Morgunblaðið - 15.06.1975, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.06.1975, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1975 120 mm LIGHT MORTAR (MO-120-60) THOMSON-BRANDT - Branche Armement et Mécaniq 52. avenue des Champs-Elysées - 75008 Paris (France) Tél. 359-18-87 - Télex : 29966 BRANTARM PARIS áSSZ M4T MANU,ACrURE* sobmachin: 'WOl-n.n >*r.) rance) Byssur Þetta eru aðeins nokkur dæmi af mörgum sem nefnd eru í ítar- legri yfirlilsgrein í Time um stór- feilt vigbúnaðarkapphlaup, sem nú er háð í heiminum. Enn eitt dæmið er samkeppni flugvéla- íramleiðenda í Bandarikjunum, Krakklandi og Svíþjóð um sölu á nýrri tegund af orrustuþotu til Atlantshafsbandaiagsins fyrir 15 milljarða dollara. Keppni sem er lokið með sigri Bandaríkjamanna. Vegna aukinnar vopnasölu Bandaríkjamanna til Arabaland- anna getur svo íarið að i næsta striði Araba og Israelsmanna beili báðir aðilar bandarískum vopnum. Reyndar gerðist það i stríði Fakistana og Indverja 1965 og aftur í striði Tyrkja og Grikkja á Kýpur i fyrra. Fáum tekst að undirbjóða Rússa sem hugsa hvorki um hagn- að né aimenningsálil. Til dæmis sigruðu þeir Frakka í samkeppni um flugvélasölu til Marokkó þar sem þeir buðu 17 ára lán með 3% vöxtum en Frakkar aðeins 12 ára lán með 7% vöxtum. Þó selur engin þjóð eins mikið af vopnum og Bandaríkjamenn. Siðan 1950 hafa þeir sell eða veill i aðstoð hergögn að verðmæti 86 milljarðar dollara. I íyrra sam- þykktu bandarisk stjórnvöld sölu á vopnum að verðmæti 8,3 miiljarðar dollara til 136 landa og það samsvarar sölunnar i heiminum. Kússar koma næstir, hafa selt fyrir 39 milljarða dollara síðan 1950 og seldu fyrir 5,5 milljaróa dollara í fyrra. Aðeins Rússar fluttu úl fleiri hljóöfráar þotur í fyrra en Bandarikjamenn, 400 á móti 325, en engin þjóð flutti út fleiri þyrlur (100 alls) og skrið- dreka (1.177) en Badnaríkja- menn. Til skamms tíma fóru rúmlega 70% hergagnaútflutnings Banda- rikjamanna til landa sem liggja að Sovétrikjunum, bandaiags- ríkjum þeirra og Kína, en nú eru aðalkaupendur þeirra í Miðaust- urlöndum, fyrst og fremst Iran og Israel. Síðan 1972 heíur Israel fengið hljóðfráar herþotur, skrið- dreka, sprengjur og gagnflauga- kerfi auk þúsunda lesta af skot- færum frá Bandaríkjamönnum fyrir rúmlega 2 milijarða dollara. Þessar vopnasendingar hafa verið svo víðtækar að enn er hörgull á skriödrekum í Bandaríkjunum þótt nú séu framleiddir fimm skriðdrekar á dag í Chrysler- verksmiðjunum miðað við einn á dag fyrir októberstríðió. A þessu ári telja Israelsmenn að þá vanti hergögn að verðmæti 2,5 mill- jaróar dollara til viðbótar. Nýiega keypti Saudi-Arabía 60 Tiger-2 herþotur fyrir 756 milljón dollara af Bandaríkjamönnum og þar með er það land orðið þriðji mesti kaupandi þeirraog komið fram úr Grikklandi, Vestur-Þýzkalandí, Spáni, Kanada og Taiwan. Svipuðu máli gegnir meó þróunina i hergagnasölu Rússa. 