Morgunblaðið - 15.06.1975, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNl 1975
í
í
|
|
J
í
i
I
%
Þrfr þátttakenda á ráðstefnunni „List til lækninga,“ t.f. vinstri Max Paterson, skðlastjóri, Ian Mae
Diartnid, myndlistarmaður og kennari í art-þerapíu, og Joice Laing, myndlistarmaður og einn af
frumkvöðlum art-þerapíu f heimalandi sfnu. Þau eru öll frá Skotlandi.
Skilningur vaxandi
á gildi art-þerapíu
RÁÐSTEFNAN „List til
lækninga“ og sýning í
tengslum við efnið hefur
verið í Norræna húsinu
síðan á laugardag. Hafa
þar verið flutt erindi og
ýmsir sérfræðingar inn-
lendir sem erlendir
fjallað um art-þerapíu,
eða list til lækninga, sem
er mjög að ryðja sér til
rúms og hljóta viður-
kenningu, bæði sem
lækningaaðferð við sjúkl-
inga, aðstoð við endur-
hæfingu, við unglinga
með afbrota- eða atferlis-
vandamál og fleiri sem
einhverra hluta vegna
hafa skerta tjáningar-
getu.
Max Paterson, skólastjóri
Wellington-drengjaskólans í
Skotlandi, þar sem dvelja af-
brotadrengir á aldrinum
14—17 ára, er einn gesta og
flutti hann erindi fyrsta dag
ráðstefnunnar. Mbl. hitti Pater-
son að máli, svo og Ian Mc
Diarmid, myndlistarmann, sem
hefur starfað við skólann í tvö
ár og Jioce Laing, listakonu,
með sérþjálfun í „psycho-
therapíu“ og hefur hún unnið á
geðsjúkrahúsum, í skólum fyrir
atferlistrufluð börn og í
fangelsum.
Max Paterson sagði að í Skot-
landi væru 26 skólar á borð við
Wellingtonskólann er sinntu
unglingum sem lent hefðu i
erfiðleikum. Paterson sagði, að
breytt viðhorf og aðferðir í
uppeldismálum hefðu leitt til
breyttra viðhorfa í starfs-.
aðferðum skólanna og segja
mætti að sl. fimm ár hefði bylt-
ing orðið á þessu sviði. Hann
sagði, að mikilvægt væri að
hlúa að hverju barni og reyna
að búa því það uppeldi og af-
stöðu til umhverfisins, sem
gerði því fært að takast á við
lífsbaráttuna. Skilningur færi
vaxandi á því að art-þerapia
væri ein þeirra aðferða sem
beita mætti og reynsla af henni
hefði orðið mjög góð.
Ian Mc Diarmid sem vinnur
við art-þerapíu drengja í
skólanum sagðist vilja benda
á að art-þerapía ein sér væri
ekki einhlít til að leysa
allan vanda. Hún væri ekki
einangrað fyrirbæri, held-
ur yrði hún að haldast i
hendur við aðra þá með-
ferð, sem unglingurinn fengi og
jafnvægi væri nauðsynlegt.
Aftur á móti gæti art-þerapía
gefið sérfræðingum visbend-
ingu um, hvað innra með ungl-
ingunum bærðist og hægt að
taka afstöðu samkvæmt þvi. Mc
Diarmid sagði að hafa yrði í
huga að þau börn sem þarna
ættu hlut að máli, teldu sig ger-
samlega misheppnaða einstakl-
inga. Þau kæmu frá erfiðum
heimilum, þeim hefði fátt tek--
izt, hvort sem væri á heimiii, f
skóla eða vinnu og þegar í
Wellingtonskólann kæmi væri
þetta ákaflega óhamingjusamt
og ófullnægt fólk. Hann reyndi
að sýna þeim fram á að þau
gætu staðið sig á við hvern
annan. Yrði að vona að það
tækist, að minnsta kosti stund-
um, og drengjunum væri hjálp-
að að uppgötva hæfileika sína
og öðlast sjálfstraust sem gæti
siðar orðið þeim veganesti út í
lífið. Sumir drengjanna hefðu
vitaskuld enga trú á að þeir
gætu tjáð sig með litum. Lögð
væri áherzla á að art-þerapia
væri ekki í því fólgin að skapa
list, heldur fengi einstaklingur-
„Skapandi þerapí er að mínu
áliti mjög mikilvægt atriði í
þjálfum fjölfatlaðra barna,“
sagði Trevor Jcavons, fyrirles-
ari á ráðstefnu um List til
lækninga, sem haldin er f Norr-
æna húsinu. Jeavons er aðstoð-
arskólastjóri skóla fyrir fjöl-
fötluð börn í nánd við Cam-
bridge f Englandi.
