Morgunblaðið - 15.06.1975, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JUNÍ 1975
Ein af myndum Erros
„Eða eins og Nðbelsskáldið minnti á
f Þingvallaræðunni
að bfllinn væri ljóð
okkar tíma.“
Matthías Johannessen:
□ DAGUR EI MEIR.
H Ljóð 74. □ Myndir:
Erro. □ Almenna bóka-
félagið 1975.
Það er aðeins sjaldan að skáld
koma ti! dyranna eins og þau eru
klædd með sama hætti og Matt-
hías Johannessen gerir í Dagur ei
meir. Um yfirbragð ljóðanna og
Matthfas Johannessen.
vinnubrögð skáldsins mætti rita
langt mál, en þótt þau séu nýr
landvinningur, eins konar land-
nám í heimi fslenskrar ljóðlistar,
er vert að minna á að Matthías
hefur áður ort með líkum hætti,
nægir að minna á Hversdagsljóð
úr Mörg eru dags augu (1972) og
skyld dæmi má lika tína úr fyrstu
ljóðabókum hans. En nú er skref-
ið stigið til fulls!
Dagur ei meir hefst reyndar á
fallega orðuðu ljóði í hefðbundn-
um stíl: 1974. Um þetta ár fjallar
öll bókin, eða tekur mið af þvi.
Siðustu linurnar i 1974 segja okk-
ur frá reynslu skáldsins af þessu
merka ári:
Það var st*m bjartur dagur kæmi og dveldi
dálitla stund —og hnigi svo að kveldi.
Á eftir 1974 kemur dálitið ljóð
um tré „í hvítum snjópels", minn-
ing um nýársdag 1974, en síðan
hefst viðamesti kafli bókarinnar:
Öljóð um 1. maí, samtals 26 ljóð.
Nafn Ijóðsins er tilvisun í Jóhann-
es úr Kötium, enda er hann oft á
ferð í Dagur ei meir, skáld alþýð-
unnar og byltingarinnar. Það er
hann, sem fær Matthias til að
yrkja um að „finna marx í land-
inu/ og landið í marx“ og þannig
mætti lengi telja.
1. maí gengur skáldið um bæinn
og fylgist með því, sem fram fer.
Það greinir tómahljóð ræðumann-
anna, hræsnina, sem lýsir sér i
rauðu fánunum, mótsagnirnar á
borðunum. Það hefur samúð með
gömlum verkamanni, sem kveikir
í pipunni sinni og spyr: „hver var
hann eiginlega/ þessi marx“ og i
. ljóði er vanda skáldsins lýst
eftirminnilega þótt Dagur ei meir
sé ekki fyrst og fremst bók um
skáld og skáldskap, heldur það,
sem við getum kallað kviku þjóð-
lífsins, alvarlega tíma í ljósi gam-
ansemi og oft miskunnarlauss
háðs:
Það er ekkert spaug
að vera ekki alþýðuskáld
á þessum umrótatímum.
Ekki les auðvaldið Ijóð
otf hin kúí>aða stétt
les ekki Ijóð
nema um landið og náttúruna.
Matthíasi tekst með undarlega
ferskum hætti, þar sem í senn
rikja óhugnanleg nálægð og viss
fjarski, að sýna okkur 1. maí og
það, sem að baki liggur. Sú aðferð
hans að gera orð annarra, oft
hinna fávísu, að sinum gæða ljóð
hans vissri dýpt i umbúðaleysi
þeirra. Gömul kona i frystihúsi
vestur í bæ, sem segir að verka-
lýðsleiðtogarnir séu bestu menn
og lifi eins og aðrir á verkalýðn-
um, gerist hinn mesti lifsspeking-
ur. Hún segir að það sé mátulegt á
þá ,,að vera að rífast þarna/ niðri
í alþinginu“. Viðbót skáldsins
fyllir út i myndina:
Æ, þessl rumpulýður:
sæljón með bolta
á trýninu,
fílar á einum fæti,
tfgrisdýr og Ijónatemjarar
sem heyja sálfræðilega baráttu
f búrinu.
Skáldið hefur aðeins þekkt einn
menntaðan mann, bónda norður í
Iandi, sem þekkti allar kindurnar
sinar með nafni: „En eina bylt-
ingin í lifi hans/ var þegar þing-
maðurinn kom i heimsókn / að
telja sauðina sina.“
Verkalýðsleiðtogar, þingmenn,
atvinnukröfugöngumenn, há-
skólafólk, prófessorar og skáld
eru ekki þeir einu, sem brandin-
um er beint að. Pétur þríhross
lifir í ungum heildsala, sem vill-
ist á útifundinn af Hressó og „við-
urkennir ekki/ nema heilbrigð
skáld/ þau sem yrkja/ um hið
fagra og góða.“ Auðvitað heitir
heildsalinn Rolf. Og hver þekkir
ekki „albertguðmundsson", eina
Bókmennllr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
þingmann „þessarar lánlitlu/
glistruplausu/ borgar." Komm-
únistaskáldið elskar vitanlega Is-
land „eins og íslenzka auðvaldið/
elskar alþýðuna á hátíðisdögum".
