Morgunblaðið - 15.06.1975, Síða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1975
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNl 1975
23
irpttírWtíi
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
56% kjarabætur
á lægstu laun
Ríkisstjórnin mark-
aði þá stefnu um leið
og hún tók við völdum, að
.við ríkjandi aðstæður í
efnah^gsmálum bæri fyrst
og fremst að leggja áherzlu
á aö bæta kjör láglauna-
fólks. Eftir þau áföll, sem
við höfum orðið fyrir, varð
kjararýrnun ekki umflúin,
enda hafði þjóðin búið við
falska kaupgetu um tíma.
Geir Hallgrímsson, for-
sætisráðherra, lýsti yfir
því á fyrstu dögum ríkis-
stjórnarinnar, að þeir sem
betur væru staddir yrðu að
taka á sig auknar byrðar til
þess að unnt yrði að bæta
hag láglaunafólksins.
Þessari stefnu hefur
verið fylgt eftir með ýmiss
konar ráðstöfunum af
hálfu stjórnvalda eins og
launajöfnunarbótum og
skattalækkunum. Þetta er í
fyrsta skipti, sem tekizt
hefur að framkvæma þessa
stefnu og hefur ríkisstjórn-
inni því orðið meir ágengt i
því efni en launþegasam-
tökunum í frjálsum samn-
ingum. Þróun lægstu
launaflokka í hlutfalli við
verðlagshækkanir ber
gleggst vitni um árangur-
inn af' þessari stefnu.
Lægstu laun hafa þannig
hækkað í fullu samræmi
við hækkun á vísitölu
framfærslukostnaðar.
Þegar ríkisstjórnin
ákvað að launajöfnunar-
bætur skyldu greiddar á
laun; er næmu allt að 50
þúsund kr. á mánuði, lágu
fyrir tillögur frá Lúðvík
Jósepssyni, þar sem lagt
var til að launajöfnunar-
bætur skyldu ekki
greiddar á hærri laun en 36
þúsund kr. Ef mið er tekið
af launum, sem á þeim
tíma námu 33 þúsund kr. á
mánuði, kemur i ljós, að
þau hafa nú hækkað um
14.700 kr. eða um 45%.
Þegar ennfremur hefur
verið tekið tillit til kjara-
bóta vegna skattalækkana,
sem metnar hafa verið til
jafns við 5% hækkun pen-
ingatekna, og kjarabóta
vegna aukinna niður-
greiðslna á landbúnaðar-
vörum, er meta má til 3%
kauphækkunar. kemur í
ljós, að þessi laun hafa
batnað nú þegar um 56%
frá því í september 1974.
Þegar launahækkunin
verður komin til fram-
kvæmda 1. október verður
kjarabótin á einu ári orðin
nálægt 60%.
Visitala framfærslu-
kostnaðar hefur frá því í
september í fyrra hækkað
um 43,4%. Af þessu má sjá,
að kjarabætur til þeirra,
sem hafa lægst laun, hafa
verið í fullu samræmi við
verðlagshækkanir og
raunar verið ívið meiri en
nemur hækkun verðlags.
Hér er um umtalsverðan
árangur að ræða, sem
nauðsynlegt er að hafa í
huga.
Laun, sem í september í
fyrra námu 60 þúsund kr. á
mánuði, hafa nú hækkað
um 15.300 kr. Þegar búið
er að taka tillit til kjara-
bóta vegna skattálækkana
og aukinna niðurgreiðslna,
kemur í ljós, að þessi laun
hafa í raun réttri batnað
um 36%. Þegar launa-
hækkanirnar koma tií
framkvæmda 1. október
n.k. verða kjarabætur á
þessi laun á einu ári orðnar
38%. Þessi laun hafa því
hækkað að verulegu leyti í
samræmi við verðlags-
hækkanir frá því að núver-
andi ríkisstjórn kom til
valda.