45% hergagnaútflutnings þeirra fór til Mióausturlanda i fyrra og í þremur styrjöldum við ísraels- menn hafa Arabar nær eingöngu notað rússneska T-skríðdreka, ýmsar MIG-herflugvélar og ná- kvæmar SAM-loftvarnaflaugar. Auk þess hafa Rússar árum saman sent gífurlegt magn her- gagna til Varsjárbandalags- landanna, Norður-Víetnam og Norður-Kóreu. Rifflar þeirra af gerðinni AK-47 eru taldir hinir beztu sem völ er á, skriódrekar þeirra og MIG-þotur eru einnig eftirsóttar og þeir bjóða mikinn afslátt en stundum er erfitt að fá frá þeim varahluti. Frakkar hafa farið fram úr Bretum i hergagnasölu og seldu i Hömlulaus vopnasala Á ÁRI hverju eru seld vopn og hergögn önnur en kjarnavopn að verðmæti 18 milljarðar dollara miðað við aðeins 300 milljón dollara 1952. Síðan 1964 hefur vopna- sala í heiminum aukizt um 550%. Á árinu 1973 vörðu þjóðir heims auk þess 240 milljörðum dollara til að þjálfa og vopna hermenn sína og viðhalda herstyrk sínum. Nú er svo komið að í stað notaðra hergagna eru nýjustu og fullkomnustu flugvélar, skriðdrekar og eld- flaugar á boðstólum. Egyptar hafa fengið fullkomnari orrustuþotur frá Rússum en Varsjárbandalagslöndin, af gerðinni MIG-23. Bandaríkin hafa leyft sölu á fjarstýrð- um gagnskriðdrekaflaugum til Israels, Suður-Víetnam, Líbanons og Jórdaníu. Egyptar hafa samið um kaup á um 50 MIG-23-þotum frá Rússum og 44 Mirage-þotum að verðmæti 264 milljónir dollara frá Frökkum, auk þess sem þeir eiga í viðræðum við Breta um kaup á Hawk-orrustuflugvélum að verðmæti 250 milljón dollara. Spánverjar ætla að kaupa þotur af gerðinni F-4 af Bandaríkjamönnum fyrir 250 milljón dollara. Eþíópiumenn hafa beðið Banda- ríkjamenn um vopn og skotfæri að verðmæti 30 milljón dollara. Pakistanar hafa beðið þá um flugvélar að verð- mæti 50 milljón dollara í þeirri von að þeir aflétti löngu vopnabanni. Kuwait er að kaupa skriðdreka af Bretum og ætlar einnig að kaupa Skyhawk-orrustuflugvélar og nokkrar loftvarnaflaugar af Bandaríkjamönnum fyrir 350 milljón dollara og mesti vopnakaupandi heimsins, Iran, er að kaupa sex hraðskreiða Spruence-tundurspilla af Bandaríkjamönnum. 46% heildar- handa öllum fyrra hergögn fyrir 3 milljarða dollara til 80 þjóða, meðal annars kafbáta til Spánar, Forlúgals, Pakistans og Suður-Afriku, Mirage-þotur, AMX-skriðdreka Alouette-þyrlur og ratsjárstýrðar Exocet gagnskipaflaugar. Bretar hafa ekki eins öruggan markað í samveldislöndunum og áður fyrr og þykja auk þess slæmir sölumenn. Saml seldu þeir hergögn fyrir 1,5 milijarð doilara i fyrra eða sem svarar 8% heints- sölunnar meðal annars freigátur, kafbáta og hraöskreið varóskip til Suður-Ameríku og rúmlega 1.000 Chieítain og 300 Seorpion- skriódreka til lrans. Aðrar þjóðir selja minna. En Italir seldu fyrir 240 milljón dollara i fyrra meðal annars þyrl ur til Irans og eftirlætisskamm byssu Janies Bond, Berwlta, og mörgum þjóóum þykir gott að verzla við þá þar sem þeir setja engin pólitísk skilyrði. Vestur- Þjóðverjar seldu fyrir um 100 milljón dollara, meðal annars kaf- báta til Suöur-Ameríku og Leo- pard-skriódrekar þeirra eru