gustur i Kópavogi,
sem standa sameiginlega
að þessum vorkappreið-
um og ber að fagna því að
þetta keppnistímabil
skuli hefjast með því að
tvö stærstu félögin sam-
einist um að nýta þá að-
stöðu, sem verið er að
byggja upp að Víðivöll-
um.
Á þessum vorkappreiðum
verður keppt í 250 m skeiði, 250
m unghrossahlaupi, 350 m
stökki, 800 m stökki og 1500 m
brokki. Aðstandendur kapp-
reiðanna hafa ákveðið að greiða
ekki peningaverðlaun en veita
þess I stað verðlaunapeninga.
Þar sem hér er um að ræða
fyrstu kappreiðar sumarsins er
rétt að vekja athygli á sam-
þykkt síðasta ársþings L.H. en
þar segir: Þingið beinir þeim
tilmælum til ailra aðildarfélaga
að bann verði lagt við því að
nota í keppni á hestaþingum
afbrigðilegar járningar, kjúku-
smeygja, lyfjameðferð o.s.frv. i
þvi skyni að fá fram ýktan fóta-
burð eða ganglag. Tillagan var
samþykkt með 44 atkvæðum
gegn 17. 1 samræmi við orðalag
samþykktarinnar er ljóst að
hvert hestamannafélag verður
að taka afstöðu til þessarar
samþykktar og ákveða, hvort
hún skuli gilda á kappreiðum
þess.
FJORÐUNGSMOT
haldið að Faxaborg
1 AKVEÐIÐ hefur verið að Fjórðungsmót hestamannafélaga á Vest-
urlandi fari fram að Faxaborg á Hvitárbökkum dagana 4.—6. júlí
n.k. A mótinu verða sýnd kynbótahross, sýndir gæðingar og fram
1 fara kappreiðar, þar sem keppt verður í 250 m skeiði, 1500 m
brokki, 250 m folahlaupi, 350 m stökki og 800 m stökki. t auglýsingu
i um mótið er heitið góðum verðlaunum.
Áður hefur hér í þættinum verið bent á hversu mjög það er
bagalegt að láta dragast að ákveða dagsetningu siíks stórmóts sem
fjórðungsmót er. Vegna mikils fjölda kappreiða, sem fram fara á
hverju sumri, er setið um hverja helgi. Hestamannafélögin hafa á
síðustu árum haft tilhneigingu til að samræma kappreiðadagana,
þannig að þær rækjust ekki á. Það verður því að gera þá kröfu til
stjórnar Landssambands hestamannafélaga, að hún sjái til þess að
ákvörðun um hvenær halda eigi hin ýmsu stórmót sé tilkynnt til
hestamannafélaganna, þannig að þau geti tekið tillit til þess við
dagsetningu kappreiða sinna.
Þessi síðbúna ákvörðun um Fjórðungsmótið hefur orðið til þess
að þegar hefur Hestamannafélagið Geysir ákveðið að halda kapp-
reiðar sinar á Rangárbökkum sunnudaginn 6. júlí. Samkvæmt
reynslu fyrri ára hafa kappreiðar á Rangárbökkum jafnan verið
fjölsóttar og þá ekki síst vegna hins góða vallar, sem þar er. Þetta
sama hefur einnig gilt um kappreiðar á fjórðungsmótum, þangað
hafa komið mörg bestu kappreiðahross landsins. Vonandi verða
þessi mistök mönnum áminning.
umsjón: TRYGGVI
GUNNARSSON
Vilja
peninga-
verðlaun
ÞÁTTURINN hefur fregnað að
nokkrir einstaklingar i Reykja-
vík og nágrenni hafi hafið
undirskriftasöfnun meðal
hestamanna, þar sem þeir fara
fram á, að Hestamannafélagið
Fákur láti af þeirri ákvörðun
sinni að greiða ekki peninga-
verðlaun á kappreiðum en af-
henda þess í stað verðlaunapen-.
inga til þriggja fyrstu hesta í
hverju hlaupi.
Telja þeir að með þvi að
hætta greiðsiu peningaverð-
launa sé brostinn grundvöllur
fyrir þátttöku í kappreiðum
félagsins. I áskorun sinni skora
þeir á hestamenn að skrá ekki
hross til þátttöku í kappreiðum
félagsins meðan fyrrnefnd
ákvörðun er við lýði.
Ástæða þess að Fákur hætti
að greiða peningaverðlaun var í
fyrsta lagi sú, að i vióræðum
um inngöngu hestamanna í
Iþróttasamband Islands kom
fram að bannað væri að greiða
peningaverðlaun í keppnum
aðila I.S.l. í öðru lagi er inn-
komið fjármagn á hverjum
kappreiðum ekki það mikið að
mögulegt sé að greiða stórfé i
verðlaun að dómi forráða-
manna félagsins.
Sörli suður
Stóðhesturinn Sörli 653 frá
Sauðárkróki er væntanlegur til
Reykjavikur á vegum Ragnars
Tómassonar og veróur þar fram
í miðjan mai. Verður fólki
gefinn kostur á að halda hryss-
um undir hann á þessu tíma-
bili. Þaðan fer Sörli aftur
norður á Sauðárkrók en seinna
i sumar, er ráðgert að hann
verði á Torfastöðum i Biskups-
tungum.
Þá er vitað að fyrst i maí
verður Gustur 680 frá Hólum í
hesthúsum Fáks í Reykjavík.
Gustur stóð efstur í flokki 5
vetra stóðhesta á landsmótinu
s.l. sumar. Hvar Gustur verður
seinna í sumar, hefur ekki enn
verið ákveðið.