Þessi dæmi sýna gleggst,
að það hefur tekizt eins og
að var stefnt að bæta þeim,
sem lægst laun hafa í þjóð-
félaginu, þær óhjákvæmi-
legu verðlagshækkanir, er
komið hafa fram. Laun-
þegasamtökin hafa í ára-
raðir haft það að megin-
stefnu að bæta fyrst og
Verkfallið á stóru
togurunum hefur nú
staðið í rúma tvo mánuði.
Hundruð manna hafa misst
atvinnu sína af þessum
sökum og gífurleg verð-
mæti hafa farið í súginn.
Ástæða er því til að knýja
mjög fast á um, að aðilar að
þessari kjaradeilu setji
skrið á samningaviðræður
og semji.
Að vísu eru hér þær sér-
stöku aðstæður, að þessi
mikilvirku atvinnutæki,
hafa átt við verulega
rekstrarerfiðleika að etja.
Þessir stóru togarar hafa
að ýmsu leyti reynzt óhag-
kvæmir i rekstri. Öllum er
fremst kjör þeirra, sem við
erfiðastar aðstæður búa. í
framkvæmd hafa laun-
þegasamtökin hins vegar
ávallt knúið fram kjara-
samninga, sem gengið hafa
í gagnstæða átt, eins og
skýrast kom fram í
febrúarsamningunum
1974. Raunhæfar aðgerðir
núverandi ríkisstjórnar til
þess að framfylgja þessari
stefnu í raun, marka því að
nokkru leyti þáttaskil.
Þegar svigrúm atvinnu-
veganna til kauphækkana
er lítið sem ekkert, en jafn-
framt ljóst, að efnahags-
erfiðleikarnir koma með
hvað mestum þunga á þá,
sem veikastir eru fyrir, er
óhjákvæmilegt annað en
að fylgja slíkri stefnu
fram.
ljóst, að þau vandamál
endurspeglast í þessari
kjaradeilu. En eigi að síður
verður ekki við það unað,
að togararnir séu öllu leng-
ur bundnir við bryggju.
Þjóðin hefur ekki efni á
að stöðva framleiðslu og
verðmætasköpun í svo
langan tíma, sem raun ber
vitni um. Hér er meira í
húfi en svo, að þrákelkni
megi ráða ferðinni. Því er
ástæða til að brýna báða
samningsaðila til að leggja
sitt af mörkum í því skyni
að hraða lausn málsins.
Verkfallið er orðið of lang-
vinnt og við svo búið má
ekki standa.
Togaraverkfallið verður að leysa
r7 Aðeíns eln jörö
Komið framhald af
bókinni Þróun vaxtar
Löndunum er skipt I fjölskytdur eftir ástandi þeirra, þar sem mismunandi
aðgerðir eiga við: 1. Norður-Ameríka, 2. Vestur-Evrópulöndin, 3. Japan, 4.
Ástralla, S-Afrlka, 5. A-Evrópa, 6. S-Ameríka, 7. N-Afríka og Austurlönd nær,
8. Mið-Afrlkulönd, 9. S-Asla og SA-Asía, 10. Klna.
NÝLEGA útkomin bók, „Mankind
at the Turning Point" eða Mann-
kynið á vegamótum, hefur vakið
mikla athygli og umræðu I veröld-
inni. Þetta er nokkurs konar fram-
hald skýrslu Rómarkiúbbsins eða
viðbót við fyrstu bókina Takmörk
vaxtar, sem út kom 1972, unnin
af Dennis Meadows frá Dart-
mouth College. Sú bók kom út hjá
Menningarsjóði sl. vetur undir
nafninu Endimörk vaxtarins. Feiki-
legar umræður hafa orðið um víða
veröld um spár þær, sem þar eru
settar fram og sem margir kalla
dómsdagskenningar. Margir hafa
gagnrýnt þær vegna þess, sem þar
kemur fram, þ.e. að ef margvisleg-
ur ofvöxtur — mannfjölgun, hag-
vöxtur, eyðsla hráefna, iðnþróun
o.fl. — verði ekki stöðvað, þá
blasi eyðing mannsins á jörðinni
við.
