Morgunblaðið - 19.04.1975, Síða 22

Morgunblaðið - 19.04.1975, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRlL 1975 Guðbjörg Guðmundsdóttir hárgreiðslukona - Minning Fædd 2. maí 1927. úáin 13. apríl 1975. Guðbjörg, eða Gugga eins og hún var alltaf kölluð af ættingj- um og vinum, var dóttir hjónanna Ágústu Guðjónsdóttur og Guð- mundar Guðmundssonar prent- ara, sem starfaði i Rikisprent- smiðjunni Gutenberg í meira en hálfa öld. Hún var elst þriggja barna þeirra hjóna. Ung að árum hóf Gugga hár- greiðslunám hér i borg, og varð brátt mjög eftirsótt sem slik vegna vandvirkni sinnar og smekkvísi. Skömmu eftir að hún lauk námi fór hún til Kaup- mannahafnar til frekara náms í iðn sinni. Þar kynntist hún þeim manni, sem síðar átti eftir að verða eiginmaður hennar og lífs- förunautur. Því er ekki að leyna að það vakti nokkra eftirvænt- ingu ættingja og vina, þegar frétt- ist að hún Gugga væri heitbundin ungum Dana, Harry Sönderskov, frá Kastrup, einni útborg Kaup- mannahafnar. Komu þau síðan út hingað og gengu í heilagt hjóna- band. Fór það ekki framhjá nein- um að nú sem áður hafði Gugga ekki flanað að neinu. Hún hafði valið vel, og var jafnræði gott með ungu hjónunum, kærleikur og gagnkvæm virðing, sem ekki brást. Ekki varð annað séð en Daninn ungi yndi hag sinum hér á Íslandi, því hér hafa þau búið að undanteknum fáum árum, sem þau bjuggu í Kaupmannahöfn. Byggðu þau sér fagurt og smekk- legt heimili að Erluhrauni 5 í Hafnarfirði, þar sem maður henn- ar fékk vinnu þar í bæ, og í nýja húsinu var innréttuð hárgreiðslu- stofa, þar sem Gugga vann við mikinn og góðan orðstír til dauða dags. Eignuðust þau hjón tvo syni, Gunnar og Helga, sem nú eru uppkomnir. Ekki er of djúpt tekið í árinni þótt sagt sé að nú hafa margír misst mikið við hið sviplega frá- fall hennar. Það áttu margir hauk i horni þar sem Gugga var. Hún vildi öllum liðsinna og lá aldrei á liði sínu, þegar ættingjar og vinir leituðu til hennar. Foreldrum sin- um var hún sérlega góð dóttir meðan þeirra naut við, enda mátu þau hana mikils. Örugglega má telja Guggu í hópi þeirra, sem líta á vinnuna sem blessun en ekki böl, enda var hún sístarfandi, bæði við heimilisstörf og hár- greiðslu, og vanrækti hvorugt, þó varð enginn var við að hún hefði mikið að gera, það var enginn hamagangur i kring um hana. Hún kunni að vinna og hafði ánægju. af, til siðasta dags, þó oft væri hún sárþjáð siðustu mánuði. Konan mín, en þær Gugga voru systradætur, minnist nú frænku sinnar með miklum söknuði, fyrir órjúfandi vináttu og velvild i sinn garð frá upphafi. Fari hún i friði, og hafi þökk fyrir allt og allt. Við hjónin sendum Harry og sonum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar að blessa hina látnu heiðurskonu, og styrkja þá sem næstir henni stóðu og eiga um sárast að binda. Geir Herbertsson. Nokkur fátækleg kveðjuorð. Að Gugga skuli ekki lengur taka á móti manni á sinn hlýja og létta hátt virðist ótrúlegt. 1 návist hennar var alltaf glaðværð og þar hvarf allur aldursmunúr enda átti hún i rikum mæli þann eigin- leika að laða fólk að sér. Hjá Guggu og Harry hefur alltaf verið hægt að ræða málin hispurslaust og hefur það hjálpað manni að átta sig á hlutunum. 