Þátturinn óskar eindregið
eftir því við forsvarsmenn
hrossaræktarsambanda og
félaga og eigendur stóðhesta,
að þeir láti þáttinn vita um
hvar hinir einstöku stóðhestar
verða staðsettir I sumar. Upp-
lýsingar um staðsetningu
þeirra ættu að geta auðveldað
fólki val á stóðhestum.
L.H. leigir
húsnæði
LANDSSAMBAND HESTAMANNAFE-
LAGA HEFLR NÍJ TEKIÐ A LEIGU
SKRIFSTOFUHERBERGI AÐ Hverfis
gölu 76. Skrifstofuherbergi þetta r á sömu
hæð og skrifstofa Jóns Brynjóifssonar. En
L.H. hefur á undanförnum árum notið
skrifstofuaðstöðu hjá honum.
Ætlunin er að I skrifstofuherbergi
þessu verði aðstaða fyrir fundi stjórnar og
nefnda L.H., geymsla fyrir gögn sam-
bandsins og starfsaðstaða ritstjóra hests-
ins okkar. Ekki verður unnt að halda
opinni skrifstofu þarna vegna þess að L.H.
hefur ekki yfir að ráða starfsmanni.
Astæða er til að fagna þessum áfanga f
sögu L.H. en hestamenn verða áfram að
horfa á eftir reiðskjótanum. sem fer með
góðar tillögur og hugmyndir, því stjórnar-
menn og aðrir nefndarmenn L.H. hafa
ekki ótakmarkaðan tíma til að sinna þessu
áhugamáli sínu. Það hlýtur því að vera
von hestamanna, að innan ekki langs tfma
geti Lll. ráðið sér starfsmann, sem gæti
sinnt hinum fjölmörgu verkefnum, sem
óneitanlega bfða úrlausnar hjá hesta-
mönnum. Með þessu er þó ekki verið að
segja, að sambandið sé óstarfhæft ráði það
ekki yfir starfsmanni, þvert á móti má
örugglega virkja betur félaga hesta-
mannafélaganna f starfi fyrir L.H.
Sumarbústaður óskast til leigu í ágúst. Sími 50502. Óskum eftir 3ja—4ra herb. ibúð fyrir 1 5. mai. Góð umgengni Upplýsingar i sima 1 2953 eftir kl. 5 e.h.
Eldhúsinnrétting til sölu. Innbyggðir klæðaskápar og overlockvél og hraðsaumavél að Víðimel 64, sími 1 5104. Sníð og saumakona óskast á lítið verkstæði. Þarf að vera vandvirk. Upplýsingar í síma 50974 laugardag — sunnudag frá kl. 6—8 e.h.
Ungt par með 4ra ára gamalt barn óskar eftir 2ja — 3ja herb. íbúð. Góðri umgengni og skilvísri greiðslu heitið. Erum á götunni. Uppl. i sima 35916. Nokkrir góðir hestar og hestefni til sölu. Eyvind- armúla, Fljótshlíð, Sími um Hvols- völl. Jón Þórðarson.
Ytri-Njarðvík Til sölu 2ja herb. ibúð. Hagstætt verð. Eigna- og Verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik simi 92-3222. Til sölu Eigum eftir örfá barna og unglinga skrifborðsett. Tb. undir bæs og málningu. Opið i dag og á morg- un. Smíðatofan Hringbraut 41, heimasimi 42032.
Til leigu í Vogahverfi Verzlunarhúsnæði, undir lager eða léttan iðnað. Verzlunarhæð 50 fm og 30 fm i kjallara. Tilboð leggist inn á Mbl. merkt: „Fyrirfram- greiðsla — 6854". fyrir 25. april. Húseigendur athugið Steypuframkvæmdir. Steypum gangstéttir, heimkeyrslur og bíla- stæði. Leggjum gangstéttarhellur, girðum lóðir, o.fl. Uppl. í síma 71381.
Fataskápar fyrirliggjandi. Bæsaðir eða tilbúnir undir málningu. Einnig skrifborðs- sett, svefnbekkir, pírahillur og m.fl. Nýsmíði s.f., Auðbrekku 63, Kóp. sími 44600. Húsgagnaviðgerðir Viðgerðir á gömlum húsgögnum bæsuð og póleruð. Vönduð vinna. Húsgagnaviðgerðir, Knud Salling, Borgartúni 1 9, simi 2391 2.
Óska eftir miðstöðvarkötl- um með innibyggðum spírölum eða spíralgeymum og tilheyrandi kynditækjum, ekki eldri en 7 ára. Flestar stærðir koma til greina. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Stað- greiðsla — 6687”. fHergtmbtaMþ í s>mnRGFniDnR I mnRKflfl voflR
SHAO-LIN — KEMPO
sjálfsvörn— æfingar. Okinawa-kerfi.
Upplýsingar í síma 16207.
Skrifstofustúlka
óskast
Tryggingafélag vill ráða stúlku til ritara og
bókhaldsstarfa (vélbókhald). Vélritunarkunnátta
áskilin.
Umsóknum ásamt uppl. um menntun og fyrri
störf sé skilað til Mbl. fyrir 24/4 1975 merkt:
„Ritari 7399".
Arður til
hluthafa
Samkvæmt ákvörðun aðalfundar
Samvinnubanka íslands h.f. þann
1 2. apríl s.l., greiðir bankinn 1 2%
arð p.a. af innborguðu hlutafé
fyrir árið 1974.
Arðurinn er greiddur í aðalbankanum og útibúum
hans gegn framvísun arðmiða ársins 1 974.
Athygli skal vakin á því að réttur til arðs fellur niður,
sé hans ekki vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga.
Reykjavik, 14. apríl 1975
Samvinnubanki Islands h.f.