Morgunblaðið - 15.06.1975, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JUNl 1975
29
„Ein handa þér og ein handa þér“.
Unnið við smfði F—14
&•<!* «tr moöilítv t«am
Enemy tank attack! You can stop it fast Wrth
the workfs most effectrve anti-tank system.
Betfs amted helícopter- the Cobra.
Cobra offsrs muft-jpis &!
}ho rhóst modofff firepowfef kystsms Ar,# i? uau
toms a tí.»r«g way ift a ho»fy tb ssisbbsh
!«ek1 suporlohty by forh^hin^ ftemiOíe. f««
sopport k'«r manspvartrtg a«t1 hnávy fk«
ta«gett.
The CotJfa sh"ik«?» »}. f<W§ r»rt$» oOh-
cesiod bofnmbvopo$«f)f>fis T*f$iM tft v»#* »t
up koftt ^roums covsf Uróítayotss its» Gf<3oðoc«
wttn pfocnmn átxofíK.y Th»n ir«av.?<; ?**?»
•I cttf? fe6 faarfnotí ?cf»i«i»fJ ar«? mtia*$*N»<f m
th» f»«;rt AoO <? rootoc tc y*>« w»th prwttí? com
;>í*t f*»3£>Mt*y. 03*int».'fti^>j»fy t*r«S SttrvivsbAfty
The Cot>fa ■& thc fuopcv**? fítembef »;? thc
B»:t Bf»íi s ÖM-$8 providos rscoooatfc'
asoce cspoíniity pfus nommawvö »«<( íorfto>:
ko?w tt'ff «itf Bf?ii s powcrhii ««w 2'.4> p<ovt<t«>s.
troop íhobítify <or fsst *mpam$. hahisnntd
'support fey fhbvir»ij ttUit^ry ao<t suppiteA amt
Ottic*. «v»oya?:ori O- tósí wS>oO»1«i3
T 09?»t her ffvsv t o fn': < h»: |>r iffhrfnm
wor?d s rf»mt Atfochvft
»>« ífío^íii'ty tt*' wutkj ow
depenion i
Bell
HSUCOPTE*
Bandarískar þyrlur auglýstar (tfmariti.
kommúnistarikjum og bönnuóu
lengi vel sölu til hlutlausra landa.
A svipaðan hátt hafa Rússar selt
vopn til Miðausturlanda til að
draga úr vestrænum áhrifum og
til Indlands til að mynda mótvægi
gegn Kinverjum. Rússar hafa
fengið aðstöðu fyrir flugher sinn i
Jemen og Sómalíu í staðinn fyrir
vopn sem þeir hafa útvegað
þessum löndum og Bandaríkja-
menn hafa haft herstöðvar í Thai-
landi og Spáni vegna hernaðarað-
stoðar sem þeir hafa veitt þessum
löndum. Nú hóta Tyrkir að loka
bandariskum herstöðvum i landi
sinu þar sem bandariska þjóó-
þingið hefur stöðvaó alla hern-
aðaraðstoð við þá.
Vopnaútflutningur heldur lií-
inu í mörgum fyrirtækjum og sér
mörgum verkamönnum fyrir at-
vinnu. Flugvélafyrirtækið
Dassault i Frakklandi gæti senni-
lega ekki framleitt Mirage-þotur
sinar fyrir verð sem franski flug-
herinn réði við án mikils útflutn-
ingsmarkaðs fyrirtækisins. Svíar
telja aó þeir geti ekki varðveitt
hlutleysi sitt nema með þvi að
framleiða sjálfir flugvélar sinár
og önnur hergögn en án útflutn-
ings hefði framleiðsla Draken og
Viggen sennilega orðið óheyri-
lega dýr. Jafnvel fyrir banda-
riska framleiðendur er útflutn-
ingur að verða nauðsynlegur ef
framleiðslan á aó borgasig.
Vegna hækkaðs olíuverðs hafa
oliuútflutningsríki haft nær ótak-
mörkuð fjárráð og geta keypt nær
allar tegundir hergagna handa
sér eða bandamönnum sinum og
skjólstæðingum.
Vestræn iðnaðarríki hafa kom-
izt að raun um aó hergagnasala
getur dregió verulega úr greiöslu-
halla vegna aukins kostnaðar af
oliuinnflutningi. Stóraukin her-
gagnasala er hvergi eins áberandi
og við Persaflóa og þar er hafió
eitt kostnaðarsamasta og æðis-
gengnasta vigbúnaóarkapphlaup
sögunnar.
