Morgunblaðið - 15.06.1975, Page 7

Morgunblaðið - 15.06.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNl 1975 7 Hann spyr ekki um synd Fyrir nokkru kom hingað til lands hógvær gestur með mikil vægt erindi. Þótt þarna væri á ferð andlegt stórmenni, ó- gleymanlegur persónuleiki, þá var ekki einu sinni blásið í þokulúður á flugvellinum við komu hans eða brottför, hvað þá að keyptur væri nýr bill til þess að flytja hann milli staða. Nei, við því var vart að búast, þvi hvorki er hann þjóðhöfð- ingi né pólitiskur leiðtogi, held- ur kristinn píslarvottur, er keyptur var laus úr fangelsum kommúnista í Rúmeníu. Það gripur mann undarleg tilfinning að sitja andspænis manni, sem hefur orðið að liða sárustu kvalir og sitja 14 ár i fangelsum fyrir það að vera kristinnar trúar. Rúm enski presturinn, séra Rich- ard Wurmbrand, neitaði af- dráttarlaust að þegja um trú sína á Jesúm Krist sem frels- ar^ og féllst aldrei'að hafna þeirri skoðun, að „framar ber að hlýðaGuði en mönnum." Andspænis honum fiVinur mað- ur, að trúin er mesta alvörumál í heimi. Hann var tekinn og færður í hlekki, settur í ein- angrunarklefa 10 metra undir yfirborði jarðar. Þar var hann fyrst í þrjú ár. Allan þann tima sá hann ekki dagsbirtu, ekki stjörnu á næturhimni, ekki barn. Hann sá aðeins kvalara sína, kommúnistana, sem neyttu allra tiltækra bragða til þess að fá hann til að afneita Jesú Kristi og veita viðtöku trú þeirra á kerfið, þar sem maður- inn ætlar sér sæti Guðs. Það greip mann undarleg tilfinn- ing, sambland af dýpstu aðdáun ognokkurrisneypu.þegar hann sagði sögu sína án nokkurrar beizkju. Hann brosti glaður yfir þeirri hugkvæmni sinni og sam- fanganna, er hann var siðar með i fangabúðum, þegar þeir notuðu hlekkinasem hljóðfæri við guðsþjónustu í klefanum. Þeir slógu saman handjárnum í takt við lagið. „Það hljómaði býsna vel,“ sagði hann bros- andi, lyfti höndunum, sló sam- an úlnliðunum og söng hressi- iega nokkur stef úr sálmi. Hann er lifandi dæmi um mátt trúar- innar í veikum manni. Þótt hann ætti örðugt með að standa lengi í ræðustólnum, vegna líkamlegs vanmáttar af völdum ofsókna, voru orð hans þrungin þrótti og gleði yfir gæzku Guðs og bjargfastri trú á nærveru hins lifandi frelsara. Hvað olli þvi, að andspænis honum fund- um við tilnokkurrarblygðunar. Hann sagði: „Mikið hljótið þið að vera hamingjusöm i frjálsu landi, þar sem þið getið lagt rækt við trú ykkar, sótt kirkju óttalaus við ofsóknir, lesið guðsorð i heilagri ritningu óá- reitt og gengið að borði Guðs og neytt hinnar heilögu kvöldmál- tiðar. Þið hljótið að vera ham- ingjusöm hér á Islandi. En hvað munduð þið gera, ef ykkur væri ógnað með byssum og skipað að afneita Kristi, skipað að hrækja á mynd hans, og vissuð, að ef þið ekki hlýdduð þeirri skipun yrði ykkur misþyrmt og þið sið- an skotin?" Höfum við nokkurn tíma leitt hugann að því, að sú stund getur runnið upp hér, að við verðum að svara slikum skipunum. Kommúnisminn flæðir yfir heiminn og trygg- ustu fylgismenn hans vita, hvenær óhætt er að herða tök- in. Hér á landi hefur hann yfir sér frjálslyndisyfirbragð. Gagn- vart kristinni trú neytir hann hvers færis, sem gefst, til að styðja sundrungaröfl, afbrigðilegar skoðanir gegn kristinni kenn- ingu og kristnu siðgæði. Ýmsir grandvarir og góðir menn trúa málrófi kommúnista um sjálf- stæðisást, mótmæla samstarfi við vestræn lýðræðisríki og þeim skyldum, sem sliku sam- starfi hlýtur að fylgja. —En hvern boðskap hafði séra Rich- ard Wurmbrand að flytja ann- an en þann að vara við þeirri hættu, er stafar af framsókn kommúnismans í heiminum og þeim fjötrum, er hann leggur á þjóðirnar. Hann flutti boðskap- inn um guðdómlegan kærleika Jesú Krists á hrífandi hátt. Hann vakti m.a. athygli á því, að i hvert sinn, er syndugur maður féll að fótum Jesú, þá spurði hann aldrei um syndirn- ar, hvað þær væru margar, hvers eðlis þær væru eða hversu stórar. Það virtist ekki koma honum við, heldur hitt hvort maðurinn iðraðist og væri reiðubúinn að veita fyrir- gefningu hans viðtöku í trú. Jesús tekur á móti syndaranum eins og faðirinn i dæmisögunni um týnda soninn (guðspjall þessa sunnudags). Hann breið- ir út faðminn í von um að hik og efi eyðist en traustið vakni og þráin eftir nýju lifi,.eillfu lffi í samfélagi við Guð. —Með fögnuði lýsti séra Wurmbrand þeirri dásamlegu reynslu í fangelsinu, er engill Guðs birt- ist honum og lyfti tjaldskör Paradísar.svohannfékklitiðþá dýrð er ekki verður með orðum lýst og heyrði þá himnesku tón- list, sem tók öllum hljómum fram, er eyru hans höfðu num- ið. 1 sárustu neyð lifði hann dýrðlegasta atburð sinnar jarð- nesku ævi. Hann skýrði frá þessari reynslu á þann veg, að það var ekki hægt að rengja orð hans. — í annan stað vakti hann athýgli á því, er postul- arnir og lærisveinarnir höfðu yfirgefið Jesúm á myrkri hættustund og misst trúna um hríð, að þegar þeir hittu hann aftur upprisinn, er hvergi greint frá því, að þeir hafi borið fram afsökunarbeiðni. Enginn þeirrasagði: „Fyrirgefðu, að ég skyldi bregðast þér.“ Hvers vegna? Það var vegna þess, að af ásjónu hans stafaði birtu kærleika og umburðarlyndis. Þeir skynjuðu þegar fyrirgefn- ingu hans, og fundu að orð voru óþörf. Hann hafði látið lif sitt til lausnargjalds fyrir marga og sigrað synd og dauða. Honum er ekkert ómáttugt og kærleik- ur hans nær til allra manna, sem ganga vilja inn í þann geisla er frá honum fellur. Þá er mönnum gefið þrek til að standast hverja raun.— Sr. Richard Wurmbrand Rowenfa Vöfflujárn teflonhúð Litur: Orange. ÁRGERÐ 1975 — VÖNDUÐUSTU HJÓLHÝSA- TJÖLD í EVRÓPU — ENGINN VAFI! Eigum á lager tjöld á: SPRITE 400 SPRITE ALPINE EUROPE390 CAVALIER 440 GT ÚTVEGUM TJÖLD Á ALLAR GERÐIR HJÓLHÝSA. 2 VERÐFLOKKAR. LEITIÐ UPPLÝSINGA OG PANTIÐ TÍMANLEGA. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919 Fiat 125 P sannaöi ótvírætt getu sína við íslenskar aðstæður í Rally-keppninni Pólski Fíatinn varð í I 1. Rally-keppninni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.