Höfundar nýju skýrslunnar,
júgóslavinn Mihajlo Mesarovic frá
Cleveland háskóla og Eduard
Pestel frá Hanoverháskóla i Vest-
ur-Þýzkalandi. hafa nálgast við-
fangsefnið á nokkuð annan hátt.
Og þeir leggja áherzlu á að leggja
málin fyrir stefnumótandi leiðtoga
og stjórnmálamenn. Þar sem Þró-
un vaxtar spáir þvi sem verða
muni, ef ekki verði brugðizt skjótt
við og breytt um stefnu, þá bendir
„mannkynið á vegamótum" á
ýmsar leiðir og valkosti, sem fyrir
hendi eru til að koma i veg fyrir
ófarirnar. Mesarovic og Pestel
halda þvi semsagt fram, að forð-
ast megi að dómsdagur komi yfir
mannkynið, með þvi að skapa
stöðugan hagvöxt og beita skipu-
lagsbundnum, vísindalegum
vinnubrögðum um allan heim. En
báðir aðilar beita tölvutækni við
vinnsluna.
Höfundarnir hafa þegar lagt
tölvulikan sitt um fæðu- og orku-
ástandið i heiminum fyrir stjórn-
málamenn Evrópu, átt einkafundi
um það með belgískum og hol-
lenzkum stjórnarleiðtogum og
rætt við embættismenn i fran um
tölvuspár við skipulagningu og
stjórnun. Einnig fara þeir til
Moskvu og Washington og eiga
fund með vestur-þýzku stjórninni
og embættismönnum Efnahags-
bandalagsins. Von þeirra er sem-
sagt sú. að likan það, sem þeir
hafa unnið um efnahagsmál
heimsins, orkubúskap, fæðu,
vatn, loftslag og aðra efnahags-
lega og vistfræðilega þætti, verði
stefnumótandi leiðtogum kunnugt
og tiltækt. Þeir stjórnmálamenn,
sem viðstaddir voru kynningu á
þessari vinnu i Hanover, virtust
þeirrar skoðunar að þessi nýja
tækni gæti orðið gott verkfæri
fyrir leiðtoga heimsins i stefnu-
mörkun. „Það er ekki hægt að
skipta á pólitiskri ákvörðun og
tæknilegri, en til að taka pólitiska
ákvörðun þarf maður á staðreynd-
um að halda, sagði einn hollenzki
stjórnmálamaðurinn. Og hann
kallaði likanið „tæki til að sjá fyrir
afleiðingarnar af slíkum valkost-
um".
Þeir Mesarovic og Pestel leggja
í bók sinni til að fremur verði
miðað við „lifrænan" vöxt eða
vöxt i jafnvægi en algera stöðvun
vaxtar. Þeir telja að ekkert geti
staðizt og lifað af annað en rétt
blönduð efnahagsleg tilhögun
jafnvel í þróunarlöndunum. Þvi
stinga þeir upp á samblandi af
fjárfestingu. efnahagshjálp, fjöl-
breytilegri fæðu- og iðnaðarfram-
leiðslu, takmörkun mannfjölgunar
og alþjóðlegum stofnunum til að
mynda heildaráætlun fyrir heim-
inn. Og leggja áherzlu á. að ein
allsherjarstjórn eða sameiginleg
stjórn á heimsmálunum sé ekki
hugsanleg, eða i rauninni til
góðs. Miklu fremur samvinna og
samspil margvislegra þátta og við-
horfa sem þó taki mið af heildar-
stefnu. Ekki vegna þvingana,
heldur af þvi að menn og þjóðir
verði sér meðvitandi um það, að
ofvöxtur eða sjúkt æxli einhvers
staðar i heimsmyndinni smitar út
frá sér og eyðileggur um siðir allt
annað. Þannig að allir eru háðir
hver öðrum, þó hver þróist með
sinum hætti. Alveg eins og
mannslikaminn, sem byggður er
upp af ólikum frumum er hafa
ýmsum hlutverki að gegna, svo
sem heilafrumur, æðafrumur o.fl.