Iran hefur gengió lengst og
keypt hergögn fyrir 7,6 milljaróa
dollara i Bandaríkjunum einum á
tveimur árum meó þeirn árangri
aó þeir ráða yfir fullkomnari her-
gögnum en flestar aörar þjóöir.
Þeir hafa þegar keypt 260 þotur
af gerðinni F-4 og pantað 200 i
viðbót af gerðinni F-S og eiga um
3.000 brynvagna og rúmlega 1.000
þyrlur, þar á meóal SeaCobra-
árásarþyrlu sem meira að segja
bandariski landherinn '•ræður
ekki yfir. Þótt ýmsir telji aó Iran-
ir eigi meiri hergögn en þeir þurfi
segja þeir sjálfir að þeir verói aó
vera á verði gagnvart Sovétrikj-
unum og Irak og verja Hormutz-
sund, sem rúmur helmingur olíu-
birgða Vesturlanda fer um, aó
halda þvi opnu.
Afleióingin hefur hins vegar
orðið sú aó Írak hefur fengið
MIG-vélar, þung stórskotavopn og
Scud-eldflaugar, sem búa má
kjarnaoddum, frá Rússum auk
og landamæraþrætur og tor-
tryggni hafa viða komið af staó
vígbúnaóarkapphlaupi, til dæmis
milli Indverja og Pakistana, rikj-
anna Mali og Efri-Volta í Vestur-
Afríku og milli Perúmanna,
Boliviumanna og Chilemanna. Oft
hafa slíkar þjóðir keypt hergögn
sent koma þeim aó litlum notum
og henta þeim ekki, t.d. skrið-
dreka sem engin brú getur borið,
og flugvélar sem fáir innlendir
flugmenn geta flogið.
Bandarikjamenn hafa flutt út
hergögn til að styðja við bakið á
rikisstjórnum fjandsamlegum
og Mirage-þotur. Saudi-Arabar
hafa beóió Bandarikjamenn um
vopn og fengið þá ráóleggingu að
efla herafla sinn á næstu tíu árum
með vélvæddu herfylki, einni
skriðdrekadeild, flugdeild,
árásarþyrlum og strandvarnar-
skipum.
Óttazt er að þetta Vigbúnaðar-
kapphlaup geti leitt til þess að
stríð geti hafizt fyrir siysni við
Persaflóa. Sá möguleiki er ekki
útilokaður aó styrjöld verði milli
Saudi-Arabíu og Iran í fram-
tíóinni. Aukinn hernaðarmáttur
Irana hefur vakið tortryggni Ind-
verja sem óttast að Iran og
Pakistan gangi i bandalag.
Vígbúnaðarkapphlaup ■ er
einnig hafið i Suður-Anteríku.
Argentina, Brasilía, Kólombía,
Perú og Venezúela hafa keypt
freigátur og kafbáta frá Vestur-
Þýzkalandi og Bretlandi, Mirage-
þotur og fallhyssur frá Frakk-
landi og æfingaþotur frá Italíu. 1
fyrra keypti Perú um 600 T-54 og
T-55 skriðdreka af Rússum, stór-
skotavopn, loftvarnabyssur, eld-
flaugar og fleiri hergögn, alls fyr-
ir85 milljón dollara.
Löndin i þessum heimshluta
fengu aðeins handarisk hergögn
frá striðsárunum þar til vig-
búnaðarkapphlaup þeirra hófst
1968 þegar Perú keypti Mirage-
þotur af Frökkum. Vopnasalar
hafa síðan streymt til Rómönsku
Ameriku frá Ebrópu og fengu svo
til enga samkeppni frá Bandaríkj-
unurn þar til 1973 er Nixon forseti
lét undan þrýstingi bandariskra
hergagnaframleióenda og aflétti
þeim hömlum sem höfðu verið á
hergagna sölu Bandarikjamanna
til þessara landa.
Viðsjár hafa aukizt vegna þessa
vigbúnaðarkapphlaups á landa-
mærum Perú og Chile. Talið er að
herforingjastjórnin í Lima vilji
taka fylkið Tarapaca af Chile-
mönnum, sem náðu þvi frá Perú-
mönnum i styrjöld er lauk 1883.