i miklu áliti. Svíar hafa selt Dönum og Finntyn Draken-herflugvélar og reynt að selja NATO Viggen- þotur og flytja út vopn að verð- mæti um 75 milljón dollara á ári hverju. Svisslendingar selja tals- vert af loftvarnavopnum til Vest- ur-Þýzkalands, Belgíu og Hollands. Kanadamenn selja fyrir um 100 milljón dollara á ári, aðallega her- gögn hönnuó i Bandarikjunum, einkum til Bandaríkjanna og annarra NATO-landa. Israel seldi i fyrra hergögn fyrir um 50 milljón dollara, meðal arinars Uzi- vélbyssur (300.000 slíkar hafa verið seldar 50 erlendum við- skiptavinum á síóustu 20 árum, meðal annars bandarisku leyni- þjónustunni), Arava- herflugvélina, sem þarf stutt flug- tak, og Gabriel-eldílaugina, sem reyndist vel gegn rússneskum fallbyssubátum i októberstriðinu. Minna er vitað um hergagna- sölu kommúnistaríkja, Kínverjar munu útvega Norður-Víetnömum Norður-Kóreumönnum, Pakist- önum og nokkrum byltingar- hreyfingum í Afríku MIG- AOlo.co^° **°*,*"*lim«*» "crum^:,T°N Myndir af vopnum sem Frakkar bjóða til sölu. 21-herflugvélar og fleiri hergögn. Pólverjar flytja mest út af þeim skriðdrekum sem Varsjárbanda- lagið kemst af án. Tékkar voru önnur mesta hergagnasöluþjóð heims fyrir síðari heimsstyrjöld- ina og frægir fyrir Bren-byssuna og Skoda-fallbyssur en eru nú aó-allega notaðir af Rússum i við- kvæmum vopnasölum eins og þegar þeir seldu fyrstir kommúnista hergögn til Miðaust- urlanda með vopnasölunni til Egyptalands 1955. Þó selja þeir nokkrar æfingaþotur til annarra kommúnistarikja og Sýrlands og fallbyssur til Kúbu. Nokkur lönd, sem kaupa mikið af vopnum, selja einnig vopn tii annarra landa, þar á meðal Ind- land sem flytur út riffla til Tanzániu, Nýlega seldu Jórdaniu- menn gamla brezksmiðaða skrið- dreka til Suður-Afriku. Argen- tínumenn framleiða hergögn með leyfi frá erlendum vopnafram- leiðendum og hafa meðal annars smíðað rúmlega 100 franska AMX-13-skriðdreka. Horfur eru á að hergagnasalan stóraukist á næstu árum þar sem bæði NATO og Varsjárbandalagið eru aó taka í notkun nýjar teg- undir hergagna og þá má gera ráð fyrir að þúsundir skriðdreka og flugvéla verði falar. Aðal- kaupendurnir verða áreiðanlega þróunarlönd. Arið 1964 keyptu þróuð riki og þróunarríki her- gögn fyrir jafnháa upphæó, 1,5 milljarð dollara. Árió 1973 keyptu iðnaðarriki hergögn fyrir nokkuð lægri upphæð en hergagnakaup landanna í þriðja heiminum höfóu aukizt i 7,7 milljarða dollara. Hergagnaþörfin hefur verið mikil vegna átaka í Kóreu, Indókína Miðausturlöndum og Afríku og sést á því að i oku' ,er- stríðinu eyðilögðust 600 he .lug- vélar og 2.700 skriðdrekr . Frá stríðslokum hafa 75 þjóð' fengið sjálfstæði, flestar þeií.a hafa komið sér upp sínum eigin her og herforingjar hafa verið svo valda- miklir í þessum löndum að sjald- an hefur verið hægt að ganga fram hjá kröfum þeirra um ný og ný hergögn. Nýir valdhafar hafa viljað sýna mátt sinn með glæsi- Iegum hergögnum á hersýningum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.