Morgunblaðið - 15.06.1975, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JUNI1975
DAGSKRÁ þjóðhátíðar í
Reykjavík á þjóðhátíðardaginn
17. júní verður með líku sniði
og undanfarin ár. Þjóðhátíðin
hefst með samhljómi kirkju-
klukkna í Reykjavík og síðan
leggur Ölafur B. Thors, forseti
borgarstjórnar, blómsveig frá
Reykvíkingum á leiði Jóns Sig-
urðssonar í kirkjugarðinum
v/Suðurgötu. Þjóðhátíðinni
lýkur moð dansskemmtunum
við 6skólaí borginni Af nýjung-
um í dagskrá þjóðhátíðar má
nefna að boðið verður upp á
siglingar í Nauthólsvík og fyrir
hverri skrúðgöngu fer gömul
slökkvibifreið. Þá verður
dagskráin á Laugardalsvellin-
um fjölbreyttari en áður.
Eins og áður sagði hefst þjóð-
hátíðin með athöfn í kirkju-
garðinum v/ Suðurgötu en kl.
10.30 byrjar Lúðrasveit Reykja-
víkur að leika ættjarðarlög á
Austurvelli og Már Gunnars-
son, formaður þjóðhátiðar-
nefndar, setur hátíðina. Forseti
Islands, dr. Kristján Eldjárn,
leggur blómsveig frá íslenzku
þjóðinni á minnisvarða Jóns
Sigurðssonar á Austurvelli.
Forsætisráðherra, Geir Hall-
grímsson, flytur ávarp og flutt
verður ávarp Fjallkonunnar,
sem að þessu sinni er Anna
Kristín Arngrímsdóttir. Við at-
höfnina á Austurvelli syngur
Karlakór Reykjavíkur.
Að lokinni athöfninni á Aust-
urvelli verður guðsþjónusta i
Dómkirkjunni. Sr. Ingvi Þór
Árnason frá Prestbakka pré-
dikar og þjónar fyrir altari.
Dómkórinn syngur og Ragnar
Björnsson leikur á orgel. Ein-
söngvari verður Magnús Jóns-
son.
Um morguninn kemur Barna-
og unglingalnðrasveit Reykja-
víkur að elliheimilum borgar-
innar og leikur nokkur lög.
Eftir hádegi kl. 13.15 hefjast
jtrjár skrúðgöngur og verður
safnazt saman á Hlemmi, Mikla-
torgi og við Melaskólann. Frá
Hlemmi verður gengið um
Laugaveg og Bankastræti á
Lækjartorg. Frá Miklatorgi
verður gengið um Hringbraut,
Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og
Lækjargötu á Lækjartorg. Frá
Melaskólanum verður gengið
um Birkimel, Hringbraut, Skot-
húsveg, Tjarnargötu, Aðal-
stræti og Austurstræti á
Lækjartorg. I skrúðgöngunum
leika lúðrasveitir og i farar-
broddi hverrar verður gömul
slökkvibifreið og eru þetta
elztu slökkvibifreiðar landsins,
sú elzta frá 1923. Skátar ganga
undir fánum fyrir skrúðgöng-
unum og stjórna þeim en skátar
hafa alltaf sett svip á daginn og
verða þjóðhátíðarnefnd til að-
stoðar allan daginn.
Að loknum skrúðgöngunum
hefst á Lækjartorgi barna-
skemmtun og er stjórnandi
hennar Klemenz Jónsson en
kynnir Árni Tryggvason. Þar
leikur Lúðrasveit verkalýðsins.
Halldór Kristinsson flytur eigin
lög og leikkonurnar Soffía
Jakobsdóttir, Þórunn Sigurðar-
dóttir og Ásdis Skúladóttir
flytja leikþáttinn Öskubuska.
Sigmundur Örn Arngrimsson
flytur barnavísur og Ketill Lar-
sen skemmtir. Þá flytja Ieik-
ararnir Róbert Arnfinnsson,
Arni Tryggvason og Guðrún
Stephensen gamanþáttinn
Fatan lekur.
I Laugardal hefur aðstaða til
hátiðarhalda batnað mjög
síðustu ár en að lokinni
skemmtuninni á Lækjartorgi
hefjast hátíðarhöld i Laugar-
dal. I Laugardalssundlauginni
verður sundmót en á Laugar-
dalsvellinum verður fjölbreytt
dagskrá. Fram fer úrslita-
keppni á 17. júnimótinu i frjáls-
um íþróttum og boðhlaup
drengja í 5. aldursflokki. Fim-
leikaflokkur frá Karlstad i Sví-
þjóð verður með sýningu. Þá
fer fram stórleikur í knatt-
spyrnu og eigast þar við lið
skipuð annars vegar gömlum
Frömurum og hins vegar úr-
1975
17 JUNI
valslið skipað ýmsum heims-
þekktum, landsþekktum, inn-
lendum og erlendum köppum.
