Morgunblaðið - 15.06.1975, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JUNl 1975
13
Frímerki
Ragnar Borg, formaður Myntsafnara-
félags tslands, afhendir Haildóri E.
Sigurðssyni Forsetapeningana til
9f7^* m'nningar um sýninguna FRlMERKI
-----1 — ’75. Á milli þeirra stendur Konráð
Axelsson.
Sameiginleg sýning
mynt- og frímerkjasafnara
MYNT- og frímerkjasýningin
FRlMERKI — 75 var opnuð I gær
af samgöngumálaráðherra,
Halldóri E. Sigurðssyni, I Haga-
skóla í Reykjavík. Þetta er sam-
eiginleg sýning Landssambands
ísl. frímerkjasafnara og
Myntsafnarafélags Islands og
sögðu forráðamenn féiaganna við
opnun sýningarinnar, að það væri
von og ósk þeirra að nánara
samstarf mætti verða milli félag-
anna i framtfðinni. Sýningin
stendur til sunnudagskvölds 15.
júnf en þar eru sýndir hlutar úr
f jölmörgum einkasöfnum.
Þetta er í annað skipti, sem
frímerkjasafnarar halda sýningu
í þeim tilgangi að fá úr því skorið,
hvort einkasöfnin eru hæf til
þátttöku í sýningum erlendis, en
þar er nú hvarvetna gerð sú
krafa, að söfnin hafi áður hlotið
a.m.k. silfurverðlaun á sýningum
í viðkomandi landi. Þeir, sem
hljóta slík verðlaun á þessari sýn-
ingu, öðlast m.a. rétt til að keppa
ásýningu i Kaupmannahöfn. 1976
og f Pennsylvaniu í Banda-
rikjunum.
Meðal sýnenda á þessari sýn-
ingu eru 7 gestir frá Færeyjum,
sem sýna 12 söfn í 21 ramma. A
meðan færeysku frímerkja-
safnararnir dvelja hitta þeir
islenzka frimerkjasafnara. Þau
söfn Færeyinganna, sem hljóta
silfurverðlaun eða hærri öðlast
meðal annars rétt til þátttöku á
mótinu í Kaupmannahöfn og
bentu forráðamenn sýningar-
innar á að ánægjulegt væri að
geta með þessu stuðlað að vexti og
viðgangi frimerkjasöfnunar i
Færeyjum.
Þetta er fyrsta sameiginlega
sýning L.I.F. og Myntsafnara-
félags Islands. Samtals eru
sýndar myntir i 24 römmum og
kennir þar ýmissa grasa, bæði eru
þarna seðlar og myntir. Forráða-
menn Myntsafnarafélags Islands
afhentu Halldóri E. Sigurðssyni,
samgöngumálaráðherra, eintak af
Forsetapeningunum, sem gefnir
voru út á þessu ári, til minningar
um sýninguna. I ávarpi, sem
Halldór E. Sigurðsson flutti við
opnun sýningarinnar, kom m.a.
fram að póststjórnin hefur alltaf
kappkostað að eiga sem bezt
samstarf við safnara. Þá gat hann
þess að nýlega hefðu Samtök
bandariskra frímerkjablaða-
manna veitt póststjórninni árlega
viðurkenningu fyrir góða fyrir-
greiðslu og er tsland 7. landið,
sem hlýtur þessi verðlaun.
Ársþing Landssambands ísl.
frimerkjasafnara verður haldið í
dag kl. 2.00 í Hagaskóla. Á meðan
á sýningunni stendur starfar sér-
stakt pósthús i Hagaskóla.
NÝR MARKAÐUR — Bræðurnir Bjarni Ásgeir (t.v.) og Kristján Ingi
Jönssynir i nýjum blóma- og grænmetismarkaði Garðshorns.
Garðshom hefur opnað nýjan
blóma- og grænmetismarkað
GRÓÐRARSTÖÐIN Garðshorn
hefur opnað nýjan blóma- og
grænmetismarkað á svæði sinu á
horni Hafnarfjarðarvegar og
Sléttuvegar. Markaðurinn er í 200
fermetra húsnæði sem nýbúið er
að reisa. I jafnstórum kjallara
undir verzlunarhúsnæðinu er
vinnuaðstaða og geymslur.
A þessum nýja markaði verða á
boðstólum afskorin blóm, sumar-
blóm, trjáplöntur, pottablóm,
skreytingar og allar aðrar algeng-
ar blómavörur. Aherzla verður
lögð á að hafa ætíð á lager tilbúna
ódýra blómvendi. Þá verða þarna
til sölu allar algengustu tegundir
grænmetisvöru. Markaðurinn var
opnaður á fimmtudaginn í slðustu
viku og framvegis verður opið
alla daga vikunnar frá klukkan 10
til 22.
Eigandi Garðshorns er Bjarni
Ásgeir Jónsson garðyrkjubóndi.