Þær laga sig samt allar að heildar-
stefnu og þvi sem likamanum i
heild er til góðs. Hætti einhverjar
frumur að aðlagast og fer að fjölga
úr samræmi, geta þær myndað
krabbamein, sem þá eyðileggur
um síðir allan likamann, ef ekki er
brugðizt við þvi.
Höfundarnir hafa t.d. reiknað
út, að sé ekkert gert til að bæta
fæðuvandann i Suður-Asiu, þá
muni mannfellirinn snaraukast,
þegar kemur fram undir 1980. og
fella um 30 milljón manns á ári.
Það sem þeir kalla skammtima-
lausnir — eins og t.d. að hætta
við hina miklu iðnvæðingu til að
beita kröftunum i að framleiða i
staðinn mat — muni i fyrstu leiða
til mikillar aukningar á matvæla-
framleiðslu, sem siðan muni draga
úr að nokkrum tíma liðnum, vegna
þess að efnahagsgrundvöllinn
vantar til að fjármagna fæðuöflun
heima eða erlendis frá.
Höfundar Mannkyns á vegamót-
um telja að bæði orkuneytendur
og orkuframleiðendur séu nú farn-
ir að viðurkenna hversu háðir þeir
eru hvorir öðrum og séu byrjaðir
að vinna saman. En að kjarnorku-
kapphlaupið sé Faustdraumur,
sem óhagkvæmt sé að veita i fjár-
magni. Sé lika hættulegt um-
hverfinu. Þeir mæla i staðinn með
þróun sólarorku-„búgarða", aðal-
lega i oliuframleiðslulöndunum i
Austurlöndum, þar sem inn-
streymandi fjármagni sé beitt til
að bæta minnkandi oliueign.
Mesarovic og Pestel vara við
áhrifum á „hitaeyjum" i sambandi
við stórar kjarnorkustöðvar, og
benda á það að oliuvinnsla i fs-
hafinu geti leitt til oliuleka, sem
mundi bræða ísinn og valda ógn-
vekjandi veðurfarsbreytingu.
Dennis Meadows, höfundur
bókarinnar „Takmörk vaxtar" tel-
ur að heimslikan þeirra
Mesarovics og Pestels taki fram
likani þvi, sem hann notaði, og að
það sé raunsærra. Hann dregur þó
i efa kenninguna um að „lifrænn"
vöxtur henti heiminum. en bætir
þvi við um leið, að stjórnlaus vöxt-
ur geti sýnilega ekki gengið leng-
ur. Rétt er að gera hér ofurlitla
grein fyrir þvi sem kallað er jafn-
skrefa vöxtur, þ.e. þegar stærð
vex jafnskrefa. er við hana bætist
jafnmikið magn á jafnlöngu milli-
bili. Barn, sem vex um 2 sm á ári
vex t.d. jafnskrefa. En þessu eru
gerð skil i bókinni Takmörk vaxt-
ar. Veldisvöxtur er aftur á móti
það, þegar gerill i gerlaofni skiptir
sér i tvennt á tiu minútum og vex
stofninn samkvæmt þvi lögmáli.
Eftir 10 minútur eru þá komnir
tveir gerlar i stað eins og eftir 10
minútur verða gerlarnir fjórir, sið-
an 8 og 16 o.s.frv. Og þannig
verður vöxturinn mjög hraður. En
það er einmitt sá vöxtur á öllu i
heiminum, sem höfundar nýju
skýrslunnar vara við. Ef allt tvö-
faldast alls staðar með jöfnu milli-
bili, verður veröldin ekki varin
hruni. Kenningin i henni er að þvi
leyti frábrugðin kenningunni i
Takmörk vaxtar, að fyrri bókin tók
hagvöxt heimsins sem eitt kerfi,
er dæmt væri til að hrynja saman
innan 75 ára, ef vöxturinn yrði
ekki stöðvaður. En nýja bókin við-
urkennir sérstök svæði með mis-
munandi lifhætti og menningu,
sem hafi áhrif hvert á annað. Hún
gerir greinarmun á ýmsum teg-
undum vaxtar. sem ekki sé allur til
Framhald á bls. 21
Rey kj av í kurbréf
14. júní^
Vinnufriður
Flestir munu vera sammála því
að betur hafi tekizt til um lausn
vinnudeilnanna en á horfðist.
