Morgunblaðið - 19.04.1975, Side 32

Morgunblaðið - 19.04.1975, Side 32
JHargimlbMib nucivsincnR <g,„-*2248D LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1975 Miklar sovézkar flotaœfingar: Þotur varnarliðs höf ðu 140 skipti afskipti af herflugvélum ALANDSEYJASVNINGIN STRANDAGLÓPUR — I dag setur menntamáiarádherra Álandseyja- viku í Norræna húsinu en að fjarstaddri sýningu þeirri, sem vera átti burðarás þessarar viku. Sýningarmunirnir urðu nefnilega strandaglópar f Gautaborg fyrir handvömn flutningsaðila þeirra og raunar er ekki séð fyrir endann á þvf hvenær sýningin nær loks til landsins. En um hrakfarir Álandseyjasýningar- innar má lesa nánar á bls.2. — í nágre> ni Islands síðustu daga SOVÉZKl norðurflotinn, sem aðsetur hefur á Kola- skaga, hefur hafið meiriháttar flotaæfingar á Norður- Atlantshafi í námunda við ísland og samkvæmt upplýs- ingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, hafa eftirlits- þotur frá Keflavíkurflugvelli a.m.k. 40 sinnum orðið að hafa afskipti af sovézkum herflugvélum, sem flogið hafa inn í flugvarnarsvæði varnarliðsins í þessari viku. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.hefur varnar- liðið aukið mjög eftirlitsflug á svæðinu í kringum tsland og á hafsvæðinu í námunda við landið vegna hinna stórauknu umsvifa sovézka flotans og flugvéla á hans vegum við Island. og kafbátar ásamt birgðaskipum farið frá heimahöfnum á Kola- skaga og úr öðrum sovézkum höfnum víðs vegar um heimínn. Jafnhliða flotaæfingunum á Norður-Atlantshafi hafa lang- drægar sovézkar herflugvélar verið á ferð á svæðinu milli ís- Framhald á bls. 31 1 Reuter-skeyti frá I.ondon i gær segir, að um- fang flotaæfinga Sovétríkjanna, sem hófust sl. mánudag, hafi komið sérfræðingum á óvart. Skip frá Bretlandi, Bandaríkjun- um, Hollandi og Italíu fylgjast nú þegar með flotaæfingunum og í athugun er, að sérstök flotadeíld NATO-ríkjanna fylgist einnig með þeim. hetta eru taldar mestu flotaæfingar Sovétríkjanna í 5 ár og þáttúr flugvéla í þeim er meiri en áður. Talsmaður varnarliðsins sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að meiriháttar flotæfingar færu nú fram á vegum sovézka flotans i grend við Island og væru þessar æfingar þáttur í heræfing- Einn þekktasti blaðamaður heims upplgsti 1967: Farafonov KGB- niósnari í Stokkhólmi í 8 ár um, sem ná um heim allan og er talið, að 200 sovézk herskip muni taka þátt I þeim og jafnvel enn fleiri áður en æfingum þessum lýkur. Talsmaður varnarliðsins sagði, að síðan Tass-fréttastofan hefði tilkynnt hinn 10. april s.l., að meiriháttar heræfingar væru í að- sigi, hefðu fjölmörg stór herskip Biðskák h já Friðrik TlUNDA umferð skákniótsins í Las Palnias á Kanaríeyjuni var tefld í ga'rkvöldi. 1 þessari uni- ferð tefldi Friðrik við Spánverj- ann Visier, en skákin fór í bið, og átti að tefla biðskákina síðar f ga’rkvöldi. Ekki var vitad um stöðuna þegar blaðið fór I prenl- un. Ljubojevic tók forystuna á ný í ga-r, þegar hann vann Fern- andez og er nú nieð 8 vinninga. Sviinn Ulf Andersson og Fetro- sjan sömdu um jafntefli i gær, ennfremur þeir Pomar og Mecking. Ilinsvegar vann Hort Tatai. Biðskákir urðu hjá Debarn- ot og Bellon, Rodriguez og Framhald á bls. 31 Tók síðan við þýðingarmeira njósnahlutverki sagði C.L. Sulzberger í New York Times EINN þekktasti blaðamaður heims, U.L. Sulzberger, hjá New York Times, skýrði frá því þegar á árinu 1967 að hinn nýi sovézki sendiherra á lslandi, Gcorgi Farafonov Nikolaevich Farafonov, væri njósnari, sem starfað hefði á veg- um KGB. Eftir að upplýst hafði verið, að nafn Farafonovs væri á skrá yfir sovézka njósnara, sem birtist í bók er út kom á síðasta ári og nefnist KGB — leynileg störf sovézkra njósnara, gerði Morgunblaðið ráðstafanir til þess að afla frekari upplýsinga um feril Farafonovs m.a. með aðstoð erlendra blaða, svo sem New York Times, og Berl- ingske Tidende. Nú hefur Morgunblaðið fengið upplýsingar um, að á