Morgunblaðið - 19.04.1975, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LaUGARDAGUR 19. APRlL 1975
„Dingeling” sagði
gullið 1 kassanum
Ingibjörg Jónsdóttir og Björn Guðmundsson.
Björn Guðmundsson
Reynhólum, 90 ára
Ég var staddur hjá Spink I
London á þriðjudaginn var.
Var staddur í þeirri deild fyrir-
tækisins, sem verzlar með nú-
tímamynt, þ.e. mynt frá árinu
1934 og til dagsins í dag. Eg var
svona rétt að gá að því hvort
þeir seldu 50 krónurnar Is-
lenzku frá 1973, og ef svo væri,
þá á hvað. Við hliðina á mér
lagði maður lítinn trékassa,
svona álfka stóran og góðan
vindlakassa, en úr allþykkum
við, niður á búðardiskinn. Það
klingdi innan í kassanum.
„Dingeling“. ,jEg er hérna með
nokkra gullpeninga, sem ég
viidi biðja ykkur um að meta
fyrir mig,“ sagði maðurinn.
„Andartak" sagði ung búðar-
dama, „ég skal sækja mann
handa yður.“ Það var ekkert
sérstakt við þetta atvik. Ég var
staddur hjá Spink, og þeir taka
að sér að meta peninga, list-
muni, innbú og hvaðeina og
hvar sem er f heiminum. Eg
átti erindi fyrir Myntsafnara-
félagið hjá Spink. Semsé að fá
hjá þeim peningaseríu
flokkaða í mismunandi gæða-
flokka. Það er alltaf vandamál,
sem ég reyndar hefi vikið að
áður hér í þáttunum, að flokka
rétt. Hjá Spink væri hægt að
leita á náðir færustu sérfræð-
inga heims og fá hjá þeim rétt-
an kvarða. Til þess nú að kom-
ast i þá deildina, sem útvegað
gæti mér þessa peninga, þurfti
ég að fara eftir ýmsum ranghöl-
um og krókum og kom loks að
lyftu, sem líklega er frá alda-
mótaárinu, en hún virkaði
ennþá greyið, en systir hennar,
miklu nýlegri, var óvirk, að þvf
er stóð á miða á hurðinni. Þeg-
ar lokað hafði verið tveim
grindum á lyftukassanum fór
ég upp á þriðju hæð. Þar var
allt fullt af fólki, í allstóru her-
bergi. Ung stúlka sorteraði um-
slög, eldri maður skoðaði mynt
með stækkunargleri og bar
stundum upp í Ijósið til að sjá
peninginn betur. Annar raðaði
eftir RAGNAR
BORG
glás af peningum á skrifborðið
hjá sér, þungur á brún. Ég sett-
ist á stól, framan við lúgu. Þar
var bjalla og á spjaldi við hana
stóð að nota skyldi bjölluna til
að vekja á sér athygli. Ég starði
svo lengi á mannskapinn þarna,
að einhver sem framhjá mér
gekk ýtti á bjölluna og að
vörmu spori var kominn til mín
ungur maður. Eg bar upp
erindi mitt fyrir hönd Mynt-
safnarafélagsins. Ungi maður-
inn ráðfærði sig við eina
2 menn um þetta, en kom svo
til mfn og sagði að þetta
myndi Spink gera með gleði.
Sfyldu þeir senda Mynt-
safnarfélaginu peninga,
sem væri rétt flokkað-
ir f hina ýmsu gæðaflokka.
Mættum við eiga von á þeim
innan tfðar. Þetta er nú sosum
ekki fyrsta sendingin, sem
Spink hefir sent til Mynt-
safnarafélagsins. Við höfum
verzlað við þá frá því Mynt-
safnarafélagið var stofnað. En
Spink & Son, Ltd. eru aðeins
eldri, rúmra 300 ára, stofnað
1666. Aðsetur firmans er I
hjarta Lundúna og er f raun-
inni skemmtan útaf fyrir sig að
skoða f búðargluggana hjá
þeim. Spink kaupir og selur
mynt, medalíur, merki,
heiðursmerki, stríðsmerki,
stríðsmedalíur, stríðsheiðurs-
merki og skreytingar af ein-
kennisbúningum, peningaseðla
og bækur um myntfræði og ailt
þetta hvaðan sem er úr heimin-
um. Spink gefur út bækur um
öll ofangreind efni og verður
nýjasta bókalisti þeirra til sýn
is á næsta fundi Myntsafnara-
félagsins. Bókalager Spink er
einnig ágætur. Þeir taka að sér
að kaupa mynt og muni á upp-
boðum, sem haldin eru víða um
heim. Tímarit þau er Spink gef-
ur út eru: „The numismatic
circular", fyrir mynt og meda-
líusafnara. Kemur út.ll sinn-
um á ári. „Octagon" sem fjallar
um málefni allra deilda fyrir-
tækisins. Kemur það út árs-
fjórðungslega eins og tímaritin
„Banknote quarterly“ og „The
modern coin“. A kápusfðu þess
síðast nefnda er meðal annarra
peninga mynt af 10.000 króna
gullpeningnum frá 1974. Inni í
ritinu er þess getið að hann sé
Framhald á bls. 29
Þann 23. febrúar sl. varð vinuf
minn og fyrrum húsbóndi
niræður. Grein um hann átti að
birtast laugardaginn 22. febrúar,
en virðist hafa gjörsamlega gufað
upp.
Björn fæddist í Reynhólum og
ólst þar upp hjá foreldrum sínum
Þorbjörgu Jónasdóttur og
Guðmundi Jóhannessyni.