Þegar kröfur forustunnar í Al-
þýðusambandinu voru settar
fram, hnykkti mönnum við, og
flestir töldu, að verkfallið væri
óumflýjanlegt. Sem betur fer var
kröfugerðinni síðan breytt, og er
á samningaþófið leið varð ljóst að
þeir, sem ferðinni réðu af hálfu
Alþýðusambandsins, hugðust
ekki leitast við að láta kné fylgja,
kviði.
A því leikur enginn vafi að
sáttanefnd sú, sem skipuð var í
deilunni, vann mikið og gott starf,
og deiluaðilar voru Iaðaðir saman
af þeim, sem sáttastörfin höfðu
með höndum. Landslýður allur
þekkir þau gffurlega mikilvægu
störf, sem Torfi Hjartarson, sátta-
semjari ríkisins hefur innt af
höndum i marga áratugi, og
verður hlutverk hans seint að
fullu metið. Hitt er ljóst að nú eru
allsherjarsamningar orðnir svo
viðamiklir, að ógjörlegt er fyrir
einn mann að leiða sáttastarf, og
þess vegna var eðlilegt að hafa
þann hátt á, að fleiri legðu hönd á
plóginn.
Þegar þetta er ritað, er ekki
Ijóst hvort togaradeilan mun leys-1
ast um helgina. En áreiðanlega
auðveldar lausn megin deilunnar
einnig samninga við sjómenn á
togaraflotanum. Úr því að unnt
reyndist að afstýra allsherjar-
verkfalli, mun nú maður ganga
undir manns hönd til þess að
leitast við að láta öll hjól atvinnu-
lífsins snúast og þá ekki sízt að
tryggja rekstur stóru togaranna,
sem sjá miklum fjölda manna fyr-
ir atvinnu og afla gífurlegra verð-
mæta í þjóðarbúið.
Á yztu nöf
En þótt menn gleðjist yfir lausn
vinnudeilnanna, tjóar ekki að
loka augunum fyrir því, að
samningarnir, sem nú voru
gerðir, þýða að allur rekstur, bæði
hinna einstöku fyrirtækja og at-
vinnulífs þjóðarinnar í heild, er á
yztu nöf. Fjölmörg fyrirtæki áttu
við að glíma rekstrarörðugleika,
áður en þessar nýju hækkanir
bættust við, og staðan út á við er
vissulega ótrygg, eins og marg-
sinnis hefur verið sýnt fram á. Að
vísu hafa aðgerðir í efnahags-
málum á undanförnum mánuðum
þegar borið talsverðan árangur,
en engu að síður eru viðskipta-
kjörin út á við enn slæm og við-
skiptajöfnuður óhagstæður.
Hætt er við að þessar nýju
kauphækkanir muni leiða til þess,
að nokkuð dragi úr eftirspurn eft-
ir vinnuafli. En vonandi kemur
þó ekki til þess, að um alvarlegt
atvinnuleysi verði að ræða. Eitt
meginmarkmið rikisstjórnar
Geirs Hallgrímssonar er einmitt
að tryggja fulla atvinnu. Það
hefur tekizt fram að þessu og
tekst vonandi áfram, þótt ekki
verði dregin á það dul að kaup-
hækkanirnar nú gera þetta við-
fangsefni erfiðara.