Þött hann sé aðeins 23 ára gamall
hefur hann rekið Garðshorn um
þriggja ára skeið, en áður voru
Þorgrímur Einarsson garðyrkju-
bóndi og Sigriður kona hans eig-
endur stöðvarinnar og þau stofn-
uðu hana og byggðu upp. Skreyt-
ingamaður verður Kristján Ingi
Jónsson, bróðir Bjarna. Þess má
geta hér til gamans, að faðir
þeirra, Jón V. Bjarnason, er
einnig garðyrkjubóndi að Syðri-
Reykjum í Mosfellssveit. Eru þeir
feðgar allir lærðir garðyrkju-
menn.
Fjölbreytt
efni Sögu
1974
SAGA, tímarit Sögufélags-
ins, fyrir árið 1974 er ný-
komið út. Ritstjórn þess
annast Björn Sigfússon,
Björn Teitsson og Einar
Laxness.
Guðmundur Karl sýn-
ir á Kjarvalsstöðum
Af efni ritsins má nefna grein
eftir Björn Þorsteinsson um
Guðna heitinn Jónsson prófessor,
Meistari Brynjólfur byggir
ónstofu eftir Hörð Ágústsson,
I ríkisráði eftir Gisla Jónsson;
Arni Þórðarson, Smiður Andrés-
son og Grundar-Helga eftir Einar
Bjarnason, Bréf Valtýs
Guðmundssonar til Skúla
Thoroddsens, fyrri hluti, í umsjá
Jónas Guðnasonar, Nokkrar-
athuganir á kenningum Einars
Pálssonar um trú og- landnám
Islands til forna eftir Kolbein
Þorleifsson, Andmæli við doktors-
vörn Aðalgeirs Kristjánssonar um
Brynjólf Pétursson eftir Björn
Þorsteinsson.
Loks má nefna ritfregnir og rit-
aukaskrá um sagnfræði og ævi-
sögur, sem Ingi Sigurðsson tók
saman.
Sögufélagið var stofnað 1902,
einkum til eflingar rannsókna á
sögu Islendinga eftir siðaskipti.
I GÆR, laugardag 14. júní opnaði
Guðmundur Karl Ásbjörnsson,
listmálari, málverkasýningu á
Kjarvalsstöðum. A sýningunni
eru 92 verk og eru flest þeirra
máluð á Reykjanesskaganum og
mörg i Bláfjöllum. Guðmundur
hóf að mála fyrir alvöru árið 1959
en hafði áður fengizt litillega við
málun. Siðast sýndi Guðmundur
Karl 1973 á vegum Björgunar-
sveitarinnar Stakks í Keflavik
og þar á undan árið 1971 i Þýzka-
landi i boði borgarstjórnarinnar i
MiiIIheim. 1 Reykjavík sýndi
hann siðast árið 1966 og þá í sýn-
ingarsalnum I Klúbbnum.
Árið 1960 fór Guðmundur til
ítalíu eða nánar tiltekið til
Flórens og tók þar próf frá Ríkis-
listaháskólanum 1964. Þaðan fór
hann haustið til Barcelona á
Spáni og lét innrita sig í listaskóla
til að læra viðgerðir á málverk-
um. Þarna fékk hann innsýn í
verk gömlu meistaranna.
Á opnunardaginn, í dag kl.
16.00 verður á sýningunni sérstök
dagskrá, sem nefnd er ljóðatón-
list. Flytjendur eru Geirlaug Þor-
valdsdóttir, Ieikkona, sem les ljóð
eftir íslenzk nútímaskáld við
undirleik þeirra Ásdísar Þor-
steinsdóttur á fiðlu og Janet
Pechar, en þær eru báðar úr Sin-
fóniuhljómsveitinni. Sýningunni
lýkur 22. júní n.k. og er hún opin
milli kl. 14 og 22 á helgum dögum
og 16 til 22 á virkum dögum.
Góóa ferö
tíl Græníands
FLUGFÉLAG LOFTLEIÐIfí
/SLA/VDS
Til Kulusuk fljúgum viö 5 sinnum i viku
meö Fokker Friendship skrúfuþotum okkar.
Feröirnar til Kulusuk, sem er á austur-
strönd Grænlands, eru eins dags
skoðunarferðir, iagt er af staö frá Reykja-
víkurflugvelli, að morgni og komiö aftur aö
kvöldi. I tengslum viö ferðirnar til Kulusuk
bjóöum við einnig 4 og 5 daga ferðir til
Angmagssalik, þar sem dvalið er á hinu
nýja hóteli Angmagssalik.
Til Narssarssuaq, sem liggur sunnarlega á
vesturströnd Grænlands, er flogið 4
sinnum í viku frá Keflavíkurflugvelli meö
þotum félaganna eöa SAS. Flestir þeir
sem fara til Narssarssuaq dvelja þar
nokkra daga, en kostur gefst á lengri dvöl
ef vill. í Narssarssuaq er gott hótel meö
tilheyrandi þægindum, og óhætt er aö
fullyrða aö enginn veröur svikinn af þeim
skoöunarferöum til nærliggjandi staða,
sem í boöi eru.
í Grænlandi er stórkostleg nátturufegurð,
og sérkennilegt mannlíf, þar er aö finna
samfélagshætti löngu liöins tima.
Þeir sem fara til Grænlands í sumar munu
örugglega eiga góöa ferð.
sem feróast