Morgunblaðið - 15.06.1975, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JUNl 1975
Ágætis
mynflip, en
koma seint
I því skyni að geta e.t.v.
kynnzt nánar skoðunum og
kvikmyndasmekk ungs fólks
brá Slagsíðan sér í síðustu viku
upp að Laugarásbíói og rabbaði
við nokkra sem voru að koma af
sýningu.
Fyrst á vegi Slagsíðunnar
urðu tveir ungir kennarar frá
Ölafsvík, þau Drífa Harðardótt-
ir og Eyjólfur Pétur Hafsteins-
son. Þau sögðust sjaldan fara í
bíó vegna þess að i Olafsvik
væri yfirleitt ekki boðið upp á
nema gamlar og lélegar mynd-
ir.
vlkmyndlrnar
& unga tðlklð
LAGSIÐAN hefur annað slagið verið að kynna kvikmyndir, sein verið var
að sýna eða væntanlegar voru til sýningar í kvikmyndahúsum borgar
innar og ætla mátti að ungt fólk hefði áhuga á með tilliti til
efnisins. Einkum hefur verið um að ræða myndir með poppinnihaldi eða
ívafi, enda er popptónlistin snar þáttur í lífi allflestra ungmenna.
En raunar eru kvikmvndir einnig talsvert stór þáttur í lífi ungmenna, a.ni.k. í
skemmtanalífi þeirra. Og stjórnendum kvikmyndahúsa í höfuðborginni, sem
Slagsíðan hafði tal af, bar saman um, að ungt fólk, innan þrítugs, væri uppistaðan
í gestahópi kvikmyndahúsanna, líklega 70—80%, að mati eins þeirra. Þetta
kemur heim og saman við aldursskiptingu bíógesta í öðrum löndum: Alls staðar
er unga fólkið langtum fjölmennara í bíósölum en miðaldra eða eldra fólk.
Slagsíðan er í dag helguð kvikmyndunum sem veigamiklum þætti í skemmtana-
lífi unga fólksins. Er efnismeðferðin þríþætt: Kynntar eru tvær kvikmyndir, sem
hljóta að höfða sérstaklega til ungs fólks, og verða sýndar hér í sumar. Rætt er við
kvikm.vndahúsastjórnendur og starfsmenn um aðsökn unga fólksins, myndaval og
sitthvað fleira og spjallað er við ungt fólk um bíóferðir þess og viðhorf og venjur í
því sambandi.
Og þá er ekki eftir neinu að bíða: SLÖKKVIÐ LJÓSIN OG DRAGIÐ FOR-
TJALDIÐ FRAí
Unga fðlklð vlll
helzt, jiasar”-
mynd
RlkarSur Hansan.
„Myndavalið er ekkert, og að-
staðan er léieg því húsið er
orðið gamalt, en þó er alltaf
fullt.“
Hvað með myndavalið í
Reykjavík?
- Agætt fannst Eyjólfi, en um
það var Drífa honum ekki sam-
mála: Það er einna bezt þegar
vertíðin er í fullum gangi, um
jól og páska, annars er það lé-
legt.
Sammála voru þau þó um að
myndirnar, sem kvikmynda-
húsin byðu upp a færu batn-
andi.
Iivers konar myndum hafið
þið svo mest gaman af?
„Semmtilegum myndum.
Myndum, sem hægt er að hlæja
að.“
Næst hittum við tvo sjómenn
úr Reykjavík, þá Ríkarð
Hansen og Sigurjón Arnason.
„Við förum mjög oft í bíó“,
sögðu þeir félagar. „Við sjáum
flestar myndir, sem varið er i.
Beztu myndirnar eru gaman-
myndir og músíkmyndir eins og
Woodstock.
Hvað finnst ykkur um
myndaval kvikmyndahúsanna?
„Þetta eru yfirleitt ágætis-
myndir, en þær koma bara svo
seint. Annars hefur verið frek-
ar lélegt í bíó undanfarið."
Fyigist þið með þvf sem er að
gerast í kvikmyndum erlendis?
is?
„Já, við fylgjumst með því og
það er ótrúlegt hvað kemur
mikið hingað."
„Ég var nýlega erlendis",
bætti Sigurjón við, „og sá þá
nokkrar myndir, sem þyrftu að
koma hingað, þar á meðal Dirty
Mary, Crazy Larry og Fritz, the
Cat.“
ir
segja blðstjórar
í Reykjavfk
Sigurjón Árnason.
Eyjóifur Pétur Hafsteinsson og Drtfa Harðardóttir.
Ungt fólk, þ.e. innan við þrí-
tugsaldur, er langstærsti hóp-
urinn meðal gesta í kvikmynda-
húsunum.
Þetta er samdóma álit þeirra
forstjóra og starfsmanna kvik-
myndahúsa í höfuðborginni,
sem Slagsíðan ræddi við. Einn
þeirra, Friðfinnur Ölafsson,
forstjóri Háskólabíós og for-
maður Félags kvikmyndahúsa-
eigenda, sagði í þessu sam-
bandi, að menn hefðu verið að
gizka á, að ungt fólk, innan
þrítugs, væri 70—80% áhorf-
endahópsins. Og bent var á, að
þetta væri svipað og annars
staðar í nágrannalöndunum,
t.d. í Bretlandi.
Slagsíðan beindi til íyrr-
greindra aðila spurningum um
ýmis atriði í sambandi við bíó-
ferðir unga fólksins og fara
svörin hér á eftir.
— Hvaða flokkum mynda
hefur unga fólkið mestan
áhuga á?
„Ég er ekki viss um að það
vilji ákveðnar tegundir mynda
umfram aðrar," sagði Frið-
finnur. „Ég held að það sé alæt-
ur á kvikmyndir. Það vill bara
fá góöar myndir og gerir
áreiðanlega meiri kröfur um
gæði mynda nú en áður. Það
hefur meira vit á kvikmyndum
sem listgrein, það les erlend
blöð um kvikmyndir og svo
ferðast Islendingar svo miklu