1 dag þegar við kveðjum Guggu í síðasta sinn fyllir sorgin huga okkar, en jafnframt erum við óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Hún átti svo margt aðdáunar- vert í fari sinu og alúð sú og samvizkusemi er hún lagði í öll störf sin, stór og smá, verður pkk- ur vonandi til eftirbreytni. Við þökkum þér elsku Gugga mín, umhyggju þina og vináttu og biðjum Guó að styrkja Harry, Gunnar og Helga í þeirra þungu sorg. Sofið er ástaraugað þitt, sem aldrei brást að mætti minu. Mest hef ég dáðst að brosi þínu. Andi þinn sást þar allt með sitt. Stirðnuð er haga höndin þín, gjörð til að laga allt úr öllu, eins létt og draga hvítt á völlu smámeyjar fagurspunnið lín. (JH) Guð blessi þig. Geirsi og Anna. Þegar hringt var til mín sunnu- dagsmorguninn 13. apríl og mér var sagt lát Guggu vinkonu minn- ar, féllust mér hendur um stund. Oft hefur dauðsfall komið á óvart en sjaldan eins og i þetta skipti. Ég hafði komið til hennar fyrir aðeins örfáum dögum og þá sýnd- ist hún svo sterk og heilbrigð að allar hugsanir um sjúkdóma og dauða voru viðs fjarri. Kunnugir vissu þó að hún hafði um nokkurn tima verið haldin þeim sjúkdómi, sem hin síðari ár hefur langt fleiri að velli en nokkur annar. Meðfædd glaðværð hennar og geðprýði fengu okkur til að gleyma þvi að hún gengi ekki heil til skógar. Því var það eins og reiðarslag, þegar andlátsfregnin kom, öllum vinum hennar að óvörum. Guðbjörg Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 2. maí 1927, elst þriggja barna hjónanna Guð- mundar Guðmundssonar prent- ara og Ágústu Guðjónsdóttur, sem bæði eru látin. Hún ólst upp i foreldrahúsum í Reykjavík og hóf snemma nám í hárgreiðslu hjá hárgreiðslustofunni Lilju. Að námi ioknu hélt hún til Kaupmannahafnar, þar sem hún vann að iðn sinni og kynnti sér nýjungar i starfi sinu. Dvölin ytra varð nokkru lengri en hún hafði upphaflega ráðgert. Skömmu eft- ir komuna þangað kynntist hún ungum manni, Harry Sönderskov, og gengu þau i hjónaband 28. október áFÍð 1950. Þau stofnuðu heimili sitt í Kaupmannahöfn, þar sem þau bjuggu næstu sjö árin og eignuðust báða syni sína, Gunnar, sem er kennari við Lækj- arskóla í Hafnarfirði, og Helga, sem stundar nám í Verzlunar- skóla Islands. Arið 1958 fluttust þau Harry og Gugga með syni sína til Islands og settust þá strax að í Hafnarfirði, en þar hafa þau búið alla tið síðan. Gugga setti á stofn hárgreiðslustofu en Harry hóf starf i iðngrein sinni hjá móður- bróður hennar, Alexander Guð- jónssyni. Það var því i nógu að snúast hjá ungu hjónunum og ekki sízt eftir að þau hófust handa um byggingu íbúðarhússins að Erluhrauni 5. Ber það hús og allt heimili þeirra úti sem inni, fagurt vitni um dugnað og smekkvísi húsbændanna, enda áttu þau það bæði sameigínlegt að vilja vanda verk sín í smáu sem stóru. Á heimili þeirra var því gott að koma. Hjónin bæði hrókar alls fagnaðar á gleðistundum, við- mótsþýð og elskuleg. Þar eignuð- umst við góða nágranna og vini, sem reyndust okkur einstaklega vel og þá bezt, þegar mest á reyndi og við áttum um sárt að binda. Mér fannst Gugga alltaf vera sameiningartákn fyrir fjölskyldu + Litla dóttir okkar, UNNUR, sem lézt 1 5. þ.m. á Landakots- spltala, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. þ.m. kl. 13.30. Jórunn Birgisdóttir, Haraldur Magnússon. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og jarðar- farar SIGNÝJAR BJARNADÓTTUR, Óðinsgötu 20 B. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. sína. Ekki aðeins eiginmanni sín- um og sonum, heldur einnig í víðara skilningi. Hvort sem eitt- hvað amaði að eða t.d. afmælis var minnzt, þá var gjarnan leitað til hennar. Mér var kunnugt um að börn Láru systur hennar voru henni einkar kær, enda var hún þeim eins og bezta móðir. Foreldr- um sinum unni hún mjög og var þeim umhyggjusöm dóttir meðan þau lifðu. Sérstaklega var hún föður sínum styrk stoð og lét sér á allan hátt annt um hann, eftir að móðir hennar lézt. Þó aldurinn hafi ekki verið hár, lætur Gugga eftir sig mikið og fagurt starf, sem eftirlifandi vinir hennar og venzlamennfá að njóta áfram. Ég er einnig sannfærð um að starf hennar og breytni hefur einnig og ekki síður aflað henni innstæðu i nýjum heimi, inn- stæðu sem kemur henni sjálfri til góða á okkur ókunnum leiðum. Enginn efast um að foreldrar hennar hafi tekið á móti henni opnum örmum handan við móð- una miklu. Það er vissulega sárt og reyndar yfirþyrmandi nánustu ástvinum, er eiginkona og móðir er burt kölluð í blóma lífsins. En þannig hefur þetta verið og þannig verð- ur það áfram. Dauðinn spyr ekki um aðstæður eða aldur og hann fer ekki í manngreinarálit. Þvi verðum við að reyna að bregðast við með því hugarfari að lífið haldi áfram, ekki aðeins okkar, sem eftir stöndum, heldur einnig hinna, sem burt eru kallaðir. Minningarnar ylja þegar bros- mildur og hlýr svipur Guggu fagnar okkur ekki lengur og þær hjálpa til að sætta okkur við orð- inn hlut. Að leiðarlokum vil ég þakka Guggu fyrir allar ánægjustund- irnar, sem við áttum saman. Til hennar var alltaf gott að koma. Hið glaða bros og vingjarnleg framkoma yljaði mér alltaf um hjartarætur. Ég flyt eiginmanni hennar, son- um og öðrum ástvinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur og bið þann, sem öllu stjórnar, að styrkja þau og styðja í þessari þungu raun. Sesselja Erlendsdóttir. Grimmúdga él gráðuga Hel grandar ei (rúarsól vorri. Andkaldur vel Islenskum mel eyðir ei vetrarins þorri. Ljósið sem dó en lifir þó Ijær oss birtu skæra. Hjartanu fró og huganum ró hefir það enn að færa. O.H.H. Eins og að sitja i þægilegri stofu, þar sem rósailmur fyllir loftið. Logandi kertaljós, er færir bæði yl og þægilega birtu. Þannig var að vera samvistum við Guggu. Þannig var vinátta hennar hlý og björt. Allt í einu er eins og mildur blær fari um stofuna. Það slokkn- ar á kertinu og við sitjum eftir í myrkrinu. Augu okkar sjá ekki lengur, en hugurinn geymir mynd hennar, ljúfa, eins og allar minn- ingarnar, sem hún skilur eftir. Ég kynntist henni fyrst, þegar við vorum að hefja nám í sömu iðn- grein. Þá tókst strax með okkur vinátta, sem síðan átti eftir að verða innilegri með hverju ári sem leið. Iðnskólanáminu var öðruvísi háttað í þá gömlu góðu daga. + Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför TÓMASAR GUOMUNDSSONAR frá Kjós, Grunnavíkurhreppi. Stjúpbörn. fósturbörn. + Fósturmóðir mín og systir KATRÍN KJARTANSDÓTTIR andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1 7. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. þ.m. kl. 3. Karl Sævar Benediktsson, Gestur Guðnason. + Hjartans þakkir til allra næ og fjær er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát , minningarathöfn og útför ÁRNA SIGVALDASONAR. frá Klukkulandi, Dýrafirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks lyflæknisdeildar Landspltalans. Guð blessi ykkur öll Rakel Sigurðardóttir, Þórdfs Garðarsdóttir. + Hugheilar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, jarðarför, JENS BENJAMÍNS