Morgunblaðið - 19.04.1975, Page 17

Morgunblaðið - 19.04.1975, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRlL 1975 17 Fall Kambódiu er endalokin á 5 ára heiftúðlegri borgara- styrjöld, og mikill sigur fyrir kommúnisma i Asíu. Frétta- skýrendur spá því að á næst- unni muni Norodom Sihanouk prins snúa aftur til heimalands síns með viðhöfn, en átökin í landinu hófust, er hann var í heimsókn i Moskvu fyrir 5 ár- um og hefur hann dvalist i útlegð i Peking síðan. Svo virðist þó sem skæruliðar kommúnista, Khmer Rouge- hreyfingin, sem nýtur stuðnings Hanoistjórnarinnar, komi til með að hafa mest áhrif á mótun framtíðarstefnu lands- ins. Þessi öfluga hreyfing hefur þróast úr fámennum og illa vopnuðum skæruliðaflokkum upp i voldugan her, sem 1. janúar sl. hóf umsátrið um Phnom Penh. Á síðasta áratug var það raunar eina markmíð Sihanouks, að halda þjóð sinni, sem taldi 7 milljónir manna, utan við Vietnamstriðið og hann reyndi að sigla milli skers og báru þar sem austur og vest- ur var. Nú er Kambódía eitt flakandi sár viðurstyggðar eyði- leggingarinnar. Um 900 þúsund manns hafa fallið eða særst í átökunum, helmingur þjóðar- innar hefur misst heimili sin, landbúhaðurinn er i rúst og efnahagskerfið eftir því. Síðasti konungur Khmera- fólksins, sem meirihluti þjóðar- innar er sprottinn af, var Jaya- varman VII, sem lézt árið 1219. Hann var mikill umbótamaður og lét m.a. byggja mjög full- komið áveitukerfi. Það var einnig hann, sem lét reisa öll hofin og minnismerkin í Angkor, en er hann lézt hefur hallað undan fæti fyrir Kambódíumönnum. Til að byrja með í stöðugum styrjöld- um við Thailendinga, sem náðu á sitt vald miklum hluta hins frjósama hrisgrjónasvæðis í NV-hluta landsins. Þá sóttu hinir ágengu og hörðu Vietnamar suður með strönd S- Kínahafs í austur og keisara- dæmi Khmeranna var ekki orð- ið nema svipur hjá sjón, er Frakkar náóu þar yfirráðum í kringum 1870. Frakkar bundu enda á landránið, komu upp gúmmiplantekrum og settu á stofn skóla, en innlimuðu land- ió að öðru leyti sem útibú frá nýlendu sinni í Vietnam. Þar varð enginn til að reyna að hnekkja yfírráðum þeirra fyrr en Japanir gerðu það í heims- styrjöldinni síðari. 1941 gerðu Frakkar Sihanouk prins að konungi, því að þeir töldu sig mundu geta haft hann í vasanum og látið hann nota hálfguðstign sína til stuðnings Frökkum, eftir þeirra skipun- um. Sú varð þó ekki raunin, því að Sihanouk hóf harða baráttu fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar og í nóvember 1953 fékk landið sjálfstæði. 1955 afsalaði Sihanouk sér konungstigninni, því að honum fannst hún hindra sig í virkri þátttöku i stjórnmálum landsins. Hann af- salaði sér konungstitlinum og tók sér prinsnafnbót og leitaðist við að gæta hlutleysis næstu árin og gerast hvorki of háður kommúnistum né hafa of náin samskipti við Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra. 1965 sleit hann svo stjórnmála- sambandi við Bandarikin og sakaði þá um sprengjuárásir á svæði í Kambódíu. Þá voru skæruliðar Viet Cong og her- sveitir N-Vietnama byrjaðar að koma sér upp birgðastöðvum og öðrum herstöðvum I austasta hluta landsins. Bandarískir hermenn tóku þátt i leynilegum aðgerðum í Kambódiu og hinar umdeildu leynilegu sprengju- árásir Bandarikjamanna hófust svo árið 1969 og stóðu svo til látlaust í eitt ár. Gagnrýnendur Sihanouks héldu þvi fram, að hann væri farinn að hallast um of til vinstri og í marz 1970, er hann var í heimsókn i Moskvu, samþykktu hans eigin þing- menn að steypa honum sem þjóðhöfðingja og stoínuð var „Þjóðbjörgunarstjórn". Sihan- ouk flaug þá til Peking, þar sem hann varð foringi út- lagastjórnar, sem smám saman sameinaði i eina fylkingu hinar Milljón landsmanna féllu í stríöinu Helmingur þjóðarinnar er heimilis- laus Efnahagurinn og atvinnu- vegir í rúst ýmsu andófshreyfingar gegn stjórn Lon Nols. Þar kvað mest að Rauðu Khmerunum, kommúnistum í Kambódíu, sem höfðu haldið uppi skæruliðaað- gerðum gegn Sihanouk á árun- um eftir 1950 og 60. Rauðu Khmerarnir urðu siðan fljót- lega sameiningaraflið og stjórn- endur hernaðaraðgerðanna gegn stjórninni í Phnom Penh. Ekki voru allir uppreisnar- mennirnir taldir kommúnistar, en þeir börðust undir her- stjórn, sem einungis var skipuð kommúnistum. Mikil andúð ríki i Kambódíu i garð Viet Cong og N-Vietnama og stríðsæsingur greip um sig. Illa búnir og illa þjálfaðir sjálf- boðaliðar