Morgunblaðið - 15.06.1975, Page 25

Morgunblaðið - 15.06.1975, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JUNI 1975 25 — Slagsíðan Framhald af bls. li> kváóust ekki velja myndirnar sérstaklega fyrir ungt fólk, heldur færu þeir fyrst og fremst eftir þeim dómum og þeirri aðsókn, sem myndirnar hefðu hlotið erlendis. Aðrir kváðust hins vegar verða að taka tillit til þess, að áhorf- endurnir væru aðallega ungt fólk. En í þessu sambandi benti Hilmar Garðars á, að í rauninni hefðu bióin ekki eins mikið svigrúm í kvikmyndavali og margir virtust halda, því að þau væru yfirleitt með fasta samn- inga við ákveðin dreifingar- fyrirtæki erlendis og ættu ekki úr öðru að velja en þvi sem fyrirtækin hefðu á boðstólum hverju sinni. En annar forstjóri benti á, að hvað sem öðru liði, yrðu bíóin að hugsa um að tryggja sér að- sókn og þess vegna yrðu þau að miða við það, sem fólkið sýndi mestan áhuga á. —v En hvað með svonefndar listrænar myndir? „Unga fólkið hefur meira vit á kvikmyndunum sem listgrein en eldra fólkið,“ sagði Frið- finnur Ölafsson, „og það er unga fólkið sem heldur uppi mánudagsmyndunum hjá okkur í Háskólabíói. „Hilmar Garðars sagði m.a.: „Ég held að áhorfendurnir skiptist í tvo hópa, eftir því hvort þeir vilja slappa af í bíói eða þreytast, ef svo má segja. Ég get nefnt mynd eins og „Space Odyssey — 2001“. Það komu ekkert mjög margir að sjá hana, en þeir sem sáu hana hafa hugsað mikið um efni hennar og hafa margir beðið okkur um að endursýna hana. En samt held ég, að meirihluti bíógesta sé i hinum hópnum, vilji fyrst og fremst slappa af í bíói.“ — Eru einhverjir sérstakir sýningartímar vikunnar, sem unga fólkið velur fremur en aðra? Flestir, sem spurðir voru, töldu, að svo væri ekki. Þó fengust ólík svör að sumu leyti. Einn taldi t.d. aðsóknina al- mennt betri fyrrihluta vik- unnar en seinnihlutann og um helgar og sérstaklega væru föstudagarnir rýrir. Annar taldi hins vegar föstudagana hafa batnað mikið frá því sem var, þegar sjónvarpið var að byrja. Sá þriðji taldi helgarnar beztar. Jón Ó. Ragnarsson for- stjóri Hafnarbíós var spurður um aðsókn unga fólksins á sýningum kl. 3 og 11, sem bíóið hefur boðið upp á. Hann taldi, að unga fólkið væri ekkert meira áberandi á þessum sýn- ingum en öðrum. Aðsóknin hefði verið ágæt á 11 sýningum og nú væru 3 sýningarnar farnar að taka við sér. Vil- hjálmur Astráðsson i Laugarás- blói nefndi, að aðsókn yngstu unglinganna væri mest á 5 sýn- ingar um helgar og eins talsverð á föstudagskvöldum. Og Jón Ó. Ragnarsson benti á sem dæmi um áhrif sjónvarps- ins á eldra fólkið, að aðsókn eldra fólksins væri mest á bíó- sýningar á fimmtudags- kvöldum, þ.e. sjónvarpslausu kvöldunum. — Hver eru áhrif sjónvarps- ins á bíóferðir unga fólksins? öllum ber saman um, að sjón- varpið hefði yfirleitt litil sem engin áhrif á bíóferðir unga fólksins, en hins vegar væri eldra fólkið miklu bundnara heima nú en áður fyrr, fyrst og fremst vegna sjónvarpsins. „Eldra fólkið kemur ekki nógu mikið í bió, sagði Jón Ó. Ragnarsson. „Það áttar sig ekki á því hvað bióin eru með góðar myndir. Það liggur yfir sjón- varpinu á kvöldin, i stað þess að drifa sig út. Þetta er bara sof- andaháttur. Svo segir það við mann: Mikið er annars langt síðan ég hef komið í bió, en það eru bara svo lélegar myndir alltaf hérna. Þær eru miklu betri erlendis. — En þetta er bara þvæla, því að yfirleitt allar beztu myndirnar eru nú orðið sýndar í kvikmyndahúsunum hér.“ Litir; Rauðbrúnn eða grænn/brúnn Stærðir: 35—42 kr. 3.595. Kirkjustræti 8, v/Austurvöll sími 14181 Vv v |l§Í|*§p»f ^ ; t ' Jmmr H |1 * ART. 538 Æ- ■0’/."1 _■■ K j'. 'tf .♦ / Litir: Natur eða Græn/brún Stærðir: 35—46 kr. 4.485 [W iira i WÆ 1 f/ ’ h 7 5 - Z.WíIbSM 7.JÉ & ,m f \ v\ * -i 1 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.