ÞÓRÐARSONAR, Hafnargötu 48, Keflavlk. Sérstaklega þökkum við lögreglunni í Keflavik Þurlður Halldórsdóttir. Alda S. Jensdóttir, Sævar Þorkell Jensson, Halldór Á. Jensson, Marfa Valdemarsdóttir Kristinn Þ. Jensson, Elsa Halldórsdóttir og barnabörn. Eftir erfiðan vinnudag var sest á skólabekk, oft langt fram eftir kvöldi. Nánara samband varð á milli skólafélaganna, enda var skólinn allan veturinn og félagslíf með miklum blóma. Hvergi létum við okkur vanta, sjálfsagt að halda hópinn, hvort sem um málfund, dansæfingu eða ferðalög var að ræða. Eftir eitt vorferðalag var stofn- aður ferðaklúbbur. Við héldum því áfram að ferðast um landið, skólafélagarnir, og fleirí bættust í hópinn. 1 þessum ferðum var Gugga driffjöðrin i leik og söng. Rödd hennar björt og fögur hreif hina rheð sér eins og hinn smit- andi hlátur hennar. En við áttum eftir að ferðast lengra saman vinkonurnar. Að loknu sveinsprófi i hár- greiðslu lögðum við af stað út í hinn stóra heim. Danmörk varð fyrir valinu. Eflaust hefur for- sjónin ráðið þar einhverju, þvi þar kynntist hún ungum, glæsi- legum pilti, Harry Sönderskov. Það var sannarlega ást við fyrstu sýn, ást, sem hélst til hinstu stundar. Harry og Gugga gengu i hjóna- band 28. október 1950. Dvöl henn- ar i Danmörku varð lengri en við höfðum upphaflega ráðgert. Ég hélt heim, en hún settist þar að og bjuggu þau Harry í Dan- mörku næstu átta árin og eignuð- ust tvo myndarlega syni. Ekki slitnuðu vináttuböndin, þótt fjar- lægðin skildi okkur að um sinn. Við skrifuðumst á og tókum þátt í hvor annarra högum öll árin. Arið 1958 fluttist fjölskyldan svo til Islands og settist að í Hafnarfirði. Þar reistu þau sér varanlegan bú- stað. Okkur öllum vinum þeirra og venslafólki til ósegjanlegrar gleði festi Harry hér þær rætur, sem ég hygg að eigi muni slitna, þótt nú sé hún horfin, sem gaf honum nýtt heimaland. Ég hef verið beðin að skila hér innileg- um þakkar- og saknaðarkveðjum frá vinkonunum í saumaklúbbn- um okkar, sem höfðu haldið sam- an i fjölda mörg ár. Það mun líða langur timi þar til við í raun og veru trúum þvi að hún sé horfin frá okkur fyrir full't og allt. Minn- ingin um Guggu verður okkur, sem þekktum hana, hvatning til að lifa lífinu lifandi. Hún verður hugstæð öllum sem henni kynnt- ust, ög þó einkum þeim er kynnt- ust henni best. Ég votta Harry og sonum, ásamt öllum hennar ást- vinum, minar innilegustu samúð- arkveðjur. Ibba. — Góður hagur Framhald af bls. 5 Heildarinnlán, sem námu í árs- lok 941 milljón, höfðu aukizt á árinu um 277 milljónir króna eða um 41,7%. Sparilán námu 829 milljónum og varð aukning ársins þar 226 milljónir eða 37,5%. Veltiinnlán voru 83,6% Heildarútlán bankans voru í árslok 669 milljónir króna og höfðu vaxið á árinu um 104 millj- ónir eða um 43,9%. Bundin inn- stæða i Seðlabanka nam í árslok 192 milljónum og hafði á árinu vaxið um 54 milljónir króna. Inn- stæða bankans á viðskiptareikn- ingi í Seðlabankanum var i árslok 56 milljónir króna. I bankaráð voru einróma endur- kjörin: Jóna Guðjónsdóttir, Her- mann Guðmundsson, Einar Óg- mundsson, Björn Þórhallsson og Markús Stefánsson. Til vara: Herdís Ólafsdóttir, Hilmar Jónsson, Hilmar Guð- laugsson, Óðinn Rögnvaldsson, Snorri Jónsson. Endurskoðendur bankans voru endurkjörnir: Björn Svanbergs- son og Steindór Ólafsson. Þriðji endurskoðandinn er skip- aður af ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.