Chilemenn hafa keypt herflugvél-
ar, skriódreka og skip i Banda-
rikjunum og Evrópu fyrir rúm-
lega 500 milljón dollara á síóustu
18 mánuðum. Bóliviumenn óttast
að þeir geti dregizt inn i átök milli
Chile og Perú og hafa ákveðió að
koma sér upp nýtízku vopnum
þótt þeir hafi varla efni á þvi.
Fáar tilraunir hafa verið gerðar
til að hefta vígbúnað^rkapp-
hlaupið I heiminum. Suðurskaut-
ið hefur verið lýst „vopnlaust
svæði“. Japanir hafa neitað að
selja hernaðarlega mikilvæga
vöru til kommúnistalanda i 25 ár
og Bandarikjamenn hafa sett
hömlur á sölu á svokallaðri Red-
eye-eldflaug þar sem hún gæti
verið hættuleg i höndum hryóju-
verkamanna. Arió 1950 ákváðu
Bandarikin, Frakkland og Bret-
land að takmarka vopnasölu til
Mióausturlanda en sú ráðstöfun
fór út um þúfur fjórum árum
siðar þegar Frakkar ákváðu að
selja Israelsmönnum skriðdreka
og flugvélar. Viðræóur risaveld-
anna um takmörkun kjarnorku-
vígbúnaðar hafa lítinn árangur
borið annan en þann að kjarn-
orkugagnflaugar hafa verið bann-
aðar en raunar er notagildi þeirra
dregið í efa.
Bandarikjamönnum tókst ekki
að koma i veg fyrir að Pakistanar
beittu bandarískum vopnum gegn
Indverjum þótt þeir heföu bann-
aó þaó og Libýumenn lánuóu Eg-
yptum Mirage-þotur i október-
striðinu þvert ofan i geróa samn-
inga vió Krakka. Bann við her-
gagnasölu hefur haft takmörkuö
áhrif og sést á þvi að Frakkar
hafa selt vopn til Suður-Afríku,
Pakistan, Indlands og Rómönsku
Ameriku þegar sala til þessara
landa hefur verió bönnuó. Þegar
Bandarikjamenn reyndu aó draga
úr spennunni í Suöur-Asiu með
því að takmarka vopnasölu þang-
aó leituðu Indverjar lil Rússa og
Pakistanar til Kinverja og
Frakka.
Þróunarriki gætu varió meira
fé til félagsmála og efnahagsmála
ef vígbúnadarkaupphlaupið yröi
takmarkaö en þau segja aö riki,
sem ekki geta íramleitt vopn,
verði ofurselt iðnvæddum rikjum
ef vopnasendingar veróa bannað-
ar. Bandarikjamenn og Rússar
vilja heldur ekki takmarkanir á
áhrifum sinum til þess að auka
veldi sitt og áhrif. Iðnaðarríki
vilja heldur ekki atvinnuleysi
vegna minnkandi vopnasölu.
Til skamms lima keyptu iónaó-
arrikin i Vestur-Evrópu meira af
vopnurn en nokkrar aðrar þjóðir
og i þeim heimshluta hefur rikt
frióur i þrjá áratugi. En i 60 hern-
aðarátökum sem hafa geisaó frá
Framhald á bls. 32
Skyhawk-véla frá Bandarikja-
mönnum, Kuwait hefur pantaó
Mirage-þotur frá Frakklandi (og
auk þess staðið undir gifurlegum
vopnakaupum Sýrlendinga,
Egypta og Jórdaníumanna) og
smárikið Abu Dhabi hefur orðið
sér úti um C-130-flutningavélar
Frakkland
Eftirsóttustu hergögn heimsins (talið frá vinstri). Frá Sovétríkjun-
um: T—55 skriðdrekinn (14.500 seldir úr landi), AK—47 riffillinn
(225.000), SA2 loftvarnaflaugin (8.000) og MIC—21 (1.900). Frá
Bandarfkjunum: Sidewinder-eldflaug (12.000), CH—47 Chinook-
þyrla (309), F—4 Phantom (1.100), C—130 Hercules flutningaflug-
vél (230), F—5 (1.500) A—4 Skyhawk (460) og TOW gagnskrið-
drekaflaug (12.500). Frá Frakklandi: Exocet gagnskipaflaug (800)
AMX30 skriðdreki (1.000) og Mirage III (700). Frá lsrael: Gabriel
gagnskipaflaug (150).
rftc\o