Eins og greint var frá, þegar
efnahagsfrumvarp ríkisstjórnar-
innar var lagt fram á Alþingi,
stefnir í geigvænlegan greiðslu-
halla hjá rikissjóði. Nú bætast á
ríkissjóðinn veruleg útgjöld
vegna aukinna niðurgreiðslna
landbúnaðarvara, þannig að hag-
ur hans versnar enn frá því sem
áður var. Öhjákvæmilegt verður
þess vegna að grípa til verulegs
niðurskurðar bæði rekstrarút-
gjalda og verklegra framkvæmda
á vegum rikisins síðari hluta árs-
ins, og mun fjárveitinganefnd
Alþingis væntanlega fá það við-
fangsefni næstu daga að lækka
hinar margbreytilegu fjárveit-
ingar.
Við Islendingar getum ekki
fremur en aðrir vænzt þess að fá
eðlilegan stuðning alþjóðlegra
fjármálastofnana, nema við höld-
um sæmilega hyggilega á eigin
málum, og frumskilyrði þess að
rétta við hallann gagnvart útlönd-
um er einmitt að draga úr ríkisút-
gjöldum, þótt það kosti, að menn
verði að bíða nokkuð lengur en
þeir væntu eftir því að sjá ýmis
framfaramál heil i höfn.
• • *>
Onnur
álverksmiðja
Fáir eru þeir, sem nú vilja
halda á loft andstöðu sinni við
virkjun Þjórsár og byggingu ál-
bræðslunnar í Straumsvík, en þó
varð að heyja mjög harða baráttu
til að koma þeim miklu framfara-
málum i kring.
1 baráttunni gegn þess-
um framkvæmdum var beitt
hinum fjölbreytilegasta
vopnabúnaði. Sagt var að erlent
auðvald mundi leggja undir sig
islenzkt efnahagslif, isingar í
Þjórsá mundu hindra orkufram-
leiðslu, verkalýður yrði kúgaður
af hinum nýju drottnurum og
síðast en ekki sízt átti allur
gróður á Reykjanesi að eyðast af
eiturefnum og jafnvel fiskurinn í
sjónum að drepast af sömu sök-
um.
Allt reyndust þetta falsspár,
sem alkunna er. Alverksmiðjan er
mikilvægt atvinnufyrirtæki, ekki
sizt þegar á móti blæs í efnahags-
málunum. Búrfellsvirkjun mun
mala sitt gull um langan aldur og
er lyftistöng undir öðrum
virkjunarframkvæmdum, og
Byggðasjóður nýtur verulegs arðs
af álverksmiðjunni, en þau fjár-
framlög auðvelda uppbyggingu
atvinnuveganna úti um allt land.
Nú hafa fregnir borizt af því, að
norska stórfyrirtækið Norsk-
Hydro hafi áhuga á að byggja
álverksmiðju hér á landi, og er
Eyjafjörður einna helzt tilnefnd-
ur. Vissulega er tímabært að við
Islendingar hugum að frekari
stóriðjuframkvæmdum en þegar
eru 1 undirbúningi. Og þá virðist
einmitt liggja beinast við aó
byggja aðra álverksmiðju, og
tækifærið, sem nú býðst, virðist
vera kjörið af mörgum ástæðum,
sem nú skal greinaj
Við engar þjóðir viljum við Is-
lendingar eiga nánari samskipti
en einmitt frændur okkar á
Norðurlöndum og þá ekki sízt
Norðmenn.
Vegna byggðajafnvægis er
nauðsynlegt að koma upp öflug-
um atvinnufyrirtækjum í öllum
landshlutum og álverksmiðja
norðanlands mundi vissulega
vega þungt á metaskálunum.
Stórvirkjanir verður að byggja
víðar en á Suðurlandi. Bæði er
alltof áhættusamt að hafa allar
stórvirkjanirnar á einum stað, og
það á jarðskjálfta- og eldgosa-
svæði, og eins'er nauðsynlegt
vegna jafnvægis byggðarinnar að
stórvirkjanir verði gerðar bæði
norðanlands og austan.