— Skapandi þerapi hjálpar
börnunum við að ná þroska og
valdi yfir hreyfingum sinum.
Ef þeim er fenginn blýantur
krassa þau í fyrstu en smám
saman fer krassið að fá á sig
mynd er þau fá aukið vald yfir
hreyfingunum. Það eru til ótal
dæmi um hvernig skapandi þer-
api hefur hjálpað fólki. Eitt
þeirra er ung kona sem ekki gat
tjáð sig með tungunni, auk þess
sem hún var hjálparvana í
hjólastól. Hún byrjaði á því að
mála með priki með áföstum
klút á endanum og upp frá þvi
náði hún svo miklu valdi yfir
hreyfingum sínum að nú getur
hún tjáð sig með þvi að benda á
orð á töflu.
Rabbað við þátt-
takendur á ráð-
stefnunni „List
til lækninga”
inn útrás orku og tækifæri til
ákveðins frelsis sem í því er
falið að upplifa sjálfan sig á
þennan hátt. Þegar drengirnir
eru tregir að tjá sig með litum
eða teiknun bendi ég þeim á að
nota spraybrúsa og sprauta með
ýmsum litum á veggi eða fleti.
Það geta allir og það gefst ágæt-
lega sem upphaf. Síðan tekur
við flóknari meðferð þegar los-
að hefur verið um fyrstu höml-
urnar. Með því er auðvitað ekki
sagt að vandamálin séu leyst á
einu bretti, þótt unglingarnir
fáist til að tjá sig með Iitum, en
það geti kallað fram I börnun-
um þarfa útrás.
Paterson og Joice Laing
sögðu að reynt væri að hafa
sem nánasta samvinnu við
foreldrana, því að margir væru
viðkvæmir fyrir að senda börn
sín á slfka skóla og fyndist það
Trevor Jeavons.
— Þerapí nýtur vaxandi
skilnings og álits sem lækninga-
og uppeldisaðferð, eins og sjá
má á aukinni notkun þess á
fyrstu stigum skólakerfisins.
Það hefur auðvitað verið svolít-
ið vandamál að sannfæra
lækna, sem ef til vill er ekki
vera eins konar fangelsi. Þvi
væri starfsemin kynnt ítarlega
hverju foreldri og reynt að láta
foreldrana fylgjast reglulega
með framvindu mála.
Þeim bar saman um að stund-
um virtust engar framfarir
verða hjá unglingunum en
síðan gerðist eitthvað, þannig
að hömlur brotnuðu niður og
þegar það gerðist væri lika
mikilsvert að reyna að koma i
veg fyrir að öfgar sköpuðust í
hina áttina.
Joice Laing hefur mikla sam-
vinnu við Wellingtonskólann
og kemur þangað að jafnaði að
minnsta kosti einu sinni f viku
til eftirlits, auk þess sem hún
fer bæði í fangelsi og á geð-
sjúkrahús og fylgist með skjól-
stæðingum sínum. Hún situr
fundi þar sem fjallað er um mál
drengjanna og leggur á ráðin
um meðferð i samráði við
Paterson og aðra sem hafa með
málin að gera.
Paterson sagði að hann hefði
farið í heimsókn á Upptöku-
heimilið í Kópavogi og hrifizt
mjög af þvi frjálslega og opna
andrúmslofti sem ríkjandi væri
þar. Hann væri snortinn af því
hve forstöðumanni hefði tekizt
að vinna trúnað unglinganna og
það væri jákvætt að sinum
dómi að hafa saman drengi og
stúlkur, það gerði málin eðli-
legri og einfaldari á margan
hátt. Hann sagði að art-þerapía
virtist sér ekki nauðsynleg á
Upptökuheimilinu, þar sem
hann hefði ekki séð að neinar
verulegar hömlur hrjáðu þar
unglingana en teiknun og
málun væri í sjálfu sér alltaf
gagnleg og þroskandi.
Þau sögðust hafa boðið
Kristjáni Sigurðssyni forstöðu-
manni að koma i heimsókn til
Skotlands og kynna sér málin
þar og þau vonuðu að um gagn-
kvæmar heimsóknir unglinga
af slíkum stofnunum gæti enn-
fremur orðið að ræða.
öll létu þau í ljós hina mestu
ánægju með ráðstefnuna hér i
Norræna húsinu og töldu að
hún hefði verið afar gagnleg
vegna þess hve breið fylking
sérkennara og sérfræðinga um
þessi mál hefði mætt til leiks.