Framarar hafa fengið að láni
einn mann og er það Helgi
Daníelsson, sem verður í mark-
inu, en aðrir kunnir menn í því
liði verða Haukur Óskarsson,
Reynir Karlsson, Karl Berg-
mann, Cíuðmundur Óskarsson,
og Dagbjartur Steingrímsson
o.fl. Urvalsliðið er skipað ýms-
um kunnum mönnum en í
liðinu eru Heimir Guðjónsson,
Arni Njálsson, Bjarni Felixson
(rauða ljónið), Helgi V. Jóns-
son, Tony Knápþ, landsliðs-
þjálfari, Garðar Arnason og
Gunnar Guðmannsson, Miðtrfó-
ið skipa þeir Ríkharður Jóns-
son, Albert Guðmundsson,
Ellert Schram, Örn Steinsen og
Joe Gilray, þjálfari Vals.
Ibúum Reykjavikur verður
boðið í siglingu á bátum Sigl-
ingaklúbbsins Sigluness og
Siglingaklúbbsins Brokeyjar í
Nauthólsvík kl. 17 á þjóð-
hátíðardaginn. Er þetta nýjung
og vill þjóðhátiðarnefnd hvetja
fólk til að vera vel klætt.
Dagskrá þjóðhátíðar í
Reykjavík lýkur svo með kvöld-
skemmtunum við sex skóla i
borginni. Þessir skólar eru:
Austurbæjarskóli, Breiðholts-
skóli, Langholtsskóli, Mela-
skóli, Arbæjarskóli og Fella-
skóli. Hljómsveitir leika fyrir
dansi á þessum stöðum en ekki
er gefið upp við hvaða skóla
hver hljómsveit Ieikur en
hljómsveitirnar eru: Ragnar
Bjarnason, Ernir, Eik, Asgeir
Sverrisson, Brimkló og Dögg. Á
miðnætti verður hátiðinni slitið
en að sögn þjóðhátiðarnefndar
er ekki talið rétt að láta
skemmtanirnar standa lengur,
þar næsti dagur er almennur
vinnudagur. Þeir sögðu einnig
að við þessa tilfærslu á kvöld-
skemmtununum, sem áður voru
í miðbænum, hefði yfirbragð
þeirra batnað til muna.
I samvinnu við félög íbúa í
Arbæjarhverfi og Breiðholti
verður efnt til síðdegisskemmt-
ana i þessum hverfum. I
Árbæja^þverfi eru það Kven-
félag Árbæjarsóknar og
Iþróttafélagið Fylkir, sem i
samvinnu við þjóðhátíðarnefnd
standa fyrir skemmtuninni.
Skrúðganga hefst á Árbæjar-
túni og verður síðan gengið um
Rofabæ að Árbæjarskóla. Þar
verður skemmtun og flytur
Guðmundur Þorsteinsson,
sóknarprestur, hátíðarávarp og
flutt verða atriði úr barna-
skemmtun á Lækjartorgi. A
íþróttavellinum verða íþróttir
og leikir.
I Breiðholti eru það Fram-
farafélag Breiðholts III,
Iþróttafélagið Leiknir og Kven-
félagið Fjallkonurnar sem
standa i samvinnú við þjóð-
hátiðarnefnd fyrir hátiða-
höldum. Skrúðganga verður frá
endastöð S.V.R. í miðju Hóla-
hverfi, síðan verður gengið um
Vesturberg að Fellaskóla og
þar hefst skemmtun. Hjálmar
W. Hannesson, menntaskóla-
kennari, flytur ávarp og sr.
Hreinn Hjartarson, verður með
helgistund. Fluttur verður leik-
þáttur af barnaskemmtuninni á
Lækjartorgi, þá verður dagskrá
á íþróttavellinum.
A blaðamannafundi með
þjóðhátíðarnefnd kom fram, að
nefndin vonaðist til að þessi
þjóðhátíðardagur yrði sann-
kallaður þjóðhátíðardagur og
fólk gætti þess að ganga snyrti-
lega um. Formaður þjóðhátíðar-
nefndar nú er Már Gunnarsson
en framkvæmdastjóri Kolbeinn
Pálsson. Dagskrárstjóri er
Klemenz Jónsson. Merki þjóð-
hátíðardagsins gerði Astmar
Ólafsson, teiknari, og hafði
hann að fyrirmynd listaverk
Asmundar Sveinssonar, Móður
jörð.
Alþjóðleg Mstaverka-
miðlun á íslandi
Gefur hann Islandi listaverk
fyrir hundruð milljóna krrtna
Kaupmannahöfn,
frá fréttaritara Morgunblaðsins,
Braga Krist jónssyni.
VlÐKUNNUR danskur lista-
verkasali, Gunnar Mikkelsen, er
væntanlegur til Islands I heim-
sókn hinn 28. júnl næstkomandi.
Ferð hans til landsins er gerð I
þeim tilgangi að kanna aðstæður
á þvi að stofnsetja á íslandi al-
þjóðlega listaverkamiðlun, sem
jafnframt hefði útibú í Kaup-
mannahöfn og viðar i Evrópu, svo
sem Hollandi og Belgiu.
Ætlar hann að ræða við ráða-
menn listamála og listasafna á
Islandi og ennfremur að kynnast
þjóð af eigin raun.