Eftir áð Guðmundur var orðinn
ekkjumaður réðst hann sem ráðs-
maður til föður míns, séra Eyjólfs
Kolbeins að Melstað, en séra
Kolbeins andaðist 1. mars 1912,
aðeins 46 ára að aldri. Öslitin
vináttubönd mynduðust milli
móður minnar og Guðmundar, og
þannig Iágu leiðir okkar Björns
og hans ágætu konu, Ingibjargar
Jónsdóttur, saman.
Björn ólst upp i foreldrahúsum,
stundaði nám við Flensborgar-
skóla, dvaldi þó í heimabyggðinni
á sumrum, nema smátíma, sem
hann starfaði sem lögregluþjónn í
Hafnarfirði.
Árið 1916 kvæntist Björn sinni
ágætu konu, Ingibjörgu Jóns-
dóttur frá Huppahlíð. Þau hófu
búskap að Kollufossi, fluttust
síðan í Lækjarbæinn, þaðan að
Neðra Núpi, síðan að Þverá í
Núpsdal, uns þau fluttust á æsku-
heimili Björns, Reynhóla. Þar
bjuggu þau uns starfskraftar tóku
að dvína, er þau afhentu yngsta
syninum jörðina.
Sl. sumar andaðist svo mín góða
vinkona og húsmóðir Ingibjörg á
83. aldursári og veittist mér sá
Framhald á bls. 13.
Sveinafélag
pípulagningamanna
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Tjarnar
búð, Vonarstræti 10 lauqardaainn 26. apríl
n.k. kl. 2 e.h.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Reikningar fyrir árið 1974 liggja frammi í
skrifstofu félagsins að Freyjugötu 27 föstudag-
inn 25. apríl kl. 5 — 7 e.h. _ ., .
Stjorn/n.
HUGINN F.U.S. Garðahreppi
Almennur félagsfundur
verður að Lyngási 12, þriðjudaginn 22. apríl n.k. kl. 8:30
stundvíslega.
Fundarefni:
Gunnar Sigurgeirsson ræðir um hreppsmálin.
Guðmundur Hallgrímsson ræðir um starfsemi BYGGUNG og
væntanlegar lagabreytingar á næsta aðalfundi.
Kosning 2ja fulltrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins.
Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér nýja félaga.
Stjórnin.
SUS FUS Stefnir
Er ríkisstjórnin á réttri
leið.
Samband ungra sjálfstæðismanna og FUS Stefnir i Hafnarfirði
efna til almenns umræðufundar um stjórnmálaástandið. Fund-
urinn verður haldinn mánudaginn 21. april kl. 8.30 i Hamars-
koti i Skiphóli, Hafnarfirði.
Framsögu hafa Markús Örn Antonsson, Þorsteinn Pálsson og
Jón Magnússon.
SUS FUS Stefnir.
Auglýsing um lögtaksúrskurð
í Selfosshreppi
S.k.v. úrskurði sýslumanns Árnessýslu dags
14. apríl 1975 var uppkveðinn lögtaksúrskurð-
ur vegna gjaldfallinna ógreiddra fasteigna-
gjalda ársins 1975 og vegna gjaldfallinna
ógreiddra fyrirframgreiðslu útsvara, aðstöðu-
gjalda og kirkjugarðsgjalda ársins 1 975.
Lögtök s.k.v. úrskurði þessum geta farið fram 8
dögum frábirtingu þessarar auglýsingar.
Sveitarstjóri Selfosshrepps.
MEÐ BÍLFERJU
TIL NORÐURLANDA
„M/V Smyril"
Ferðist ódýrt með nýtízku ferju til meginlands-
ins.
Viðkoma I Færeyjum á leið til Bergen
Brottför frá íslandi 21/6, 28/6, 5/7, 12/7,
19/9, 26/7, 2/8, 9/8, 16/8, 23/8.
Tekið á móti pöntunum.
^ ^ . FERÐA§KRIFSTOFA
RfKISINS
Simi 11540 — 25855.
„pmMws f/
íbúð til leigu
á einum glæsilegasta stað borg
arinnar. íbúðin er á jarðhæð,
þrjú herbergi, eldhús og bað
ásamt aðgangi að þvottahúsi.
Tilboð ásamt upplýsingum
um fjölskyldustærð sendist
Morgunblaðinu merkt: „Útsýni
6946".
SKIPAUTCíCRÐ RIKISINS
M /s Hekla
fer frá Reykjavik mánudaginn
28. þ.m. austur um land í hring-
ferð. Vörumóttaka: már.udag og
til hádegis á miðvikudag til Aust-
fjarðahafna, Þórshafnar, Raufar-
hafnar, Húsavíkur og Akureyrar.
Akranes
Húseignir
til sölu
5 herb. hæð við Vesturgötu, efri
hæð í steinhúsi ásamt risi sem
innrétta má. Sérkynding með
rafmagni. Sér þvottahúsaðstaða.
Eignarlóð, hagkvæmir greiðslu-
skilmálar.
4ra herb. hæð
i steinhúsi við Vesturgötu ásamt
bílskúr. Teppi, nýleg eldhúsinn-
rétting, nýtt gler, eignarlóð.
4ra herb. íbúð
á neðri hæð i steinhúsi við Vest-
urgötu, eignarlóð.
Einbýlishús
við Melteig. Stór eignarlóð með
mjög fallegum trjágarði. Gæti
verið tvær íbúðir, mjög glæsileg
efri hæð ásamt geymslurisi. Nýtt
gler. Neðri hæð, 4 herb. og
eldhús, sér inngangur.
Uppl. gefur Hermann G. Jóns-
son hdl. Heiðarbraut 61, Akra-
nesi, simi 1890 eftir kl. 7.