Gunnar Thoroddsen, iðnaðar-
ráðherra, hefur kunngert, að
hann muni á þessu ári taka
ákvörðun um virkjunarfram-
kvæmdir á Norðurlandi vestra. Er
þar um tvo kosti að velja, annars
vegar að virkja Blöndu og hins
vegar Jökulsárnar í Skagafirði,
en báðar þessar virkjanir eru
taldar hagstæðar. Slik stórfram-
kvæmd krefst þess að sjálfsögðu,
að orkuna sé þegar í stað unnt að
nýta, og samningar um meiri-
háttar orkusölu til Norsk Hydro
mundu að sjáifsögðu flýta fyrir
öllum framkvæmdum.
Skipti á orku
Ef við Islendingar ákveðum að
selja Norðmönnum verulega orku
til framleiðslu áls, væri hugsan-
legt að semja við þá um greiðslu i
olíu, þvi að Noregur verður meiri-
háttar oliuframleiðsluland á
næstu árum. Ekkert er eðlilegra
en að vjð íslendingar kaupum
oliu okkar í framtíðinni af frænd-
um okkar i Noregi. Og því skyld-
um við ekki greiða þeim fyrir
þennan orkugjafa með þeirri
orku, sem þeir þarfnast, en við
eigum i ríkum mæli, vatnsafls-
orku.
Líklegt verður að telja, að það
væri beggja hagur að gera
samninga um slík skipti á orku-
gjöfum, og vissulega væri það
mikilvægt fyrir okkur að þurfa
ekki að búa við stöðuga óvissu að
því er olíuverð varðar. Ef raf-
orkuverðið væri tengt olíu-
verðinu, fengjum við ákveðið
magn olíu fyrir þá raforku, sem
við látum af höndum, og þannig
skapast að sjálfsögðu visst öryggi,
sem hefði komið sér vel nú á
síðustu árum t.d., ef slíkir
samningar hefðu áður verið
gerðir.
Enda þótt við íslendingar
hyggjumst um alla framtið lifa
fyrst og fremst á þeim meginat-
vinnuvegum, sem við höfum
stundað og þekkjum, sjávarút-
vegi, landbúnaði og margvísleg-
um iðnaði, þurfum við einnig að
fara lengra út á braut stór-
iðjunnar, enda er það eina leiðin
til að hagnýta að fullu þau miklu
auðæfi, sem við eigum i orkugjöf-
unum, fallvötnunum og jarðhitan-
um.
Og siðast en ekki sízt er þess að
gæta, að þegar á móti blæs,
verður að takast á við erfið-
leikana og búa i haginn fyrir
framtíðina, og einmitt slík stór-
verkefni styrkja bæði stöðu okkar
út á við og efla með þjóðinni þrek
og kjark.
Lúðvík
og landhelgin
Eins og alkunna er, brást
Alþýðubandalagið með Lúðvík
Jósepsson i broddi fylkingar
ókvæða við, er Sjálfstæðis-
flokkurinn markaði þá stefnu
haustið 1973, að við Islendingar
ættum að stefna ótrauðir að út-
færslu fiskveiðitakmarkanna i
200 mílur og biða ekki eftir end-
anlegum niðurstöðum hafréttar-
ráðstefnu. Hinn 1. sept. 1973 sagði
Lúðvik Jósepsson m.a. í viðtali við
Þjóðviljann:
„Hitt er allt annað mál, hvort
við íslendingar tökum okkur 200
mílna landhelgi einhvern tíma í
framtíðinni, þegar slíkt er heimilt
skv. breyttum alþjóðalögum eða
að aflokinni hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna."
Og daginn áður sagði m.a. í rit-
stjórnargrein Þjóðviljans: ,,Það
hefur áreiðanlega verið fróðlegt
fyrir þjóðina að fá að fylgjast með
málefnalegri einangrun ritstjóra
Morgunblaðsins á sjónvarps-
skerminum í fyrrakvöld, þegar
hann var að reyna að útlista
„framtíðar" kenningar sinar.