Gunnar Mikkelsen er einn
mikilvirkast listaverkasali á
Norðurlöndum og hefur um Iangt
skeið rekið umfangsmikla lista-
verkamiðlun og sölu í Kaup-
mannahöfn og víðar i Evrópu.
Hann er einnig þekktur fyrir hið
mikla einkasafn sitt af þekktum
málverkum eftir heimskunna
listamenn og ennfremur á hann
margar myndir, sem listfræðingar
hafa deilt mjög um. Meðal annars
á hann listaverk eftir alla fræg-
ustu eldri listamenn Dana og líka
eru i safni hans myndir eftir Van
Gogh, Emil Nolde, Corot, Turner
og marga fleiri.
Aðdragandi komu listaverka-
salans er sá. að í jan. sl. hafði
fréttaritari Morgunblaðsins i
Kaupmannahöfn viðtal við
Gunnar Mikkelsen, sem birtist í
Lesbók Morgunblaðsins 19. jan.
s.l. Síðan hefur sú hugmynd verið
að þróast með listaverkasalnum
að hann flytti hluta af starfsemi
sinni til tslands og e.t.v. allt
einkasafn sitt. Hefur hann enn-
fremur haft á orði þar sem hann á
enga lögerfingja — þótt hann sé
enn á besta aldri — að gefa allt
hið mikla safn sitt af málverkum
og öðrum listgripum til Islands, ef
honum litist vel á land og þjóð.
Það mun ekki fjarri lagi að einka-
safn Gunnars Mikkelsens sé
600—800 milljóna króna virði.
Það er því vonandi að lista-
verkasalanum lítist vel á þjóðina
og landið og þess að vænta að
viðkomandi aðiljar veiti honum
þær upplýsingar, sem hann þ’arf
til að geta myndað sér skoðun í
þessu einstæða máli.
DAGSKRÁR útvarps og
sjónvarps fyrir mánu-
dag eru á bls. 24 í blað-
inu í dag.
Viðræður BHM og fjármála-
ráðherra ekki hafnar enn
VIÐRÆÐUR Bandalags háskóla-
manna við samningsaðila sinn,
fjármálaráðherra fyrir hönd
ríkissjóðs, hafa ekki hafizt enn,
en samkvæmt upplýsingum Jóns
Rögnvaldssonar, formanns kjara-
ráðs BHM, hafa viðræður enn
ekki verið ákveðnar. Bjóst hann
þó við að þær myndu hefjast á
næstunni.
Togaradeilan:
„Talað saman”
„ÞAÐ er talazt við, meira get ég
ekki sagt,“ sagði Jón Sigurðsson,
forseti Sjómannasambands Is-
lands, þegar Morgunblaðið náði
tali af honum, þar sem hann var á
fundi hjá sáttasemjara 1 togara-
deilunni.
Gert var hlé á sáttafundinum i
fyrrakvöld kl. 11 og mættu menn
aftur til fundar endurnærðir kl.
10 í gærmorgun. Matarhlé var
síðan gert um 12-leytið en tekið til
við fundarhöld að nýju kl. 2, sem
stóðu enn þegar Mbl. fór í
prentun. Að því er Guðlaugur
Þorvaldsson, einn af sátta-
nefndarmönnum, tjáði Morgun-
blaðinu, hafði ekkert sáttatilboð
komið enn fram en „viðræður eru
í gangi".
Konungur sendi þakkarskeyti
ER FLUGVÉL Karls
Gústafs Svíakonungs var
á leið með hann heim til
Svíþjóðar að lokinni ís-
landsheimsókninni,
sendi konungur svohljóð-
andi skeyti til forseta Is-
lands:
„Á heimleið yfir Norð-
ur-Atlantshaf sendi ég
forseta Islands og
íslenzku þjóðinni hlýjar
þakkir fyrir stórfenglega
gestrisni og mikla
vinsemd sem ég varð
aðnjótandi í heimsókn
minni til íslands.
Karl Gústaf.“
30 íslenzkir iðnaðarmenn í Noregi:
Fengu ekki laun
sín og voru reknir
TUTTUGU af þrjátfu iðnaðar-
mönnum, sem störfuðu við
smfði olfuborpalla hjá norska
fyrirtækinu Aker Verdal eru
komnir heim vegna þess að
þeir fengu ekki greidd laun
sfn, eins og upphaflega var um
samið. Segir f frétt frá NTB-
fréttastofunni, að fslenzku
iðnaðarmennirnir 30 eigi um
300 þúsund norskar krónur
inni hjá sænska fyrirtækinu
Inter-Thor, sem réð mennina
til starfa við rafsuðu hjá Aker
Verdal. Rannsóknir á starfsemi
fyrirtækisins hafa svo leitt í
Ijós, að fyrirtækið er ekki
skráð. tslendingarnir hafa
leitað eftir lögfræðilegri aðstoð
við að fá leiðréttingu sinna
mála.
Islendingarnir þrjátfu komu
til Verdal með loforð um laun
sem voru 31 kr. norskar á
klukkutímann, en fljótlega
komu í Ijós erfiðleikar við
launagreiðslur. Eftir að hafa
einu sinni gert dagsverkfall
Framhald á bls. 24