Nauðsynlegt væri að fólk hittist
og miðlaði upplýsingum og
reynslu, enda stöðugt að koma
nýtt og nýtt fram sem að gagni
gæti komið mörgum hópum
einstaklinga.
um fötlun
undarlegt. Læknar verða að líta
málin raunsæjum augum, og
það er mjög erfitt að mæla ár-
angur þerapíu. En þetta er
minnkandi vandamál.
— Mesta vandamálið er að fá
fólk, sem ekki er fatlað, til að
ná eðlilegu sambandi við fatl-
aða og umgangast þá eðlilega
og með skilningi. Fatlaðir virð-
ast öðruvísi aðeins hið ytra, en
það eru mjög fáir sem ekki hafa
eitthvað til að bera. Fólk, og ég
hef hitt margt, forðast að hugsa
um fötlun, þar til það kannski
eignast fatlað barn eða fatlast
sjálft, og það getur komið fyrir
alla.
— Ég er mjög ánægður með
þessa ráðstefnu og ég álít að
ísland geti gengt mikilvægu
hlutverki 1 þessum málum.
Þetta litla þjóðfélag skapar góð-
an jarðveg til þróunar á nýjum
hugmyndum upp úr skapandi
þerapíu, sem slðan má miðla
okkur hinum. Þessum málum
er vel á veg komið hér á Islandi
og nýi skólinn hérna er stór-
kostlegur hlutur.
Fólk forðast að hugsa
Björn Sigurðs-
son, netagerðar-
meistari 80 ára
Björn Sigurðsson, netagerðar-
meistari, fæddist að Hellum í
Reynishverfi, Mýrdal, 16.6.1895.
Hann fluttist á unglingsárum með
foreldrum sínum að Hrífunesi I
Skaftártungu, þar sem hann tók
virkan þátt í starfi ungmenna-
félags sveitar sinnar.
Hann fluttist til Reykjavíkur
upp úr 1930, stundaði sjó-
mennsku um árabil, bæði á bátum
og togurum og vann við netagerð,
lengst af hjá Birni Benediktssyni,
netagerðarmeistara.
Árið 1940 gekk Björn að eiga
Ingunni Kristjánsdóttur og
skömmu síðar hlaut hann réttindi
sem netaverðarmeistari. Þau hjón
hafa átt heimili f Reykjavík allan
sinn búskap.
—V.
Benedikt Bogason,
verkfræðingur:
Lokaorð-
sending
til Árna
Johnsen
Það hefur oft hvarflað að mér og
fleirum, hversu lausum höndum sumir
blaðamenn geta tekið á sannleika og
staðreyndum. Oft byggist það á litlum
tíma blaðamannanna, eða stuttum
tíma til að setja sig inn í viðkomandi
vandamál, sérstaklega á okkar litla ís-
landi.
Nú vil'ég ekkert fullyrða um stöðu
Á.J. almennt i þessum efnum fram yfir
það, sem ég hef áður sagt, en mér
finnst raunalegt, að hann skuli með
hreinum útúrsnúning klina á mig full-
yrðingu um þá óstéttvisi, að ég hafi í
grein minni i Mbl. 12/6 s.l. klint á
mina „kollega ', að þeir væru ræningj-
ar, frekar en ég leyfi mér að fullyrða að
blaðamenn séu slikir.
Hins vegar þakka ég Á.J. fyrir að
kalla mig ekki orðrétt: „verkfræði- eða
tækniræningja" i grein sinni i Mbl.
13/6, þó að hann leyfi sér að dylgja
sliku að sumum „kollegum" mínum.
Þetta eina i fyrstu málsgrein Á.J.
lýsir í stórum dráttum dragandi-i-land
hans eftir frumhlaup hans i Mbl. fyrr.
Skilgreining hans á rökföstum stað-
reyndum er „pip'. Þetta nútimaorð
hans hlýtur að mótast hjá honum af
hans fjölmörgu áhugamálum, sem
leiðir að sjálfsögðu til skorts á þekk-
ingu á þrengri tæknimálum Hann
dylgjar um, að einhverjir vondir menn
hafi bent mér á þessar frægðargreinar
hans i Mbl. 7. og 1 1. júní 1 975.
Ég skal fúslega viðurkenna, að ég er
löngu hættur að nenna að lesa Eyja-
peyja-greinar Á.J., með fullri virðingu
fyrir Vestmannaeyingum, en sá sem
benti mér á þessar endemisgreinar
Á J var heiðarlegur Vestmannaeying-
ur, ennþá búsettur á SV-landi.
Ég vil að lokum óska Á.J. alls hins
bezta í leik og starfi og vona að upp-
byggingarstarfið i Vestmannaeyjum
gangi sem bezt
Ég tel að órökstutt „píp” um við-
kvæm málefni sé engum til góðs.
Benedikt Bogason.