Morgunblaðið hefur undir for-
ystu þessa manns að undanförnu
reynt að gera Sjálfstæðisflokkinn
dýrðlegan með mikilli umræðu
um 200 mílurnar, en það er gert
til þess að breiða yfir deyfð og
sljóleika íhaldsins i landhelgis-
málinu frá upphafi." Síðan segir:
„Það er svo hlálegt, að þeir
sömu menn, sem mesta ábyrgð
bera á þessum samningum skuli
nú lýsa því yfir, að þeir vilji nú
endilega 200 milna landhelgi."
Og enn segir:
„En Islendingar vita fullvel, að
undanhaldssjónarmiðin, sem
haldið er fram í stærsta dagblaði
landsins, eru bundin við ein-
angraða kliku valdamanna í Sjálf-
stæðisflokknum. Þau sjónarmið
eiga ekkert fylgi utan þessarar
klíku. Einangrun Morgunblaðsrit-
stjórans á sjónvarpsskerminum
var að visu eftirtektarverð, en
skoðað i sambandi við viðhorf
allrar þjóðarinnar í landhelgis-
málinu í dag er einangrunin al-
ger. 50 milurnar er dagsverkefn-
ið, þær heyra ekki fortíðinni til
nema í gerviheimi ritstjóra
Morgunblaðsins."
Þegar þessar tilvitnanir eru
skoðaðar, ætti öllum að vera ljóst,
að kommúnistar hafa þvælzt fyrir
þeirri stefnu, að við íslendingar
miðuðum aðgerðir okkar i land-
helgismálinu við að vinna lokasig-
ur, helga okkur 200 milurnar og
afla viðurkenningar á rétti okkar
til að hagnýta íslenzk fiskimið
einir. Kommúnistar töldu þá
menn, sem fyrir þessari stefnu
börðust haustið 1973, vera „ein-
angraða klíku“. En hætt er við því
að öllum sé nú orðið ljóst, að það
eru einmitt kommúnistar sjálfir,
sem einangrað hafa sig í land-
helgismálinu vegna skammsýni
og afturhaldssjónarmiða.
Við sama
heygarðshornið
En ef menn kynnu nú að halda,
að forustumennirnir i Alþýðu-
bandalaginu hefðu breytt um
skoðun og vildu fúslega leggja sitt
af mörkum til að lokasigur i land-
helgismálinu ynnist fyrr en
seinna, þá er það á misskilningi
byggt. I forsiðuviðtali, sem Þjóð-
viljinn átti við Lúðvik Jósepsson,
nýkominn heim af hafréttar-
ráðstefnunni i Genf, hinn 10. mai
s.l„ segir hann i lokaorðum til
áréttingar því, sem á undan er
sagt, orðrétt:
„Þess vegna er það enn sem fyrr
höfuðatriðið, að 50 mílna svæðið
verði hreinsað af útlendingum,
þegar umþóttunarsamningurinn
við Breta rennur út 13. nóvem-
ber. Nú hafa Bretar enga aðstöðu
til þess að standa gegn okkur, þar
sem þeir sjálfir styðja útfærslu
landhelgi sem meginstefnu."
„Höfuðatriðið" er þannig enn
ekki að ná 200 mílunum að mati
Lúðvíks Jósepssonar, heldur að
einblina á 50 mílurnar, sem hann
fann upp, i stað þess að við
Islendingar héldum fast
við landgrunnskenninguna og
þá stefnu, sem mörkuð var
strax 1948 með setningu
laganna um visindalega vernd-
un fiskimiða landgrunns. En
landgrunnskenningin hefur nú
tekið á sig mynd 200 mílnanna
eins og alkunna cr. Nei, Lúðvik
Jósepsson er ekkert á þeirn
buxunum að berjast við hlið
annarra fyrir útfærslu i 200 míl-
ur. Hann er enn að þrástagast á 50
milunum. En þeirri stefnu fylgir
engin þjóð lengur.