héldu til styrjaldar í strætisvögnum og á gosdrykkja- bilum og voru stráfelldir af þrautþjálfuðum og hertum her- mönnum Viet Cong og N- Vietnama. Það var svo 3. apríl, að Bandaríkjamenn gerðu innrás- ina í Kambódíu, sem þeir héldu siðan frani, að hefði verið frá- bærlega vel heppnuð, en þeim tókst aldrei að finna aðalbæki- stöðvar kommúnista. N- Vietnamar fluttu bækistöðv- arnar i vestur til landamæra Thailands og Bandaríkjamenn veittu Kambódiumönnum fyrstu hernaðaraðstoðina, um 1 milljarð dollara. Sú aðstoð virðist þó ekki hafa komið að miklu gagni, því að Lon Nol forseti Kambódiu ásamt grátandi eiginkonu sinni er hann flúSi land 1. april. uppreisnarmenn náðu á sitt vald um 80% landsins á næstu tveimur árum og nálguðust höf- uðborginni hægt og sígandi. 1974 hófu þeir svo gifurlegar stórskotaliðsárásir á höfuðborg- ina, sem þá var orðin troðfull af Ruslakarfa sögunnar heitir þessi teikning. Kambódia, S-Vietnam og Portúgal detta ofan í, israel riSar á barminum og ítalia og Bretland biSa. ÁstandiS í Kambódíu og (ndókina er taliS mikiS áfall fyrir utanrikis- stefnu Bandaríkjanna. Þessi teikning skýrir sig sjálf. flakandi sár Kambódía eitt flóttafólki. Mannfallið var óskaplegt og neyðaraðstoðst- arkerfi borgarinnar hafði ekki við. Smám saman hallaði undan fæti og hið glaðværa yfirbragð, sem var svo einkennandi fyrir borgina hvarf, en ótti og kvíði tók við. Kambódíumenn voru loks farnir að gera sér grein fyrir að leikurinn væri tapaður. Margir erlendir diplomatar voru hissa á því að borgin skyldi ekki falla strax eftir að Bandarikjamenn hættu stuðn- ingi sínum við Kambódíuher úr lofti, en Bandarikjaþing hafði þá bannað stjórninni að senda hermenn eða ráðgjafa inn í landið. Eftir þvi sem umsátrið um borgina harðnaði byrjaði annar fjandmaður að grafa um sig meðal embættismanna og borg- ara, spilling. Hún breiddist út til herforingjanna, sem stungu i eigin vasa launagreiðslum hermanna og seldu birgðir og tæki. Hernaðaraðstoð Banda- ríkjamanna komst upp i tvær milljónir dollara á dag. Lon Nol reyndi að leita samninga við skæruliða, en þeir vísuðu öllum slíkum tilraunum á bug. Á sl. ári vann Lon Nol nokkurn tima- frest, er tilraun til að knýja fram hjá Sameinuðu þjóðunum skipti á stjórn Lon Nols og út- lagastjórn Sihanouks mistókst. Það varð þó ekki langur gálga- frestur þvi að 1. janúar sl. hófu kommúnistar lokasóknina, 1. apríl náðu þeir á sitt vald ferju- borginni Neak Luong við Mekongfljót eftir blóðuga bar- daga og þar með má segja að leiðin til Phnom Penh hafi ver- ið endanlega opnuð og aðeins dagaspursmál hvenær borgin félli. Og á miðnætti aðfaranótt fimmtudags lauk borgara- styrjöldinni með algerum sigri Khmeranna. Tæpri viku áður hafði bandaríski sendiherrann i Phnom Penh yfirgefið landið, en Lon Nol flúði daginn, sem Neak Luong féll. Sú spurning, sem nú rís er hver framtíð þjóðarinnar verð- ur. Sihanouk undirbýr nú heimför, en hann hefur sagt í viðtali, fyrst 1973 við Reuter- fréttastofuna og síðan við ýmsa aðra fjölmiðla, að hann munu láta Rauðu Khmerunum eftir stjórn landsins, en reyna sjálf- ur eftir megni að vinna landi sinu gagn á sama hátt og Elísa- bet Bretadrottning sínu landi, eins og hann eitt sinn komst að orði. Hann sagði í einu viðtalinu: „Mér likar ekki við Rauðu Khmerana og ég geri ekki ráð fyrir að þeim líki við mig, en þeir eru sannir föðurlandsvin- ir, en ekki handbendi Sovét- rikjanna, Kína eða N-Vietnams og þeir eru dugmiklir og heið- arlegir. Ég er i veikri aðstöðu gagnvart þeim, en þegar þeir hafa unnið endanlegan sigur sinn mun ég snúa heim til Kambódíu sem þjóðhöfðingi, því að Khmerarnir þurfa á mér að halda sem sameigningar- tákni fyrir þjóðina." Iöðru viðtáli hafði Sihanouk eftirfarandi ummæli eftir Ieng Sary, leiðtoga kommúnista- flokks Khmeranna: „Vió tryggjum formlega, að það verður ekkert blóðbað, er við höfum tekið IJhnom Penh. Við erum ekki uppreisnarmenn, við ' erum ríki og sem ríki höfunv við skyldum að gegna gagnvarl þeim 62 löndum, sem hafa við- urkennt okkur. Við getum ekki leyft okkur að sleppa hefndar- fýsninni lausri, er við tökum borgina.“ Nú er Phnom Penli fallin og vissulega varð mikið blóðbað i lokaátökunum, en nú getur að- eins tíminn skorið úr um hvort eitthvað er að marka orð Sarys eóa hvort fjöldaaftökur eru i vændurn. AP — Reuter — Newsweek, New York Tinies.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.