25. ljóð sýnir okkur kannski
betur en önnur ljóð í Óljóð um 1.
maí hve verkalýðshreyfingin er
andvaralaus, að ekki sé talað um
hina „kúguðu stétt/ háskólans",
marxistana, lenínistana og maó-
istana. Frétt í útvarpinu frá
alþjóðlegum samtökum, sem berj-
ast fyrir mannréttindum um allan
heim, skýrir frá þvi að móðir ungs
sovésks skálds, Búkovskí, hafi i
bréfi beðið um aðstoð við að losa
son sinn úr fangelsi. Land „frels-
is, jafnréttis og bræðralags"
hlustar ekki á orð móður, sem vill
bjarga sjúkum syni sinum frá
bana, ungum manni, sem ekki
hefur fallið inn i kerfið. I þessu
ljóði ris rödd skáldsins hæst og
brýnir til baráttu, sem enginn má
gleyma 1. mai. Þar sem mannrétt-
indi eru fótumtroðin og hersýn-
ingar eru settar á svið til að sýna
fólki hve það er ósjálfbjarga gegn
valdinu á sinum eigin hátiðisdegi,
leynist óvinur sem er jafn háska-
legur og auðvaldið i sjálfbirgings-
hætti sinum gagnvart kröfum
fólks um betri kjör. Því skulum
við ekki gleyma nema Novostí sé
þegar orðin okkar andlegi leiðtogi
og þá þurfum við heldur ekki á
skáldum, sem yrkja um gras, að
halda, samanber 23. ljóð.
Fósturlandsins freyja (innskot
fyrir minni húsmóðurinnar) er
framlag skáldsins til kven-
réttindaárs; Ur bæjarlifinu (eftir
syni mína) er ort i anda þess
orðaleiks, sem stundaður er með
góðum árangri viða í bókinni og
einnig i Ljóðum fyrir börn i Mörg
eru dags augu; Fjallkoiiuljóðið
17. júní fjallar um tískuorðið
„hlutveruleikann“; Kosningar
lýsa degi þegar „allir eru/ í góðu
skapi,/ lika maðurinn/ með hey-
sátuna á höfðinu" og allir eru i
framboði nema guð, sem prest-
arnir tala svo mikið um; Kóngur-
inn kemur (Sólskin og orðuregn)
segir frá því þegar „allir eru hé-
gómlegir/ og hamingjusamir/ eft-
ir innræti sínu og áfram mætti
halda að tleja upp ljóð þar sem
víða er komið við og hreinskilni
skáldsins og kjarkur koma þeim á
óvart, sem ekki þekkja það, enda
eru ljóð þess ekki i hverri skóla-
bók. Ur Goðsögu (brot) er til-
brigði við samnefndan Ijóðaflokk
Matthiasar, sem birtist í Fagur er
dalur (1966), en nú er skáldið
mun skorinorðara og fáorðara en
áður:
„Við/ þessi indæla blekking."
Þjóðhátið, ljóðaflokkur með 16
ljóðum, er í líkum tón og Óljóð
um 1. maí. Þar er i senn brugðið á
leik með ýmis tákn nútímans eins
og bilinn „ljóð okkar tíma“ og
önnur úr forneskju, sótt i Eddu-
kvæði eins og Matthíasi er svo
títt. Hér yrkir sá formaður Þjóð-
hátíðarnefndar 1974, sem við sá-
um ekki á sjónvarpsskerminum,
en þar birtist hann nýklipptur,
velgreiddur og snyrtilegur til fara
að venju. Hann fer úr sparifötun-
um i Dagur ei meir, eins og hann
hefur orðað það sjálfur.
28. ágúst — Agústínusarmessa
hefur áður birst i Eimreiðinni (3.
tölublaði 1974) og vegna þess að
ég hef fjallað um það ijóð í
Morgunblaðinu ætla ég ekki að
fjölyrða um það, en fá ljóð held ég
að lýsi skáldi sínu betur, enda tel
ég það til tiðinda í íslenskum bók-
menntum. Þar er sá sársauki kom-
inn, sem við þekkjum öll eða höf-
um að einhverju leyti kynnst.
Sama dag og rætist úr þjóðmálun-
um og margir eru bjartsýnir er
dauðinn á ferli, og dauði eins er
ekki alltaf annarra brauð, heldur
minnir okkur á hinn brothætta
heim, sem við lifum í og getum
ekki flúið.
Bökinni lýkur á hefðbundnu
ljóði eins og hún byrjaði. I því eru
m.a. þessar eftirtektarverðu Iín-
ur:
Hér sit ég og sem og skrifa
og sæki minn þrótt f það Iff
sem fæstum er lagið að lifa
Dagur ei meir er að minum
dómi þáttur I þeirri gagnbyltingu
ljóðsins, sem hlaut að koma að.
Hún er ekki ort fyrir eilífðina,
heldur það líf, sem við hrærumst
öll í. Hún er ort af manni, sem
ekki tók við orðu frá Bessastöð-
um, en á skilið þá einu orðu, sem
er nokkurs virði. Þeirri orðu verð-
ur það skáld sæmt, sem lætur
engan bilbug á sér finna, en er
trútt sjálfu sér og uppruna sinum.
Myndir Erros í Dagur ei meir
eru bókarskraut þótt þær beri
þess nokkur merki að vera eftir
listamann, sem dvalist hefur lang-
dvölum erlendis. Þetta er óvenju
vönduð útgáfa ljóðabókar, en
hvað, sem um hana verður sagt,
er þetta bók handa þeim, sem lesa
ljóð og líka handa þeim, sem ekki
lesa ljóð.
Get útvegað allar stærðir af sænskum stálgrindarhúsum og boga-
skemmur á mjög hagstæðu verði. Stuttur afgreiðslufrestur.
Allar uppl. veitir Eðvarð Benediktsson, box 91 28, sími 72907.