árinu 1967 skrifaði C.L. Sulzberger grein I New York Times, þar sem hann skýrir m.a. frá því, að Georgi Nikolaevich Farafonov sem þá starfaði í sovézka sendiráðinu I Finnlandi hafi um 8 ára skeið verið njósnari fyrir KGB I Svfþjóð. Jafnframt segir Sulzberger í grein þessari, að fram hafi komið á sjónarsviðið i Vestur-Evrópu ný tegund sovézkra njósnara er gegni veiga- miklu hlutverki og séu I beinum tengslum við alþjóðadeild sovézka kommúnistaflokksins. Sulzberger nefnir nöfn fjögurra þessara njósnara og einn þeirra er Farafonov, nú sendiherra Sovétríkjanna á tslandi. Tveimur dögum eftir að grein Sulzbergers birtist var um hana fjallað I Berlingske Aftenavis (síðdegisblaði Berlingske Tid- ende sem nú er hætt að koma út) Framhald á bls. 31 BUR segir upp kaup- tryggingu 100 manns A þriðja hundrað manns hefur verið sagt upp Stóru togararnir stöðvast nú hver af öðrum vegna verkfalls undirmanna, og fyrirsjáanlegt er að vinna i þeim frystihúsum, sem A-þýzkur skipslæknir strýk- ur af togara í Rvíkurhöfn Komst til Kaupmannahafnar með vél FI SKIPSLÆKNIRINN á austur- þýzka togaranum Bertolt Brecht, sem legið hefur í Sundahöfn í nokkra daga, sjrauk af skipinu í fyrradag og eftir þeim upplýs- ingum, sem Morgunblaðið gat aflað sér hjá Útlendingaeftirlit- inu í gærkviildi, mun maðurinn hafa komizt úr landi til Kaup- mannahafnar með áætlunar- flugvél Flúgfélags lslands I gær- morgun. Ekki höfðu borizt nánari fréttir af manninum I gærkvöldi, þegar biaðið fór í prentun. Tveir a-þýzkir togarar liggja nú í Sundahöfn, Bertolt Brecht og Peter Nell, báðir frá Rostock. Sá fyrrnefndi kom hingað s.l. þriðju- dag en hinn í gærmorgun, en skipin hafa verið á veiðum á djúp- slóðum. Samkvæmt upplýsingum Arna Sigurjónssonar hjá Útlend- ingaeftirlitinu hafði skipstjóri Bertolt Brecht samband við lögregluyfirvöld I Reykjavík kl. 9 í gærmorgun og tilkynnti, að einn skipverjanna, skipslækninn, vantaði um borð, en hann hafði átt að vera mættur á miðnætti í fyrrakvöld. — Við hófum þegar eftir- grennslan eftir manninum, sagði Árni, og var leitað um allt. Ennfremur var farið í gegnum farþegaskrár flugfélaganna og á Framhald á bls. 31 byggja rekstur sinn að mestu á afla þessara skipa, stöðvast I næstu viku. Nú þegar hefur verið sagt upp kauptryggingu fastráð- ins starfsfólks hjá Kirkjusandi h.f. og hjá Isbirninum h.f. 1 gær var svo kauptryggingu eitt hundrað starfsmanna hjá Bæjar- útgerð Reykjavíkur sagt upp, en kauptryggingunni þarf að segja upp með viku fyrirvara. Með upp- sögn B.Ú.R munu frystihús nú vera búin að segja upp kauptrygg- ingu hjá nokkuð á þriðja hundrað manns. Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að fyrirtækið hefði sagt upp kauptryggingu T00 manns í gær, sem væru með fast- ráðningu. Stór hluti þessa hóps er kvenfólk, en bilstjórar hjá fyrir- tækinu eru einnig með fastráðn- ingu. Hann sagði, að vinna yrði í frystihúsi B.Ú.R. alla næstu viku, en eftir það yrði hún lítil þar sem fyrirtækið væri aðeins með einn bát i viðskiptum. Hinsvegar myndi vinna ekki falla niður við skreiðar- og saltfiskverkun. Þar væri nóg að gera við að umstafla og pakka. Alls vinna hjá fyrirtækjum B.Ú.R. um 250 mann og á togur- um fyrirtækisins eru um 100 Framhald á bls. 31 Eldur á Akureyri Akureyri 18. apríl. IKVIKNUN varð hjá gleraugna- verkstæðinu Geisla á þriðju hæð Amarohússins í Hafnarstræti kl. 16.20 í dag. Eldurinn mun hafa komið upp í ruslafötu, en barst þaðan i gleraugnaspangabirgðir verkstæðisins og brunnu þær og bráðnuðu að mestu á augabragði, enda flestar spengurnar úr plasti. Af þessu varð mikill hiti og reyk- ur, sem lagði að einhverju leyti inn í vörugeymslur Amaro h.f., en þó mun tjón þar hafa orðið óveru- legt og reykinn lagði ekki um húsið að öðru leyti. Tjón á varn- ingu hjá Geisla h.f. varð hinsveg- ar mikið. Starfsfólk í húsinu hafði slökkt eldinn að mestu þegar slökkviliðið kom. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.